Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNl 1986 Karín Söder Svíþjóð: Karin Söder formaður Miðflokksins KARIN Söder hefur verið kosin formaður Miðflokksins sænska. Hún hefur gegnt formennsku i flokknum frá því Torbjörn Fálldin sagði óvænt og fyrirvaralaust af sér formennsku í haust. Karin Söder hefur setið á sænska þinginu síðan 1971 og var lénsþingsfulltrúi í Stokk- hólmsiéni 1968—73. Hún var utanríkisráðherra 1976—78 og félagsmálaráðherra 1979—82. Þá var hún annar varaformaður Miðflokksins 1971—79 og fyrsti varaformaður frá 1979 þar til nú í vikunni, að hún var kjörin formaður flokksins. Hún var fulltrúi sænsku ríkis- stjómarinnar í Norðurlandaráði 1977-78 og 1980-82. Hún var norrænn samstarfsráðherra 1980-82 og kjörinn fulltrúi í ráðinu frá 1982. Hún hefur átt sæti í forsætisnefnd Norður- landsráðs og verið leiðtogi sænsku sendinefndarinnar frá 1984. Hún situr í §árhagsnefnd ráðsins. Karin Söder er kennari að mennt. Hún er tæplega sextug, fædd 30. nóvember 1928. Veður víða um heim Laagst Hmst Akureyri 14 iéttskýjað Amsterdam 11 22 heiðskírt Aþena 23 33 heiðskírt Barcelona 24 léttskýjað Berlín 19 23 skýjað BrQssel 12 28 heiðskfrt Chicago 21 heiðskfrt Dublin 11 17 heiðskfrt Feneyjar 27 léttskýjað Frankfurt 17 25 heiðskfrt Genf 13 16 skýjað Helslnki 21 27 heiðskfrt Hong Kong 28 31 heiðskfrt Jerúsalem vantar Kaupmannah. 14 21 skýjað Las Palmas 20 skýjað Ussabon 14 22 skýjað London 13 23 heiðskfrt Los Angeles 17 28 heiðskfrt Lúxemborg vantar Malaga 25 skýjað Mallorca vantar Miami 27 29 rigning Montreal 9 21 skýjað Moskva 9 20 heiðskfrt NewYork 12 24 skýjað Osló 13 27 rigning París 15 24 heiðskírt Peking 20 29 heiðskfrt Reykjavík 10 skýjað RfódeJanelro 15 30 heiðskírt Rómaborg 16 25 skýjað Stokkhólmur 13 20 helðskfrt Sydney 9 17 heiðskfrt Tókýó 22 28 heiðskfrt Vfnarborg 17 30 skýjað Þórshðfn 9 hélfskýjað Svíþjóð: Ráðherr- ann laug aþingi Frá Willy Silberstein, fréttaritara Morg- unblaðsins í Stokkhólmi. MATS Hellström, viðskiptaráð- herra Svía, liggur nú undir ásök- unum um að hafa logið um vopnasölu Svia til Indónesíu þegar málið var rætt á þingi. Samkvæmt sænskum lögum er stjórnvöldum óheimilt að selja vopn til ríkja sem eiga í ófríði. Komið hefur í ljós að stjóm Jafn- aðarmanna í Svíþjóð gaf fyrirtæk- inu Bofors heimild til sölu á fall- byssum til nota í herskipum. Verð- mæti vamingsins nam 213 miljón- umsænskra króna. Áður hafði Hellström fullyrt á þingi að Svíar uppfylltu einungis ákvæði eldri samnings þeirra og Indónesa um sölu á skotfærum og varahlutum. Þegar Mats Hellström sat á þingi sem þingm^ður stjómarandstöð- unnar gagnrýndi hann harðlega vopnaútflutning Svía. Andstæðing- ar hans segja hann hafa tekið sinna- skiptum eftir að hann gerðist við- skiptaráðherra. Búast má við að mál þetta verði mjög til umræðu á næstunni í Svíþjóð og að hart verði sótt að Mats Hellström. Sigðkornablóðleysi: Móðir og dóttír Sarah Ferguson (til vinstri), sem ætlar að giftast Andrew prins 23. júlí, sést hér ásamt móður sinni, Susan Barrantes. Móðirin er komin ásamt eiginmanni sínum, Argentínumanninum Hector Barrantes, til London frá Buenos Aires, til þess að aðstoða Sarah við undirbúning brúðkaupsins. Fúkkalyfjagjöf eyk- ur lífslíkur barna BoHton, AP. NÝLEG rannsókn bendir til þess að daglegur skammtur af fúkka- lyfjum geti stórlega dregið úr hættu á blóðeitrun meðal barna, sem þjást af sigðkornablóðleysi. Blóðeitrun er helsta dánarorsök þeirra. Alþjóða heiibrigðismálastofnun- in, WHO, telur að á hveiju ári fæðist um 200.000 böm, sem þjást af sigðkomablóðleysi. U.