Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.06.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986 440 ærgildi eru há- markstærð á býli Kristján Sigurðsson bóndi á Hálsi. Spjallað við Kristján á Hálsi StykkishólmL Kristján Signrðsson bóndi að Hálsi á Skógarströnd varð 75 ára um daginn eða réttara sagt 22. maí. Hann er fæddur á Hálsi og þar hefír hann alið allan sinn aldur og býr þar nú með systrum sínum, Guðfinnu og Sigurbjörgu, en þau tóku við búi foreldra sinna þegar þau létu af búskap. Kristján kemur ekki oft í Hólm- inn, þótt það hafi lengst af verið hans viðskiptahöfn. En í dag hitti ég hann og spurði almæltra tíð- inda. Eins og annars staðar hefir fækkað hér í sveitinni. Þó eru 15 bæir byggðir og misjafnt búið eins og gengur og gerist. Erfiðleikam- ir segja til sín, bæði fjárhagslegir og svo togar þéttbýlið tii sín. Eyjamir em komnar úr byggð. Þó er þar verið við á summm. Erfiðleikar eyjabúskapar segja til sfn. Félagslffið er fremur fátæklegt, en þó má geta þess að við héldum úti spilakvöldum hálfsmánaðar- lega allan veturinn. Komum saman á Bíldhóli og var þetta vinsælt. Mest var spilað á 6 borð- um og verður það að teljast gott. Kvenfélagið var á sfnum tíma mjög öflugt, en því miður hefir þar fækkað eins og annars staðar. Þorrablót vora um skeið mikil hátíð hér í sveitinni, en þeim er nú lokið og við hér á ströndinni sækjum þorrafagnað til Helgfell- inga að Skildi eða þá í Lindar- tungu til Kolhreppinga. Bömin á Skógarströnd eiga skólasókn að Laugagerði i Eyjahreppi og allri farkennslu lokið. Ég vakti athygli meðal sveit- unga minna á því að gaman væri að fara svo sem eins dags ferð út fyrir sveitina, okkur til upplyfting- ar, og hlaut þetta góðar undirtekt- ir og var fyrsta ferðin farin í fyrra og vom 40 manns í ferðinni og á sumum bæjunum komu allir með. Við fómm um Borgarfjörðinn, komum víða við þar, og heim um Holtavörðuheiði og um Laxárdal- inn. í þessari ferð komum við m.a. við á Hvanneyri og Reyk- holti, Húsafelli og Hreðavatni. Var þetta hin ógleymanlegasta ferð. Og er ákveðið að endurtaka þetta og ferðast um Strandir og er ekki laust við að tilhlökkun sé farin að segja til sín. Þetta er á vegum búnaðarfé- lagsins og mættu fleiri slík félög taka þetta til athugunar. Veturinn var ágætur, ein- munatíð, og féð ekki þungt á fóðr- um, en það brá við í maí sem er einhver hinn kaldasti mánuður sem ég man nú um lengri tíma. Sauðburður hefir þó gengið ágæt- lega og óvenjulega margt tví- lembt. En gróðri fer lítið fram, það er þó farið að grænka og efa ég ekki að hann tæki við sér ef nú færi að hlýna í veðri. Um veðrið er það að segja að norðangarri hefir verið megin uppistaða í maí og í gærkvöldi komst hiti niður í 1 stig og þegar ég kom á fætur í morgun var ekki nema 3 stiga hiti. En þetta hlýtur að fara að breytast. Ég spurði Kristján um kvóta- kerfið. Ég held að það þurfi að endurskoðast í alvöra. Ég tel ekkert vit í of stómm búum. Ég tel að 440 ærgiidi séu hámark í búi. Og glapræði er að byggja þessi 30 kúa fjós og það leiðir af sér fækkun bænda. Og að leyfa enn byggingu peningshúsa, sem enginn kvóti fylgir, er ekki til að bæta það. Ég veit t.d. af 4 stómm fjósum, sem hafa verið byggð í þessari sýslu nú á seinustu tímum, en þau hljóta fljótt að standa auð með þessu fyrirkomulagi. Nei, það þarf að athuga vel þetta kvóta- kerfi og breyta því þar sem það verkar öfugt. Og að þessum orð- um sögðum kvaddi Kristján á Hálsi. Arni Þú svalar lestrarþörf dagsins á^síðum Moggans! jj. ■öl»rc AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF Tískusýning í kvöld kl. 21.30 Modelsamtök- in með frá- bæra tískusýningu á herrafatnaði frá versl. Gæjar, Ingólfs- stræti 8. W HÓTEL ESJU HOLUMIOOD Pétur og Bjartmar mæta á svæðið og taka nokkur lög af plötu þeirra félaga sem kemur út innan skamms. — tískustaðurinn ídag. Topp staður — Topp fólk Opiðtil kl.1. HOUIMVOOO Sýnishorn af matseðli árstíðarinnar Ferskur spergill af akrinum með eggjasósu - O - íslenskt sviðafrauð - O - Kiwisorbet - O - Nýr lax smurður með rauðsprettu-suffle „auxgratin" - O - Léttsteiktur smá-kjúklingur i salviukrydd- uðu grœnmetis-ragout - O - Ostarfrá ostagerðarmanninum - O - Vorvöfflur með ferskum jarðarberjum og tveim tegundum af ávaxtasósu ARNARHÓLL Á horni Ingólfsstrætis og Hvérfisgötu. Boröapantanir i síma 18833. ■ i ■ — ......—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.