Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 Málfríður Bjarna dóttir - Minning Fædd 20. október 1896 Dáin 15. júní 1986 Þegar ég var lítill heima á Akra- nesi áttu afi minn og amma heima uppi á lofti og ég í kjallaranum hjá þeim. Ég vissi ekki þá hver gæfa það var. Þá var hamingja bemskunnar heil. En nú veit ég það vel og því betur sem þau bæði eru nú horfín til hærri hæða á braut frá ævarandi þakkarskuld minni. Stiginn upp var þröngur og dimmur. Þó ekki þannig að vekti mér ugg. Þvert á móti þótti mér gott að láta myrkrið lúkast um mig. Lokaði meira að segja að mér dyrunum svo myrkrið yrði algert. Settist á hækjur mér í miðjum stig- anum og hlustaði: Létt fótatak, marr í gólfQölum, ómur af lágværri röddu: „Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesú veri mitt skjól, Guðalgóðurgefþúmér að ganga í dag svo líki þér.“ Uppi beið mín faðmur ömmu og góðleg glettnin í augunum þegar hún sagði: „Nei, ert þetta þú vinur- inn minn." Það var hann. En hann mátti ekki vera að því að dvelja lengi í faðmi hennar. Ekki nú. Því fram úr svefnherbergi kallaði afi á nafna sinn og bað hann koma undir sæng í hlýjuna. Til að kúra og spjalia. Eða öllu heldur til að ræða saman um landsins gagn og nauð- synjar og jafnvel um lífið og tilver- una ef tími gæfist til. Um Qárhúsið sem hann var að smíða úti við stétt, hvort ekki færi að vanta nýjan pakka af tútommu, um nýja veginn sem afi var að leggja upp í sveit, um girðingarstaurinn sem hann hafði neyðst til að stinga upp í Leppalúða þegar hann var að derra sig við vegavinnumennina, um álfa- hallir og æskulýðshallir, um torfuna grænu. Á eftir þegar þeir væru búnir að kúra og spjalia góða stund mundi amma færa þeim mjólkur- vatnið á rúmstokkinn, dísætt og tjúkandi og nýbakaða jólaköku. Síð- an þegar þeir hefðu drukkið og kúrað nægju sína, þá mundu þeir klæða sig og halda af stað til at- hafna og ævintýra á nýja doddsin- um hans afa. Fínasta vörubílnum í flotanum. Og dagamir liðu við leiki og störf í afa- og ömmuhúsi. Rúmt eitt ár leið og allt í einu var afi ekki leng- ur. Það komu fréttir að sunnan og ég fékk að vita að afi væri farinn undir torfuna sína grænu. Ég vissi að honum leið ekki illa. Ég vissi að torfan hans var mjúk og hlý eins og vanginn hans. Að hann fengi í nefið hjá Pétri. En ég vissi líka að besti vinurinn minn var horfinn og kæmi ekki aftur. En amma hélt áfram að vera. Og engin merki þess að hún væri á förum. Jafn sjálfsögð og mér hafði þótt skyndileg brottför afa, þá þótti mér nú sem amma mundi vera og standa um alla tíma. Allt hennar fas, lífsþróttur hennar og lífsgleði, óþijótandi vinnusemi og reglufesta, móðurleg ástúð og umhyggja fyrir öllu sem í kringum hana var, allt á grunni óbifanlegrar staðfestu, bar þess ótvíræð merki. Ég hinsvegar varð sjö og flutti í burtu í nýtt hús. Þó ekki lengra en svo að amma var ævinlega nálæg. Þegar ég síðan hleypti heimdragan- um og hvarf út í hinn stóra heim að klífa nýja stiga, þá var amma jafnvel þar þó ekki væri ég hjá henni. Og þegar heimurinn tók að bifast undir fótunum á mér þá settist ég á hækjur mér í miðjum stiganum og hiustaði. Og nú var amma ekki aðeins góð kona sem tók lítinn dreng í hlýjan faðm sinn. Hún var í senn homsteinn og út- vörður alls þess sem mér var kær- ast. Land mitt og þjóð, fólkið mitt og bærinn, móamir og víkin, fjallið, sagan, rætumar hið varanlega, óbifanlega. Það var þrátt fyrir allt innan seilingar. „Nei ert þetta þú vinurinn minn.