Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1986 25 Lagðist hún gegn þeirri hugmynd að gera tónleikahúsið fjölnota, enda myndi slíkt auka kostnað, bitna á hljómburði og skapa sambúðar- vandamál; hreinlega væri ekkert pláss fyrir óperu. Einnig benti hún á slæma reynslu, sem fengist af slíkum húsum, t.d. í Malmö, en þar hafi slíkt hús reynst svo illa að neyðst hafi verið til að byggja annað hús. Varaði hún við slíkum mistök- um. Gunnar Egilsson lýsti ánægju sinni með samstarfsandann á fund- inum. Benti hann á að kostnaður við fjölnota hús væri tvöfaldur á við einhæft, þ.a. meira vit væri í því, að byggja sér hús fyrir óperuna. Margir aðrir tóku til máls, og voru flestir á því að samþykkja málamiðlunartillögu Hákons Sigur- grímssonar og að nauðsynlegt væri að ná sáttum. Þuríður Pálsdóttir var síðust á mælendaskrá í umræðum um skýrslu stjórnar. Benti hún á það, að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli óperu- manna hefði ekkert tillit verið tekið til óperunnar við smíði Borgarleik- hússins; slíkt mætti ekki gerast aftur. Minnti hún á það, að að óper- an hefði mun stærri hlustendahóp en sinfónían, þ.a. út í hött væri að taka ekki tillit til hennar. Lýsti hún einnig yfir aðdáun siini á því jafnað- argeði, sem arkitektinn Guðmundur Jónsson hefði sýnt, þrátt fyrir alla þá gagnrýni, sem fram hefði komið á teikningar hans. Ályktanir fundarins Tillaga frá Hákoni Sigurgríms- syni: „Aðalfundur Samtaka um bygg- ingu tónlistarhúss fagnar þeim áfanga í starfi samtakanna, að lokið er samkeppni um uppdrátt að væntanlegu tónlistarhúsi. Þó telur fundurinn, að verðlaunauppdráttur- inn þurfi endurskoðunar við, eink- um að því er tekur til leiksviðs og tæknibúnaðar. Fundurinn sam- þykkir að kjósa sex manna bygg- ingamefnd til þess, fyrst um sinn, að vinna með arkitekt hússins að fullnaðarhönnun þess. Nefndin skal leggja fyrstu tillögur sínar fyrir fulltrúaráðsfund, sem haldinn verði eigi síðar en um miðjan september 1986. Stefnt skal að því, að hönnun hússins verði lokið fýrir árslok 1987. “ Tillaga þessi var samykkt samhljóða. Einnig var samþykkt samhljóða tillaga um skipan nefnd- arinnar, en í hana voru kosnir: Gunnar S. Bjömsson, Skúli Guð- mundsson, Geirharður Þorsteins- son, Egill Ólafsson, Sveinn Einars- son og Einar Jóhannesson. Sérstak- ur ráðgjafi nefndarinnar var valinn Steinþór Sigurðsson. Þriðja tillagan, sem samþykkt var, kom frá Júlíusi Vífli Ingvars- syni og hljóðaði hún svo: „Aðalfund- ur Samtaka um byggingu tónlistar- húss felur stjóm og byggingamefnd samtakanna að leita samráðs og samvinnu við samráðsnefnd ópem- deildar félags íslenskra leikara.“ Aðrir dagskrárliðir Þegar lokið var umræðum um skýrslu stjómar og atkvæðagreiðslu um ályktanir, var gengið til af- greiðslu annarra liða, og fækkaði fundargestum þá nokkuð. Reikningar félagsins vom sam- þykktir og endursköðendur þess, þeir Ólafur Nilsson löggiltur endur- skoðandi og Haukur Helgason fyrr- um bankafulltrúi, vom endurkjöm- ir. 20 af 56 meðlimum fulltrúaráðs em skipaðir af hinum ýmsu félögum og stofnunum á sviði tónlistarlífs, en hinir 36 em kosnir á aðalfundi. Stjórnin lagði til að allir hinir kjömu fulltrúar, utan tveir, sem dvelja erlendis, yrðu endurkjömir og var það samþykkt. Sveinn Einarsson og Júlíus Vífill Ingvarsson vom kjörnir í fulltrúaráðið. Ákveðið var að árlegt framlag félagsmanna skyldi vera óbreytt, eða 500 kr. Á fundinum afhenti Helga Hauks- dóttir, fyrir hönd starfsmannafé- lags sinfóníuhljómsveitarinnart samtökunum 250 þúsund krónur. I lok fundarins þakkaði Jón Þórarins- son fundarmönnum fyrir sáttarorð. að koma og gera grein fyrir teikn- ingum sínum. I máli Guðmundar kom fram, að teikningarnar sýndu það ekki nægjanlega vel, að húsið hentaði vel undir allar tegundir tónlistar. Skýrði hann með glæmm hvaða möguleika sviðið hefði, bar stærð þess saman við svið Gamla Bíós og Þjóðleikhússins og gerði einnig grein fyrir staðsetningu hljómsveit- argryfju. Þegar Guðmundur hafði lokið máli sínu, var opnuð mælenda- skrá. Deilur á fundinum Margir fundargestir tóku til máls um verðlaunahugmyndina, og má segja að þeim megi í grófum drátt- um skipta í þrjá hópa: í fyrsta lagi þá, sem vom þeirrar skoðunar, að þetta væntanlega tónlistarhús ætti að vera hægt að nota til ópemflutn- ings, í öðm lagi þá, sem töldu svo ekki vera og að lokum þá, sem töldu ópem yfirleitt ekkert erindi eiga í