Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 Áskorun SUS um alþingiskosningamar í haust: „Menn taka frekar nei- kvætt í hugmyndina“ — segir Páll Pétursson, formað- ur þingflokks framsóknarmanna HUGMYNDIN um þingkosningar í haust á iitlu fylgi að fagna meðal framsóknarmanna. „Um þetta mál hefur ekki verið gerð nein form- leg samþykkt í þingflokknum, en menn taka frekar neikvætt í hugmyndina,“ sagði Pál Pétursson, formaður þingflokks framsóknar- manna, í gær. Páll sagði, að hugmyndin um Landsmót lúðra- sveita hefst í dag Þau mistök urðu í frétt í Morgun- blaðinu í gær um landsmót lúðra- sveita að allt sem í henni stóð var miðað við að hún birtist í dag og er beðið velvirðingar á þessum mistökum. Lúðrasveitimar munu leika um borgina síðdegis í dag, föstudaginn 20., og tónleikamir verða í Langholtskirkju kl. 20.30 á föstudagskvöld og tónleikamir í Laugardalshöll verða laugardaginn 21. en ekki á föstudag eins og ætla mátti af fréttinni. haustkosningar hefði komið til umræðu á fundi þingflokksins í síð- ustu viku í framhaldi af áskorun stjómar Sambands ungra sjálfstæð- ismanna um að kosningum yrði flýtt. Þingmenn flokksins hefðu ekki verið hrifnir af hugmyndinni og flokkurinn ætlaði ekki að beita sér fyrir haustkosningum. „Mönn- um fínnst aumingjalegur svipur á slíku, þegar ekki er búið að efna þau fyrirheit, sem ríkisstjómin hefur gefið," sagði Páll. í rökstuðningi fyrir tillögu SUS um haustkosningar er bent á, að í byijun næsta árs þurfí að gera nýja kjarasamninga, sem verði líklega meðal þeirra mikilvægustu í sögu lýðveldisins. Það verði hinir raun- verulegu tímamótasamningar. í febrúarsamningunum hafi verið gerð tilraun og vegna þess að um tilraun hafí verið að ræða hafí aðilar vinnumarkaðarins getað gefíð eftir og tekið erfíðar ákvarðanir. í næstu samningum sé hins vegar tilraun- inni lokið og þá þurfí að ákveða hvort hún hafí tekist eða ekki og hvort halda eigi áfram á sömu braut. SUS bendir á það, að þótt síðustu samningar hafí notið yfírgnæfandi stuðnings meðal landsmanna, hafí þeir einnig átt öfluga andstæðinga, sem hafí gert andstöðu við þá að höfuðbaráttumáli sínu. Ýmislegt bendi til þess að erfítt muni verða að yfirvinna þessa andstöðu í næstu samningum og I því sambandi er bent á nýjar hugmyndir um 30 þúsund króna lágmarkslaun, sem minni á sams konar kröfur 1974 og 1977. Fari kjarasamningar í sama farið og þá, þar sem samið hafí verið um miklar prósentuhækk- anir öllum til handa undir yfírskyni láglaunastefnu, sé baráttan við verðbólguna töpuð næstu árin. Þá segir í rökstuðningi SUS: „Sú ríkisstjóm, sem situr við gerð næstu kjarasamninga, mun óhjá- kvæmilega koma við sögu með einhveijum hætti. Það gefur meiri von til þess að unnt verði að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var í febrúarsamningunum, ef horft er fram á stöðugleika í stjóm- málalifínu jafnt sem efnahagslífínu. Þetta getur orðið hreint úrslitaatriði þegar að samningum kemur. Því hlýtur að vera æskilegt, að sú ríkis- stjóm sem situr hafí umboð kjós- enda til lengra lífs en tveggja til þriggja mánuða." Það er sérstaklega tekið fram í greinargerð SUS, að ályktun um haustkosningar sé enginn áfellis- dómur yfír ríkisstjóminni né heldur samstarfsflokki sjálfstæðismanna. Kosningar í haust séu í þágu þjóðar- hags og fram yfír hann megi hvorki taka stundarhagsmuni flokka eða einstaklinga. BREIÐFIRÐINGUR 44. or 1986 Á forsíðu Breiðfirðings er mynd af Eyjólfi Jónassyni í Sólheimum, aldursforseta