Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 19
h MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1986 19 Hafnarfjörður: Vinnustofa fyrir myndlistarmenn MYNDLISTARMENN frá Norð- urlöndunum, þar á meðal íslandi, eiga þess nú kost að dvelja í gistivinnustofu á vegum Hafnar- borgar, menningar- og lista- stofnunar Hafnarfjarðar. Þessi vinnustofa er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn talmanna Hafnarborgar og mikill áhugi á henni meðal norrænna myndlistarmanna. Fyrsti listamaðurinn, fínnski list- málarinn Martti Kukkunen, er þegar búinn að koma sér fyrir í íbúðinni en auk hennar fylgir að- stöðunni vinnustofa. I gjafabréfi því, sem Sverrir Magnússon og kona hans, Ingibjörg Siguijónsdóttir, afhentu Hafnar- íjarðarbæ á 75 ára afmæli bæjarins, var m.a. gert ráð fyrir að komið yrði upp íbúð fyrir unga myndlistar- menn í tengslum við Hafnarborg. Það var síðan á árinu 1984 að framkvæmdastjóri norrænu ráð- herranefndarinnar spurðist fyrir um möguleika á að hefja samstarf við Dreng- skapur eftirRagnar Tómasson EITT dýrasta orð íslenskrar tungu er orðið drengskapur. Hvergi verður reisn mannsins meiri en í auðsýndum dreng- skap. Drengskapur spyr ekki um stöðu eða skírteini, félaga eða flokk. Kannski rís hann hæst þegar andstæðingi er hjálpað eða misgjörð fyrirgefin. Drengskapur fer hljótt og er ekkbtil sölu eða sýnis. Hann er þögul staðfesting mannlegrar reisnar. Fátt undirstrikar betur stærð ^allsins en flatneskjan í kringum það. Það var drengilegt að vilja hjúkra og hjálpa pólitískum and- stæðingi er átti í alvarlegum veik- indum — en það var ódrengilegt af öðrum að segja frá því. Það er átakanlegt ef söguþjóðin er orðin svo upptekin af endur- heimt fomra handrita og bygg- ingu Þjóðarbókhlöðu undir dýr- gripi sögunnar að hún veit ekki lengur sem er, að drengskapur er ekki aðeins eitthvað sem við lesum í bókum, heldur má sjá hans stað enn í dag — ef að er gáð. Höfundur er lögfræðingur og fasteignasali. Fer inn á lang flest e heimili landsins! Norrænu listamiðstöðina um að koma á fót gistivinnustofu fyrir myndlistarmenn. Var samþykkt að taka upp samvinnu við listamiðstöð- ina og Hófust framkvæmdir í apríl 1985. Gert er ráð fyrir að hver lista- maður dvelji í tvo til þijá mánuði og er þeim tryggð sýningaraðstaða í sýningarsal Hafnarborgar ef þeir vilja halda sýningu á meðan á dvöi þeirra stendur. Morgunblaðið/Einar Falur Frá gistivinnustofunni í Hafnarfirði. Fyrir miðri mynd sést Sverrir Magnússon, t.v., ræða við Eirík Smith listmálara. á /auywdatftnn 2/.Jiou aáA/vuú/a 33 1. Fullkomin tölvudeild Ja, hvað er nú það? Er nema von þú spyrjir. Það er tölvudeildin okkar, hvernig spyrðu maður. Þar seljum við, eins og við höfum áð- ur gert, tölvur af gerðinni IBM og Hewlett-Packard, sem óþarft er að kynna. En þar að auki bjóðum við eigin tölvu. Hannaða og setta saman á íslandi. Það er LOKI-ET. