Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ 1986
Fargjöld verða
ekki lækkuð
„BÓKANIR hjá Flugleiðum í sumar eru það góðar, að við teljum
ekki ástæðu til þess að lækka fargjöldin,“ sagði Sigurður Helgason
forstjóri Flugleiða í samtali við blaðamann Morgunblaðsins er hann
var spurður hvort Flugleiðir myndu fara að dæmi bresku flugfélag-
anna Virgin Atlantic og People Express og lækka fargjöld milli
Evrópu og Bandaríkjanna.
Bresku flugfélögin fengu nýlega
leyfi til þess að lækka fargjöldin
um sex vikna hríð yfir háannatím-
ann í sumar. Virgin Atlantic býður
nú farseðil frá Lundúnum til New
York fyrir 56 sterlingspund, sem
er nálægt 3.400 krónum, og People
Express býður samskonar fargjald
á 66 pund, eða 4.000 krónur.
„Þessi félög gera þetta fyrst og
fremst vegna þess að þau hafa ekki
fengið farþega í sínar véiar, vegna
ótta Bandaríkjamanna við hryðju-
verk í Evrópu," sagði Sigurður, „en
þetta eru eingöngu ferðir á milli
London og Bandaríkjanna, og þá
leið fljúgum við jú ekki. Við höfum
mætt lækkunum frá öðrum félögum
sem fljúga inn til Evrópu, en þær
eru lítilsháttar. Bókanir hjá Flug-
leiðum í sumar eru hins vegar það
góðar, að við teljum ekki ástæðu
til þess að lækka fargjöldin. Það
hefur ræst mjög úr bókunum hjá
okkur undanfamar þijár vikur."
Sigurður var spurður hvemig
fyrstu mánuðir ársins hefðu komið
út hjá Flugleiðum: „Miðað við
tekjuáætlun vomm við heldur undir
fyrstu Qóra mánuði í Atlantshafs-
fluginu, en í heildina emm við yfir
tekjuáætlun, þvi Evrópuflugið
kemur út talsvert yfir áætlun."
Sigurður sagði að útkoman varð-
andi Atlantshafsflugið væri ekki
verri en raun bæri vitni, þrátt fyrir
talsvert almennan samdrátt á Atl-
antshafsflugi hjá flugfélögum, því
Flugleiðir hefðu bmgðist við vand-
anum með því að fella niður ferðir,
þannig að á móti kæmi minni kostn-
aður.
VERKX4KAR
VORUBILSTJORAR
Við eigum nú fyrirliggjandi nýja HINO FS
631 SD vörubifreíð. Vél: 320 hö við 2200
sn. Heildarþyngd: 26000 kg. Veltihús
með fjöðrun. Hagstætt verð og greiðslu-
skilmálar. Lánstími mögulegur allt að 5 ár-
um. Allar nánari upplýsingar veitir sölu-
maður véladeildar.
BÍLABORG HF
SMIÐSHÖFÐA 23 SÍMI 6812 99
Geithamrar — Grafarvogur
Glæsilegar 3ja-4ra herb. sérhæðir ca 94,5 fm, til sölu í 2ja hæða raðhúsi.
Afhending í september 1986. Sérinngangur og sérhiti. Sérgarður með íbúðum
á 1. hæð. Jarðhæðin er heppileg fyrir hreyfihamlaða. Ein besta staðsetning í
hverfinu. Stutt í alla þjónustu. Húsin verða fullfrágengin að utan en í fokheldu
ástandi að innan eða lengra komin. Eina húsið í hverfinu með þessu stórkost-
lega fyrirkomulagi.
Fast verö frá kr. 1.980.000,-.
Beðiö eftir fullu láni frá Húsnæðis-
málastjórn.
Gert ráð fyrir bílskúrum.
Byggingaraðili:
Guðmundur Hervinsson.
Hagstædasta verdið
og viðráðanlegustu kjörin
á markaðnum.
Gerið samanburð.
Möguleg greiðslukjör:
Viðsamning Kr. 200.000.-.
Veðdeildarlán Kr. 1.500.000,-.
Mánaðargr. Kr. 18.666,-.
Pr.mánuðix15 Kr. 280.000,-.
Kr. 1.980.000,-.
Kjöreign sf,
Ármúla21.
Dan V.S. Wlium Iðgfr.
Ólafur GuAmundsson sölustj.
685009 — 685988
FinnlanHafaramir Magnús Garðarsson, Reykjavík (sitjandi),
Dofri Órn Guðlaugsson, Njarðvík, Auðunn Freyr Ingvarsson,
Reykjavík, og Hlynur Hreinsson, ísafirði.
Kepptu í alþjóðlegri hjólakeppni
1.-6. júní fór fram í Espo í Finn- spumingum, þrautakstri og góðakstri
landi alþjóðleg hjólakeppni á veg- í umferð. Gestgjafamir Finnar sigr-
um PRI sem eru alþjóðasamtök uðu í báðum flokkum. Framkvæmd
umferðarráða. Fjórir íslenskir keppninnar þótti til fyrirmyndar.
keppendur tóku þátt, tveir í reið- Islensku þátttakendumir vom
hjólaflokki og tveir í vélhjóla- Magnús Gíslason úr Reykjavík og
flokki. Urðu vélhjólamenn í sjötta Hlynur Hreinsson frá Isafirði í vél-
sæti og reiðhjólamenn í áttunda hjólaflokki og Dorfi Öm Hreinsson úr
sæti í sveitakeppninni. Njarðvík og Auðunn R. Ingvarsson,
Keppnin fólst í að svara skriflegum Reykjavík í reiðhjólaflokki.
