Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986 Einkunnagjöf Morgunblaðsins: Pétur einn með fimm Frammarar fjölmennir á lista efstu manna Nú þegar búið er að leika sex umferðir í 1. deildinni hér á landi er ekki úr vegi að athuga lítiliega nokkrar tölulegar uppiýsingar varðandi einkunnagjöf Morgunblaðsins og annað þess háttar. Eins og flestum mun kunnugt þá gefur Morgunblaöið einkunn eftir hvem leik og er hún á bilinu 1 til 5. Mest er hœgt að fá fimm fyrir leik og minnst einn. Aðeins einn leikmaður hefur fengið fimm í einkunn það sem af er og fékk Pétur Ormslev þá einkunn fyrir frábæran leik sinn með Fram á móti FH um síðustu helgi. Auk þess að vera eini maöur- inn sem fengið hefur 5 í einkunn er Pétur einnig með hæstu meðaleinkunnina það sem af er sumri. Hann er með 3,50 eftir að hafa leikið sex leiki og er hann vel að þessu kominn því hann hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með liði sínu i sumar. Frammarar eru einnig stiga- hæsta liðiö það sem af er, þeir hafa 29,83 í meðaleinkunn í þeim sex leikjum sem þegar hafa verið leiknir. Einkunnin erfundin þann- ig að einkunnir byrjunarliðsins hverju sinni eru lagðar saman og síðan eru allir leikirnir lagðir saman og deilt í með fjölda leikja. KR-ingar hafa 28,00 í meðalein- kunn, FH-ingar 27,83 og Valur 27,50. Jöfn í 5. til 6. sæti eru Þór og ÍA en liðin hafa bæði fengið 26,83 í meöaleinkunn. Víðismenn eru með 24,66, Breiðablik 24,33, Vestmanneyingar 24,16 og Kefl- víkingar reka lestina enn sem komið er með 23,83. Á listanum yfir 15 hæstu menn hjá okkur eiga Frammarar fimm leikmenn og eru þeir með flesta. Einkunnin er fundin þannig út að ekki er tekið tillit til manna sem komið hafa inná sem varamenn, þeirri einkunn sem þeir fá í slík- um leik er sleppt en það kom ekki aö sök að þessu sinni því allir á listanum hafa leikið alla sex leiki liðs síns nema Óli Þór Magnússon úr ÍBK sem hefur leikið fimm leiki. Listinn er annars þannig: Pétur Ormslev, Fram 3,50 FriArik FriAríksson, Fram 3,16 ViAar Þorkelsson, Fram 3,16 Guðmundur Torfason, Fram 3,16 Henning Henningsson, FH 3,16 Loftur Olafsson, KR 3,16 ValurValsson, Val 3,00 Ólafur Jóhannesson, FH 3,00 Ágúst Már Jónsson, KR 3,00 Óli Þór Magnússon, ÍBK 3,00 Guómundur Steinsson, Fram 2,83 Baldvin Guómundsson, Þór 2,83 GuAbJöm T ryggvason, ÍA 2,83 Ólafur ÞórAarson, ÍA 2,83 Hálfdén öríygsson, KR 2,83 Eitt rautt en 45 gul DÓMARAR 1. deildarinnar hafa 45 sinnum þurft að draga gula spjaldið úr brjóstvasa sínum í sumar og sýnt það leikmönnum og einu sinni hefur rauða kortið sést. Fimm lið hafa aðeins fengið þrjár áminningar hvert en það eru ÍBV, Valur, Fram, FH og Breiðablik. Keflvíkingar hafa fjór- um sinnum fengið að sjá gula spjaldið, Þórsarar fimm sinnum, KR-ingar sex sinnum, Víðismenn sjö sinnum og Skagamenn hafa oftast fengið áminningu eða átta sinnum alls. Einu sinni hefur rauða spjaldið sóst á lofti í sumar en það var í leik Þórs og Víðis í Garðinum þegar Sigurbjörn Viðarsson var rekinn af leikvelli. ÞAD hefur aðeins einu sinni verið gefið fimm fyrir frammi- stöðu f leik hingað til í sumar og það var Framarinn Pétur Ormslev sem hlaut þá einkunn. 28 sinnum hefur leikmönnum verið gefin einkunnin fjórir fyrir leik í sumar. Ef við athugum hvaða lið hefur oftast fengið fjóra þá eru það FH-ingar en sjö sinnum hefur leikmönnum þeirra verið gefin þessi ágæta einkunn. Framarar eru í öðru sæti með fimm fjarka og síðan koma KR og ÍA en hvoru liði hefur fjórum sinnum verið gefin einkunnin fjórir í sumar. Valsmönnum hefur þrívegis verið gefiö fjórir og Þórsurum í tvígang. Vestmanneyingur hefur einu sinni fengið fjóra, Víðismað- ur einu sinni og Keflvíkingur einu sinni en leikmaður Breiðabliks hefur aldrei fengið fjóra enn sem komið er. Hjá FH-ingum hafa þeir Viðar Halldórsson og Henning Henn- ingsson báðir fengið tvívegis fjóra í einkunn og Ágúst Már Jónsson hjá KR hefur einnig fengið tvisvar sinnum fjóra og sömu sögu er að segja af þeim Val Valssyni úr Val og Halldóri Áskelssyni úr Þór. Guðmundur markahæstur MARKAHÆSTU leikmenn deild- arinnareru nú þessir: Guömundur Torfason, Fram 6 Valgeir BarAason, ÍA 5 Ásbjöm Björnsson, KR 