Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 Heilbrigt líf hagur allra Á JÓNSMESSU 1986 verður gert átak til eflingar hollri hreyfingu og útiveru undir kjörorðinu: Heil- brigt líf — hagur allra. Að undanfomu hafa augu margra opnast fyrir nauðsyn heil- brigðs lífemis. Það veldur óhug að heyra frásagnir af ungmennum sem ekki fínna sér önnur við- fangsefni en þau er tengjast vímu- efnum. Heilbrigðisyfírvöld, sveita- félög og fíjáls félagasamtök vinna mikilvægt fyrirbyggjandi starf, en sá þáttur gæti þó orðið miklu stærri ef betur væri að búið. Þá skyldu foreldrar minnast þess þegar sest er fyrir framan sjónvarp eða myndband að sá tími gæti orðið bömunum dýrmætari ef notaður væri til hreyfíngar úti- við og til að skoða náttúru lands- ins. Nú er tækifæri ti frómara óska, enda þótti Jónsmessan góð til slíks áður fyrr. Það er auðvitað ekki nóg að hreyfa sig eina helgi, en upphaf gæti þetta orðið að reglu- bundinni hreyfíngu. Föstudaginn 20. júní verða fímleikar á dasrká, 21. júní verður tileinkaður sundi og verða allir sundstaðir landsins opnir þann dag. Sunnudagur 22. júní verður dagur skokks og gönguferða. Ungmennafélögin hafa árlega staðið fyrir „Göngudegi íjölskyld- unnar“ og hafa á annað hundrað ungmennafélög skipulagt slíkar fjölskyldugöngur víðsvegar um land síðustu ár.. Auk þess mun Ferðafélag íslands og Útivist skipuleggja gönguferðir þennan dag. Sólstöðugangan verður laug- ardaginn 21. júní. Ég hvet fólk um iand allt til að nota þessa helgi vel til hollrar hreyfíngar og útiveru og fylgjast með því hvar skipulögð þátttaka er undirbúin t.d. mætti hafa samband við næstu ungmennafé- lag og taka þátt í „Göngudegi §ölskyldunnar“. En umfram allt verið öll með, það er úr nógu að velja. Pálmi Gíslason formaður UMFÍ Grandi hf Kosning stj órnarmanna heyr- ir ekki undir borgarsljórn BORGARFULLTRÚAR minni- hlutaflokkanna í borgarstjóm Reykjavikur fóru þess á leit við félagsmálaráðherra í bréfi hinn 20. febrúar sl. að hann úrskurð- aði hvort það heyrði undir borg- arstjóm að kjósa með lýðræðis- legum hætti þá þijá stjómar- menn i Granda hf. sem borgin tilnefnir, eða ekki. Ríkisskatta- nefnd skipuð til 6 ára Fjármálaráðherra hefur skip- að ríkisskattanefnd. Þeir sex menn sem setið hafa í nefndinni frá 19. maí 1980 vora skipaðir til næstu 6 ára. Þeir em: Gunnar Jóhannsson, lögfræðingur, for- maður, Olafur H. Olafsson, við- skiptafræðingur, Atli Hauksson, löggiltur endurskoðandi, Gylfi Knudsen, héraðsdómslögmaður, Helgi V. Jónsson, hæstaréttar- lögmaður og Skúli Pálsson, hæstaréttarlögmaður. Ríkisskattanefnd er óháður úr- skurðaraðili í ágreiningsmálum um skattstofna og skatta. Þá skal nefndin lögum samkvæmt ákvarða skattsektir í þeim málum sem skatt- stjóri ber undir hana. Nefndin gefur út úrskurði sína árlega. Tileftii kæru þessarar var tillaga, sem kom fram á fundi borgarráðs Reykjavíkur hinn 4. febrúar. Að tillögunni stóðu þau Siguijón Pét- ursson, Sigurður E. Guðmundsson, Kristjánsson Benediktsson og Guðr- ún Jónsdóttir. Hljóðaði tillagan svo: „Borgarráð Reykjavíkur ályktar að borgarstjóri hafí ekki heimild til þess, einn og sér, að tilnefna alla stjómarmenn borgarinnar í hlutafé- laginu Granda, heldur heyri það undir borgarstjóm að lqósa þá með lýðræðislegum hætti." Tillaga þessi náði hvorki fram að ganga í borgar- ráði né borgarstjóm. í bréfí félagsmálaráðherra, Alex- anders Stefánssonar, er vísað til laga nr. 32/1978 um hlutafélög, þar sem kemur fram sú meginregla að aðalfundur kjósi alla stjómar- menn, nema undantekning se gerð í samþykktum hlutafélags. í sam- þykktum Granda hf. hafí það hins vegar ekki verið gert og er það því álit félagsmálaráðuneytisins að lögum samkvæmt heyri það ekki undir borgarstjóm Reykjavíkur að kjósa með beinni kosningu stjómar- menn í Granda hf. 0 INNLENT Frárennslislagnir lagðar í flughlöð. Keflavíkurflugvöllur: Morgunbla<5ið/EG Framkvæmdir ganga vel við flughlöð og flugbrautir FRAMKVÆMDIR ganga vel við flughlöð og flugbrautir við nýju flugstöðina á Keflavíkurflug- velli. Um er að ræða umfangs- miklar framkvæmdir þar sem skipt er um jarðveg, lagðar frá- rennslislagnir og lagnir vegna olíuáfyllinga. Þá verða brautir malbikaðar og