Morgunblaðið - 19.06.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 19.06.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986 Ljósm.: Mbl./ólafur Votaberg strand- aði í Héraðsflóa — skipið náðist út í gærmorgun Egilsstöðum. VOTABERG SU 14, 132 tonna bátur frá Eskifirði, strandaði á sand- rifi í Héraðsflóa um 2—3 km norður af árósum Jökulsár á Dal snemma að morgni 17. júní, en náðist á flot á flóði að morgni 18. júni. Björgunarsveitinni Gró á Egilsstöðum barst tilkynning um strandið laust fyrir kl. 7 um morguninn og voru björgunarmenn úr Jökulsár- hlíð komnir á vettvang innan stundar og nokkru siðar sveit björgun- armanna frá Egilsstöðum. Veður var skaplegt — en súld og strekkingur af hafi og talsvert öldurót svo að Votabergið hrakti brátt af sandrifínu og upp í fjöru- sandinn. Engin slys urðu á átta manna áhöfn Votabergsins við þetta óhapp né heldur stórskemmd- ir á bátnum svo vitað sé — enda hélt áhöfnin sig um borð allan tím- ann. Togarinn Snæfugl frá Reyðar- firði var nærstaddur og lónaði hann úti fyrir strandstað ef koma mætti taug á milli skipanna og draga Votabergið af strandstað. Laust upp úr hádegi komu björg- unarsveitarmenn frá Seyðisfírði á strandstað á gúmmíbjörgunarbáti og freistuðu þeir þess að koma dráttartaug á milli skipanna — en vegna allra aðstæðna gekk það seint og einkum þó vegna þess að togarinn varð að halda sig í tals- verðri fjarlægð frá strandstað vegna gtynninga. Það tókst þó laust eftir miðnætti að koma dráttartaug milli skipanna og var frekari björg- unaraðgerðum þá frestað til morg- uns. Um kl. 10 i gærmorgun tókst síðan að draga Votabergið af strandstað — en þá hafði togarinn Börkur frá Neskaupstað komið Snæfugli til hjálpar við dráttinn. — Ólafur Landspítalinn: Fyrstu hjartaað- gerðimar hafnar - kransæðar hjartasjúklinga endumýjaðar FYRSTA hjartaskurðaðgerðin hér á landi var gerð si. laugardag í Landspitalanum. Á mánudag fór önnur aðgerð fram og sú þriðja verður framkvæmd i dag. Hjartaaðgerðir eru því hafnar hér á landi eins og lengi hefur staðið tU. Er talið að á næstunni verði hægt að framkvæma hér um 90% þeirra hjartaaðgerða sem íslendingar hafa gengist undir á sjúkrahúsum í Bretlandi og Bandaríkjunum fram að þessu. Læknar og hjúkrunarfræðingar Yfírlæknir hjartaskurðlæknadeildar hafa að undanfórnu verið f þjálfun Landspítalans er Grétar Ólafsson, á sjúkrahúsi í Uppsölum í Svíþjóð. en aðgerðina framkvæmdu skurð- læknamir Þórarinn Amórsson, Hörður Alfreðsson og Kristinn Jó- hannsson sérfræðingur. Svæfíngar- læknar voru Magnús Guðmunds- son, Hjörtur Sigurðsson og Einar Benjamínsson. Viktor Magnússon var við hjarta- og lungnavélina. Erlendir sérfræðingar eru viðstadd- ir þessar fyrstu aðgerðir, en í öllum tilvikunum hafa kransæðar hjart- ans verið endumýjaðar og aðgerð- imar heppnast vel. MorgunWaóió/Þorkell Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra opnar strandeldisstöð íslandslax hf. með því að sleppa seiðum i eldisþró á Stað við Grinda- vík. Stærsta strandeldisstöð- in opnuð í Grindavík STRANDELDISSTÖÐ íslandslax hf. á Stað í Grindavík, sem er sú stærsta sinnar tegundar, var opnuð við hátíðlega athöfn í gœr. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sleppti seiðum í eina eldisþróna að viðstöddum fjölda gesta. Seiðin sem forsætisráðherra sleppti verða væntanlega komin í sláturstærð eftir rúmt ár, og árið 1988-89 verður framleiðslan orðin 500 tonn ef allt gengur að óskum. Möguleikar eru til stækkunar á stöðinni og verður það gert ef fram- leiðslan gengur vel. íslandslax hf. er í eigu SÍS og dótturfyrirtækja, sem eiga 51% hlutaflár og k/s Norlax a/s í Noregi sem á 49%. Norlax er sameignarfyr- irtæki norsku fyrirtækjanna Noraqa a/s og Teleinvest a/s. Þorsteinn Ólafsson stjómarfor- maður íslandslax hf. tilkynnti það við opnun strandeldisstöðvarinnar að í gær hefði verið undirritaður samningur á milli íslandslax hf. og Hafrannsóknarstofnunar um að stofnunin fengi endurgjaldslaust land undir