3 Hilmar Sighvatsson, Val 3 Hlynur Bírgisson, Þór 3 Ingi Bjöm Albertsson, FH 3 Jón Þórir Jónasson, UBK 3 JÚIÍU8 Þorfinnsson, KR 3 Erfitt hjá Vestur-Þýskalandi - vann Marokkó 1:0 Platini hetja Frakkagegn slökum Itölum VESTUR-Þýskaland vann Mar- okkó 1:0 á miðvikudaginn f frekar leiðinlegum leik. Lothar Matt- haeus skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu beint úr aukaspyrnu af rúmlega 30 m færi. Leikurinn fór fram i Monterrey, þar sem Marokkó hafði ekki tapaö leik. Þjóðverjar áttu í mestu erfið- leikum með að komast í gegnum sterka vörn Marokkó og Badou Ezaki stóð sig mjög vel i markinu. Marokkómenn ætluöu sér greini- lega að halda jöfnu í 90 mínútur og knýja síðan fram sigur í fram- lengingu. En gott mark Þjóðverja skömmu fyrir leikslok gerði þá von að engu. Þjóðverjum hefur gengið illa að skora mörk í keppninni, en úr því átti að bæta í þessu leik. Karl- Heinz Rummenigge var í byrjunar- liðinu í fyrsta skipti í Mexíkó, en allt kom fyrir ekki. Franz Becken- bauer, þjálfari þeirra, sagði eftir leikinn að það þyrfti tvö lið til að leika góða knattspyrnu, en Mar- okkó hefði aðeins legið í vörn „og við nýttum ekki þessi fáu færi sem við fengum og það er okkar helsta vandamál," sagði Beckenbauer. Marokkómenn halda ánægðir heim þrátt fyrir tapið. Þeir komu mjög á óvart og sigruðu í F-riðli og urðu þar með fyrsta Afríkuþjóö- in til að komast áfram í 16 liða úrslitá HM. Vestur-Þýskaland leikur gegn Mexíkó í 8 liða úrsiitum á laugar- daginn. SPANVERJINN Ramon Caldere féll á lyfjaprófi eftir ieik Spánar og Norður-írlands i riðlakeppn- inni 7. júní, sem Spánn vann 2:1. Caldere slapp með skrekkinn, en Knattspyrnusamband Spánar hlaut 12.000 dollara sekt og læknir liðsins var aðvaraður. Caldere var á meðölum, sem eru á bannlista, nokkrum dögum fyrir leikinn, en talið er að hann hafi ekki vitað um samsetningu þeirra og fer því ekki í bann. Cald- S Michel Platini, fyrirliði Frakka, sýndi hvers hann er megnugur í leiknum gegn ítölum á þriðju- dagskvöld. ere skoraði ekki á móti Noröur- írum en gerði 2 mörk í næsta leik á móti Alsír sem Spánn vann 3:0. Að hverjum leik loknum í riðla- keppninni var þvagprufa tekin af tveimur leikmönnum hvers liðs, en frá og með 16 liöa úrslitum hafa þrír menn úr hverju liði þurft að fara í lyfjapróf eftir leik. Lyfjapróf var tekið upp á HM 1974 og féll þá Ernst Jeanjoseph frá Haiti á prófinu og fjórum árum síðar var Skotinn Willie Johnston sendur heim. Evrópumeistarar Frakka áttu ekki í erfiðleikum með heims- meistarana, ítali, á miðvikudag- inn í 16 liða úrslitum HM og unnu verðskuldað 2:0. Frakkar höfðu yfirburði á öllum sviðum og sigur- inn var aldrei í hættu. Michel Platini skoraði fyrra mark Frakklands á 14. mínútu og var það hans fyrsta mark i Mexíkó, en í 67 landsleikjum hefur hann skor- að 40 mörk. Hann lék undir getu í riðlakeppninni en sýndi gegn Itölum hvers hann er megnugur. Yannick Stopyra skoraði seinna markið á 57. mínútu. Frakkar léku mjög vel í þessum leik. „Við reyndum okkar besta, en þeir voru einfaldlega betri og áttu skilið að vinna," sagði Enzo Beazot, þjálfari Italíu, eftir leikinn. Þjálfari Frakka, Henri Michel, var að sjálfsögðu ánægður með að vinna heimsmeistarana og sagði að Frakkar hefðu getað skorað fleiri mörk, „en við erum með góða leikmenn sem taka stöðugt fram- förum," sagði Michel. Gott gengi Frakklands undanfarin ár hefur byggst sérstaklega á yfirburða- miðvallarleikmönnum og góðum sóknarmönnum, en nú er varnar- leikurinn sterkari en fyrr og liöið hefur aöeins fengið á sig eitt mark í4leikjumá HM. Mikil fagnaðarlæti brutust út í Frakklandi eftir leikinn, en þetta var aðeins 5. sigur Frakklands gegn Italíu í 28 leikjum. Frakkland leikur gegn Brasilíu í 8 liða úrslitum á laugardaginn. HM 1994 í Marokkó? MAROKKÓMENN munu á næstu dögum sækja formlega um að halda úrslitakeppni HM árið 1994, en næsta keppni verður á ftalíu. Til þessa hefur keppnin ýmist verið í Suður-Ameríku eða Evrópu. Þjóðir þriðja heimsins verða æ betri í knattspyrnu og góður árang- ur Marokkó á HM hefur vakiö mikla athygli. Caldere féll á lyfjaprófi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.