Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986
MEIRA
EN
VENÍULEG
MÁLNING
STEINAKRÝL
hleypir raka mjög auðveldlega i
gegnum sig, tvöfalt betur en
heföbundin plastmálning.
STEINAKRÝL er mjög veðurheldin
málning og hefur frábært alkalíþol
og viöloöun viö stein.
STEINAKRÝL stendur fyrir sínu.
OSA/SÍA
Ný brauðgerðarhús-
byggiiig opnuð í
Stykkishólmi
Stykkishólmi.
Á kosningadaginn, laugardaginn
31. maí, var opnað nýtt brauðgerð-
arhús í Stykkishóimi. Þessi bygging
sem er við Aðalgötu bæjarins, þegar
ekið er inn í bæinn við komuna til
Stykkishólms, hefir verið í smíðum
frá því skömmu eftir áramótin og
hefir Trésmiðja Stykkishólms haft
veg og vanda af byggingu, teikn-
ingum og öllum innréttingum. Er
hús þetta mjög hentugt, hver fer-
metri notast hið besta og er því
skipt í birgðageymslu, brauðgerðar-
vinnustofu með nýtísku vélum og
bakarofnum. Þá er smekkleg og
vönduð sölubúð með góðum hillum
og öllu því sem best verður á kosið.
Loks má geta um hreinlætisað-
stöðu, kaffístofu og íveru til bók-
halds.
Eigendur eru hjónin Jóhanna
Guðmundsdóttir og Guðmundur
Teitsson bakarameistari, en hann
hefur frá árinu 1969 rekið hér
brauðgerðarhús í gömlu bakarís-
byggingunni sem nú hefír gegnt
sínu hlutverki. Guðmundur sagði
mér þegar ég ræddi við hann að
munurinn á aðstöðunni væri ólýsan-
legur. Þessir nýtísku sænsku bak-
araofnar væru eins og hugur manns
og öll aðstaða eftir því. Þau væru
nú ekki mörg tækin sem skiptu um
íverustað, því allt væri þetta eigin-
lega nýtt. Verslunin er í 30 fermetra
húsnæði en brauðgerð og vinnslu-
svæði í 80 fermetrum.
Gamla húsnæðið var eins og áður
segir búið að gegna sínu hlutverki,
það stendur á hól í miðbænum. Það
var upphaflega byggt sem skólahús
og var kennt á neðri hæðinni en á
efri hæðinni var búið í. Þama
kenndi m.a. Ágúst Þórarinsson, síð-
ar kaupmaður og var þess og er
enn minnst af hálfu eldri borgara
þessa bæjar.
Þegar skólinn flutti svo ofan í
bæinn, eða þegar sýslumannsbú-
staðurinn var keyptur undir skóla-
húsnæði keypti Einar Vigfússon
bakarameistari hús gamla skólans,
byggði við það brauðgerðarálmu og
þar hefír bakaríið verið síðan eða í
rúm 76 ár.
Um leið og við, íbúar Stykkis-
hólms, fögnum þessu prýðilega
framtaki þeirra hjóna óskum við
þeim allrar farsældar í þjónustunni.
Svo skemmir ekki að geta þess
að allan laugardaginn var stöðugur
straumur upp í bakarí og salan
mikil. „Já, þetta fór vel af stað,“
sögðu þau hjónin.
Ámi
1 ^
Morgunblaóið/Ámi
Jóhanna Guðmundsdóttir og Guðmundur Teitsson, eigendur brauð-
gerðarhússins ásamt starfsstúlku.
Nýja Hnan
fl§| frá
Tölvuvog- og prentari
fyrir kjötborð og sjálfsafgreiðslur:
gD[§M[10í]g
Gæðagripur
sem gleður
augað
Bildmeister FC 852
sjónvarp er vönduð vestur-þýsk gæðavara
frá Siemens:
# 27“ PIL-S4 myndlampi
• Frábær mynd- og tóngæði
• Sannir litir
• 15 W hátalari
# Orkuþörf0,075kwh/klst.
# Þráðlaus Qarstýring
STAÐGREIÐSLUVERÐ KR: 45.900,-
AÐEINS NOKKUR TÆKIEFTIR!
Smith & Norland Nóatúni 4 — s. 28300
Ljósaborð fyrír vö;
heiti.
Lyklaborð fyrir PLU-
minni.
Verð/límmiði.
Prentarí fyrir vcrslun-
arstjóra sem sýnir
hcildarúttekt hvem
dag og heildarsölu á
hverrí tegund.
Möguleiki: -------—
Mötun inná tölvu-
kerfi.
....þaraðauki hámarksgæði enda er Bizerba heimsþekkt gæðamerki og við bjóðum
toppþjónustu.... hikaðu ekki lengur sláðu á þráðinn eða komdu bara og skoðaðu „nýju
línuna“. .. ,
ROKRÁS SF.
I 1 Rafeindatækniþjónusta
J11 ^ Hamarshöfða 1
Sími 39420