Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNl 1986 2. deild: Enn jafnt hjá ÍBÍ ÞRÓTTUR og ísafjörður gerðu markalaust jafntefli á Valbjarnar- velli í 2. deild í gœrkvöldi. Leikur- inn var frekar slakur af beggja hálfu, þó voru ísfirðingar nær ^ sigri. Fyrsta marktækifærið kom á 15. mínútu eftir mikil mistök í vörn ÍBÍ. Sigurður Hallvarðsson komst þá inn í sendingu sem ætluð var markverði en hann var of bráður að skjóta og hitti ekki markið. Guðmundur Jóhannsson átti síðan góðan skalla að marki Þróttar eftir aukaspyrnu Rúnars Vífilssonar sem Guðmundur markvörður varði vel. Ekkert markvert gerðist síðan í fyrri hálfleik fyrr en á 43. mínútu er Örnólfur Oddsson komst einn innfyrir vörn Þróttar en Guðmund- ur varði gott skot hans í horn. Seinni hálfleikur var mjög tlð- indalítill og aðallega miðjuþóf beggja liða. Eina umtalsverða marktækifærið átti Haukur Magn- ússon á 88. mín. er hann komst í gegn eftir að hafa leikið laglega á tvo varnarmenn en skot hans fór rétt framhjá. Samspil leikmanna var ekki mikið í þessum leik, kýlingar fram og til baka. Ef þessi lið gera ekki betur í leikjum sínum má búast við að þau verði í fallbaráttunni í 2. deild áfram. Bestu menn Þróttar voru Krist- ján Jónsson og Guðmundur Erl- ingsson, markvörður. Hjá (sfirðing- um voru Haukur Magnússon og Viktor Guðmundsson bestir. Þetta var fimmta jafntefli ísfirðinga í fyrstu sex leikjum liðsins í sumar. Þróttur náði sér í annað stigið í sumar, áður náðu þeir stigi gegn Víkingum í markalausu jafntefli eins og í gær. - Val. Stórsigur KS á Skallagrími - Jon Kr. með þrennu KS SIGRAÐI Skallagrfm með sex mörkum gegn engu á Siglufirði í gærkvöldi. Staðan f hálfleik var 2:0. Yfirburðir Siglfirðinga voru miklir f þessum leik og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Jón Kr. Gfslason skoraði þrennu. Fyrsta mark leiksins kom á 19. mínútu. Þá skoraði Jón Kr. með óverjandi skoti eftir góða sendingu frá Hafþóri Kolbeinssyni. Hafþór skoraði síðan annað markið á 30. mínútu eftir góðan undirbúning Jakobs. Stórsókn Siglfirðinga hélt áfram í seinni hálfleik en þriðja markið kom þó ekki fyrr en á 67. mínútu. Jón Kr. skoraði þá sitt annað mark með skoti í þverslá og í markvörð- inn og í stöngina og inn, eftir sendingu frá Herði Júlíussyni. Jón Öruggur Ein- - herjasigur EINHERJI frá Vopnafirði sigraði Njarðvfk í 2. deild í gærkvöldi með þremur mörkum gegn einu. Sig- urinn var sanngjarn. Kr. innsiglaði þrennu sína er hann skoraði fjórða mark KS á 76. mín- útu. Skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu. Sigurgeir Guðjónsson bætti fimmta markinu við tveimur mínútum síðar er hann komst inn í sendingu Skallagrímsmanna. Sjötta og síðasta mark leiksins kom á 88. mínútu er Jakob Kárason skoraði með skalla af stuttu færi. Einherji lék mun betur í fyrri hálfleik, réð þá gangi leiksins al- gjörlega og komst í 3:0. Gísli Davíðsson, Páll Björnsson og Baldur Kjartansson skoruðu mörk- in, eitt með skalla og tvö eftir mistök Njarðvíkinga. I síðari hálfleik varð leikurinn þófkenndari og grófari og bar fátt til tíðinda. Undir lokin náðu síðan Njarðvíkingar að minnka muninn. Lokastaðan: 3:1. Leikur Skallagríms var hvorki fugl né fiskur í þessum leik og hefði 10:0 gefið réttari mynd af yfirburðum Siglfirðinga. Fallið blas- ir við Borgnesingum ef svo heldur fram sem horfir. KS-menn léku þennan leik nokk- uð vel nema að þeir nýttu ekki færin vel. Bestu leikmenn KS voru Jón Kr. Gíslason og Hafþór Kol- beinsson. Enginn bar af í liöi Skallagríms. — RÞ 1. deild: Þrír leikir í kvöld > I KVÖLD fara fram þrír leikir i 1. deild karla á íslandsmótinu i knattspyrnu. Á Akureyri leika Þór og FH, ÍBK og KR í Keflavík og Fram og ÍBV á Laugardalsvelli. Allir leikirnir hefjast kl. 20. Fjórir leikir fara fram í 4. deild karla. Austri og Æskan leika á Raufarhöfn kl. 19.00. Kormákur og Höfðstrendingur leika á Hvamms- tangavelli, Höttur og Neisti á Egils- staðavelli og Súlan og Huginn leika á Stöðvarfirði og hefjast þeir leikir kl. 20.00. Morgunblaöiö/Bjarni • Frá leik Þróttar og ÍBÍ í 2. deild í Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Guðmundur Erlingsson er hér f baráttu um knöttinn við nafna sinn Jóhannsson frá Isafirði. Markalaust jafntefli varð í frekar slökum leik. Jafntefli Selfoss og KA í slökum leik SELFYSSINGAR gerðu góða ferð norður tll Akureyrar í gærkvöldi. Þeir náðu jafntefli gegn KA á úti- velli 1:1 — kræktu sér f eitt stig, og höfðu tvö af KA. Það gætu orðið mikilvæg stíg þegar upp verður staðið í haust. Leikurinn var annars ákaflega slakur, þrátt fyrir góðar aðstæður, logn og hlýindi, og ágætan gras- völlinn. Þetta var fyrsti leikurinn á aðalvellinum á Akureyri í ár og áhorfendur voru fimm til sex hundruð. í fyrri hálfleik geröist bókstaf- lega ekkert sem vert er að minnast á, og í þeim síðari aðeins þrennt. Þegar tæplega tuttugu mínútur voru liðnar af hálfleiknum skoraði Tryggvi Gunnarsson mark KA, eftir langt innkast Árna Freysteinsson- ar. Skömmu síðarátti hann þrumu- skot í stöng Selfossmarksins og eftir frákastiö bjargaði Anton Hart- mannsson, markvörður Selfoss, vel frá Haraldi Haraldssyni. Á síðustu mínútu leiksins fékk svo Selfoss vítaspyrnu, þegar Haukur Bragason, markvörður KA, braut á Jóni G. Bergs, sem skömmu áður hafði komið inn á sem varamaður. Tómas Pálsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Sem fyrr segir var leikurinn slak- ur. Hvorgt liðið náði að byggja upp samleik og undarlegt áhugaleysi hrjáði leikmenn. Liðin voru áþekk í leiknum, en ef eitthvað er voru KA—menn nær sigri. - Aðalsteinn/GA Lausar stöður hjá landsliðum ÞEGAR hafa verið kunngerðar breytingar hjá þjóðum sem falln- ar eru út á HM. Þjálfari Alsfr hefur verið rekinn, þjálfari Póllands sagði upp, þjálfari ítalíu íhugar annað starf og nokkrir leikmenn hafa ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í landslið. Rabah Saadane, þjálfari Alsír, og tveir aðstoðarþjálfarar hans voru reknir vegna lélegs árangurs á HM, en Alsír gerði 1:1 -jafntefli við Noröur-frland, tapaði 1:0 fyrir Brasilíu og 3:0 fyrir Spáni. Antoni Piechniczek, þjálfari Pól- lands, sagði starfi sínu lausu eftir 4:0-tapið gegn Brasilíu og sagði að tími væri kominn til að annar tæki við, en hann hefur verið með Iiöiöítæplega6ár. Enzo Bearzot, sem hefur þjálfað ítalska landsliðið síðan 1975, hefur verið boðið að hafa yfirumsjón með öllum ítölskum landsliðum í knattspyrnu og er hann alvarlega að hugsa um að taka því boði. Altobelli, sem skoraði 4 mörk fyrir Italíu í Mexíkó, segist vera of i gamall til að leika í landsliðinu og vill að yngri maður taki sæti sitt, en Altobelli er 30 ára. Fleiri leik- | menn munu leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM eins og Souness hjá Skotum og Blochin hjá Sovét- ríkjunum. Friðarleikarnir: Landsliðið til Sovétríkjanna SEM kunnugt er verða friðarleik- arnir í íþróttum haldnir í Sovét- rikjunum í júlí og hefur HSf tekið boði um að senda karlalandsliðið á leikana. A friðarleikunum verður m.a. stórmót í handknattleik og verða þátttökuþjóðirnar Island, Dan- mörk, Tékkóslóvakía, Pólland og Bandaríkin auk gestgjafanna. íslenska landsliðið hefur æft 5 sinnum í viku undir stjórn Bogd- ans, en um mánaðamótin verður æfingum fjölgað. Leikmenn sem leika með erlendum liðum eru ekki allir komnir til landsins og því hefur endanlegur hópur ekki verið valinn, en reiknað er með að 15 til 16 leikmenn fari til Sovétríkjanna auk fararstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.