Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 Akureyrí: Miðsumarhátíð í Lystigarðinum Akureyri. Miðsumarhátíð verður haldin í Lystigarðinum á Akureyri á morgun, laugardag-. „Þetta er tilvalið tœkifæri fyrir alla fjöl- skylduna til að koma í garðinn og njóta góða veðursins — og ef svo ólíklega vildi til að veðrið yrði ekki gott höfum við sett upp tjald þar sem fólk getur komist í skjól,“ sagði Olga Loftsdóttir, formaður Garð- yrkjufélags Akureyrar, í sam- tali við blaðamann. Hátíðin hefst kl. 10 í fyrramálið og stendur fram á kvöid. „Við höldum hátíðina til að safna fé til húsbyggingar hér í garðinum. Aðstaða fyrir starfsfólk er alls ekki nógu góð og við viljum endi- lega bæta úr því,“ sagði Olga. Hún sagði að meiningin hefði verið að selja plöntur á morgun en forsala hefði farið fram á þeim þar sem þær hefðu verið að vaxa úr sér. „Við seljum veitingar á vægu verði, boðið verður upp á tónlist, Skógræktarfélag Eyfirðinga kynnir starfsemi sína og selur tré og Halldór Jóhannsson landslags- arkitekt gefur fólki góð ráð ásamt garðyrkjumanni,“ sagði hún. Axel Knútsson, forstöðumaður Lystigarðsins, sagði talsvert af ferðafólki farið að koma í garðinn — aðallega útlendinga. Hann sagði ekki nákvæmar tölur til um það hve margir kæmu í garðinn á ári hveiju en menn hefðu giskað á 35-40 þúsund manns. Garðurinn var lengi vel nyrsti grasagarður í heimi en hann sagðist halda að Sovétmenn hefðu sett upp einn slíkan í Síberíu nú — norðar en þennan. Lystigarðurinn á Akur- eyri er „bótaniskur“ — hér er um plöntusafn að ræða þar sem plönt- ur eru merktar. í garðinum eru nú um 3.000 tegundir. Áburðarverksmiðjan: Sérstök rannsókn á uppruna fjárins EMBÆTTI ríkissaksóknara ák- vað í gær að fallast á beiðni Guðmundar J. Guðmundssonar, þess efnis að sérstök rannsókn fari fram á þvi hvort nafn hans iengist með einhveijum hætti rannsókn Hafskipsmálsins, sam- kvæmt upplýsingum Jónatans Sveinssonar saksóknara. „Rannsóknarbeiðnin er tvíþætt. Annars vegar hvort nafn Guðmund- ar tengist með einhveijum hætti yfirstandandi rannsókn Hafskips- málsins, sérstaklega hvað varðar fjárstuðning frá Albert Guðmunds- syni,“ sagði Jónatan Sveinsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hins vegar er beiðst rannsóknar sem kynni að leiða í ljós hvaðan frétt ríkisfjölmiðla um greindan íjárstuðning er upprunnin." Jónatan sagði að niðurstaða embættisins væri sú, varðandi fyrri hluta beiðnar Guðmundar, „að fram fari opinber rannsókn á því hvort umræddur fjárstuðningur sé runn- inn úr sjóðum Hafskips hf. að ein- hveiju eða öllu leyti. í öðru lagi hver eða hveijir hafi tekið ákvörðun um þá styrkveitingu. Með hvaða hætti styrknum hafí verið komið á framfæri við viðtakanda, og þá ekki síst hvað viðtakandi vissi eða mátti vita um uppruna fjárins,“ sagði Jónatan. Jónatan sagði að jafnframt væri áréttað í bréfínu til Rannsóknarlög- reglunnar að skoða bæri þessi rann- sóknarfyrirmæli sem viðbót við áð- urgefín fyrirmæli í svokölluðu Haf- skipsmáli og að það beri að rann- saka þessa þætti sem hugsanlega hlutdeild viðtakanda fjárins og hugsanlega milligöngumanns eða manna í ætluðum brotum forráða- manna Hafskips, að því er varðaði hugsanlegar óheimilar ráðstafanir vegna svokallaðra sérreikninga. Jónatan sagði að óskað væri eftir því að þessum hluta rannsóknarinn- ar yrði flýtt og endurrit þessa hluta hennar yrði sendt ríkissaksóknara- embættinu sem sérstakt eintak af rannsókninni og yrði þá skoðað sér- staklega og ákvarðanir teknar um frekari