Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986
1 - 2 - 3 - 4 - 5
1. janúar 1986 sameinuðust hótelin Britannia Hotel og Royal
Garden Hotel. Nýja hótelið heitir Royal Garden A/S. Britannia
Hotel á að endurbyggja og endurnýja og bceta við það einni álmu.
Þessum breytingum fýlgir gagnger endurnýjun og fullt af spenn-
andi hugmyndum eru í gangiþví viðvíkjandi.
. Ætlunin er að bata við það 50 nýjum herbergjum og hefur það
þá yfir að ráða 170 herbergjum. Hóteliö á aö vera fullbúið í
sumarlok 1987. k
☆Viltþú taka þátt í að gera eldhúsið okkar
að því besja í bænum? |
☆ Eft þúi> íagláéfðumog hefurðu mikla
'^íynSlu? 4 u fl’*. ;f
☆Brt þúfþjóhustulipur og úrræðagóður?
☆Hefurþú vilja og getu til að vinna í hóp?
^(heiturmatur),
eðasem
1. KOKKUR - (kaldur matur)
Við getum boðið góð laun og faglega þróun í spenn-
andi og frumlegu umhverfi.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá
matreiðslumeistaranum Mannfred Kurtseifer.
Skriflegar umsóknir sendist til starfsmannahalds.
Úi
BRITANNIA HOTEL
Postbox 191, Dronningensgate 5
N-7000 Trondheim, Norge
Tlf. (47-7) 53 00 40
REGNFATNAÐUR
66°N regnfatnaðurinn frá Sjóklæðagerðinni hf.
hentar vel til hverskonar útiveru. Ómissandi þar
sem allra veðra er von. Hann er léttur, lipur, vatns-
og vindþéttur. Vel útbúin ( 66°N.
Regnfatnaður á alla fjölskylduna
VINNAN
SÍÐUMÚLA 29 SÍMl 34411
Hannes Jóns-
son - Minning
Fæddur 11. maí 1905
Dáinn 12. júní 1986
Afi minn var perla, perla sem
ekki er hægt að meta til fjár, perla
sem ætíð verður hvit og heldur
verðgildi sínu um aldur og eilífð.
Hann var sístarfandi. Allar mínar
minningar tengjast afa við hin ýmsu
störf. Eg man eftir því að hlaupa
á móti afa þegar hann kom úr rút-
unni frá Aburðarverksmiðjjunni.
Ýmis verk biðu heimkomu hans og
oft mátti finna hann úti í bflskúr
eða í garðinum - glaðan yfir því
að geta unnið. Natni hans og þolin-
mæði var með eindæmum. Hvemig
hann entist til að færa kartöfluút-
sæðið út í bflskúr ef heitt varð í
geymslunni og síðan aftur yfir ef
kólnaði um of í bflskúmum. Vorið
var varla búið að heilsa þegar vor-
verkin hófust. Settar vora kartöflur
niður í hymur í apríl til að hjálpa
náttúranni.
Einu stundimar sem hann sat
kyrr var við lestur eða sjónvarpið
í græna stólnum í hominu. Þangað
var gott að koma. Fleiri en ég fundu
þennan griðastað og sakna sárt.
Fróðleik afa var gott að nýta
þegar semja átti ritgerðir eða smá-
pistla um hina og þessa kappa.
Alltaf gat afi bætt einhveiju við,
vora þá gjarnan vísur riQaðar upp
eða frásagnir og ekki brást minnið.
í dag þegar við fylgjum honum
hinsta spölinn skarta kartöflugrösin
hans sínum fegursta lit og minna
okkur á alla þá umhyggju sem hann
sýndi okkur jafnt sem þeim.
Það er erfitt að skrifa þegar frá
svo mörgu er að segja en eitt er
víst að minningin um góðan dreng
mun lifa. Við sem áttum þvf láni
að fagna að eiga samverastundir
með afa vitum að islenska þjóðin
hefur misst mikið.
Elsku amma, við minnumst hans
og góðu stundanna með gleði, það
hefði hann viljað.