rannsóknarhús á Stað. Hafrannsóknastofnun mun einkum vera með_ í huga rannsóknir á lúðu- eldi, en íslandslax er einmitt með í gangi lúðueldistilraun í samvinnu við Rannsóknastoftiun fískiðnaðar- ins og Hafrannsóknastofnun á Stað. Fjármálaráðherrar Norðurlanda: Embættismannanefnd um efnahags- o g fjármál Fjármálaráðherrar Norður- landanna héldu sinn árlega vor- fund í Vestmannaeyjum i gær, 18. júní, í boði Þorsteins Pálsson- ar fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra Finnlands, Esko Ollila, stjómaði fundinum. Fyrir hönd Danmerkur sátu fundinn Palle Simonsen Qármálaráðherra og Isi Foighel skattamálaráðherra, frá Noregi Bjöm Skogstad Amo aðstoðarráðherra og frá Svíþjóð Erik Aasbrink aðstoðarráðherra. Á fundi með blaðamönnum lagði Esko Ollila m.a. áherslu á tvennt, sem rætt hefði verið á ráðherra- fundinum: í fyrsta lagi hefði verið ákveðið þar að setja á laggimar embættis- mannanefnd á vegum norrænu ráð- herranefndarinnar til að fjalla um efnahags- og Qármál og að starf- semi nefndarinnar verði í föstum skorðum. í annan stað hefðu ráðherramir verið sammála um að beita sér fyrir því við skattayfirvöld, að þau túlki skattareglur þannig, að norrænum ungmennum við sumarstörf á öðr- um Norðurlöndum verði ekki óhæfí- lega íþyngt. Finnski ráðherrann kvað ráðherrana vera hrifna af framtakinu, sem kallað er „Nordjobb" og rekja má til álits nefndar um aukið efanahagssam- starf Norðurlanda. Samkvæmt því á að auðvelda ungum Norður- landabúum að stunda sumarstörf annars staðar á Norðurlöndum en í heimalandi sínu. Vilja ráðherramir gera sitt til að leysa vandkvæði í sambandi við þessi samskipti. í fréttatilkynningu frá Qármála- ráðuneytinu um fund ráðherranna, segir að þeir hafi fjallað almennt um ástand efnahagsmála í heimin- um. Þeir vom þeirrar skoðunar, að hið alþjóðlega efnahagsástand hefði færst til betri vegar á síðustu mán- uðum. Þó hefði ekki tekist að draga úr því mikla ójafnvægi, sem fyrir hendi er í heimsviðskiptum, sérstak- lega milli Bandaríkjanna, Japans og Vestur-Þýskalands. Ráðherramir ijölluðu um efna- hagsástand og horfur á Norðurlönd- um. Af norskri hálfu var gerð grein fyrir gengisfellingu norsku krón- unnar og öðrum aðgerðum, sem gripið hefði verið til í því skyni að veijast lækkandi olíuverði og draga úr einkaneyslu í Noregi. Á fundinum var skýrt frá því, að Danir og Norðmenn hefðu í tengslum við fundinn náð sam- komulagi um lausn á hinni langvar- andi deilu ríkjanna um skattlagn- ingu á vörubíla. Næsti fundur flármálaráðherra Norðurlanda verður í Stokkhólmi á hausti komanda. Þorsteinn Pólsson fjármálaráðherra og Esko Ollila fjármálaráðherra Finna virða fyrir sér brauð, sem soðið var i hrauninu f Vestmanna- eyjum í gær. Morgunblaðið/Sigurgeir Guðjón Sigvrðsson bakarameistari látinn GUÐJÓN Sigurðsson bakara- meistari á Sauðárkróki lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga síðast- liðinn mánudag á 78. aldursári. Guðjón fæddist á Mannskaðahóli á Höfðaströnd 3. nóvember 1908, en fluttist til Sauðárkróks árið 1927 er hann hóf nám hjá Snæbimi Sigurgeirssyni, bakarameistara. Hann lauk sveinsprófí í Kaup- mannahöfn 1931 og tók við rekstri Sauðárkróksbakarís, er Snæbjöm lést 1932. Guðjón var virkur í félagslífí á Sauðárkróki; lengi formaður leik- félagsins og fyrsti formaður Iðnað- armannafélags Sauðárkróks. Auk þess starfaði hann í mörgum öðmm félagasamtökum í bænum. Þá gegndi Guðjón mörgum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og samtök hans á Sauðárkróki og í Skagafírði. Hann var fyrst kosinn í hreppsnefnd árið 1946 og ári síðar í bæjarstjóm, er Sauðárkrókur hlaut kaupstaðarréttindi, og sat þar óslitið til ársins 1974. Guðjón var fréttaritari Morgunblaðsins um ára- tuga skeið. Nú á kveðjustundu þakkar blaðið honum samstarfíð og Guðjón Sigurðsson, bakarameistari. langan trúnað og vottar aðstand- endum samúð. Kona Guðjón var Ólína Bjöms- dóttir, en hún lést 1980.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.