Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 ‘) Danir taka ósigrinum furðu vel: „Svona fór um sjóferð þá“ „Hræðilegt áfallM Fré Guöjóni Amgrímssyni, fróttamanni „JESPER! Við elskum þig samt,“ hrópuðu nokkrar unglingsstúlkur á Ráðhústorginu f Kaupmanna- höfn kl. hálfþrjú f fyrrinótt. „Viva Espania" sungu aðrir sem enn höfðu húmorinn f lagi. En flestir þeirra milljóna Dana sem horfðu á knattspymulandsliðið tapa fyrir Spánverjum f fyrrakvöld sögðu alls ekki neitt. I Tívolf, þar sem milli fimm og tíu þúsund manns horfðu á leikinn á risastóru kvik- myndatjaldi, breittist stemmning- in úr ótrúlegri gleði og kátínu fyrir leik yfir f drungaleg vonbrigði eftir leik. Danir eru þó þekktir fyrir annaö en þunglyndi og fyrirsagnir dönsku fjölmiðlanna í gær voru aliar á einn veg: Svona fór um sjóferð þá — en hún var skemmtileg og takk MorgunblaAsins í Kaupmannahöfn. fyrir það, strákar. Við erum stolt af ykkur þrátt fyrir skellinn í síðasta leik. Geysilegt magn alls kyns út- búnaðar fyrir aðdáendur landsliðs- ins — húfur, bolir, treflar og þess- háttar — hefur verið framleitt á síðustu vikum, en strax í gærmorg- un voru farin að sjást skiiti á Strik- inu, þar sem auglýstur var stóraf- sláttur á Mexíkóvarningnum. Dönsku leikmennirnir hafa í viðtölum lýst yfir vonbrigðum sín- um með ósigurinn, en taka honum greinilega misvel. Preben Elkjær var langt í frá niðurlútur og segir í viðtali við BT: Upp með húmorinn, Danmörk. Jesper Olsen var hins- vegar alveg miður sín og sagði ósigurinn alfarið sér að kenna. Morten Olsen, fyrirliði liðsins, - sagði Larry Bird eftir að nýr leikmaður, Boston Celtics, fékk hjartaslag og lést Frá Gunnari Valgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðalna í Bandarfkjunum. • Danskir „roligans“ — aðdóndur danska landsliðslns — voru svo þúsundum skipti í Tívolí f fyrrinótt til að fylgjast með sínum mönnum á risasjónvarpstjaldi. Undir lokin var stemmningin orðin heldur dapur- leg, eins og sjá má á myndinni. sagði skýringuna á ósigrinum ein- faldlega þá að þegar Spánverjar komust yfir í leiknum þá hafi dönsku leikmennirnir hætt að hugsa. „Við urðum alltof æstir, fórum alltof framarlega á völlinn og skildum eftir stór göt í vörninni. Við höfðum allt of litla þolinmæði og það kom okkur í koll,“ sagði hann. Sepp Piontek sagði fátt, aðallega að betra liöið hafi unnið leikinn. Dönsku biöðin voru strax í gær farin að gera því skóna að hann væri á förum frá Danmörku til ónefnds Arabíulands þar sem hann væri búinn að gera óformleg- an milljónasamning. með þennan ráðahag. Hann mun því leika við hlið súdanska leik- mannsins Bol, sem er 2,29 metrar á hæð. Hann er jafnframt hæsti leikmaður NBA-deildarinnar. Philadelphia seldi síðan fyrsta valrétt sinn til Cleveland, en keypti síðan Brad Daugherty frá háskóla í Norður-Karolínu. Leikmaður Boston lést Boston valdi sér hinn bráðefni- lega Len Bias, sem talinn hafði veriö besti alhliða leikmaðurinn sem úr var að velja. En svo kom áfallið snemma í gærmorgun. Len Bias fékk hjartaslag og lést. Bias sagði sjálfur eftir að Boston hafði valið hann: „Það hefur alltaf verið minn æðsti draumur að leika með Celtics." Larry Bird, ein skærasta stjarna Celtics, sem hvatti stjórn- endur Celtics til að velja Bias, sagði: „Þetta er hræðilegt áfall, ég á erfitt með að trúa þessu. Ég var virkilega farinn að hlakka til að leika með honurn." K.C. Jones, þjálfari Celtics, sagði að Bias hafi verið búinn að koma á æfingu og hafði hann staðið sig fullkomlega. Sabonis til Portland? Portland Trail Biazers valdi sovéska leikmanninn Sabonis. En þeð er galli á því þar sem sovéska körfuknattleikssambandið hefur ekki gefið honum leyfi til að leika í NBA-deildinni næsta vetur. Það er jafnvel talið að Sovétmenn vilji nota hann á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, en þar má ekki nota atvinnumenn. Sobones er 2,13 sentimetrar á hæð, eða jafnstór og Pétur Guömundsson, og er 22 ára. Hann lék með sovéska lands- liðinu í vetur og stóð sig mjög vel þar. Ef hann fer til Portlands, þar sem Pétur lék áður, er hann fyrsti Austur-Evrópubúinn sem leikur i deildinni. Pétur áfram hjá Lakers? Los Angeles Lakers völdu sér leikmann sem þeir síðan seldu strax aftur og einnig seldu þeir varabakvörð, en keyptu í staðinn framvörðinn