Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1986 29 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Stýrimaður óskast á 150 tonna rækjubát gerðan út frá Siglufirði. Uppl. ísíma 96-71635. Hárskerasveinn eða nemi óskast. Greifinn Hársnyrtistofa, Hringbraut 119. Sími22077. Matreiðslumaður Matreiðslumann eða hússtjórnarkennara vantar í 2 mánuði í nýtt lítið veitingahús úti á landi á vinsælum ferðamannastað. Uppl. í síma 93-5759. Vélamenn - bílstjórar Verktakafyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu óskar eftir að ráða vana bíistjóra á malarflutn- ingabíla, tækjamenn á þungavinnuvélar, við- gerðarmann á verkstæði. Uppl. sendist augldeild Mbl. eigi síðar en 25. júní merkt: „K - 0681 “. Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir forstöðumanni og fóstrum við skóladagheimilið Brekkukot frá 1. ágúst nk. Á skóladagheimilinu dvelja 30 börn á aldrin- um 6-10 ára. Laun samkvæmt kjarasamning- um Akureyrarbæjar. Ath. fóstrur hafa for- gang fyrir börn sín á dagvistir Akureyrar. Uppl. um starfið veittar á félagsmálastofnun Akureyrar alla daga kl. 10-12 í síma 96 25880. Skriflegar umsóknir berist fyrir 15. júlí 1986. Dagvistarfulltrúi. Frá Menntamála- ráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík, staða hjúkrunarkennara á sjúkraliðabraut. Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki, staða hjúkrunarkennara á sjúkraliðabraut. Við Menntaskólann í Kópavogi, hálf staða íþróttakennara. Iðnskólann í Reykjavík vantar kennara í eftirtöldum greinum: Bókagerðargreinum, rafeindavirkjun, raftækni, raungreinum, stærðfræði, tölvufræði og viðskiptagreinum. Umsóknarfresturtil 7. júlí. Áður auglýst kennarastaða í stærðfræði við Menntaskólann að Laugarvatni framlengist til 7. júlí. Einnig vantar þar kennara í tölvunar- fræði. Umsóknir ásamt uppl. um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið. fltotjptiiiMitMfe Gódcin daginn! Álftanes — blaðberar Blaðbera vantar á Álftanes. Upplýsingar hjá afgreiðslunni í síma 83033. Hafnarfjörður Fóstra óskast á dagheimilið Hörðuvöllum frá 18. ágúst nk. Uppl.hjá forstöðumanni í síma 50721. Bæjarstjóri Dalvík Staða bæjarstjóra Dalvík er laus til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Nánari uppl. veita Trausti Þorsteinsson í síma 96-61491 og Svanfríður Jónasdóttir í síma 96-61460. Bæjarstjórn Dalvíkur. Dómarafulltrúa- staða Staða dómarafulltrúa við embætti sýslu- manns Barðastrandarsýslu er laust til um- sóknar. Húsnæði verður útvegað. Laun samkvæmt iaunakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir berist skrifstofu embættis- ins fyrir 30. júní 1986. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Skrifstofustjóri Staða skrifstofustjóra hjá Landmælingum íslands er laus til umsóknar. Menntun og reynsla á sviði stjórnunar á bókhaldi, áætlanagerð og tölvuvinnslu nauð- synleg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 23. júní 1986. Landmælingar íslands. Laugavegi 178. T ækifæri í tungumálafræðslu Við Samvinnuskólann á Bifröst eru störf við tungumálafræðslu laus til umsóknar. Einkum er um að ræða fræðslu í ensku, með áherslu á breskt og bandarískt viðskiptamál, og einnig íþýsku. Fjölskylduíbúð ásamt orku o.þ.h. fylgir starfi. Störf og aðstaða geta hentað hjónum mjög vel saman. Einnig aðrir atvinnumöguleikar fyrir maka. Tiltölulega sjálfstæð störf með sveigjanleg- um vinnutíma og löngum leyfum á hverju ári. Aukastörf eftir samkomulagi t.d. varðandi starfsfræðslu í tengslum við atvinnulífið. Störf hefjast í byrjun næsta skólaárs. Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf o.s.frv. sendist skólastjóra Samvinnu- skólans (póstfang: Bifröst, 311 Borgarnes) hið allra fyrsta og hann veitir upplýsingar (sími:93 5001). Sendill óskast Viljum ráða sendil til starfa strax til sendi- ferða í banka, toll o.fl. Þarf að hafa vélhjól til umráða. Sanitas hf. Mötuneyti/kjötbúð Matreiðslumaður vanur í kjötbúð óskar eftir atvinnu úti á landi. Upplýsingar í síma 97-8827 eftirkl. 20.00. Trésmiður óskast Trésmiður vanur innréttingasmíði óskast strax. Timburiðjan hf., Garðabæ, sími44163. Kennarar Kennara vantar við grunnskóla Grindavíkur næsta skólaár. Aðalkennslugreinar: Kennsla yngri barna, stærðfræði og eðlisfræði í 7.-9. bekk. Myndmennta- og handmenntakennsla. Upplýsingar í síma 92-8183. Atvinna Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða nú þegar starfsfólk í eftirtalin störf: - 1. sölu- og afgreiðslustörf. - 2. aksturs- og lagerstörf. Upplýsingar/umsóknir sendist augldeild Mbl. fyrir 24. júní merktar: „E — 3015“. Bifvélavirkjar — vélvirkjar Málmiðnaðarfyrirtæki skammt frá Reykjavík vill ráða bifvélavirkja/vélvirkja sem fyrst. Húsnæði á staðnum. Mötuneyti fyrir hendi. Umsóknir merktar: „B — 2616“ leggist inn á augldeild Mbl. fyrir 25. júní nk. Fataframleiðsla Fataiðnaðarfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða til starfa verkstjóra við saumastörf. Hafir þú haldgóða reynslu af saumaskap og stjórnun, þá er hér í boði starf sem er mjög fjölbreytt, en jafnframt krefjandi. Laun samkvæmt samkomulagi. Umsóknum sé skilað til augld. Mbl. fyrir þriðjudaginn 24. júní 1986 merkt: „Saum- ur-5966“. Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra Skútustaðahrepps er laust til umsóknar. Umsóknir er greini aldur, menntun og starfs- reynslu berist undirrituðum eigi síðar en 27. júní nk. Upplýsingar veita sveitarstjóri í símum 96- 44263 og heima 96-44158 og oddviti í síma 96-44166. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.