Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 48
heim ÍIISBÓKHAIDM r^. FASTEIGNA MARKAÐURINN Eign þín er í traustum höndum hjá okkur ■ sítnar:11540-21700. FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. STÆRSTA listaverk landsins, Auðhumla og mjaltastúlkan, eft- ir Ragnar Kjartans- son myndhöggvara, var afhjúpað á 100 ára afmælishátíð KEA á Akureyri í gær. Það var Arin- björg Hlíf Valsdóttir, 10 ára dóttir Vals Arnþórssonar kaup- félagsstóra, sem af- hjúpaði verkið og á innfelldu myndinni takst þau í hendur, hún og listamaðurinn. „Þakka þér fyrir — þú gerðir þetta vel,“ sagði Ragnar. Sjá bls. 27: Gífur- legur fjöldi á hátíð- arfundinum. Birgðasöfnun hjá Kísiliðjimni: Lækkum sennilega verðið eitthvað — segir Róbert Agnarsson forstjóri KÍSILIÐJAN við Mývatn hefur átt í erfiðleikum það sem af er þessu ári, eftir góða rekstraraf- komu á árinu 1985. Að sögn Róberts Agnarssonar, forstjóra, veldur lækkun dollars þvi að Bandarikjamenn geta stundað undirboð á kisUgúrmarkaðinum. „Síðari hluta síðasta árs fengum við ágætis verð fyrir kísil. En þar sem öU okkar viðskipti fara fram í Evrópumynt hefur faU dollarsins komið sér iUa,“ sagði Róbert. Birgðir Kísiliðjunnar nema nú um 3500 tonnum. Til samanburðar má geta þess að heildarsala síðasta árs var 27.000 tonn. Róbert sagði að Kísiliðjan hefði aldrei safnað birgð- um ef undan er skilið árið 1985. „Senniiega munum við lækka verðið eitthvað. Þó forum við varlega í allar verðlækkanir sem geta virkað ótraustvekjandi á kaupendur. Mér sýnist þetta heldur vera að lagast. Eg á alveg von á því að ástandið batni innan tíðar." Kísiliðjan hefur stöðvað vinnslu tvisvar á þessu ári. Róbert sagði að engin áform væru um að fækka starfsfólki þótt salan drægist sam- an. „Það er erfitt að fækka mann- skap í svona rekstri. Maður sparkar ekki mönnum og biður þá um að koma aftur þegar betur gengur." Sagði hann að verksmiðjan stæði að öllu lejrti mjög vel. „Við rekum héma eitt hagkvæmasta fyrirtæki á landinu, vinnum aur af vatnsbotni og veitum 70 manns atvinnu.“ Grandi hf. lokar vegna sumarleyfa ÁKVEÐIÐ hefur verið að stöðva starfsemi Granda hf. í Reykjavik frá 5. ágúst til 22. sama mánaðar. Gert er ráð fyrir að þetta fyrir- komulag nái til flestra starfs- manna, en þó er hugsanlegt að fáeinir vei'ði við störf við ákveðin verkefni þennan tíma. Með þessu móti er vonazt til þess, að halda megi uppi fullum afköstum hina sumarmánuðina, en nokkur mis- brestur hefur verið á því undan- farinár. Brynjólfur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., sagði í samtali við Morgunblaðið, að skipu- lagslítil sumarfrí hefðu alltaf dregið úr afköstum á þessum tíma. Hefðu afköstin farið niður í 20 til 30% af Siglufjörður: OLIS setur upp sértank fyrir sterka bensínið 90 laxar ór Grímsá á 2 fyrstu dögnnum NÍUTÍU laxar veiddust á 8 stangir fyrstu tvo veiðidag- ana í Grímsá í Borgarfirði og er það langmesta veiði í byrj- un fyrr og síðar eftir því sem Sturla Guðbjarnarson, bóndi í Fossatúni, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Fylgdi sögunni, að áin væri full af laxi frá Laxfossi og niður úr. Veiðin hófst eftir hádegi í gær, en þá tóku nýir veiði- menn við. Til samanburðar má geta þess, að í byijun 1984 þótti veiðin heQast með afbrigðum vel, en þá veiddust milli 40 og 50 laxar. í fyrra komu 20 á land. Sturla sagði að laxinn hefði nú verið ýmist 4—6 pund, eða 12—15 pund og sá stærsti 18 pund. Það vantaði 7—9 punda laxinn. Hann bætti við að Þing- nesstrengir hefðu gefíð mest, en Laxfoss og Lambaklettsfljót hefðu einnig verið dijúg. Aðeins fáir fískar veiddust fyrir ofan Laxfoss og nefndi Sturla Kokks- hyl, Lækjarfoss, Kotakvöm og Ferjupoll. Sjá nánar „Eru þeir að fá’ann?" blaðsfðu 11. EKKI hefur náðst samstaða meðal olíufélaganna um sölu sk. „súper“-bensíns á þeim stöðum þar sem þau reka sameiginlegar eldsneytisstöðvar. Olíverslun ís- lands ákvað f gær að koma upp dælu með „súper“-bensíni á Siglufirði, þar sem OLÍS rekur bensínstöð fyrir hönd félaganna þriggja. „Því er ekki að neita að félögin hafa ekki komið sér saman um uppgjör á vörunni, þar sem verðlagning hennar var gefin fijáls," sagði Þórður Ás- geirsson, forsljóri Olíuverslunar Islands (OLÍS). „Við erum til- búnir að selja súper-bensínið okkar á „þriggja félaga stöðvun- um“ svokölluðu, en svo virðist sem viljann hafi skort hjá hinum olíufélögunum að leiða málið til lykta hvað uppgjör snertir." Bensínstöðin á Siglufirði selur eldsneyti í nafni OLIS, ESSO og Shell en bensínið kemur alit úr einum tanki. Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins á Siglufírði hefur gætt mikillar óánægju í bænum vegna þess að bensín með oktantölu 98 er ekki fáanlegt þar. í gær ákvað OLÍS síðan að að byija að selja „súper“-bensín á Siglufírði. „Við settumst niður nú í eftirmiðdag og ákváðum að setja upp dælu fyrir „súper“-bensín innan fárra daga,“ sagði Þórður. Aðspurður hvort OLÍS ætlaði að koma upp „súper“- bensíndælum á öllum þeim stöðum þar sem olíufélögin eru með sameig- inlegan rekstur svaraði hann: „Eg á von á því að hinir staðimir fylgi í kjölfarið einn af öðrum. Þeir mega búast við breytingum innan tíðar. Líklega verðum við þó að skilja allra minnstu plássin útundan." venjulegri afkastagetu og á sama tíma hefðu skipin verið að veiðum. Þetta hefði valdið verulegum vand- ræðum og ætlunin að ráða þar bót á með sumarfríi allra starfsmanna á sama tíma. Vegna þess hefði fólk verið beðið um að taka frí á þessum tíma og hefði það tekið því vel. Með þessu yrði haldið uppi eðlileg- um afköstum hina sumarmánuðina og vonandi gæfí fyrirkomulagið góða raun, bæði fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess. Vegna þessa fyrirkomulags verð- ur minni hreyfíng á starfsfólki Granda hf. yfír sumarmánuðina, en undanfarin ár og því verður minni þörf á afleysingarfólki. Hátt á annað hundrað manns hafa sótt um vinnu hjá fyrirtækinu í sumar, en aðeins verður ráðið í um 80 störf. Samkvæmt upplýsingum starfs- mannastjóra, Einars Sveins Ama- sonar, munu nokkrir starfsmenn ætla sér að taka frí umfram orlofs- tímann og verður því þörf afleys- ingafólks í þeirra stað. Mál Guðmundar J. Guðmundssonar: Ríkissaksóknari fellst á rannsókn Átökín í Alþýðubandalaginu magnast ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður framkvæmdastjórn- ar Alþýðubandalagsins, telur að fjárstuðningsmál Alberts Guðmundssonar við Guðmund J. Guðmundsson sé það alvar- legt mál að óhjákvæmilegt sé að þeir báðir segi af sér — Albert ráðherradómi og Guð- mundur þingmennsku og öðr- um trúnaðarstörfum. Guð- mundur J. Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi um framgang Ólafs Ragnars, Guðrúnar Helgadótt- ur og fleiri alþýðubandalags- manna í þessu máli: „Guð verndi mig fyrir vinum mín- um.“ Ríkissaksóknari ákvað í gær að verða við beiðni Guðmundar þess efnis að opinber rannsókn fari fram á því hvort og með hvaða hætti hans nafn tengist yfírstand- andi rannsókn Hafskipsmálsins. Jónatan Sveinsson saksóknari sagði að þessari rannsókn yrði hraðað og ætti hún ekki að taka langan tíma. Guðmundur J. Guðmundsson fagnaði þessari ákvörðun ríkis- saksóknara í samtali við Morgun- blaðið, og sagðist ekki mundu gegna trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfínguna, né þing- mennsku, á meðan á rannsókn stæði. Hann sagði það hins vegar alrangan skilning þeirra Ólafs Ragnars og Guðrúnar Helgadótt- ur, að hann með þessu væri að segja af sér þingmennsku fyrir fullt og allt. Aðalfundur Alþýðubandalags- ins í Reykjavík var haldinn í gærkvöldi og á þeim fundi var fastlega búist við að fram kæmi tillaga um ályktun fundarins í þá veru að fundurinn krefðist þess að Guðmundur J. Guðmundsson segði af sér þingmennsku fyrir fullt og allt. Sjá forystugrein I miðopnu: Mál Guðmundar J. Guðmundssonar, fréttir og viðtal við Guðmund J. Guðmundsson bls. 4 og viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.