Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 Bœklingurinn kynntur á blaðamannafundi, frá vinstri eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Tómas Jónsson, Júlíus Sólnes, Gestur Ólafsson og Þórður Ægir Óskarsson. Kynningarbæklingur fyr- ir erlenda fjárfestendur SAMTÖK Sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu hafa gefið út bækling á ensku sem er ætlað að gefa viðskiptaaðilum erlendis greinargóðar upplýsingar um höfuðborgarsvæðið, skilyrði til atvinnurekstrar og almennar upplýsingar um land og þjóð. Bæklingnum verður dreift sem víðast erlendis, m.a. til sendiráða, ræðismanna, samtaka fyrirtækja, á erlendar vörusýn- ingar og til erlendra verslunar- ráða. Auk þess geta fyrirtæki fengið eintök keypt til að senda viðskiptaaðilum erlendis. Þá hefur verið komið upp TELEX og EASYLINK þjónustu til að svara erlendum fyrirspum- um sem kynnu að berast. Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu eru samtök 9 sveit- arfélaga á svæðinu frá Hvalfjarðar- botni suður í Straum. Á þeirra vegum starfa skipulagsstofa höfuð- borgarsvæðisins og atvinnumála- nefnd höfuðborgarsvæðisins, sem vinnur að eflingu atvinnulífs á svæðinu. í því skyni er í undirbúningi stofnun iðnþróunarsjóðs höfuð- borgarsvæðisins sem yrði íjár- magnaður með framlögum sveitar- félaganna. Bæklingurinn er einnig gefinn út í þessu skyni. Honum er ætlað að vekja athygli erlendra fyrirtækja sem hugsanlega kynnu að vilja fjárfesta hér á landi og bæta úr útbreiddri fáfræði útlend- inga um landið. Bæklingurinn var gefinn út í 20 þús. eintökum, og kostaði um eina miljón kr. í vinnslu. Tómas Jónsson hannaði en textinn er eftir Þórð Ægi Oskarsson. Bæklingurinn er 16 síður með vasa á öftustu opnunni þar sem má bæta inn tímabundnari upplýsingum. Þetta er gert til að hann haldi gildi sínu lengur, og einnig geta fyrirtæki bætt inn eigin upplýsingum. Á blaðamannafundi þar sem bæklingurinn var kynntur kom fram hjá Júlíusi Sólnes, formanni SSH að tilgangurinn væri að koma íslendingum meir inn í fjölþjóðlegt samstarf í viðskiptum, einkum að fá íjölþjóðleg fyrirtæki til sam- starfs. En helsta vandamálið væru þunglamalegt efnahags- og stjóm- kerfi sem gerði íslendingum erfitt um vik að keppa um erlent fjárfest- ingarfjármagn sem aðrir aðilar reyni að lokka til sín með fríðindum. Hérlendis er ekki boðið upp á slflct og íslensk lög krefjist m.a. að fyrir- tæki séu að meirihluta til í eigu innlendra aðila. Einnig kom fram að hérlendis hafí gætt feimni um upplýsingar. Útlendingar vilji fá allt, s.s. skatta- kjör, fjármagnsflutninga o.þ.h. á borðið. Hvað eftir Daníel Á. Daníelsson Hvað er Gestalt? „Þegar ég vissi það ekki gat ég ekki sagt þér það og nú þegar ég veit það þá get ég ekki sagt þér það.“ Þannig svaraði þekktur gestalt-sinni spumingunni. Hann um það. Gestalt er þýskt orð sem merkir form eða skynheild. Gestalt sálfræði kom fram á sjónvarsviðið í Þýska- landi um miðja síðustu öld sem kenning um og rannsókn á skynjun okkar á umhverfinu. Gestalt- sálfræðingamir héldu því fram að í heildinni fælist meira en aðeins summa þáttanna sem mynda hana. Helsta framlag þeirra til Gestalt- meðferðar, sem hér er til umfjöllun- ar, er heildarhugtakið. Gestalt- meðferð er nefnilega allt annað en Gestalt sálfræði. Þýskur geðlæknir að nafni Frederick S. Perls, fæddur skömmu fyrir síðustu aldamót, þró- aði Gestalt-meðferð með sálgrein- ingu Freuds, persónuleikagreiningu Wilhelms Reich, tilvistarheimspeki Sartre og félaga, Zen-buddisma og áðumefndri Gestalt sálfræði. Út úr þessum bræðingi fékk Perls