Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986
AKUREYRI
Þjóðhátíð í
höfuðstað
12,3 milljóna hagnaður
á Kaupfélagi Eyfirðinga
Fjármunamyndun í heildarrekstrinum 120 millj. kr.
Akureyri.
HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga i fyrra varð 12,3
milljónir króna. Heildarvelta fyrirtækisins að afurðareikningum
meðtöldum var 3.740.000 krónur, sem er 36% aukning í krónutölu
frá árinu á undan. Aðalfundur félagsins var haldinn i gær í Samkomu-
húsinu á Akureyri og sóttu hann milli 250 og 260 fulltrúar. Aldaraf-
mæli kaupfélagsins er svo í dag — og er þess sérstaklega getið
annars staðar í blaðinu.
Fjármunamyndun í fyrirtækinu í
heildarrekstrinum, án samstarfsfyrir-
tækja, var 120 milljónir króna en var
124 milljónir króna árið 1984. í
skýrslu stjómar segin „Svo mikil flár-
munamyndun er að sjálfsögðu jákvæð
en þó ber að varast að líta á hana
sem hreinan hagnað. Talsverður hluti
hennar, eða reiknuð gengistöp og
verðbætur, koma til, greiðslu úr
rekstrinum síðar. Efiiahagur í árslok
er traustur eins og áður. Eigið fé og
stofnsjóðir voru í árslok 1.338,5 millj-
ónir króna og hafði aukist um 31%
frá árslokum 1984. Hlutfall eigin§ár
og stofnsjóða í árslok 1985 var 46,5%
af niðurstöðu efnahagsreiknings, en
var 47,7% í árslok 1984. Breytingin
er þannig óveruleg en þó aðeins til
lækkunar. VeltuQárhlutfall í árslok
1985 var 1,26 en var 1,27 í árslok
1984.“
A fundinum var samþykkt tillaga
stjómar þess efnis að greidd yrði
launauppbót til starfsfólks að upphæð
3 milljónir króna. Þá var samþykkt
að framlag til menningarsjóðs KEA
yrði 2 milljónir króna og sérstök
framlög verða 1,5 milljónir - 500.000
krónur í hvert eftirtalinna atriða:
Skógræktarfélag Eyjaflarðar, Jónas-
arhús Náttúrugripasafnsins og Gler-
árkirkju. Þá verða 2,5 milljónir króna
lagðar til hliðar vegna aldarsögu
KEA, sem Hjörtur Þórarinsson ritar
nú, og afmælishalds.
Stjóm KEA var ednurkjörin á
fundinum. Hana skipa: Hjörtur E.
Þórarinson, formaður, Jóhannes Sig-
valdason, varaformaður, Amsteinn
Stefánsson, ritari og meðstjómendur
Sigurður Jósefsson, Valgerður Sverr-
isdóttir, Þorsteinn Jónatansson og
Guðríður Eiríksdóttir. Varamenn eru
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Magn-
ús Stefánsson og Þóroddur Jóhanns-
son. Fulltrúar starfsmanna eru Gunn-
ar Hallsson og Rögnvaldur Skíði
Friðbjömsson. Varamaður þeirra er
Armann Þórðarson.
Norðurlands
Akureyri.
ÚTSKRIFT stúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri setur ætíð
mikinn svip á hátíðarhald á þjóðhátíðardaginn í höfuðstað Norður-
lands. Útskriftin fór fram í Akureyrarkirkju árdegis en nú útskrifuð-
ust hvorki fleiri né færri en 151 stúdent frá MA — fleiri en nokkru
sinni fyrr. Veður var heldur leiðinlegt á þjóðhátíðardaginn, frameft-
ir degi rigndi nokkuð en ágætis veður var síðan um kvöldið er
skemmtun var haldin á Ráðhústorgi.
Skólameistarahjónin, Margrét Eggertsdóttir og Tryggvi Gfslason,
kvöddu nemendur með handabandi er gengið var úr kirkju eftir
skólaslit.
Veðurguðirnir voru ekki
sérlega hagstæðir stúd-
entum á þjóðhátíðar- og
útskriftardeginum og
regnhiífin kom að góðum
notum.
50 ára stúdentar fagna
Akureyrí.
50 ÁRA stúdentar frá MA héldu upp á afmæli sitt
á Akureyri dagana 16. til 18. júni. Af 19 stúdentum
scm útskrifuðust 17. júní 1936 eru nú 11 á Iffi og
voru 8 þeirra mættir til Akureyrar.
Á myndinni eru, frá vinstri: Bjami Vilhjálmsson fv.
