Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Mál Guðmundar J. Guðmundssonar Rannsókn Hafskipsmálsins hjá Rannsóknarlöjgreglu ríkisins er ekki lokið. A hinn bóginn hefur verið til hennar vitnað með næsta óvarlegum hætti. Ber þar hæst frásögn starfsmanns dönsku fréttastof- unnar Ritzau, sem kynnt var með áberandi hætti í sjónvarps- fréttum á sunnudagskvöld. Þar var sneitt að Guðmundi J. Guð- mundssyni, formanni Dagsbrún- ar og Verkamannasambands ís- lands, með þeim hætti, að harka- lega hlaut að verða brugðist við af hans hálfu. Þar var auk þess skýrt frá því, sem einn þeirra manna, er setið hafa í gæslu- varðhaldi, átti að hafa sagt við lokaðar yfirheyrslur hjá lögregl- unni. Fréttamennska af þessu tagi er einsdæmi hér á landi. Er sérstakt íhugunarefni fyrir stjómendur Ríkisútvarpsins, hvemig að því er staðið þar á bæ að vinna og segja fréttir af viðkvæmum og alvarlegum mál- um sem þessum. Dómgreindar- leysi fréttamanna og óvirðing fyrir rétti einstaklingsins em ekki aðeins blettur fyrir blaða- mannastéttina heldur sorglegt dæmi um offors, sem ekki á við í málum sem þessum. Karl Steinar Guðnason, vara- formaður Verkamannasam- bands íslands og þingmaður Alþýðuflokksins, segir í Morgun- blaðssamtali í gær: „Við hyggj- umst ekki kasta sprekum á þá galdrabrennu sem nú hefur verið stofnað til gegn formanni Verka- mannasambandsins. Það sem fyrir okkur liggur em mest- megnis sögusagnir og fjölmiðlaf- réttir byggðar á hæpnum heim- ildum." Tími galdraofsóknanna er eitt myrkasta skeið í menning- arsögu Evrópu. Þá vom menn ofsóttir með vísan til hindur- vitna. Ofstopamenn gengu fram fyrir skjöldu, beittu pyntingum og aftökum í nafni hinnar einu og sönnu trúar. Réttaröryggi hvarf úr sögunni. Höfðað var til fávisku og hræðslu múgsins til að eggja hann til ódæðisverka gegn þeim, sem rannsóknastjór- amir höfðu útskúfað. Sú spum- ing vaknar, hvort öfund og fé- græðgi skipi nú sess fávisku og hræðslu. Guðmundur J. Guðmundsson hefur tengst gjaldþroti Hafskips hf. og rannsókn lögreglunnar vegna glappaskots velunnara hans haustið 1983, Alberts Guðmundssonar. Enginn efast um að góður hugur hafi að baki búið, en um það, hvemig staðið var að því að útvega Guðmundi J. fé til hressingarferðar til Flórída eftir veikindi, segir hann sjálfur í Morgunblaðssamtali í gær: „Þetta er eitthvert dóm- greindarleysi og svo yfírþyrm- andi klaufaskapur og vitleysa, að það tekur engu tali . . . Því verður . . . ekki á móti mælt, að hörmulega tókst til um vinargreiðann.“ Guðmundur J. Guðmundsson hefur um langan aldur sótt afl sitt innan verkalýðshreyfíngar- innar til hafnarverkamanna í Reykjavík. Ætti öllum að vera það auðskiljanlegt, að honum sé mikið í mun að sitja ekki undir ámæli fyrir að vera á mála hjá stærstu vinnuveitendum helstu umbjóðenda sinna, Eimskipafé- lagi íslands og Hafskip. Sjálfur hefur hann leitað ásjár ríkissak- sóknara til að hreinsa mannorð sitt, eins og hann orðar það. Hér skal ekkert fullyrt um, hvað opinber yfírvöld og sak- sóknari geta gert til að rétta hlut Guðmundar J. Guðmunds- sonar í þessu efni. Sum mál eru þannig vaxin, að þau verða ekki leidd til lykta fyrir dómstólunum. Að verulegu leyti er mál Guð- mundar J. af því tagi. Hann segir sjálfur, að hjá flestum þeirra, sem hann hafí rætt við, sé „ákaf- leg-a góður og vinveittur tónn“ í sinn garð. Ekki er að efa, að orð Karls Steinars Guðnasonar um galdrabrennurnar vegna Guðmundar J. mælast betur fyrir en sú viðleitni ýmissa flokks- bræðra hans að bola honum út úr pólitík vegna „vinargreiðans". Þegar á þá hlið málsins er litið, er nauðsynlegt að hafa hjaðn- ingavígin í Alþýðubandalaginu í huga. Þegar forráðamenn Hafskips höfðu verið settir í gæsluvarð- hald birti Morgunblaðið forystu- grein, þar sem sagði meðal annars: „Þegar Hafskipsmálið var í hámæli fyrir nokkrum mánuðum reyndu ýmsir að gera það að pólitísku bitbeini. Það moldviðri gekk yfír eins og annað. Eftir stóðu kaldar stað- reyndir og eindregin krafa allra, um að réttvísin næði fram að ganga. Enginn stjómmálaflokk- ur hefur lagt stein í götu þeirrar rannsóknar, sem nú tekur þessa alvarlegu steftiu. Enginn stjóm- málaflokkur eða stjómmálamað- ur má eða réttara sagt getur stöðvað framvindu þessa máls, það lýtur ekki pólitísku forræði. Mikilvægt er, að stjómmála- menn átti sig á þessu.“ Það er ekki síður mikilvægt, að fjölmiðlamenn átti sig á því, að þetta mál lýtur ekki forræði þeirra. Hvaðan svo sem fréttim- ar berast og þótt þær séu sendar í gegnum erlendar fréttastofur, er nauðsynlegt að sannreyna þær áður en þeim er útvarpað, sjónvarpað eða þær settar á prent. Þá má ekki heldur breyta einstöku dómgreindarleysi í saknæmt athæfí. Frá fundi félags áhugamanna um byggingu tónlistarhúss. Aðalfundur félags áhugamanna um byggíngu tónlistarhúss: Samþykkt að ei verðlaunauppd AÐALFUNDUR félags áhugamanna um byggingn tónlist- arhúss var haldinn á Hótel Borg síðastliðið miðvikudags- kvöld. M.a. var þar á dagskrá að taka ákvörðun um framhaldið, eftir að úrslit í samkeppninni um hönnun tónlistarhúss lægi fyrir. Niðurstaða fundarins var sú, að samþykkt var að skipa nefnd til þess að athuga hvort ekki mætti gera úrbætur á verðlaunauppdrættinum. Aðdragandi Félag áhugamanna um bygg- ingu tónlistarhúss ákvað á síð- asta ári að efna til samkeppni um hönnun nýs tónlistarhúss í Laugardalnum. Skilafrestur rann út 1. mars síðastliðinn og dóm- nefnd hóf störf í maí. Eins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.