Hinir dánu eni ekki horfnir að fullu.
Þeir eru aðeins komnir á undan.
(Cypríanus)
Sigriður Klara Ámadóttir
Dauðinn og ástin eru vængir
sem bera góðan mann til himins.
(Michelangelo)
Þá hefur afi lokið löngum vinnu-
degi. Eftir sitjum við með hugann
fullan af góðum minningum um
mann, sem öllum þótti vænt um,
mann sem hamingjusamastur var
þegar hann gat orðið einhveijum
að liði.
Afi fæddist í Fagradal í Vopna-
firði fyrir áttatíu og einu ári.
Snemma kom í ljós að þar var
dugnaðarforkur á ferð. Hann átti
þijú systkini, Jörgen, Magnús og
Margréti, sem öll hafa kvatt þennan
heim.
Á uppvaxtaráram sínum vann
hann fýrir sér og fór víða. Árið
1932 kom hann til Seyðisfjarðar
og sama ár kynntist hann sínum
besta vini og lífsföranauti, Sigríði
Jóhannesdóttur, sem við eram stolt
af að kalla ömmu. Þau gengu í
hjónaband þann 13. október 1934
og héldu heit sitt við guð og menn,
„ ... þar til dauðinn aðskilur...“,
í tæp 52 ár. Þeim varð fjögurra
bama auðið.
Siguijón, skipherra hjá Land-
helgisgæslunni, fæddur 1935. Hans
kona er Björg Jónsdóttir, sjúkraliði.
Þau eiga tvo syni og fjögur barna-
böm.
Elín Hrefna, húsmóðir, fædd
1936. Hennar maður er Ámi Sigur-
bergsson, flugstjóri. Þau eiga fjögur
böm.
Sigrún Klara, dósent við Háskóla
íslands, fædd 1943. Hennar maður
er Daníel Benediktsson, lektor við
Háskóla íslands. Hún á einn son.
Sveinn Smári, forstöðumaður
lánasviðs Iðnaðarbankans, fæddur
1950. Háns kona er Áslaug Sigurð-
ardóttir, þjúkranarkona. Þau eiga
þijár dætUr.
Árið 1938 rættist langþráður
draumur. Þau eignuðust eigið hús-
næði. Reisulegt hús á Seyðisfirði
er bar nafnið Berlín. Margir eiga
þaðan góðar minningar frá inniieg-
um móttökum Hannesar og Siggu
í Berlín.
Afi vann sem verkamaður en til
að bæta upp stopula vinnu stundaði
hann jafnframt búskap. Allt lifandi
var honum kært og fáar skepnur
hafa notið jafn mikillar umhyggju.
Kúnum gaf hann sfld, hænsnunum
kalk og kindunum lýsi. Afi var
eftirsóttur í vinnu vegna dugnaðar
og samviskusemi. Stundum fór
hann á vertíð og dvaldi þá Qarri
fjölskyldu og búi. Það kom því í
hlut ömmu og bamanna að hugsa
um búskapinn yfir vertíðamar.
Árið 1964 flutti Qölskyldan suður
til Reykjavíkur. Fyretu árin bjuggu
þau á Rauðalæk 41 en árið 1967
fluttu þau í Glaðheima 8. Margar
heimsóknir vora famar til ömmu
og afa í Glaðheimum. Alltaf vora
til kleinur og brúnterta handa gest-
um.
í tæp tíu ár starfaði afi við
Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi en
varð að hætta fyrir aldurssakir árið
1975. Vinnugleðin og löngunin til
að hjálpa öðram var einkennandi
fyrir afa. Eftir að hann hætti í
Áburðarverksmiðjunni vann hann
ýmis störf jafnt í fiski, á hænsna-
búi sem í húsbyggingum bama
sinna.
