Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 5
 r»PM TVTTÍ YrPH MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNt 1986 b 5 Hvalur 9 kemur til hafnar í gœr með tvœr stórar langreyðar á síðunni. Þetta eru 6. og 7. hvalur- mn sem veiðist á vertíðinni, en alls má nú veiða 80 langreyðar og 40 sandreyðar í vísindaskyni. Hvalbátarnir eru nú einu gufuskipin í íslenska flotanum, smíðaðir nm 1950. Morgunblaðið/ Ámi Sæberg 39. HV AL VERTIÐIN Svend Dipo-Petersen látinn SVEND Dipo-Petersen, fv. skrif- stofustjóri, andaðist hinn 13. júní sl. á 76. aldursári. Hann var fæddur 16. janúar árið 1911 og réðst til starfa á skrifstofu Eimskipafélags íslands í Kaup- mannahöfn 1. janúar 1927. Eftir að Gullfoss síðari hóf áætl- unarsiglingar, árið 1950, milli Reykjavíkur, Leith og Kaupmanna- hafnar, var Svend Dipo-Petersen forstöðumaður farþegadeildar í skrifstofu Eimskipafélagsins í Kaupmannahöfn. Hann tók við starfí skrifstofustjóra 1. júní 1964. Því starfí gegndi hann til ársloka 1967 er skrifstofunni var lokað. Eftir það starfaði hann sem fulltrúi Eimskipafélagsins í Kaupmanna- höfn með aðsetur í skrifstofu DFDS, þar til hann lét af starfí sökum aldurs hinn 1. febrúar 1978. Hann hafði þá starfað í þjónustu Eimskipafélagsins 51 ár. Svend Dipo-Petersen Eftirlifandi eiginkona hans er Gudrun Dipo-Petersen. « Gódcin daginn! Óskar Guðmundsson, ritstj órnarfulltrúi Þjóðviljans: Hyggurá stofnun nýs vikublaðs ÓSKAR Guðmundsson ritstjórn- arfulltrúi Þjóðviljans er eini starfsmaður ritstjórnar sem mun hætta störfum á Þjóðviljanum í kjölfar þeirra átaka, sem þar hafa orðið um Svavar Gestsson. Hann er nú í orlofi, en sagðist í samtali við blaðamann Morgunblaðsins ekki mundu snúa aftur til starfa við Þjóðviljann. „Ég lít svo á að ritstjórnin hafi hér borið sigur af hólmi og verkalýðsforystan og flokkseigendafélagið hafi tapað þessari Iotu,“ sagði Óskar um þá ákvörðun, að Svavar yrði ekki ritstjóri. Óskar sagðist nú vera að kanna möguleikana á stofnun nýs viku- blaðs. „Maður dregur þann lærdóm af þessu og fýrri aðförum verkalýðs- forystunnar að Þjóðviljanum og rit- stjómarstefnu hans, að gagnrýnin blaðamennska eigi ekki upp á pall- borðið hjá valdaklíkum í þjóðfélaginu og að það veiti ekki af því að slík blaðamennska sé stunduð sem víð- ast,“ sagði Óskar um ástæður þess að hann hyggur nú á stofnun nýs vikublaðs. Vinsældalisti rásar 2: Danska fótbolta- landsliðið komið á toppinn VINSÆ LD ALISTI hlustenda rásar 2 þessa vikuna iítur svona út: (Staða laga í síðustu viku er innan sviga.) 1. ( 3) RE-SETT-TEN/Oanska fótbolta- landsliöið 2. ( 2) Svart-hvíta hetjan/Dúkkulísur 3. ( 1) Lessonsinlove/Level42 4. (24) Funny how love is/Fine Young Cannibals 5. ( 5) Holding Back the Years/Simply Red 6. (13) Spirit in the Sky/Dr. and the Melodics 7. ( 6) InvisibleTouch/Genesis 8. (10) Can'tWaitanotherMinute/ Five Star 9. ( 8) Bad Boy/Miami Sound Machine 10. ( ) WhenTomofrowComes/ Eurythmics «» GAAANTERET DANSK ALVORU ÞRIHJOL ívinthe. öqb Með öryggið í öndvegi Ábyrgð og varahlutaþjón- usta Bogadregnar línur engar útstæðar skrúfur eða nibb-ur Öryggishandföng með sitt hvorum lit til vinstri og hægri. Færanlegt sæti fylgir vexti Breið og níðsterk vínyldekk. Sturtupallur sem má standa á. Bogadregnir stamir ar Stórar og sterkar næl- onlegur tryggja öruggt samband milli hjóls og framgaffals. Hjólkoppar úr níð- sterku plasti. Engin göt eða nibbur. Öflugur gaffall, stýri og stell úr níðsterku stáli mjög slitsterkt lakk. Örugg og sterk á mjög góðu verði Þríhjólið er eitt albesta leikfang yngstu barnanna. í leiknum lærir barnið að samræma hreyfingar sínar og þjálfar jafnvægisskynið í leiðinni. Rauðu og hvítu Winther þríhjólin frá Danmörku hafa í áratugi verið langvinsælustu þríhjólin á íslandi og hafa gengið í arf frá kynslóð til kynslóðar vegna styrkleika og varahlutaþjónustu. Nú hefur Winther bætt um betur og hannað þríhjól framtíðarinnar sem er enn betra og öryggið haft í öndvegi. Við hönnun eru allar línur hafðar bogadregnar eða sléttar, þannig að hvergi fyrirfinnast skarpar brúnir, göt eða nibbur, sem barnið getur skaðað sig á. (Skrúfur eru innfelldar, sléttir hjólkoppar o.s.frv.) Einkaumboð a íslandi: a a Reidhjólaverslunin r ORN/NN Spítalastíg 8. Símar 14661 — 26888. Sérverslun i meira en háifa öld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.