Thompson frá Atl- anta. Það má því áætla að þeir hjá Lakers ætli sér að halda Pétri Guðmundssyni. Friálsíbróttir: Góður árangur Kópavogs- manna Frjálsiþróttamenn úr Kópavogi hafa verið á keppnisferð f Noregi og náð góðum árangri. Á móti í Osló 12. júní setti Berglind Erlendsdóttir persónu- legt met í 400 metrum, sem hún hljóp á 58,63 sek. og Guðmundur Sigurðsson i 1500 metrum, sem hann hljóp á 3:56,95 mín. Einar Gunnarsson hljóp 100 metra á 11,43 sek., og Sigurjón Valmunds- son á 11,46. Meðvindur var innan marka og svo var einnig í lang- stökki, þar sem Sigurjón stökk 6,90 metra. Meðvindur var hins vegar 2,74 skúndumetrar er Guð- rún Arnardóttir hljóp 100 metra á 12,33 sek. Hjörtur Gíslason KR keppti á mótinu, en hann verður búsettur í Noregi um sinn, og hljóp hann 110 metra grindahlaup á 14,89 sek. Tveimur dögum seinna kepptu Kópavogsbúarnir í Lillehammer og sáu þá fjögur persónuleg met dagsins Ijós. Sigurjón Valmunds- son stökk 7,08 metra í langstökki, Guðrún Arnardóttir hljóp 200 á 24.9 og Berglind Erlendsdóttir á 25.9 og loks setti Guðmundur Sigurðsson persónumet í 1500 metrum er hann hljóp á 3:54,6 mín. Einar Gunnarsson hljóp 200 metra vel, á 22,6 sek., en meðvind- ur reyndist 2,1 sekúndumetri, en má að hámarki vera 2,0 m/sek til þess að árangur teljist löglegur. Danskir áhorfendur til fyrirmyndar Frá Andrési Póturssyni, fróttarrtara Morgunblaðsins f Mexfkó. ÞRÁTT fyrir góðan stuðning ís- lendinga, Færeyinga, Norð- manna, Finna og að sjálfsögðu Dana á áhorfendapöllunum töp- uðu Danir fyrir Spánverjum og féllu þar með úr HM. Ekki bar eins mikið á áhangend- um Dana á leiknum eins og áður, en ekki fór á miili mála að flestir voru á bandi Spánverja. Danirnir tóku samt ósigrinum mjög vel, stóðu undir nafni sem góðir áhorf- endur, voru til fyrirmyndar og fengu gott klapp fyrir frá öðrum að leikloknum. Hinir blóðheitu Mexíkanar mættu læra af Dönum. Á æfingu hjá nokkrum Mexíkönum bjó einn sig undir að taka vitaspyrnu og hafði á orði að hann ætlaði ekki að brenna af eins og Sanchez. Öðrum líkaði ekki þetta orðalag, fór heim, náði í byssu og skaut I vítaskyttuna. í Perú komu hjón nokkur sér ekki saman um hvaða rás í sjónvarpinu skyldi horfa á. Eiginmaðurinn vildi sjá leik Argent- ínu og Uruguay, en kona sápu- óperu. Konan hafði sitt fram, en maðurinn sætti sig ekki viö það og braut bjórflösku á höfði konunn- ar, sem lést af áverkunum. Annars eru innfæddir óánægö- KEPPNIN um gullskó Adidas er hörð og röð markahæstu manna breytist með hverjum leik. Butraguene jafnaði 20 ára gamalt met þegar hann skoraði 4 mörk gegn Dönum, en Eusebio gerði slíkt hið sama á HM á Englandi í 5:3-sigri Portúgals gegn Norð- ur-Kóreu. Þegar 8 leikir eru eftir astir með miðaverðið á leikina. í Netzahualcóytl, þar sem Danir léku sína leiki, tekur það um hálfan mánuð aö vinna fyrir einum miða á ódýrasta stað, en hann kostar yfirleitt um 800 krónur. Ekki er enn uppselt á úrslitaleikinn, en miði á svörtum markaði gengur á 4 til 6 þúsund krónur. í Mexfkó eru þessir markahæstir: Gary Lineker, Englandi, 5 Emilio Butraguene, Spáni, 5 Careca, Brasilíu, 4 Preben Elkjær, Danmörku, 4 Sandre Altobelli, Italíu, 4 Igor Belanov, Sovétríkjunum, 4 Jorge Valdano, Argentínu, 3 JesperOlsen, Danmörku, 3 Markahæstirá HM Morgunblaöiö/RAX • Danski fáninn rifinn í tætlur, húfan skökk, skellur á móti Spáni og HM-draumurinn búinn. Þá er gott að hafa einhvern til að hugga sig. Myndin var tekin í Tívolí skömmu eftir að leik Dana og Spánverja lauk. NÚ ER að hefjast val á leikmönn- um úr háskólaliðunum sem koma til með að leika með NBA-deild- inni næsta keppnistímabil. Um 20 þúsund körfuknattleiksmenn koma úr þessum háskólum og aðeins 40 leikmenn sem komast að í atvinnumannadeildinni, NBA. Liðin í NBA-deildinni hafa algjöra einokun á þessum leikmönnum og geta leikmennirnir sjálfir ekkl ráðið f hvaða lið þeir fara. Philadelphia og Boston Celtics áttu fyrsta val að þessu sinni, en þau höfðu keypt þann rétt af lakari liðum í fyrra. Rétt fyrir valið seldi eigandi Philadelphia-leikmanninn Moses Malone til Washington Bullets og fékk Jeff Ruland í hans stað frá félaginu. Þessi skipti komu töluvert á óvart og ekki síst Malone sjálfum og var hann frekar óhress

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.