Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986
55
Þessir hringdu . .
Garðarollur og
blómarækt
Óskar Björnsson, Nesgötu 13
f Neskaupstað, hringfdi og sagöi
eftirfarandi sögu ásamt vfsu:
„f Velvakanda þriðjudaginn 10.
júní er sagt að kindur eyðileggi
gróður í borgarlandinu og 13. júni
„Burt með rollubúskap í grennd
við friðuð svæði". Þetta minnti
mig á það, þegar ég vann í prent-
smiðjunni hér í Neskaupstað 1950
til 1952. Þá var þar prentari að
sunnan, Sverrir Jónsson. Þetta
var afskaplega fjölhæfur maður.
Kunni mikið af ljóðum og kveð-
skap og var góður söngmaður.
Honum var ekki nóg að fara með
ljóð á íslenzku, ef þau voru þýdd
til dæmis, fór hann gjaman með
þau á ensku fyrir mann. Ég
minnist til dæmis eins, Hrafninn
eftir Edgar Allan Poe, hann fór
með hann allan á ensku fyrir mig.
Það voru tveir menn hér sem
deildu um garðarollur og þeir
skrifuðu hvor öðrum greinar í
Austurlandi. Svo ber það einu
sinni við að annar þeirra, sem
mælti fyrir munn sauðkindarinn-
arinnar, segir: „Sauðkindin er
milliliður milli mannsins og gróð-
ursins." Ég var að vinna í öðru
herbergi og prentarinn var að
setja greinamar. Þegar hann
rekst á þessa setningu, sprettur
hann á fætur, kemur til mín og
spyr hvort ég hafí blað og blýant
og skrifaði þessa vísu umsvifa-
laust niður:
Garðarollan mér leggur lið
í lífsbjargarviðleitni minni.
Hún breytir í hrútspunga, blöðmör og svið
blómaræktinniþinni.
Skýring á launa-
mismun sú að
miðað er við
fæðingarár
Nokkrar villur slæddust inn f
pistil frá Amfinni Jónssyni skóla-
stjóra Vinnuskóla Reykjavíkur
sem birtist í Velvakanda laugar-
daginn 14. júní. Birtist hann hér
aftur:
„Vegna fyrirspumar í Velvak-
anda á dögunum varðandi það að
unglingar hefðu lægra kaup í
fískvinnu en í unglingavinnunni,
vil ég upplýsa eftirfarandi: I
Vinnuskólanum em unglingar
sem fæddir eru 1971 og 1972,
og höfum við tekið við öllum
reykvískum unglingum sem fædd-
ir em þessi ár. Þau sem fædd em
1971 frá kr. 80,80 á tímann en
þau sem fædd em 1972 fá kr.
71,30 á tímann. Þannig gemm
við ekki greinarmun á þvi hvort
unglingamir em orðnir 15 ára eða
em rétt að verða það. Við miðum
kaupið einvörðungu við fæðingar-
ár en ég held að flestir atvinnurek-
endur fari eftir aldri þannig að
kaupið getur breyst á afmælisdegi
unglinga ef svo ber undir. Þetta
er held ég skýringin á launamis-
muninum sem spurst var fyrir
um.“
Hættum hvala-
drápi
Margrét Hjálmtýsdóttir
hringdi:
í Malmö hefur undanfarið stað-
ið yfir þing þar sem rætt hefur
verið hvaladráp og hvalavemd.
Það er vonandi að drápgimi og
peningagræðgi verði ekki til að
útrýma þessum greindu dýmm.
Heyrst hefur að hvaladráp íslend-
inga í vísindaskyni sé yfírskyn og
ósvífin blekking, því þar ráði
aðeins sölumennska. Hættulegt
er að hroki og græðgi einstakra
manna í sambandi við íslenska
hvaladrápið hefur eyðileggjandi
áhrif á erlend viðskipti okkar þjóð-
ar, sem er skuldum vafín. Hinir
fáu íbúar á eyjunni okkar ættu
að fylgjast betur með vinnubrögð-
um manna sem þeir borga kaup
fyrir að fara með málefni þjóðar-
innar og standa saman gegn út-
rýmingu dýra og hvers konar
eyðileggingu í náttúmnni. Það er
skylda hverrar siðaðrar mann-
eskju."
Léleg sjónvarpsdagskrá:
Makalaust hve fótboltaáhuga-
mönnum er gert hátt undir höfði
Til Velvakanda:
Nú er svo komið að maður getur
ekki lengur orða bundist. Það er
alveg makalaust hvað fótbolta-
áhugamönnum er gert hátt undir
höfði hjá forráðamönnum sjón-
varpsins. Þessa dagana opnar
maður ekki svo fyrir viðtækið að
það sé ekki fótbolti á skjánum. Það
mætti halda að ekki væm aðrir en
fótboltaáhugamenn sem borga af-
notagjöldin, en svo er nú ekki og
eflaust em þeir sem horfa á leikina
aðeins brot af þeim sem greiða fyrir
afnotin. Og hvað kostar svo þetta
ævintýri?