þ.b. 60—70 þús. þeirra fá blóðeitrun, og um 18—20 þús. böm látast af þeim sökum. Flestir sjúklinganna eru svartir. Talið er, að af þeim 600.000 svört- um bömum, sem fæðast í Banda- ríkjunum árlega, séu um 2.000 haldin sjúkdómnum. Ef öll þeirra væru á fúkkalyfjagjöf, fyrstu þtjú ár ævinnar, er talið að koma mætti í veg fyrir 150—180 dauðsföll í þeim aldurshópi árlega. Tekið er fram að meðferðin lækni sjúkdóminn ekki og er ólíklegt að hún lengi lífslíkur sjúklingsins, þegar fram í sækir. Hins vegar hjálpar hún bömunum að þrauka fyrstu þijú árin, en þá er hættan á blóðeitrun mest. * Utgöngubann á V esturbakkanum Tel Aviv, AP. ÚTGÖNGUBANN var sett frá sólarupprás til sólseturs á vestur- bakkanum i gær í kjölfar þess að Palestínumaður var skotinn í höfuðið af stuttu færí. Bana- mannsins var leitað hús úr húsi. Palestínumaðurinn, Mohammed Masoud Gozlan, lézt samstundis er á hann var skotið. Hann var fimm- tugur. Atvikið átti sér stað i miðbæ Tulkarm. Árásarmaðurinn komst undan á hlaupum og virtist hann ekki vera einn að verki því annar maður slóst í för með honum skammt frá árásarstaðnum. Létu þeir síðan leigubfl aka sér spölkom en héldu svo hlaupunum áfram. Gozlan var kunnur í heimabæ sínum, Tolkarm, sem er 10.000 manna bær 40 km norðaustur af Tel Aviv. Ekki er vitað hver ástæð- an fyrir tilræðinu er, en talið er að hann hafi verið hliðhollur stjórn ísraels. Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR lækk- aði gagnvart flestum helztu gjaldmiðlum Vestur-Evrópu i gær. í London kostaði sterlings- pundið 1,5035 dollara síðdegis í gær (1,4990), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,2335 vestur-þýzk mörk (2,2400), 1,8417 svissneskir frankar (1,8515), 7,1325 franskir frankar (7,1425), 2,5175 hollenzk gyllini (2,5260), 1.531,75 ítalskar lírur (1.536,00), 1,3925 kanadí- skir dollarar (1,3905) og 167,10 jen (166,95), Gullverð hækkaði og kostaði það 339,50 dollara únsan (338,75). Kosningabaráttan á Spáni: Leiðtogar flokkanna skipta meira máli en stefnumálin Grenada, frá fréttaritara Morgunbladsins, Önnu Katrinu Ámadóttur. ENN ER hinn almenni Spánveiji alls ekki búinn að gera upp við sig endanlega hvaða flokk hann muni kjósa. Til þess að útskýra ástandið örlítið er fyrst að telja, að hinn venjulegi borgarí hefur ekki mikla pólitiska meðvitund. Dagblöð eru lítið lesin og fólk horfir á sjón- varpsfréttir en hlustar ekki. Að segja venjulegum verkamanni, að verðbólgan hafi minnkað í stjórnartíð núverandi valdhafa er tómt mál. Hann skilur það ekki. En það sem hann skilur hinsvegar er það, að sonur hans hefur misst vinnuna vegna fjárhagsörðugleika verksmiðjunnar. Arið 1982 hafði sama og ekkert breytzt í daglegu lífi Spánveija frá því í stjómartíð Frankos. Eina veru- lega breytingin var lögleiðing allra stjómmálaflokka. En í kosningun- um þetta ár kom sósaílistaflokkur- inn fram sem öflug stjómmála- hreyfíng og boðaði róttækar breyt- ingar án þess að hreyfa of mikið við hægri öflunum — sem sagt án nokkurrar hættu á borgarastyijöld. Nú er aftur komið að kosningum. En hinn almenni borgari sér ekki miklar breytingar. Sósíalistar lofuðu að skapa 800 þúsund ný störfy en atvinnuleysi hefur enn aukist. í dag eru um það bil 3 milljónir manna skráðir at- vinnulausar. Kjósendum sósíalista- flokksins finnst þeir hafa verið sviknir. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið undanfamar vik- ur gefa ljósa mynd af framgangi kosningabaráttunnar. Sósíalista- flokkurinn virðist enn ætla að verða sigurvegari, en það er ljóst að flokknum mun veitast erfitt að ná hreinum meirihluta, þar sem mikill fyöldi þeirra, sem kusu flokkinn í síðustu kosningum, mun ekki neyta kosningaréttar síns í þetta skiptið eða mun kjósa flokk Adolfo Suarez. Forustuflokkur stjómarandstöð- unnar CP heldur hér um bil öllum sínum atkvæðum í þessum skoðana- könnunum. En sá flokkur sem mesta undmn vekur er flokkur Adolfos Suarez, fyrrnrn forsætis- ráðherra, sem hefur unnið stórlega á eftir hið mikla skipbrot sem hann beið í síðustu kosningum á meðan hinum miðjuflokknum, Lýðræðis- lega umbótaflokknum sem nýtur mun meiri fjárhagslegri stuðnings, hefur ekki tekist að afla sér at- kvæða svo talist getur. Velgengni Suarez er með ein- dæmum. Á síðasta kosningafundi hans tókst honum að fá sama fjölda áheyrenda og forsætisráðherrann Felipe Gonsalez sem hingað til hefur haldið langfjölmennustu fundina. Róleg kosninga- barátta Þessi kosningabarátta hefur gengið mun rólegar fyrir sig en hinar fyrri vegna heimsmeistara- keppninnar í knattspymu. í stað þess að efna til kosningahátíðar hafa stjómmálaleiðtogamir frekar eytt því fjármagni, sem þeir hafa ráðið yfir, í auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum auk kosn- ingaskilta. Þær hátíðir sem haldnar hafa verið hafa verið haldnar á hvfldardögum heimsmeistara- keppninnar eða þegar þau lið hafa keppt, sem Spánveijar hafa ekki of mikinn áhuga á. Friðsemdin hefur þó raskazt þessa síðustu daga með tilræðum skæmliðahreyfingarinnar ETA. Fómarlömb ETA í þetta skiptið vom tveir yfirmenn í hemum og piltur sem var að gegna herskyldu. ETA réttlætir glæpinn með því að annar yfirmaðurinn var þekktur fyrir öfgasinnaðar skoðanir. En þessi réttlæting fykur út í veður og vind, þar sem ETA hefur áður myrt herforingja, sem komið hafa í veg fyrir valdarán. Löggæzlan hefur verið stórlega efld og í dag er ETA talinn helsti hvatinn að því að gerðar verði tilraunir til valdaráns. I þessum kosningum koma kjós- endur til með að gefa atkvæði sitt þeim stjómmálaleiðtoga sem þeim persónulega fellur best við, því stefnuskrár flokkanna hafa sama og ekkert verið kynntar í kosninga- baráttunni. Stjómmálamennimir einbeita sér að því að gagmýna það sem sósíalistar hafa gert og það sem þeir hafa ekki gert í stað þess að útskýra fyrir kjósendum hvemig þeir ætli að framkvæma hlutina. Sósíalistaflokkurinn leggur áherslu á nauðsyn þess að halda áfram framkvæmd stefnuskrárinn- ar sem flokkurinn lagði fram fyrir síðustu kosningar og sem hann hefur reynt að fara eftir. Hjá flokknum er ekki um neinar stórar breytingar að ræða. Forustuflokkur stjómarandstöð- unnar, flokkur Manuels Fraga, hefur breytt stefnuskrá sinni í átt til meira fijálsræðis til þess að gefa ímyndinni af hörðum hægri manni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.