meðferð. Aðspurður hvort hann teldi að þessi hluti rannsóknarinnar myndi taka langan tíma, sagði Jónatan: „Ég held að þessi skoðun taki ekki langan tíma, því m.a. hefur verið unnið verulega í þessum þætti máls- ins, og í öðru lagi er þama verið Starfsmenn krefjast viðræðna vegna uppsagna TRÚNAÐARMAÐUR starfsfólks Aburðarverksmiðjunnar í Gufu- nesi gekk á fund forstjóra og stjórnarformanns fyrirtækisins á þriðjudag. Afhenti hann þeim mótmælabréf vegna fyrirhug- aðrar fækkunar starfsfólks í verksmiðjunni. „Ekki verður annað sagt en að undirtektir hafi verið frekar dræmar,“ sagði Leifur Guðjónsson, birgðavörð- ur. „Þeir féllust á að eiga samráð við okkur um uppsagnirnar, en ég á ekki von á að við fundum með þeim fyrr en i lok ágúst- mánaðar, að loknum sumarleyf- Efni bréfsins er samþykkt starfs- mannafundar í verksmiðjunni þann 12. þ.m. Þar er uppsögnum 6 smiða sem unnu á trésmíðaverkstæði fyr- irtækisins harðlega mótmælt. Verk- stæðið verður lagt niður. Telja starfsmennimir ámælisvert að smiði með 25 ára starfsaldur sé sagt upp með aðeins 3 mánaða fyrirvara. Einnig vilja starfsmenn- imir fá lengri umþóttunartíma vegna fyrirhugaðra uppsagna 20 manna í sekkjunarstöð. Krefjast þeir þess að stjóm verksmiðjunnar taki upp viðræður við verkalýðs- félagið um þessi mál. í lok bréfsins segir orðrétt: „Fundurinn ítrekar því kröfur sínar um viðræður vegna þessarar fyrirhuguðu fækkunar starfsmanna og tilhögun á þeim, einnig önnur mál er varða manna- hald og breytingar." Pósthúsið á Akureyri: Rannsókn vegna gruns um fjárdrátt Á PÓSTHÚSINU á Akureyri kom nýlega upp grunur um að einn starfsmanna þess hefði dregið sér fé, alls rúmlega eina milljón króna. Óskað var eftir að aðalendur- skoðun Pósts og síma kynnti sér málið og í framhaldi af því var starfsmaðurinn leystur frá störfum. Skýrsla var send samgönguráðu- neytinu, sem vísað hefúr málinu til ríkissaksóknara, sem hefur fyrir- skipað rannsókn. Guðmundur J. Guðmundsson: „Guð verndi mig fyrir vinum mínum“ Segist fagna úrskurði ríkissaksóknara að biðja um sérupplýsingar um raunverulega hluti sem við reiknum með að hefðu upplýst með einum eða öðrum hætti undir venjulegri meðferð málsins. En úr því þessi sérstaka beiðni kom fram, þá þýðir hún það í raun og veru að við óskum eftir því að þessum þætti rannsókn- arinnar verði flýtt.“ Jónatan sagði að embættið hefði ekki séð ástæðu til að verða við beiðni þingmannsins um opinbera rannsókn á uppruna fréttar í rikis- fjölmiðlunum um áðumefndan fjár- stuðning. GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands, Dagsbrúnar og alþingis- maður Alþýðubandalagsins, gekk í gærmorgun á fund ríkis- saksóknara, Þórðar Bjömssonar, og óskaði sérstakrar rannsóknar á því hvort nafn sitt tengdist með einhverjum hætti yfirstandandi rannsókn Hafskipsmálsins. Rík- issaksóknari kvað upp þann úr- skurð síðdegis í gær að orðið skyldi við beiðni Guðmundar. Guðmundur mun að eigin ósk láta af trúnaðarstörfum fyrir verkalýðsfélögin, svo og af þing- mennsku, á meðan á rannsókn- inni stendur. „Ég er ákaflega ánægður með viðbrögð ríkissaksóknara og vona einlæglega að rannsókn þessi gangi fljótt fyrir sig, en verði jafnframt ítarleg og leiði hið sanna í ljós,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur var spurður um skilning „vina hans og félaga" í Bréf Guðmundar J. tíl ríkissaksóknara Alþýðubandalaginu, þeirra Guð- rúnar Helgadóttur og Ólafs Ragn- ars Grímssonar, sem fram kom í útvarpsfréttum í gærkvöldi, að hann hygðist segja af sér þing- mennsku