Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ 1986 29 Bujak-málið í Póllandi: Háttsettur embættis- maður handtekinn Varsjá, AP. HÁTTSETTUR maður í pólska utanríkisráðuneytinu hefur verið handtekinn og gefið að sök að hafa aðstoðað neðanjarðarleiðtoga Samstöðu, Zbigniew Bujak, við að fara huldu höfði. Jerzy Urban, talsmaður pólsku stjómarinnar, staðfesti í gær að aðstoðardeildarstjóri í utanríkis- ráðuneytinu, Zbigniew Wroniak, hefði verið handtekinn sama daginn og Bujak fannst í íbúð, sem er í eigu dóttur og tengdasonar Wron- iaks. Sagði Urban að engin ástæða virtist vera til að gruna hjónin um samsæri því þau hefðu dvalizt lang- dvölum í útlöndum, eins og það var orðað. Wroniak er gefíð að sök að hafa aðstoðað Bujak á flóttanum undan lögreglu og þar með tafíð framgang réttvísinnar. Á hann yfír höfði sér allt að fímm ára fangelsi verði hann sekur fundinn af ákæruatriðum. Reagan skipar nýjan hæstaréttardómara Washington, AP. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti greindi frá því í gær að William Rehnquist hæstaréttar- dómari tæki við embætti forseta hæstaréttar í næsta mánuði, þar sem Warren E. Burger, sem nú skipar stöðuna, hefði ákveðið að setjast í helgan stein. Reagan skýrði einnig frá að hann hefði skipað Antonin Scalia í stöðu hæstaréttardómara. Scalia er annar hæstaréttardóm- ari, sem Reagan hefur skipað í forsetatíð sinni, en hinn fyrri var Sandra Day O’Connor. Scalia var áður dómari í áfrýjunarrétti Banda- ríkjanna. Warren Burger, sem átt hefur sæti í hæstarétti í 17 ár, þótti íhaldssamur og em Renquist og Scalia taldir hafa svipaðar skoðanar og hann á ýmsum málum. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta tilnefhingar Reag- ans, og er búist við því að þar verði fjallað um þær innan skamms. Ok gegnum Berlínarmúrinn Berlín, AP. FARÞEGABIFREIÐ ók gegnum Berlínarmúrinn í gær að sögn vitna. Var ökumaðurinn þegar í stað fjarlægður úr bifreiðinni, af austur-þýskum landamæra- vörðum. Lögregluyfírvöld í Vestur-Berlín staðfestu að bfll af Volkswagen- gerð hefði ekið gegnum múrinn í hverfínu Frohnau, sem er vestan megin múrsins, en neituðu að gefa nákvæmari upplýsingar. A VERÐI Hermenn úr víkingasveit stjórnarhersins á Sri Lanka í varðstöðu nærri borginni Trincomalee á norðurhluta eyjarinnar. Hermenn- irnir leituðu hryðjuverkamanna úr röðum tamíla, sem barist hafa fyrir sjálfstæði norðurhlutans. Að undanförnu hefur komið tíl blóðugra átaka og hefndaraðgerða á Sri Lanka. geislaofni er „Tja.. Kaffi meö „bólu“ dugar ekki. — Ég verö aö fá mér | útiveran þægileg FRICO geislaofninn er tilvalinn vermir á svalir, útverustaði og garðhús þegar svalt er í veðri á góðviðrisdögum á íslandi. Endurseljendur: Glóey - Ármúla 28 - Reykjavfk Sigurdór Jóhannsson raftækjavinnustofa - Akranesi Skúli Þórsson - Álfaskeiði 31 - Hafnarfirði Leifur Haraldsson - Seyðlsflrði Rafborg - Grindavfk Rafvirkinn - Eskifirði Árvirkinn - Selfossi Kristall - Höfn/Hornafirði Geisli - Vestmannaeyjum Rafborg - Patreksfirði Bifreiða- og trésmiðja Borgarness Ljósvaklnn - Bolungarvfk Raf hf - Akureyri Raftækjavinnustofa Bjarna - Reyðarfirði M' RÖNNING Sundaborg, simi 84000 VEIST HJ SÁPUR? Neutrogena Neutrogena sápumar eru hreinar og mildar, glœrar náttúrusápur, sérhannaðar fyrir vidkvæma andlitshúd og ofnæmishúð. Neutrogena sápan fyrir þurra húð, NEUTROGENA DRY SKIN SOAP, hefur eftirfarandi húðmilda og hætandi eiginleika: • alla eiginleika hinnar upprunalegu Neutrogena sápu, • þ.e. hún hreinsar án hurstunar, skolast algjörlega hurt. hreinsar óhreina húð vel, raskar ekki rakajafnvægi hennar, ertir ekki með lútefnum eins og aðrar sápur og raskar ekki sýrujafnvæginu, • inniheldur að auki tvö sérstök húðmýkjandi efni, sem auka getu húðarinnar til þess að verja sig gegn raka- og fituefnatapi. Neutrogena ofnæmisprófaðar sápur. Fást í apótekum og helstu snyrtivöruverslunum. midas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.