þjóðskjalavörður, Sigurður Bjamason fv. sendiherra og
ritstjóri Morgunblaðsins, Jóhann Jónasson fv. fram-
kvæmdastjóri Grænmetisverslunar ríkisins, Kjartan
Ragnars fv. sendiráðunautur, Marteinn Bjömsson verk-
fræðingur, dr. Broddi Jóhannesson fv. skólastjórí Kenn-
araskólans, sr. Stefán Snævarr prófastur og Baldur
Eiríksson fv. fulltrúi hjá KEA. Fjarverandi voru frú
Ragna Jónsdóttir kennari, Baldur Bjamason sagnfræð-
ingur og Hannes Guðmundsson sendiráðunautur.
Tryggvi Gíslason brautskráði
stúdentana 151 í Akureyrarkirkju.
Tryggvi kom gagngert til landsins
til þess en hann starfar nú sem
deildarstjóri í skóla- og menningar-
máladeild í skrifstofu norrænu ráð-
herranefndarinnar í Kaupmanna-
höfn og er í fjögurra ára leyfi frá
störfum skólameistara, en Jóhann
Sigurjónsson tekur ekki formlega
við af honum fyrr en 1. júlí. Tryggvi
sagði meðal annars { skólaslitaræðu
sinni að skólastarf í vetur hefði
gengið vel. „Nemendur voru 735,
þar af 105 I öldungadeild og 630 f
dagskóla. Er það of margt í þeim
húsum sem skólinn hefur yfir að
ráða og háir um sumt kennslunni."
Kennarar við skólann í vetur voru
43, þar af 5 stundakennarar.
Tryggvi óskaði nýjum skóla-
meistara, kennurum og öðru starfs-
fólki velfamaðar í starfi. „Mennta-
skólinn á Akureyri hefur enn miklu
hlutverki að gegna f menntun þjóð-
arinnar. Sérmenntun og sérþekking
er að vísu mikils virði í framleiðslu
og efnahagsafkomu hverrar þjóðar
en hamingja og velsæld einstakling-
anna er ekki síður undir því komin
að almenn menntun sé góð, þ.e.
þekking á sögu og tungu þjóðarinn-
ar, skilningur á högum almennings
og innsýn í sálarlíf fólks og mann-
legar tilfinningar og viðhorf. Undir-
staðan er þjóðtunga okkar. Án
hennar væri engin íslensk þjóð,
engin íslensk menning," sagði
Tryggvi.
Skólameistari sagði við nýstúd-
entana undir lok ræðu sinnar: „Sagt
er, að einkenni hetjunnar sé að eiga
aðeins um tvo kosti að velja, — og
báða illa. Þegar svo er, verða menn
hetjur. En það er ekki það sem
flesta dreymir um, heldur dreymir
Tryggvi Gislason brautskráir stúdenta.
Það var þétt setinn kirkjubekkurinn.
Morgunblaflið/Skapti
okkur um hagsæld og hamingju.
Þið, ungu stúdentar, þurfið ekki að
gerast hetjur, því að þið eigið
margra kosta völ. Framtíðin bíður
ykkar með ótal óleyst verkefni.
Lengi hafa menn haldið að mann-
kynið stæði á endimörkum þekking-
ar og tækni og endalokin væru
nærri, mannkynið kæmist ekki
lengra. Rétt er, að váboðar eru
margir sem áður. Misrétti, kúgun
og ófriður. En þegar þeir, sem búa
við frið og öryggi, láta sig það
varða, er enn von. Andvaraleysi er
ekki ráðlegt í brigðulum heimi, en
svartsýni og bölmóður hefur aldrei
leyst neinn vanda. Kristur kenndi
líka að vera ekki áhyggjufullir held-
ur leita ríkis réttlætisins. „Verið
ekki áhyggjufullir um líf yðar.
. . . Verið ekki áhyggjufullir um
morgundaginn, því að morgundag-
urinn mun hafa sínar áhyggjur.
Hveijum degi nægir sín þjáning."
Matt6 25,34.“
Tryggvi sagði ennfremur „Ungu
stúdentar. Bjartsýni, vonir, hug-
sjónir og eldmóður eru þeir eigin-
leikar sem þið skulið efla með
ykkur. Misrétti, kúgun og ófriður
skal hverfa. Við lifum í einum heimi.
Þekking ykkar, afl og bjartsýni
gerir ykkur kleift að vinna gott
verk og af nógu er að taka. Við
erum en ekki komin að endimörkum
þekkingar eða góðra verka, betra
mannlffs. Heimurinn væntir sér
góðs af ykkur sem búið við öryggi
og frið. Megi hamingjan fylgja
ykkur, megi vegur ykkar um ókom-
in ár varðast góðum verkum."
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, var viðstaddur at-
höfnina í kirkjunni en hann átti nú
35 ára stúdentsafmæli.
Þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður
tókust hátíðarhöld vel — sérstak-
lega um kvöldið þegar mikil og góð
stemmning var á Ráðhústorgi.