Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 I ! 22 Sovétríkin; Menntamálaráð- herra settur af Moskvu, AP. PYOTR DEMICHEV, menntamálaráðherra Sovétríkjanna, var vikið úr embætti á fundi æðsta ráðsins í gær og gerður að fulltrúa for- seta landsins, Andreis Gromyko, en það er valdalitið embætti. Demichev, sem er 68 ára að aldri, hefur verið varamaður í stjómmálaráði sovéska kommúni- staflokksins frá því 1964. Tekur hann nú við stöðu Vasily Kuznetsov, sem er elsti valdamaður í forystu- sveit sovéska kommúnistaflokksins, en hann er 85 ára að aldri. Lætur hann nú af embætti fyrir aldurs sakir. Á þingi sovéska kommúnista- flokksins í mars missti Kuznetovs sæti sitt í stjómmálaráðinu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hver muni taka við embætti menntamálaráðherra, en afskipti Demichevs af menningarmálum þóttu bera mikilli íhaldssemi vitni. Grænland; Nýr togari vekur deilur Nuuk, frá fréttaritara Morgunblaðsins, GRÆNLENSKA heimastjórnin hefur eignast nýjan togara og má vænta mótmæla frá Sjó- mannasambandi Grænlands (KAIP) vegna ráðningar er- lendra áhafnarmeðlima. NJ.Bruun. því næst til hafna í Evrópu í sölu- ferð. í Evrópu mun einnig verða settur um borð útbúnaður sem gera mun kleift að verka karfa fyrir Japansmarkað. Leiðtogará fundi Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, ræðir við Burhanuddin Rabbani, talsmann afgönsku frelsissveit- anna. Leiðtogar afganskra skæruliða voru í vikunni í Washington í þeim erindagjörðum að falast eftir auknum stuðningi við skæruhernað sinn gegn sovézka innrásarliðinu og stjórnarhernum í Afganistan. Við það tækifæri hitti Rabbani Reagan að máli og áttu þeir fund í skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu. Danmörk; Utanríkisráðherra harð- orður í garð jafnaðarmanna Samkvæmt reglum verða sjö af hveijum tíu áhafnarmeðlimum um borð í togurum, sem hafa heimild til veiða á miðum við Grænland, að vera Grænlendingar. Um borð eru fímm yfírmenn og eru fjórir þeirra Norðmenn en hinn fímmti er frá Vestur-Þýskalandi. Af 18 manna áhöfn skipsins eru aðeins fímm Grænlendingar. Nýi togarinn, sem nefnist Sim- iutaq, er verksmiðjuskip og kostaði smíði hans 39 milljónir danskra króna. Hann mun sigla inn á firðina í nágrenni við Holsteinsborg og taka þar við físki frá sjómönnum á svæðinu. Fiskverkunarfólk frá Hol- steinsborg mun koma um borð og verka fískinn. Síðan mun togarinn halda til austurstrandarinnar og Kaupmannahöfn, AP. UFFE Ellemann-Jensen , utan- ríkisráðherra Dana, segir að verði tillaga jafnaðarmanna um skilyrðislaust bann við kjarn- orkuvopnum á danskri grund samþykkt, muni stjórnin boða til þingkosninga í haust. Ráðherrann, sem staddur er í opinberri heimsókn í Venezuela, sagði tillöguna sýna hrikalegt skilningsleysi á aðstöðu Dana í samningum við bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu um að- stoð á ófriðartímum. Tillagan merkti í reynd, að Danir yrðu í sömu sporum og 1940, þegar Þjóð- veijar réðust á landið og hemámu það á nokkrum klukkustundum. Hann sagði einnig, að Anker Jorgensen, formaður jafnaðar- manna, vildi knýja fram kosningar, hvað sem það kostaði. Hans Engell, vamarmálaráð- herra Dana, segir í blaðaviðtali, að verði tillagan samþykkt, muni aðild Danmerkur að Atlantshafs- bandalaginu tekin til endurskoðun- ar, þar sem um væri að ræða algjört brotthvarf frá stefnu bandalagsins varðandi kjamorku- vamir. Grænland: Motzfeldt til V-Þýskalands Nuuk, frá fréttaritara Morgunbladsins NJ.Bruun. ÞANN 24. júní mun Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjómarinnar, halda til Vestur-Þýskalands til fundar við þarlenda ráðamenn. Fiskveiðar og menningarsamvinna ríkjanna verða einkum til umræðu. Motzfeldt mun eiga fundi með þeim Helmuth Kohl, kanslara Vest- ur-Þýskalands, Hans Dietriech Genscher, utanríkisráðherra, og van Geldem aðstoðarsjávarútvegs- ráðherra. Samkvæmt fréttum útvarpsins á Grænlandi er ekki um venjulega kurteisisheimsókn að ræða. Svo virðist sem stjómvöld í Vestur- Jonathan Motzfeldt