“ Það var hann. Og hann var feginn að sjá ömmu sína. Nú þegar hann var fyrir löngu vaxinn henni yfir höfuð, hún enda enn lágvaxnari en þegar hann sá hana síðast, óstyrk og titrandi fyrir ásókn þess sjúk- dóms sem skyldi leggja hana að velli, hann fúlskeggjaður í blóma lífsins, uppfullur af föðurlegu stolti með afkvæmi sín sitt við hvora hönd, þá fann hann enn og aldrei betur að hún var stoð hans og stytta, hin óbifanlega í róti dag- anna. Og nú er amma mín loks farin. Södd lífdaga. Þangað sem afi hefur beðið hennar svo iengi. Ég veit að hann verður feginn að fá hana. Hann á sjáifsagt enn í vandræðum með að taka af rúminu sínu. En við sem hér stöndum, bömin hennar öll og vinimir kveðjum hana með söknuði í hjarta. Við finnum það svo vel nú þegar hún er farin hve mikið við höfum misst. Og við minnumst ömmu með þakklæti og virðingu. En þó hún amma sé farin þá er hún samt og verður hjá okkur. Leó Jóhannesson, dóttursonur. „Það er ekki oft að hún amma mín deyr,“ segir gamalt máltæki. Ég kvaddi hana ömmu á sjúkrahús- inu á Akranesi, hún strauk mér um andlitið eins og í gamla daga, þótt hún vissi víst ekki lengur, hver ég var, svo fiaug ég burt að flytjast til §arlægs lands og að kvöidi þess sama dags var hún dáin. Hún amma hét Málfríður Bjama- dóttir og var fædd að Nýlendu í Meðaliandi í Vestur-Skaftafeils- sýslu 20. október 1896. Hún var yngst sex alsystkina og þau eldri hétu Einalina, Bjami, Gunnar, Jó- hanna og Jón, sem dó ungur maður, en hálfsystir þeirra Sigrún, sem fædd var 1917 andaðist í vetur leið. Amma er því seinust þeirra að kveðja þennan heim. Systkini ömmu voru afar traust og gott fólk og með þeim voru miklir kærleikar. Mér em þau sem gömul urðu öll í fersku minni, glettnin og einbeitnin í svip Línu, sem snerist í kringum skjátumar sínar með staurfót og gekk við staf, brosið á bræðmnum, þrifnaður og gestrisni Jóu og handbragðið henn- ar Sigrúnar, sem var sannur meist- ari í kjólasaumi. Ég er því miður svo alltof ófróð um æsku og uppvöxt þessara syst- kina, sem komin vom út af Jóni Steingrímssyni eldpresti, amma talaði of fátt. Ég skildi þó, að for- eldrar hennar, Bjami og Málfríður vom fátækt fólk, bömin fæddust þeim haust eftir haust og móðir hennar missti snemma heilsuna. Þegar amma var á öðm ári fluttu þau búferlum úr Meðailandinu alla leið vestur í Flóa í leit að betra viðurværi. Leiðin yfir sandana, óbrúuð jökulfljótin og allar þær stórár, sem varð að sundríða, var löng og ströng fyrir lítil börn, sem bundin vom upp á hesta. Og ferðlú- in hljóta þau að hafa verið langafi minn og langamma, þegar þau komu með ómegðina sína á leiðar- enda. Þau byggðu sér bú á Lambastöð- um og þar ólst amma upp. Fermingarvorið missti hún móð- ur sína, og þá skildi ég, að amma hafði einhvem tíma verið bam, þegar hún sagði mér, hvað hún grét. Eftir missi konu sinnar brá Bjami búi og fluttist til Eyrarbakka. Þar gerðist hann smiður, þvi hann var mikill völundur. Hann giftist öðm sinni, Sigríði Höskuldsdóttur, og bjó með henni þar. En amma varð eftir á Lambastöðum. Hún hafði verið send í fóstur eftir dauða móð- ur sinnar, en undi hvergi nema í túninu heima. Seinna gerðist hún vinnukona í læknishúsinu á Eyrarbakka og þaðan réði hún sig að Ósi við Amar- nes. Á Ósi kynntist hún afa. Afi hét Leó Eyjólfsson. Hann var sjómaður, þegar ástir tókust með honum og ömmu og tók próf frá stýrimannaskólanum um það leyti sem þau giftust. En hann var vöm- bflsstjóri og vegagerðarmaður alla þá tíð, sem ég man hann. Afi og amma eignuðust íj'ögur böm, sem öll hafa lifað og starfað á Akranesi fram á þennan dag. Elstur er Ragnar, vömbflsstjóri, næst Bjamfríður, kennari við Fjöl- brautaskólann, þá Hallbera Guðný, sem stýrir skrifstofu Bmnabótafé- iagsins, yngstur Jón, múrari. Þau byggðu húsið Efra-Nes með hjálp Bjama, sem flutti frá Eyrarbakka til að taka að sér smíðina. Sjálfum