Afi hafði mikla ánægju af að
rækta upp umhverfí sitt og hlúa
að gróðri. Trén í Glaðheimum bera
þess glöggt vitni sem og á öllum
þeim stöðum sem afi og amma
bjuggu. Ófáar vora ferðimar upp í
kartöflugarð og uppskeranni skipt
á mörg heimili. Á haustin var tekið
slátur og fyrir jólin var bakað laufa-
brauð. Glaðheimar vora alltaf
samkomustaður fjölskyldunnar. Afi
vildi vera sjálfbjarga en ef hann
þurfti að leita til annarra var það
endurgoldið margfalt.
Þó skólaganga hans væri ekki
löng á nútímamælikvarða þá var
hann fróður og minnugur með
afbrigðum. Afi fylgdist vel með
gangi þjóðmála og las mikið.
Hann var grannvaxinn og gekk
beinn í baki þó á níræðisaldri væri.
Hann var ákveðinn og orð hans
stóðu - það gátu allir reitt sig á.
Hann sat aldrei auðum höndum.
Ef hann tók að sér verkefni unni
hann sér engrar hvfldar fyrr en
því var lokið. Smymateppin hans
vöktu undran og aðdáun færastu
handavinnukvenna. Hver §öl-
skyldumeðlimur fékk sitt teppi og
sýnir það umhyggju hans fyrir
okkur öllum, enginn átti að þurfa
að stíga á kalt gólfið að morgni.
í huga okkar verður afi alltaf sá
sem tók á móti okkur opnum örm-
um, brosandi og strauk vanga okkar
með vinnulúnum höndum.
í dag kveðjum við þennan góða
mann og þökkum honum fyrir
samfylgdina. Elsku amma, Guð leiði
þig og styrki. Við vitum að ekkert
getur komið í stað afa, við söknum
hans líka.
„Deyrfé,
deyjafrændur,
deyrsjálfuriðsama;
en orðstír
deyraldregi,
hveim er sér góðan getur.“
(Hávamál)
Barnabörnin I
Langagerði 13
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Ótti við dauðann
Hvernig lizt yður á mann, sem segist vera kristinn, en
er hræddur við Íækna, sjúkrahús og dauða? Mér finnst slik-
ur maður vera hreinn hugleysingi. Hvert er yðar álit?
„Hugleysingi" fínnst mér ekki eiga við hér. Nútímamað-
urinn óttast mjög dauðann, og maðurinn, sem þér talið um,
er þar engin undantekning. En í raun réttri, þegar á allt
er litið, eru læknar, sjúkrahús og jafnvel dauðinn vinir,
ekki óvinir.
Nú má vera, að sumir læknir séu ekki trúir læknaeiðnum.
En flestir leitast þeir við að létta mannlegar þjáningar, og
engin ástæða er til að hræðast þá. Spítalar eru miskunnar-
hús og því jákvæðar stofnanir. Og Biblían kennir, að dauð-
inn sé vinur kristins manns. Páll segir: „Dauðinn er ávinn-
ingur.“ Sá, sem trúir á Jesúm Krist, sér, að dauðinn er
aðeins dymar að betra lífí.
Margir em óeðlilega hræddir við lækna, skurðstofur og
spítala, vegna þess að þjáningar fylgja því einatt, þegar
reynt er að vinna bug á sjúkdómum, og stundum er dauð-
inn yfírvofandi. En ef við gemm okkur ljóct, að dauðinn
er aðeins undirbúningur að eilífðinni og að persónulegt
samfélag við Jesúm Krist eyðir ógn dauðans, hverfur líka
óttinn við það, sem nefnt er hér að ofan.
Páll innti af hendi þjónustu við menn og þoldi við það
margt illt. En hann sagði, þegar hann horfðist í augu við
dauðann: „Dauði, hvar er broddur þinn? Dauði, hvar er
sigur þinn? Við getum sigrast á eðlilegum ótta við dauðann,
þegar við öðlumst lifandi trú á Jesúm Krist, en sú trú er
okkur gefín af Guði.
Nei, maðurinn, sem þér minnizt á, er ekki hugleysingi.
Hann þarf aðeins að eignast vissu og frið í trúnni á Jesúm
Krist, frelsarann.