Þýskalandi vilji koma á stjóm- málasambandi við Grænland áður en fímm ára samningur Grænlend- inga og Evrópubandalagsins rennur út árið 1989. Samkvæmt samningn- um hafa Vestur-Þjóðveijar heimild til að veiða mikið magn af karfa við Grænland. Austur-Evrópa fái aðgang að Eureka-áætluninni Bonn, AP. LÖNDIN í Austur-Evrópu, sem fylgja Sovétríkjunum að málum, ættu að fá tækifæri til þess að einhveiju leyti að taka þátt i há- tækniáætlun Vestur-Evrópuríkjanna, sem nefnd hefur verið „Eur- eka“. Kom þetta fram í blaðaviðtali í gær við Hans-Dietrich Gensch- er, utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands. Eureka-áætlunin var gerð fyrir næðist innan marka Eureka-áætl- lönd, sem búa við fijálst markaðs- kerfí, en fyrirtæki og rannsóknar- stofnanir annarra þjóða ættu að geta tekið þátt í sumum hlutum áætlunarinnar. Sagði Genscher, að efla yrði tæknisamvinnu við Aust- ur-Evrópu og að sá árangur, sem unarinnar, ætti að koma þessari samvinnu að gagni. Það voru Frakkar, sem upphaf- lega komu fram með Eureka-áætl- unina sem mótvægi og evrópskt valkvæði við þátttöku í geimvama- áætlun Bandarílg'anna (SDI). Bandaríkin: Hagvöxtur minni en vonast var til Washington. AP. FYRSTU þijá mánuði ársins nam hagvöxtur í Bandaríkjunum 2,9% á ári, en það er talsvert minni vöxtur en ráð var fyrir gert. Fyrir aðeins mánuði spáði viðskiptaráðuneytið 3,7% hagvexti á árinu. Hins vegar virðist verðbólguþró- unin vera mjög hagstæð, því að sögn ráðuneytisins er hún 2,4% á ári, miðað við fyrstu þijá mánuði ársins, en svo lág hefíir hún ekki mælstí 14 ár. Stjóm Ronalds Reagan gerir ráð fyrir 4% hagvexti á þessu ári, en í fyrra mældist hann 2,2%. Skiptar skoðanir em meðal sérfræðinga um hvers sé að vænta það sem eftir er ársins í þessum efnum. Ástæðan fyrir minni vexti en ætlað var er lítill vöxtur einkaneyslu, veik staða iðnaðar og gífurlegur samdráttur í olíuframleiðslu vegna verðlækkun- ar á olíu. Grænlendingar til starfa í herstöðvum Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins. ENDURNÝJAÐUR hefur verið samningur um þjónustustarfsemi i herstöðvum bandaríska loft- hersins í Syðri-Straumfirði og Thule. Að þessu sinni hefur grænlenzkt fyrirtæki tekið upp samstarf við sex dönsk stórfyrir- tæki, sem sinnt hafa þessari þjón- ustu í nafni Danish Arctic Contractors (DAC). Samningurinn var endumýjaður til fímm ára og gefur hann fyrir- tækjunum jafnvirði tveggja millj- arða danskra króna, um 10 millj- arða ísl. kr. Um 1.500 manns hafa atvinnu við þessa þjónustustarfsemi og hin allra síðustu ár hafa Græn- lendingar fengið vinnu í herstöðv- unum. Þess má vænta að þeim fjölgi á næstunni, en hingað til hefur DAC nær eingöngu veitt Dönum atvinnu. Grænlenzka heimastjómin setti á laggimar. fyrirtæki, sem fyrst og fremst er ætlað að ráða Grænlend- inga til starfa í herstöðvunum. Gekk það til samstarfs við DAC og hefur því samstarfsfyrirtækið verið skírt upp og heitir ekki lengur DAC, heldur Greenland Contractors. Bandaríkin: Vill fá. að deyia New Jersey, AP. KATHLEEN Farrell, sem á sínum tíma samþykkti að tengjast öndunarvél til þess að geta átt Iengri tíma með börnum sínum, hefur nú ósk- að eftir því að vélin verði tekin úr sambandi. Eigin- maður hennar hefur lagt málið fyrir áfrýjunardómstól og segist sjálfur taka vélina úr sambandi veiti rétturinn ekki leyfi til þess. Konan, sem er 37 ára gömul, þjáist af Lou Gehrig-sjúkdómi (Ámyotrophic Lateral Scleros- is) en sjúkdómur þpssi orsakar vöðvarýmun auk þess sem mænuvökvinn þykknar og storknar. í næstu viku mun rétturinn leita umsagnar sálfræðings og geðlæknis. Rétturinn hefur einnig tilnefnt lögmann til að gæta hagsmuna tveggja sona hennar. Þess er vænst að lög- maðurinn muni leggjast gegn því að öndunarvélin verði tekin úr sambandi og að hann muni setja fram rök gegn lögsögu réttarins í þessu máli. í gögnum sem lögð hafa verið fyrir réttinn kemur fram að konan er algjörlega lömuð, getur ekki kyngt og á sér enga von um lækningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.