sér byggði hann annað hús og nefndi Bjamastaði. Seinna keyptu þau Sunnubraut 30 og þar býr systir mín nú með manni og böm- um. Þegar amma var hálfníræð var hún hjá mér, þar sem ég var að gefa litlu telpunni minni brjóst. Þá sagði hún mér, að aldrei hefði hún verið sælli í lífinu, en þegar hún var í sömu spomm með bömin sín á bijósti. Hún lýsti hamingjunni, sem gagntók hana og ég fann, hvað ég var óendanlega skyld þessari gömlu konu, sem einu sinni var ung. Amma lifði fyrir bömin sín. Og elskaði afa, sem gaf henni þau. Síðan breiddi hún sig yfír allan afkomendaskarann, og svo lengi sem hún gat fylgst með, hvar böm vom að fæðast, fitjaði hún upp í vettling eða sokk. Ég var svo lánsamt bam að alast upp í kjallaranum hjá afa og ömmu til átta eða níu ára aldurs. Alla þá daga var líf okkar uppi og niðri samofið. Ég man það fyrst eftir mér, að ég sat á tröppunum hjá ömmu og söng fyrir þá, sem um götuna gengu, að ég hefði eignast lítinn bróður. Hann var skírður Leó í höfuðið á afa og þau unnu honum bæði mjög heitt. Við systkinin sóttum mikið upp á loft, enda var þangað margt að sækja. Andlegt fóður og líkamlegt. Þar var alltaf einhveiju stungið upp í holuna, afi sagði sögur, amma tók á móti gestum. Stundum vom það hým og hógvæm systkinin hennar sjálfrar, stundum bræður afa, eða Eyvör afasystir. Þá glumdi húsið af hlátri, því það var fyrirferðarmik- ið fólk. Þau töluðu hátt og sögðu dæmalausar sögur, skelitu á lær sér og hlógu svo að tárin mnnu niður kinnamar á þeim. Ég man ekki eftir öðmm eins skemmtikröftum í bemsku og tveim yngstu bræðmm afa, Jóni og Helga. Þegar þeir komu frá Reykjavík var hringt í Arthúr bróður eða Valdimar bróður eða Þorstein mág og slegið í slag. Það var sögð hálfa og heila og barið í borðið og rifjuð upp feiknleg stráka- pör og hrekkir frá uppvaxtarámm þeirra bræðra á Akranesi og við bróðir minn göftum af aðdáun þó allt væri þetta í raun hneykslaniegt. Síðan fylgdu frásagnir af svaðilför- um á sjó og landi og jafnvel lofti, því Helgi var einn fyrstur íslend- inga til að taka flugmannspróf. Amma bar endalaust mat og drykk í alla. Amma átti alltaf nóg í búrinu, hversu margir sem komu, og þó hún bæri sjaldan fram færri en ellefu sortir með kaffinu, þá var viðkvæðið hjá henni: „Æ, elsku fyrirgefið þið, hvað þetta er ómynd- arlegt hjá mér.“ Amma var sívinnandi. Ég man ekki hvort ég sá hana nokkum tíma sitja í stól á Sunnubrautinni, nema til að matast. Afí lagði sig aftur á móti. Hann vann erfiðisvinnu, en fékk að halla sér, þegar hann kom heim. Þá gátum við skriðið upp fyrir hjá honum og fengið að heyra í ótalið skipti, hvemig hann tróð straumum upp í ginið á Leppalúða. Það var margt, sem bar fyrir afa t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MÁLFRÍÐUR BJARNAOÓTTIR, Akranesi, lést sunnudaginn 15. júní í Sjúkrahúsi Akraness. Útför hennar veröur gerö frá Akraneskirkju föstudaginn 20. júní kl. 14.30. Ragnar Leósson, Ester Guðmundsdóttir, Bjarnfríður Leósdóttlr, Hallbera Leósdóttir, Rfkharður Jónsson, Jón Leósson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Núpsdalstungu, Leifsgötu 10, andaðist í Landakotsspítala 18. júní. Elfsabet Ólafsdóttir, Jón Ólafsson, Kjartan Ólafsson. + Eiginmaður minn, EINAR VALDIMAR GUÐLAUGSSON frá Efra-Hofi ÍGaröi, sem andaðist á heimili sínu Arnartanga 56 þann 14. þ.m., verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju laugardaginn 21. þ.m. kl. 2.00 e.h. Anna Einarsdóttir. Konan mín, GUÐRÚN E. JÓNSDÓTTIR, Langholtsvagi 185, andaðist þann 17. júní i St. Jósefsspítala i Hafnarfirði. Fyrir hönd sonar, tengdadóttur og barnabarna, Hákon Tohsson. íT *i-£r í vegavinnunni, þar mætti hann