Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986 O 1984 Universal Press Syndicate „é.g v/ilcíi ab 'eg gxbi legti í bxlinu aLLan daginn, í hvcri sinn sem 'eg fae koerkazkit!” áster... TM Reo. U.S. Pat. Otl.-all riahts rasarvad »1985 Los Angeles Times Syndicate Blessaður vertu ekki að þessu. Við eigum að fá annan hér á skurðarborðið eftir hálftíma! Ég get ekkert sagt um það hvort snilligáfur erfast. — Ég er barnlaus maður! HÖGNIHREKKVISI mf Skynsamlegra að veiða hvalinn en láta hann drepast úr elli Til Velvakanda. Undirritaður vill taka það fram að hann var samþykkur friðun á steypireið, semsagt bláhval, 1956 þegar friðun var samþykkt. Friðun í 30 ár, það datt mér aldrei í hug að ætti eftir að ske. Ég tel að 1976 hefði átt að leyfa veiðar á 10 til 15 bláhvölum á ári hér við Island og hækka leyfí úr 65 fetum, sem var leyfíleg 1956, í 75 til 78 fet og forða þeim stærstu þannig frá því að verða sjálfdauðir. Og spum- ingin en Hvað hafa margir bláhval- ir drepist sem gengið hafa hér við land á sumrin, úr elli, lagst á botn- inn og mengað hafíð engum til gagns? Og hver stjómar lífríkinu í Draslaralegt í nágranna- sveit Reykjavíkur Til Velvakanda. Ég hef um margra ára skeið ekið einu sinni á vori um fallegar sveitir í nágrenni borgarinnar okk- ar, Reykjavíkur, sem nú er mikið prýdd í tilefni afmælisins. Gott eitt er um það að segja. En fleira þyrfti lagfæringar við. Um daginn keyrði ég að fallegu veiðivatni í nágrannasveit skammt frá borginni en þar blasti ömurleg sjón við með fáum undantekning- um. Þama era fjölmargir sumar- bústaðir bæði nýir og gamlir, misjafnlega á sig komnir, en hörmu- legar girðingar, gamlir skúrar að falli komnir og allskyns drasl og dót í kringum þá. Út yfír tók þó að margar ryðgaðar tunnur lágu á einum stað í fallegri bergvatnsá. Og allt var þetta í alfaraleið. Hver ber ábyrgð á svona nokkra? Er það ekki landeigendanna að setja leigu- liðum sínum strangar reglur og sjá um að þeim sé hlýtt. Burt með draslið - þó sveitin eigi ekki 200 ára afmæli er hún eflaust miklu eldri og á betra skilið. íslandsvinur Víkveiji skrifar V/4TNí.kÆUI S.POFÍ.K.... AIKIL- WKA,VIFÖK Næsta stórhátíð hér í Reykjavík nú eftir 17. júní er hinn 18. ágúst, þegar haldið verður upp á 200 ára afmæli höfuðborgarinnar. Þá verður mikið um dýrðir, það er þó að veralegu leyti undir veðurguð- unum komið, að allt takist eins og að er stefnt. Sumt er þó ekki alfarið háð duttlungum þeirra og meðal þess er tæknisýning, sem haldin verður í Borgarleikhúsinu. Víkveiji átti þess kost á dögunum að skoða það mikla hús. Ætlunin er að búa þannig um hnúta, að þeir, sem skoða tæknisýninguna geti einnig gengið um og kynnst því af eigin raun. í leikhúsum er það rými, sem áhorfendur kynnast á sýningum aðeins lítill hluti mannvirkisins alls. Fýsir eflaust marga að fá það tækifæri, sem gefíð verður í tilefni afmælisins til að litast um á bakvið sviðið. Borgarleikhúsið sjálft verður tekið í notkun á árinu 1988. Með því verður bylting í menningarlífí borgarinnar. Athygli vakti, þegar staðið var á stærra sviðinu salarins, hve skammt er þaðan á aftasta bekk; ekki lengra en frá svölunum í Iðnó aftur á aftasta bekk en þó rúmast um það bil helmingi fleiri í salnum en í Iðnó. Kunnáttumenn segja, að