heim- spekikenningu, lífsspeki og aðferð í praktískri sálfræði, sem í dag er ein sú vinsælasta á meðferðarmark- aðnum í Ameríku og Vestur- Evrópu. Vinsældir sínar á aðferðina er eflaust að þakka því, hversu einfold hún er og aðgengileg fyrir allan almenning, en ekki síður því hvað hún er áhrifarík og hraðvirk. Gestalt-læknir þarf oft ekki nema fáar mínútur til að hjálpa þeim sem hann er að vinna með að komast í snertingu við innsta kjama tilveru sinnar og fá hann til að sjá í skýru ljósi veruleika sem var hulinn fáum mínútum áður. Hvemig fer hann að þessu? Úngur munkur spurði eitt sinn Zen-meistara: „Hvemig er Zen- reynsla?" Meistarinn svaraði með því að slá munkinn utan undir. Eins og Zen leggur Gestalt-meðferð áherslu á upplifun, skynjun, lykt, bragð og snertingu, en er lítið gefín fyrir þá heilaleikfími sem felst í því að skoða og skilgreina alla hluti. „Týndu glómnni og fínndu skyn-semi þína", sagði Perls gjam- an við þá sem höfðu mikla þörf fyrir að skýra og skilgreina alla skapaða hluti. Ef maður kyssir konu hefur gestalt-istinn meiri áhuga á að vita hvemig honum fínnst það en hvers vegna hann gerir það. „Hér og nú“ upplifun er það sem aðferðir gestalt-istanna miða að. Þeir trúa því og hafa reynsluna að baki sér þegar þeir segja að ef þú upplifir sjálfan þig hér og nú, þá gerist kraftaverk. Þetta virðist ein- falt, það eina sem þarf að gera er að upplifa augnablikið. Sem þátt- takandi á yfír tug Gestalt- námskeiða get ég fullyrt að það er ekki einfalt og það er heldur ekki auðvelt í framkvæmd. Nútímasam- félagið breytist mjög hratt og gerir stöðugt til okkar nýjar kröfur og heldur sífellt að okkur nýjum ímyndum til að passa inn í. Það er ekki auðvelt að stoppa og spyija spuminga eins og: „Hver er ég?“ og „hvað vil ég?“ Öll lendum við í tilvistarkreppum á lífsleiðinni og þurfum að fá svör við grundvallar- spumingum. Erfítt getur reynst að greina á milli eigin vilja og „vilja samfélagsins". Umhverfíð gefur okkur ýmis skilaboð um hvað okkur á að fínnast, hvað við eigum að vilja, hvemig við eigum að líta út o.s.frv. Þessum óbeinu boðum hlýða flestir umhugsunarlítið, því að baki þeim liggur hótun um útskúfun. Til að vera meðtekin skellum við RÁRA Svissneska þvottavélin ® Stillanlegt hitastig á öllum þvottakerfum. 0 Heittogkaltvatn. 0 800/400 snúninga vinduhraði. ^ íslenskar merkingar á stjómborði. ® Sérhver vél tölvupnófuð fyrir afhendingu. VERÐ AÐEINS KR. 21.068 stgr VdrumarkaDurinn hf. Ármúla 1 a, s.: (91) 686117 er Gestalt? Daníel Á. Daníelsson „Sem þátttakandi á yfir tug Gestalt-námskeiða get ég fuilyrt að það er ekki einfalt og það er heldur ekki auðvelt í framkvæmd.“ skollaeymm við því sem okkur sjálf- um fínnst „innst inni“. Við gerum hluti sem bijóta í bága við samvisku okkar og réttlætiskennd. „Innri rödd“ okkar dofnar þegar við dauf- heymmst þannig við henni. Smám saman hættum við að heyra hana. Sjálfstæðar skoðanir, eigin dóm- greind og vilji, víkja fyrir ytri áhrif- um. Gestalt-meðferð er aðferð til að ná aftur sambandi við okkar innri mann, hún trúir því að við vitum sjálf hvað okkur er fyrir bestu. Ef gestalt-sinni er spurður: „Hvað fínnst þér?“ svarar hann gjaman „Hvað fínnst þér?