Dalamanna, á hest- baki. í Breiðfirðingi eru frásögu- þættir Eyjólfs, sem ritstjórinn, Einar Kristjánsson, skráði. Breiðfirðing- ur kominn út Breiðfirðingur, 44. árgangur tímarits Breiðfirðingafélagsins i Reykjavík, er kominn út. Meðal efriis í heftinu eru: Glíma og glímufélög á Snæfellsnesi, grein eftir Lúðvík Kristjánsson prýdd mörgum myndum. Þættir úr jarð- fræði Breiðafjarðarsvæðisins eftir Hauk Jóhannesson. Margir ævi- þættir em í ritinu m.a. aldarminn- ing Guðmundar Guðbrandssonar á Leiðólfsstöðum í Laxárdal. Myndir af öllum flóabátum með heitinu Baldur em í heftinu. Auk annars efnis er niðurlag niðjatals Lauga- Magnúsar, þ.e. Magnúsar Jónsson- ar rímnaskálds, og ennfremur nokkuð af alþýðukveðskap, m.a. eftir afkomendur Magnúsar. Þessi árgangur Breiðfírðings er 216 blaðsíður. Finnskur karla- kór heimsæk- ir Island DAGANA 17.—23. júní verður staddur hér á landi finnskur karlakór frá Orimattila í Suður- Finnlandi. Kórinn er stofnaður 1938 að fmmkvæði Jalmari Aalto, kennara. I kómum em nú um 30 söngvarar. Stjómandi hans er Juha Kaparinen, directos cantos, en hann heftir einn- ig séð um útsetningu fjölda þeirra laga sem kórinn mun flytja hér. Kórinn kemur fram í Reykjavík föstudaginn 20. júní kl. 20.30 í Norræna húsinu og í Langholts- kirkju sunnudaginn 22. júní kl. 17.00. Kórinn mun einnig koma fram á Akureyri, ísafírði og í vinabæ Orimattila á íslandi, Bol- ungarvík. Guðmundur Einarsson þingmaður BJ: Vill að forsætisráðherra krefiist afsagnar Alberts GUÐMUNDUR Einarsson, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna, hefur ritað Steingrími Hermannssyni bréf, þar sem hann fer fram á það við forsætisráðherra að hann krefjist nú þegar afsagn- ar Alberts Guðmundssonar úr ráðherraembætti í ríkissfjórn ís- lands. Bréf Guðmundar er svohijóðandi: Fréttir síðustu missera af mál- efnum Hafskips og Útvegsbank- ans og tengsl Alberts Guðmunds- sonar við málið í heild, hafa stór- kostlega rýrt traust almennings á núverandi ríkisstjóm, Alþingi og stjómkerfinu öllu. Stjómkerfí landsins á að vera í þágu fólksins, en ekki stjóm- málamanna. Um starfshætti þess og réttsýni má aldrei leika minnsti vafí. Þrálátur og rökstuddur grun- ur um misbeitingu þess veikir svo starf stjómvalda, að grunsemd- imar einar eiga að vera ástæða til tafarlausra aðgerða, óháð laga- legri sekt eða sýknu. Hér eru því á ferðinni siðferðilegar kröfur sem verður að lúta án tillits til hugsanlegrar niðurstöðu dóm- stóla. Því er hér með farið á að þér krefjist nú þegar afsagnar Alberts Guðmundsson úr ráðherraemb- ætti í ríkisstjóm íslands. í því sambandi ber að leggja áherslu á eftirfarandi þætti: 1) Það skiptir ekki höfuðmáli að ekkert lagalega saknæmt hefur sannast á Albert Guðmundsson. Hann hlýtur að njóta vemdar þeirrar grundvallarreglu réttar- ríkisins að hver og einn skuli álitinn saklaus þar til annað hafi verið sannað. En kringum- stæður hans valda því hins vegar að undirritaður fær með engu móti séð að ríkisstjómin geti notið óskoraðs trausts almennings. Því ber honum að víkja úr starfí af siðferðilegum ástæðum. 