Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1986 11 Eru þeir að fá 'ann ■ Víðidalsá: Betri byrj- un en í fyrra „Þetta var miklu betri byijun en í fyrra, það veiddust 10 laxar fyrsta daginn, sunnudaginn 15. júní, og í gærkvöldi voru komnir 22 laxar á land. Þeir fengu nokkra físka í morgun, þannig að það eru komnir hátt í 30 laxar á land,“ sagði Snorri Hauksson kokkur í veiðihúsinu Tjamarbrekku við Víðidalsá í samtali við Morgun- blaðið í gærdag. Víðidalsá var léleg í fyrra, þannig að menn lyfta nú brúnum og bíða átekta hvert framhaldið verður. Þessi byijun er ekki síst góð með hliðsjón af því að áin hefur verið afar vatnsmikil, köld og skoluð. Þetta er stórlax að vanda, allir utan einn 4 pundari, þrír 17 punda og aðrir þetta 11-16 pund. Lítið sem ekkert hefur veiðst á neðri svæðum, en næstum allur aflinn komið úr Fitjá, Ármótunum og víðar á þeim slóðum. Mest er veitt á maðk, einnig slatti á Tóbí og einn á flugu, Skrögg-túbu. Byrjaðir að fá’ann í Vatnsdalnum „Þeir eru stórir hér,“ sagði Ingibjörg Þorkelsdóttir í Flóð- vangi við Vatnsdalsá er Morgun- blaðið sló á þráðinn í gærdag og innti eftir veiði sem hófst á sunnu- daginn. Átti hún þar við meðal- þunga þeirra laxa sem dregnir hafa verið upp úr ánni. Laxamir vom reyndar ekki nema sex tals- ins, en vissulega vom þeir stórir, einn 21 punda sem Börkur Áma- son veiddi á maðk í Hólakvörn á þjóðhátíðardaginn. Ekkert veidd- ist fyrsta daginn og var borið við vatnavöxtum, skollit á vatni og árkulda. Á mánudaginn fór að rætast úr, þá var 15 pundari dreginn upp úr á hausnum og á þriðjudaginn vom tveir til viðbótar vegnir, sá stóri Barkar og annar 10,5 punda. í gærmorgun veidd- ust svo þrír fískar, 11-16 punda, þannig að þetta virðist allt vera í áttina. Ingibjörg sagði alla veiðina hafa verið tekna í Hólakvöm og Skriðuvaði og menn hefðu einnig orðið laxa varir við Bjamastein en undmðust mjög að verða ekki varir við líf í Hnausastreng, mesta veiðistað árinnar. Þess má einnig geta, að tveir laxanna sem veiddir hafa verið, vom merktir. Tvær nágrannaár ... Síðast er fréttist, þ.e.a.s. í gærdag, vom um 50 laxar komnir á land úr Laxá á Ásum og töldu menn veiðina vera að glæðast. Lax sést víða, en veiðist aðallega neðarlega. Vænir laxar, meðal- þunginn enn u.þ.b. 10 pund, en trúlega minnkar hann er líður á vertíðina. I Blöndu var álíka fískimagn komið á land, en veiðin hófst þar nokkmm dögum síðar. Hefur veiðin gengið misjafnlega frá degi til dags í Blöndu, ýmist lítið að hafa eða allt að 18 yfír daginn. Stærsti laxinn sem komið hefur upp úr Blöndu enn sem komið er vó 18 pund. Meðalþunginn er um 10 pund . .. Hann er á í Norðurá, 12 punda hrygna hefur gimð við freistmg- unni og veiðimaður og aðstoðarmaður lempa hana að landi. Málverka- sýning í Þrastar- lundi Laugardaginn 21. júní opnar Jörundur Jóhannesson sýningu á olíumálverkum í veitingastof- unni Þrastarlundi, Grímsnesi. Verkin em 12 að tölu og öll til sölu. Sýningin stendurtil 15. júlí. Gamli bærinn í Laufási til sýnis GAMLI bærinn i Laufási við Eyjafjörð er opinn ferðamönnum nú yfir sumarmánuðina frá 1. júní til 31. ágúst, líkt og undan- farin ár. Verður hann opinn frá kl. 10 árdegis til kl. 18 síðdegis alla daga vikunnar nema mánu- daga. Þá er hægt að hafa sam- band við umsjónarmann bæjarins í sima 96-33106, ef hópar hafa áhuga á að skoða bæinn á öðrum timum, t.d. á kvöldin. Þessi 120 ára gamli torfbær, sem heyrir nú undir Þjóðminjasafn ís- lands, hefur þá sérstöðu að vera ekki byggðasafn, heldur er lögð áhersla á að hann sé með þeim svip að enn sé búið í honum, en Gamli bærinn i Laufási heimamenn aðeins bmgðið sér frá. Ýmsir innanstokksmunir em úr eigu þeirra presta er forðum bjuggu í bænum. Þá er ástæða til að geta þess að kirkjan við hliðina á bænum er jafn gömul eða rúmlega 120 ára og hið fegursta hús. Nýlega var gerður diskur með mynd af kirkjunni og upphafserindi af kunnum sálm eftir séra Bjöm Halldórsson. Staðarprestur, séra Bolli Gústafsson, teiknaði myndina. Diskur þessi verður m.a. til sölu í Laufásbæ og ágóða af sölu hans verður varið til viðhalds á kirkjunni. (Fréttatilkynning.) Kjarabombiju .fleiri en ein____ Nauta. namborgari með brauði AÐEINS kr. Eftirlæti okkar íslendinga öldum saman hin eina sanna sunnudagssteik! Við bjóðum íslenskt Fjallalamb: Læri Hryggur •00 .oo 98 298^$* Vi Grillsneiddir með kjöthitamæli frampartar ^ ACZ Niðursagaðir til aó taka J hpint á nrilliö .00 pr.kg. beint á grillið. tsu^Vsia(isBlw0 á\au9S,do9 SuiMJ'" vU^^.ouKsuP & rú^ml to°° Glæsilegt úrval í fiskborfti Daglega . csi§ii> AUSTURSTRÆTI 1 7 - MJÓDDINNI _ Opiðtilkl. 21 í Mjóddinni entilkl.19 í og Austurstræti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.