“. Frits, eins og Perls var jafnan nefndur, var eitt sinn að vinna með mann sem við skulum kalla Pál. Páll byijaði á að lýsa draum sem hann hafði dreymt, Frits beindi athygli hans að því hvað hann var stressað- ur og skömmu síðar spurði Páll: „Ætti ég að halda áfram með drauminn?" Frits: „Spurðu Frits." (Einn vin- sælasti „Gestalt-leikurinn" heitir „auði stóllinn" og felst í að sá sem er að „vinna“ með lækninum ímynd- ar sér þann sem hann vill tala við sitjandi á auðum stól sem er fyrir framan hann. Talar síðan eins og viðkomandi sé viðstaddur og talar fyrir hann líka. Þegar hann talar fyrir viðmælandann sest hann í „auða stólinn.") Páll: (Horfir á auða stólinn.) „Ætti ég að halda áfram með drauminn, Frits?" (sest í auða stólinn og svarar sér) „Þú ræður því sjálfur.“ Maðurinn vildi halda áfram að tala um drauminn en treysti ekki sinni eigin tilfinningu og reyndi að fá Frits til að taka ákvörðunina og um leið ábyrgðina. Gestalt-istar leggja höfuð áherslu á að maður taki ábyrgð á sjálfum sér. Þeir segja að flest okkar vandamál stafí af því að við neitum að fullorðnast. Þegar við komum úr foreldrahúsum fínnum við okkur maka til að taka ábyrgð á okkur. Við notum ná- grannana, ríkisstjórnina, rússana, kanana, launin eða hvaðeina annað sem við sameinumst um sem blóra- böggul og afsökun fyrir því hvemig við erum sett í lífínu. En við getum engu breytt í lífí okkar fyrr en við horfumst í augu við það eins og það er og tökum sjálf ábyrgð á því. Hvemig get ég breytt lífí mínu ef maki minn, ríkisstjómin, rússinn og kaninn stjóma því? Með hjálp Gestalt-meðferðar getum við upplif- að okkur sjálf eins og við emm, en ekki eins og við viljum vera, höldum að við séum eða höldum að við eigum að vera. Þegar við tengjumst sjálfum okkur á þennan hátt koma í ljós sterkar tilfinningar sem við höfum byrgt inni, oft í langan tíma. Gestalt-læknirinn hvetur þann sem hann er að vinna með til að upplifa þessar tilfínningar til fulls. Hann trúir því að með því að upplifa sárs- auka til fullnustu sé hægt að lækna hann. Við höfum svo mikla fordóma gagnvart tilfínningum eins og reiði og sársauka að við bælum þær niður án þess að gera okkur grein fyrir að um leið bælum við tilfínningar sem við gefum jákvæðari einkunn eins og ást og gleði. Séum við dugleg að bæla niður „óæskilegar tilfínningar" verður árangurinn til- finningaleysi og að okkur finnst við „tóm að innan." Tilfinningalaus verðum við þó í rauninni ekki, held- ur ónæm fyrir eigin tilfinningum. Markmið Gestalt-læknisins er að hjálpa okkur að auka næmi okkar fyrir eigin tilfínningum og frelsið til að hafa þær. Hann vill hjálpa okkur til að endurheimta sjálfstæði okkar og mannlega reisn. En fyrst og fremst reynir hann að hjálpa okkur til að „vera við sjálf" með kostum okkar og göllum. í því felst eini möguleiki okkar til áframhald- andi þroska. Höfundur er áhugnmaður um Gestalt-meðferð. Hann hefurnú um nokkurt skeið fengið breskan Gestalt-lækni, Terry Cooper hing- aðtil lands að halda námskeið. Eskifjörður: Þrír flokkar mynda meirihluta SAMKOMULAG hefur náðst milli Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Samtaka óháðra kjós- enda á Eskifirði um myndun meirihluta S bæjarstjóm. Fyrsti fundur nýs meirihluta var haldinn í gærkvöld og var þá kosinn forseti bæjarstjómar, Hrafnkell Jónsson af E-lista og ákveðið að skipta formennsku bæjarráðs milli samstarfsflokkanna. Fyrsta árið gegnir Guðmundur Svavarsson, A-lista, formennskunni. Þá hefur bæjarstjóraembættið á Eskifírði verið auglýst laust til umsóknar, en fyrrverandi bæjarstjóri, Jóhann Clausen, gaf ekki kost á sér. Umsóknarfrestur rennur út 20. júní nk. og að sögn Hrafnkels Jónssonar liggja þó nokkrar umsóknir fyrir nú þegar. Á síðasta kjörtímabili skipuðu fulltrúar Framsóknarflokks og full- trúi Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags meirihluta bæjarstjómar á Eskifírði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.