2) Albert Guðmundsson hefur lýst því yfír, að meðan hann gegndi embætti Qármálaráðherra hafí hann beitt sér fyrir tilfærslum ftármuna frá fyrirtækinu Hafskip til valdamikils stjómmálamanns. Þessar greiðslur voru ekki upp- gefnar til skatts enda nafnlausar frá hendi Alberts Guðmundsson- ar. Milliganga af þessu tagi sam- rýmist ekki stöðu fjármálaráð- herra þjóðarinnar, sem að auki er æðsti yfirmaður skattakerfís- ins; I heild sinni snúast þessi mál ekki einungis um einstök fyrir- tæki eða einstaklinga. Þau snúast um hættuástand í fjármála- og stjómkerfí heillar þjóðar. Þau eiga upptök sín í bankakerfí, sem stjómað hefur verið af fyrrverandi og núverandi alþingismönnum. Þau eiga upptök sín í siðblindum stjómarháttum, sem rýra traust almennings á stjómkerfínu og valda þjóðarbúinu ómældu efna- hagslegu tjóni. smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjameistarj. S. 19637. National olíuofnar Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Rafborg sf., Rauðarárst. 1, s. 11141. Innanhússkalikerfi 2ja, 3ja og 4ra stöðva. Rafborg sf., Rauðarárst. 1, s. 11141. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Keflavík Samkomur verða föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30. Ræðumaður Michael Fitzgerald. Trúog líf Vakningarsamkoma verður ( kvöld kl. 20.30 að Smiðjuvegi 1, Kópavogi (Otvegsbankahúsinu). Gestir okkar frá Englandi, Holl- andi og Bandarikjunum taka þátt í samkomunni. Mikill söngur. Beðið fyrir fólki. Vertu velkominn. Trú og líf. UTIVISTARFERÐIR Laugardagur 21. júní Kl. 8.00 Þórsmörk, einsdags- ferð. Göngubrú á Hruná vfgð. Verð aðeins 600 kr. Brúin opnar nýjar gönguleiðir í Þórsmörkinni. Kaffiveitingar innifaldar. Allir velkomnir. Stansað 5-6 tíma í Mörkinni. Kl. 20.00 Sólstöðuferð I Viðey. Ferðin er í tilefni Trimmdaga (Sl og 200 ára afmælis Reykjavíkur- borgar. Verð aöeins 200 kr. Leiðsögumaður: Lýður Björns- son sagnfræöingur. Brottför frá kornhiööunni Sundahöfn. Kaffi- veitingar f Viöeyjarnausti (ekki innifalið i verði). Frítt f. börn m. fullorðnum. Sjáumst. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir og kvöld- ferðir: 1) Laugardag 21. júnf kl. 08 — ökuferð um Njáluslóðir. Farar- stjóri: Haraldur Matthiasson. Verð kr. 600. 2) Laugardag 21. júnf kl. 20 — sfðasta Esjugangan í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur (sól- stöðuferð). Haldið upp á afmæli borgarinnar á eftirminnilegan hátt. Gangið á Esju með Ferða- félaginu. Verð kr. 200. Fólk á eigin bilum velkomið i gönguna. 3) Sunnudag 22. júní kl. 08 — dagsferð f Þórsmörk. Verð kr. 800. Ath.: sumarleyfisferðir hafnar i Þórsmörk. 4) Sunnudag 22. júnf kl. 13 — dagur gönguferða Ferðafélagið býður ókeypis gönguferð á trimmdegi IS( undir kjöroröinu „Heilbrigt lif hagur allra“. Eklö er aö Höskuldarvöllum, gengiö þaðan um Sog að Djúpavatni og endargangan á Lækjarvöllum. A þessari leið er Sogaselsgígurinn athyglisverður, en inn í honum eru þrennar rústir af seljum. Ath. Farþegar teknir við fþrótta- húsið, Strandgötu — Hafnar- firðí. 5) Mánudagur 23. júnl kl. 20 — Jónsmessunæturganga um Svínaskarð. Verð kr. 400. Brott- för í dagsferöimar er frá Um- ferðarmiöstöðinni, austanmeg- in. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Helgarferðir 20.-22. júni: 1) Eiriksjökull - Strútur. Gist i tjöldum íTorfabæli. 2) Þórsmörk — uppselt um helgina. Dagsferð 22. júnf kl. 08. Næsta helgarferö í Þórs- mörk er 27. júní kl. 20. 3) Árbókarferð um Snœfellsnes er frestað til 5. september. Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. ÚTIVISTARFERÐIR Mánudagur 23. júní kl. 20. Jónsmessunæturganga Útivist- ar á Fjallið eina. Létt ganga fyrir unga sem aldna. Hrútagjár- dyngjan skoöuð. Skyldu vera óskasteinar á Fjallinu eina? Verð 400 kr. fritt f. börn m. fullorðn- um. Brottför frá BSl, bensínsölu (í Hafnarfirði v. Kirkjug.) Sjáumst. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.