tónlistarhúsið. Sveinn Einarsson fagnaði því, að íslendingur skyldi hafa unnið samkeppnina og taldi teikninguna vera til fyrirmyndar. Hins vegar taldi hann Guðmund ekki hafa tekið forsögnina að byggingunni nægi- lega alvarlega. Það sem Sveinn taldi á biáta var þetta helst: Sviðið væri of lítið, tækniaðstaða ekki baksviðs, óheppilegt að hafa hljómsveitar- gryfju undir sviðinu og að hliðarsvið vanti. Guðmundur Jónsson kvað full- yrðingar Sveins um hljómsveitar- gryfjuna vera misskilning og sama væri að segja um hliðarsvið og tækniaðstöðu. Hægt væri að koma fyrir hliðarpöllum, sem koma mætti í geymslu. Júlíus VífiII Ingvarsson tók einnig til máls. Kvað hann breiðan hóp manna standa að baki yfírlýs- ingunni. Júlíus taldi að stefna sú sem virtist hafa verið mörkuð um einhæft tónlistarhús myndi stefna framtíð þess í voða. Taldi hann heppilegra að stefna að fjölnota tónleikahúsi. Einnig gagnrýndi hann það að ekkert samráð skyldi hafa verið haft við félag ópem- söngvara; að vísu hefði verið talað við Garðar Cortes, en hann taldi Júlíus ekki vera réttan aðila. Hákon Sigurgrímsson hvatti menn til þess að sýna samstöðu og forðast að láta stór orð falla; slíkt tefði aðeins fyrir byggingu tónlist- arhúss. Taldi hann Svein og Júlíus gera of lítið úr notkunarmöguleik- um hússins en taldi engu að síður, að það fullnægði ekki óskum manna um ópemflutning. Flutti hann til- lögu til ályktunar, þar sem lagt er til að skipuð verði nefnd til að endurskoða verðlaunauppdráttinn í samráði við arkitektinn. Helga Hauksdóttir taldi yfirlýs- inguna í fjölmiðlum vera vísvitandi ósannindi, sem sverti samtökin. Morgunblaðið/Einar Falur Sveinn Einarsson fyrrum þjóð- leikhússtjóri skrifaði grein í Morgunblaðið þann 11. júní og gagnrýndi þar verðlaunateikn- inguna á þeim forsendum, að þar væri greinilega ekki gert ráð fyrir óperuflutningi, nema þá í hljóm- leikaformi eða einhveiju niður- skornu formi. Þann 14. júní skrifaði Ármann Örn Ármannsson, formaður fé- lags áhugamanna um byggingu tónlistarhúss, svargrein, þar sem hann kvað þessa gagnrýni vera misskilning og skoraði á Svein og aðra er gagnrýnt hefðu að mæta á aðalfund félagsins, þar sem Guðmundur Jónsson myndi mæta og útskýra teikningar sín- ar. Daginn fyrir aðalfundinn birt- ist í Morgunblaðinu yfirlýsing frá 24 aðilum, sem einnig var send Sverri Hermannssyni menntamálaráðherra og • Davíð Oddssyni borgarstjóra, þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum yfir því, að yrði sú leið valin, sem verðlaun hlaut í samkeppninni, yrði stórum hluta tónlistarlífs úthýst, t.d. óperutónlist. Aðalfundurinn Ármann Öm Ármannsson setti fundinn og lýsti yfir ánægju sinni með það hversu fundarsókn væri mikil, en á fundinum voru liðlega tvöhundruð manns. Fundarstjóri var valinn Bernharð Guðmundsson, en fundarritari Gunnar Egilsson. Dagskrá aðalfundarins var á þessa Ieið: 1. Skýrsla stjómar. 2. Endurskoðaðir reikningar fé- lagsins lagðir fram. 3. Kosning fulltrúaráðs og skipan fulltrúa tónlistarfélaga. 4. Kosningendurskoðenda. 5. Ákvörðun árlegs framlags. Ármann Örn hóf dagskrá fundar- ins með skýrslu stjómar. Reifaði hann hina ýmsu þætti í starfsemi félagsins frá síðasta aðalfundi og færði þeim mörgu aðilum, sem lagt höfðu fram skerf í þágu málsins, þakkir sínar og félagsins. Því næst ræddi hann um störf dómnefndar og úrslit samkeppninnar. Lýsti hann yfír ánægju sinni með verð- launateikninguna og þakkaði dóm- nefnd góð störf. Hann harmaði þær deilur, sem átt höfðu sér stað í fjölmiðlum og taldi hann þær og yfírlýsingu hinna 24 aðila, einungis vera til þess að veikja samtökin og þann málstað er þau berðust fyrir. Armann kvað stjóm félagsins leggja áherslu á tillögu þá, er hlaut fyrstu verðlaun, og bað hann því næst Guðmund Jónsson arkitekt um Morgunblaðið/Einar Falur idurskoða ráttinn Guðmundur Jónsson útskýrir teikningar sinar. greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu voru úrslit kunngerð þann 6. júlí og var það Guðmund- ur Jónsson, sem bar sigur úr býtum. í viðtali við Morgunblaðið sagði verðlaunahafínn, að hann hefði orðið var við þær gagn- rýnisraddir, að húsið hæfði ekki óperuflutningi, þar eð hljómsveit- argryiju vantaði. Skýringuna á þessu sagði hann, að í teikning- unni væru aðeins dregin fram aðalatriði, einfalt væri að koma hljómsveitargryfju fyrir og í raun gert ráð fyrir henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.