Heilbngt líf —
hagur allra
í SAMRÆMI við átak heilbrigð-
isyfirvalda um forvarnir, gegn
langvinnum sjúkdómum gengst
íþróttasamband íslands fyrir
átaki almennings gegn hreyfing-
arleysi dagana 20,—22. júní.
Hefur átakið verið undirbúið í
samvinnu við heilbrigðisráðu-
neytið.
Hæfileg hreyfing er meiri heilsu-
vemd en margur hyggur. Það er
mótsagnakennt á tímum hraðans
að tala um að hreyfingarleysi hijái
menn. Engu að íður er það stað-
reynd.
íþróttasamband íslands, ólymp-
íunefiid og trimmnefndin eiga
þakkir skilið fyrir undirbúning
þessa átaks. Þessir aðilar þekkja
af mikilli reynslu hver gieði- og
orkugjafi hæfileg hreyfing er.
Átakinu er hagað þannig að
föstudaginn 20. júní er leikfimi-
kennsla fyrir almenning á hálftíma
fresti frá kl. 16.00 til kl. 20 í
íþróttasölum landsins, á laugardag-
inn 21. júní er synt og ókeypis
ráðgjöf fyrir alla á sundstöðunum
víðsvegar um landið frá kl. 8—11
ogfrákl. 13.00-16.00.
Sunnudagurinn verður sérstak-
lega tileinkaður gönguferðum eða
skokki fólks á öllum aldri allt eftir
hentugleikum hvers og eins að eigin
frumkvæði manna eða innan skipu-
lags íþróttafélags á hveijum stað.
Miklu skiptir að sem flestir taki
þátt á einhvem hátt. íþróttir eru
ekki bara fyrir keppendur heldur
fyrir almenning, fýrir ijölskyldur,
fyrirþigogmig.
Tilganginum er því betur náð
sem fleiri kyrrsetumenn temja sér
holla hreyfingu í framhaldi af
trimmdögunum. í því felst heilsu-
bót, en heilbrigt líf er hagur allra.
Frétt frá heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu.
PMTCIGnimUA
VITASTIG 15,
1.26090,2606$.
FRAMNESVEGUR. 2ja herb. íb.
35 fm. Sérinng. V. 1250 þús.
GRETTISGATA. 2ja herb. íb.
45 fm. V. 1 millj.
LAUGARNESVEGUR. Einstakl-
insib. 35 fm. Ný teppi. V. 875 þ.
ROFABÆR. 2ja herb. íb. 60 fm.
Suðurgarður. V. 1650-1700 þ.
HVERFISGATA. 4ra herb. íb.
100 fm. Fallegt úts. V. 1,9 millj.
AUSTURBERG. 90 fm. 3ja herb.
Bílsk.
DIGRANESVEGUR. 4ra herb.
íb. 120 fm. Suðursvalir. Bílsk-
réttur. V. 2,8 millj.
KRUMMAHÓLAR. 4ra herb. íb.
á tveimur hæðum. Falleg. V.
2450 þús.
HÆÐARBYGGÐ GB. 140 fm
sérh. auk 85 fm rýmis. Tvíb. V.
3,3 millj.
SÖLUTURN. Til sölu á góðum
stað í miðborginni góð velta.
Uppl. á skrlfst.
Bergur Oliversson hdl.,
Gunnar Gunnarsson,
HEIMASÍMI: 77410.
Til sölu
Hverafold
Var að fá til sölu endaraðhús af
hóflegri stærð, sem hægt er
að afhenda strax. Húsið, sem
er á einni hæð, er 2 samliggj-
andi stofur, forstofuherbergi, 3
svefnherb., baðherb. og þvotta-
hús, allt á sér gangi, eldhús
með borðkrók, snyrting o.fl.
Bflskúr. Afhendist fokhelt að
innan, með gleri i gluggum og
frágengið að utan. Mjög góð
herbergjaskipan. Teikning til
sýnis. Agætur staður. Hugsan-
legt að taka eign upp í kaupin.
Kleppsvegur
Rúmgóð 2ja herb. íbúð á hæð
í blokk við við Kleppsveg. Sór
þvottahús á hæðinni. Suður-
svalir. Gott útsýni. Litið áhvil-
andi. Hugsanlegt að láta íbúð-
ina upp í kaup á 4ra-5 herb.
íbúð eða litlu húsi. Einkasala.
Sumarbústaður
Er i Miðfellslandi stutt frá Þing-
vallavatni. Stofa, svefnherb.,
eldunarkrókur, snyrting, ca.
35-38 fm. Land um 2500 fm.
Verð 350 þús., sem er mjög
hagstætt.
Árni Stefánsson hrl.
Málflutningur. Fasteignasala.
Suðurgötu 4. Sími: 14314.
Kvöldsimi: 34231.