flughlöð steypt. Það eru 50 til 100 manns sem starfa við framkvæmdimar, sem fer eftir við hvað er unnið hveiju sinni. Efni er flutt á 20 bflum frá Stapafelli um 15 km vegalengd, en þegar flestir voru var bflafjöld- inn allt að 30, m.a. bflar frá Vörubflastöðinni í Keflavík. Hluti þess efnis sem var fyrir fá staðn- um er unnið á ný og notaður aftur. Frárennslislagnir eru á annan kflómetra að lengd. Að sögn Andrésar Andréssonar yfír- verkfræðings hjá íslenskum aðal- verktökum er nú komið að því að heija malbikun, en fyrirtækið hefur lokið öðmm malbikunar- framkvæmdum svo hægt er að einbeita sér að þessum fram- kvæmdum, en malbikun þarf að ljúka fyrir haustið. E.G. Keflavíkurflugvöllur: Framkvæmdir hafnar við vegar- lagningn að nýju flugstöðinni FRAMKVÆMDIR em hafnar á Keflavíkurflugvelli við vegar- lagningu að nýju flugstöðinni. Sá hluti vegarins sem fram- kvæmdir eru hafnar við er um 2,5 km að lengd og liggur frá flugstöðv- arbyggingunni að gamla flugvallar- veginum frá Keflavík, við svokallað Tumer-hlið. Það eru íslenskir aðalverktakar sem annast framkvæmdimar. E.G. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Ráðínn fjármála- sljóri í fyrsta sinn — áhersla lögð á atvinnu- og félagsmál í málefnasamningi Mæðra- og feðralaun: Aldursmark hækkar í 18 ár FRÁ 1. júni verða mæðra- og feðralaun greidd með böraum sem urðu 16 ára á tímabilinu frá 1. júní 1985 til 31. maí 1986. Frá næstu áramótum verða þessar greiðslur inntar af hendi til 18 ára aldurs. í fréttatilkynningu frá Trygg- ingastofnun segir að þetta sé í samræmi við lög sem Alþingi samþykkti þann 18. aprfl si. Aldursmörk bama vegna mæðra- og feðralauna hafa nú verið hækkuð í 17 ár og verða 18 árfrá 1. janúar 1987.' MÁLEFNASAMNINGUR milli Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags, sem nú starfa saman í nýrri bæjarstjóra Hafnarfjarðar, var lagður fram og kynntur á fyrsta fundi bæjarstjóraarinnar sl. mánudag. Þá var jafnframt formlega gengið frá ráðningu nýs bæjarstjóra, Guðmundar Árna Stefánssonar. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að lagt væri í samn- Utvarp—sjónvarp selur á erlendum vettvangi ARLEGUR markaður norrænu sjónvarpsstöðvanna, Nordic Screening, var haldinn i Hels- inki fyrsta til sjötta júni siðast- liðinn. Á þessum alþjóðlega markaði var boðið til skoðunar og sölu norrænt sjónvarpsefni og sóttu hann um það bil 60 innkaupafulltrúar frá 21 landi. Innkaupa- og markaðsdeild Ríkisútvarpsins-sjónvarps sá nú í fyrsta sinn um aðild sjónvarpsins að markaðinum og hafði Hinrik Bjamason, dagskrárstjóri, umsjón með kynningu íslensks efnis þar. Boðin voru til sölu þijú verk frá íslandi; „Á fálkaslóðum", leikinn myndaflokkur fyrir böm og ungl- inga, „Iris Murdoch", heimildar- mynd um írsk/bresku skáldkon- una Iris Murdoch, og „Bygging, jafnvægi,litur“, heimildarmynd um listmálarann Tryggva ólafs- son. Samkvæmt fréttatilkynningu frá innkaupa- og markaðsdeild vakti myndaflokkurinn „Á fálka- slóðum" mesta athygli þessara þriggja verka og er þegar afráðin sala á honum til írska sjónvarps- ins, austur-þýska sjónvarpsins og ástralskrar sjónvarpsstöðvar. Þá hafa Finnar óskað eftir heimildar- myndinni um listmálarann Tryggva Ólafsson til sýningar. ingnum mikil áhersla á atvinnumál bæjarins og í þvi sambandi er m.a. fyrirhugað að koma upp fískmark- aði og frystigeymslu við höfnina. Þá er rætt um að auka þjónustu á félagsmálasviðinu, æsku- og íþróttamálum. Rætt er um kaup eða byggingu á félagsmiðstöð og byggingu nýs íþróttahúss. Gengið var á fundinum frá ráðn- ingu bæjarritara, Gunnars Rafns Sigurbjömssonar, sem áður starf- aði í félagsmálaráðuneytinu, og nú í fyrsta skipti var ráðinn sérstakur fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar, Þorsteinn Steinsson, sem áður gegndi embætti bæjarritara. „í nýjum sveitarstjómarlögum er gert ráð fyrir að sveitarstjómir leggi fram áætlanir til fjögurra ára og töldum við því að sérstakur fjár- málastjóri myndi koma vel að haldi. Embætti Qármálastjóra hef- ur ekki áður verið við Hafnarfjarð- arbæ þó önnur sambærileg sveitar- félög hafí ráðið menn í slík emb- ætti,“ sagði Guðmundur Ámi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.