þar verði hljómburður góður. Hljómsveitargryfja er í hús- inu, þannig að þar ætti að vera unnt að flytja óperar eða söngleiki. Til hliðar við sviðið era síðan geymslurými fyrir leiktjöld þriggja sýninga. Á meðan leikarar era í sumarfríi er unnt að nota þessar „geymslur" sem fundar- eða ráð- stefnusali, þannig að húsið mun koma að margvíslegum notum. Meðal þess, sem gestir tækni- sýningarinnar geta skoðað, er líkan sem sýnir hluta íslands, það er frá Höfn í Homafírði til Reykja- ness og norður að jöklum. Þetta er hin mesta völundarsmíð, sem lík- anasmiðir borgarinnar hafa unnið. Hér er um rúmlega fjórðung lands- ins að ræða, sem tekið hefur 8000 til 9000 stundir að vinna. Er það ætlun borgaryfírvalda, að líkanið nái tii landsins alls, þegar fram líða stundir. Að sögn kunnáttumanna eru hlutföllin eins og litið sé yfír landið úr 150.000 feta hæð, eða fimm sinnum meiri hæð en þegar komið er fljúgandi að landinu í milliianda- þotum. Var sérkennilegt að virða fjöll, dali, vötn og ár fyrir sér á þessu líkani. Er enginn vafí á því, að þessi merkilegi gripur á eftir að vera mörgum undranarefni, þegar þeir skoða hann og veita þeim nýja sýn yfír ættjörðina. Hvaða skoðun, sem menn kunna að hafa á því, hvemig haldið skuli upp á afmæli Reykjavíkur, hljóta þeir að fagna framtaki sem þessu. I tilefni af merkisatburðum í þjóðar- sögunni fer vel á því að ráðist sé í framkvæmdir, sem annars þættu ekki koma til álita, en vera varanleg minnismerki, þegar frá líður. Má í því sambandi benda á Sögualdar- bæinn, sem reistur var skammt frá Búrfellsvirkjun, þegar minnst var sjónum ef menn hafa hvorki vit né skynsemi til að láta ekki spila með sig í þessum málum? Era þetta ekki bara venjuleg íslensk einkenni, að enginn má né skal reka fyrirtæki sem ber sig og er vel rekið, hvorki lítið né stórt í sniðum? Vilmundur Jónsson 1100 ára afmælis íslandsbyggðar árið 1974. E kki fer ofsögum af því, að Danir sælqa það fast að vinna sigur í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó. Það era ekki einungis keppendumir, sem leggja sig alla fram heldur danska þjóðin öll. Áhuginn á útsendingum frá leikj- um, þar sem Danir eiga í hlut, er svo mikill heima fyrir, að allt þjóðlíf- ið lamast. í gærkvöldi (eftir að Vík- veiji þurfti að skila pistli sínum) léku Spánveijar og Danir. Það réðst í þeim leik, hvort Danir kæmust í svokölluð átta-liða-úrslit. En hafí þeim tekist það eiga þeir næst að leika við Belga, sem sigraðu Sovét- menn í æsilegum leik á sunnudag- inn. Danir unnu Sovétmenn í for- keppni heimsmeistarakeppninnar á sínum tíma og þykja, þegar þetta er ritað, meðal hinna sigurstrang- legustu í Mexíkó. Nú eru ijármálaráðherrar Norð- urlanda á reglulegum fundi hér á landi. Eins og vera ber bauð Þor- steinn Pálsson, íjármálaráðherra, gestgjafí þeirra þeim til kvöldverð- ar. Danir þáðu boðið en með einu skilyrði: að þeir gætu horft á leikinn við Spánveija í beinni útsendingu klukkan 10. Sögðust þeir því miður ekki geta þegið boðið, nema þeim gæfíst jafnframt tækifæri til að horfa á hinn mikilvæga leik. Eftir því sem Víkveiji fregnaði féllust íslensku gestgjafamir með glöðu geði á þetta skilyrði og sáu til þess, að sjónvarp væri tiltækt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.