tröllum og forynjum, álfum og huldufólki og rataði í marga raun. Og afi hvatti okkur til dáða. Hann fylgdist vel með, hvemig við leystum þær litlu þrautir, sem lífið lagði fyrir okkur og kannski hefur engin viðurkenning haft meiri þýð- ingu fyrir mig um dagana, en krón- an, sem afi gaf mér, þegar ég sýndi honum fyrstu skriftarbókina mína. Amma var engin draumórakona. Hún hafði sjaldan hátt um skoðanir sínar og henni líkaði ekki alltaf vel sú þróun, sem gerði dætur hennar og dætradætur að afskiptakonum um pólitík og kvenréttindi. Einu sinni var hún á fundi í slysavamar- félaginu eða kvenfélaginu, sem voru hennar félög. Fundurinn dróst á langinn og afi beið á fótum, þó liðið væri langt á kvöld. Mamma fór þá upp til að bjóða honum góða nótt og spurði, hvort hann vildi ekki bara fara að sofa, þótt amma væri ókomin heim. Þá svaraði hann og var þungt í honum: „Ég sé nú ekki, að það sé búið að taka ofan af rúm- inu.“ Þannig var það hjá þeim. Amma efaðist aldrei um, hver væri hennar staða í lífinu og hún gekk að hverju verki, sem þeirri stöðu fylgdi af röggsemi og mynd- arskap. Hún stjómaði því, hvenær farið var í kálgarðana vor og haust setja niður kartöflumar og taka upp. Hún stýrði sláturgerðinni jafnt fyrir sig og dætur sínar og tengda- dætur og hún hafði okkur með í heyskapinn til Karólínu í Sigtúnum á meðan grannkonan hafði skepnur. Svo dó afi skyndilega af blóð- tappa rétt rúmlega sextugur og amma varð ein eftir. Hún bjó þó áfram á Sunnubrautinni og hélt uppteknum hætti að veita öllum af rausn, sem þangað komu og nú bættust í þann hóp tengdaböm bamanna hennar og bama-bama- böm, jafnvel bama-bama-bama- bam. Ámma gerðist með tímanum sannur ættarhöfðingi. Þegar hún hafði jafnað sig nokk- uð eftir fráfall afa fór hún aftur út að vinna fyrir viðurværi sínu. Hún þvoði flöskur og brúsa í mjólkur- stöðinni, seinna skúraði hún í kaup- félaginu og sá um kaffið fyrir kennara bamaskóians, og vann í pijónaverksmiðju. Frístundir henn- ar heima fóm líka mest í að prjóna á ættbogann sem sífellt stækkaði. En amma fór nú loksins að sinna öðmm hugðarefnum en flölskyldu sinni eins og því að ferðast. Hún gerðist harðdugleg ferðakona. Hún fór í ferð til hinna Norðurlandanna og oftar en einu sinni til sólarlanda en mest ferðaðist hún um sitt eigið ættarland. í meira en tvo áratugi held ég að amma hafi farið í ferða- lag hvert einasta sumar um ein- hvem hluta landsins. Hún náði að sjá ísland allt að kalla, byggðir þess og óbyggðir. Hún var svo ótrú- lega létt á fæti og heilsuhraust. Þegar amma varð áttatíu og fimm ára hélt hún mikla veislu. I það sinn rúmaðist hún ekki á Sunnubrautinni, heldur þurfti að leigja stóran sal. Amma bar sig eins og tignarkona eins og jafnan, þegar hún var á íslenskum búningi. Áður en veislunni lauk hélt hún fyrstu ræðu lífs síns í þvílíku Qöl- menni. Hún var þá svona fljúgandi mælsk, þegar upp var staðið. Litlu seinna fór hún að kenna lasleika. Það var tekið að líða að ferðalokum. Dauðinn fór sér að engu óðslega við ömmu. Í hálft fimmta ár hefur þrek hennar verið að dvína. Og hún lá rúmföst síðan fyrirjól. Afkomendur hennar eru orðnir á fimmta tug. Við erum því mörg, sem höfum kúrt undir vængnum hennar og eigum henni mikið að þakka. Amma gaf öllum og gleymdi engum fyrr en ellin tók að lokum frá henni minnið, svo hún mundi að síðustu ekkert nema versin sín, sem hún lærði barn. — Bænin má aldrei bresta þig... Þú guð sem stýrir stjamaher... fyrirgef oss vorar skuldir... Eg vona að mér fyrirgefist sú skuld að snúa ekki heim og fylgja henni ömmu til hinstu hvílu. Svíþjóð, 19. júní 1986. Steinunn Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.