Á meðan svona lagað er látið
viðgangast er erlenda dagskráin
alveg fyrir neðan allar hellur. Það
er verið að kaupa einhveijar út-
sölubíómyndir til sýningar um helg-
ar og er skemmst að minnast föstu-
dagskvöldsins 30. maí sl. þegar
sýnd var kúrekamynd frá 4. ára-
tugnum, svo maður tali nú ekki um
myndina „Persona" eftir Ingmar
Bergman, hversu frægur sem hann
nú annars er.
Til hvers er svo verið að sýna
ömurlega þætti eins og „Der Alte“?
Er það ekki vegna þess að enginn
annar vill kaupa þessa þáttaröð og
hún fæst því á tombólugrís og þykir
allt í lagi að sýna Islendingum
þetta, því við höfum alltaf látið
ganga yrfír okkur?
Er fótbolti kannski það eina sem
forráðamenn sjónvarpsins hafa
sjálfír áhuga á að sjá?
Ég hygg að fólk noti sjónvarp
nú til dags mestmegnis til afþrey-
ingar að loknum löngum vinnudegi
og því er það lágmarkskrafa að
sjónvarpið sýni myndir við þess
hæfí.
íslendingar eiga ekki ótakmark-
að fé og því er fáránlegt að sóa svo
Fyrsti og síðasti bókstafur gríska
stafrófsins. í Opinberun Jóhannesar
1,8 stendur: „Eg er Alfa og ómega,
segir Drottinn Guð, hann sem er
og var og kemur, hinn alvaldi." Á
miklu af ráðstöfunarfé sjónvarpsins
á hveijum tíma í fótbolta — heims-
meistarakeppni eða ekki. Væri ekki
nær að nota þessa peninga til að
bæta þjónustu við sem flesta not-
endur frekar en einhvem lítinn hóp
manna og kvenna?
Auk þess vil ég spyija til hvers
þarf að hafa þulur til að tilkynna
dagskrána. Er ekki nóg að birta
dagskrána á skjánum? Þar sparast
þá strax laun þulanna.
Við skulum minnast þess að
auglýsingum hefur Qölgað mjög í
sjónvarpi frá því sem var. Hvemig
stendur þá á því að erlenda dag-
skráin er ekki bætt?
Valgerður F. Baldursdóttir
öðrum stað stendur: „Ég er hinn
fyrsti og hinn síðasti," sem hefur
sömu merkingu.
(Dagbladenes pressetjeneste)
Alfa og Omega
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu-
mig með nœrveru sinni og gjöfum á 90 ára
afmœli minu.
Innilegar kveðjur til ykkar allra.
ÞÓRA GUÐLA UGSDÓTTIR,
Austurbrún 6.
Mjnudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00
FráBrjánslækkl. 14.00
Til Stykkishólms kl. 18.00
fyrir brottför rútu til Rvk.
Fimmtudaga: Samatimataflaog
mánudaga.
Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00,
eftir komu rútu.
Viðkoma í inneyjum.
Frá Brjánslæk kl. 19.30
Til Stykkishólms kl. 23.00
Þriðjudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00
eftir komu rútu.
Frá Brjánslæk kl. 18.00
Til Stykkishólms kl. 21.30
Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00
Sigling um suðureyjar.
Frá Brjánslæk kl. 15.00
Til Stykkishólms kl. 19.00
Á timabllinu 1. iúli tll 31.áqúst
Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00
Frá Brjánslæk kl. 14.00
Til Stykkishólms kl. 18.00,
fyrir brottför rútu.
Viðkoma er ávallt í Flaley á báðum leiðum.
Bílaflutnlnga er nauðsynlegt að panta með fyrlrvara.
Frá Stykkishólmi: Frá Brjánslæk:
Hjá afgreiðslu Baldurs Hjá Ragnari Guðmundssyni
Stykkishólmi, s.: 93-8120 Brjánslæk, s.: 94-2020.
Á timabilinu 1. júní til 31. ágúst
Á tímabilinu 1. mai til 30. sept.
einkatölvan brýtnr
100 f>us. króna
■HfiHsrT-
Nú eiga tölvukaupendur kost á
IBM-XT samhæfðri tölvu með 640K
innra minni og 20 megabæta diski á
aðeins kr. 98.000 -
Advance einkatölvan hefur sannað
ágæti sitt á íslenskum tölvumarkaði
og nú er næsta sending á þessu
frábæra verði á leiðinni.
Komdu í heimsókn til okkar og
skoðaðu ADVANCE tölvuna.
Pantanir óskast staðfestar.
ÍMÍKROÍ
SkeifunniH Simi 685610