fyrir fullt og allt: „Því fer Qarri að ég segi af mér þing- mennsku fyrir fúllt og allt. Það liggur alveg ljóst fyrir að ég fer fram á lausn frá þingmennsku og trúnaðarstörfum á meðan rannsókn fer frarn." Guðmundur lagði áherslu á að þessi ákvörðun væri tekin af sér einum, án samráðs við nokkum forystumann Alþýðubandalagsins. Guðmundur og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður framkvæmda- stjómar Alþýðubandalagsins, áttu í fyrrakvöld og langt fram á nótt fund, þar sem þeir ræddu þetta umrædda mál. „Við voram sam- mála um sumt, en ósammála um annað, eins og gengur og gerist," sagði Guðmundur. Loks sagði Guðmundur að sér hefði orðið að orði í gær, þegar hann hlýddi á útvarpsfréttir, eftir að hafa fylgst með markvissum upphringingum Ólafs Ragnars Grímssonar og hans stuðnings- manna, sem allar miðuðu að því að grafa undan honum sem stjóm- málamanni og verkalýðsforingja: „Guð vemdi mig fyrir vinum mín- um.“ HÉR FER á eftir bréf það sem Guðmundur J. Guðmundsson rit- aði ríkissaksóknara, er hann fór fram á rannsókn á hvort hans nafn tengdist með einhveijum hætti yfirstandandi rannsókn Hafskipsmálsins, sérstaklega hvað varðar fjárstuðning frá Albert Guðmundssyni, „Undanfama daga hafa fjölmiðl- ar, þ.á m. báðir ríkisflölmiðlamir, birt alvarlegar ásakanir í minn garð og tengt mig Hafskipsmálinu með þeim hætti, að vegið er alvarlega að mannorði mínu, sem ekki síst vegna fjölmargra trúnaðarstarfa í þjóðfélaginu verður að vera flekk- laust. Af þessum sökum tel ég mig knúinn til að óska þpss háttvirtum ríkissaksóknara, að hann rannsaki sérstaklega hvort nafn mitt tengist með einhveijum hætti yfírstandandi rannsókn Hafskipsmálsins, sérstak- lega hvað varðar fjárstuðning frá Albert Guðmundssyni sem grunur ’.eikur á að hafí komið frá Hafskip, Eimskip eða jafnvel fleiri aðilum. Eins og fram hefur komið hef ég alltaf staðið í þeirri einlægu trú, að hér væri um að ræða pérsónuleg- an vinargreiða í veikindum mínum. Ég tel nauðsynlegt, stöðu minnar vegna, að leitt verði í ljós með rannsókninni, hvort ég vissi eða átti að vita að þessar greiðslur vora þess eðlis að mér hefði ekki verið rétt eða heimilt að taka við þeim á sínum tíma. Einnig tel ég mikilvægt að reynt verði að leiða í ljós, hvaðan frétt þessi er upprannin og einkum hver eða hveijir hafa sent hana upp- haflega til hinna erlendu frétta- stofa, enda kunni þessi frétta- mennska, sem sögð er vera höfð eftir mönnum í gæsluvarðhaldi, að varpa rýrð á rannsóknaraðila, sem ég persónulega ber þó fullt traust til. Meðan á þessari sérstöku rann- sókn stendur mun ég fara þess á leit við stjóm Dagsbrúnar og fram- kvæmdastjóm Verkamannasam- bands Islands að ég verði leystur undan skyldustörfum formennsk- unnar um stundarsakir. Þá tel ég rétt að sinna ekki þingmennsku um sinn af sömu ástæðu og mun því æskja leyfis forseta sameinaðs Alþings frá þingstörfum um óákv- eðinn tíma eða þar til málið skýrist." Trimmdagar á Akureyri FYRSTI trimmdagur ÍSÍ er í dag. Af því tilefni er íþróttahús Glerárskóla á Akureyri opið milli kl. 16 og 20 og þar verða íþrótta- kennarar á staðnum og leiðbeina þeim sem koma og stunda vilja leikfimj og aðrar innanhússæf- ingar. Öllum er heimill aðgang- ur. Morgundagurinn er síðan helgað- ur sundíþróttinni og er öllum heim- ill ókeypis aðgangur að Sundlaug Akureyrar af því tilefni á morgun. Félagar og þjálfarar úr Sundfélag- inu Oðni verða þar á staðnum og veita þeim tilsögn sem þess óska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.