Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 36
36 S8GÍ IM!Jl, ,0S í)iJ!M(1UT8OT OHClAJHMIJDíTOM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 fclk í fréttum . Stóri bróðir hans er api Mamma, mamma, stóri bróðir hans Jónatans er api,“ hróp- aði lítill strákur, sem var nýfluttur í hverfíð um leið og hann hentist inn um eldhúsdymar heima hjá sér og var greinilega mikið niðri fyrir. „Hvurslags eiginlega orðbragð er þetta," svaraði mamman höstum rómi. „Svona lagað segir maður ekki. Þú átt að vera kurteis við nágrannana, skilurðu það?“ „Já, en hann er api,“ mótmælti strákurinn með miklum sannfæringarkrafti. „Hvað meinarðu eiginlega bam?“ spurði mamman. „Var hann eitt- hvað að striða þér?“ „Nei, ekkert svoleiðis — hann er ofsalega skemmtilegur, en hann er samt api,“ svarði drengurinn og virtist ekkert ætla að bakka með það. Enda ekki nema von, því stóri bróð- ir hans Jónatans er nefnilega al- vöru-api. Jimmy er níu ára gamall simpasi, sem fyrstu tvö ár lífs síns vann fyrir sér með því að aðstoða líru- kassamann á eyjunni Tenerife. Eitt síðsumarkvöld er hann var í göngu- ferð með húsbónda sínum hitti hann þau Juttu og Diego Martinez. Hann var illa til reika, þreyttur og lúinn og orðinn hundleiður á starfi sínu. „Einhverra hluta vegna vorkennd- um við honum svo, að við keyptum hann af lírukassasalanum og feng- um hann fluttan hingað heim,“ segir Diego, en þau hjónin eru bú- sett i Wiesbaden í V-Þýskalandi. Vinir Jónatans eru vinir Jinuny og öfugt. Þama eru þeir með besta vinisínum. Jónatan kom í heiminn fyrir Qórum árum, en þá hafði Jimmy verið hjá þeim í þijú ár. Hann er með sér- herbergi og situr til borðs með fjöl- skyldunni, klæðist venjulegum föt- um o.s.frv. „Fyrst eftir að Jónatan fæddist var hann óhemju afbrýði- samur. Við gripum til þess ráðs að láta þá lifa nákvæmlega eins lífí. Þegar Jónatan fékk pelann, fékk Jimmy líka pela. Ef annar fékk leikfang, varð hinn að fá alveg eins. Við gættum þess að gera ekki upp á milli þeirra," segir Jutta. En hvað fínnst vinum þeirra og kunningjum um þennan „frumburð" þeirra hjóna? „Enn kemur það fyrir að þau tali um hann eins og apa,“ segir Diego, „en það er hann alls ekki í okkar augum. Við lítum á hann sem barnið okkar og trúum því að hann hugsi eins og böm almennt gera, enda var hann alinn upp eins og hvert annað bam. Og Jónatan lítur á hann sem stóra bróður sinn. Þeir em óaðskiljanlegir." Morgunblaðið/JÁS Fjallkonan (Þórunn Ólafsdóttir, leikkona) flytur sitt sígilda ávarp. Islendingar 1 New York fagna þj óðhátíðar deginum Frá Jóni Ásgeirssyni, fréttarítara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum: Sólskinsbros var á andliti hvers manns, þegar íslendingar á austurströnd Bandarfkjanna komu saman sfðastliðinn sunnudag til að fagna þjóðhátíð ættjarðarinnar. Nær 400 manns söfnuðust saman þann 15. júní í borginni Rye, rétt norðan við stórborgina New York, og skemmtu sér hið besta. Forvígis- menn íslendingáfélagsins höfðu valið rétta staðinn. í glampandi sól og 25 stiga hita gátu menn leitað skjóls í skugga tijánna á lóð tóm- stundamiðstöðvarinnar í Rye. Jafn- vel þótt Pétur Thorsteinsson ræðis- maður og formaður íslendingafé- lagsins, Ulfur Sigurmundsson við- skiptafulltrúi og aðrir í undirbún- ingshópnum hefðu ekki reiknað með þessum fjölda þátttakenda, nægðu matar- og drykkjarföng til að seðja og gleðja alla viðstadda. Krakkamir fengu blöðrar og fána, ekta íslenskar pylsur, gos að drekka og ís á eftir. — Fuliorðna fólkið nærði sig á sama hátt og neytti auk þess guðaveiga 5 hófi. Skyndilega kom Grýla í heimsókn og það var eins og rebbi hefði komist í hænsna- hóp, krakkamir tvístraðust út um allt. En svo uppgötvuðu þau að það var hægt að hrekkja Grýiu og sum Hljómsveitin Fine Young Cannibals. Morgunblaðið/Börkur Öljómsveitin Madness. Morgunblaðið/Einar Falur Listapopparar hér á landi Meðal þeirra listamanna, sem heiðruðu okkur með nærveru sinni á nýafstaðinni Listahátíð voru meðlimir hljómsveitanna Fine Young Cannibals og Madness. Báðar léku hljómsveitim- ar fyrir landann f Laugardalshöllinni á sjálfan þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní. Þóttu hljómleikamir fará vel fram, stemmning var góð og var báðum sveitunum vel fagnað í lok leikanna. Á myndinni hér fyrir ofan til vinstri eru meðlimir hljómsveitarinnar Fine Young Cannibals, er komu til landsins á miðnætti á sunnudag. Fremstur þeirra fer söngvarinn, Roland Gift, en í humátt á eftir honum koma Andy Cox gítarleikari og David Steel bassa- og hljómborðsleikari. Hvaða kona þetta er, sem er í för með þeim, er ekki vitað. Á myndinni til hægri eru sexmenningamir í bresku skahljómsveitinni Madness er komu til landsins á mánudag en þeir spiluðu á hljómleikum í Laugardalshöll að kvöldi 17. júní, eins og áður sagði. Fremstur á myndinni er söngvari hljómsveitarinnar, Graham „Suggs" McPherson, en hann er eins og aðrir meðlimir hljómsveitarinnar, sem var stofnuð 1978, þekktur Qörkálfur. Ljósmyndarar smelltu myndum af listamönnunum er þeir stigu á íslenska grund og var víst æði létt yfír þeim, sér í lagi meðlimum Madness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.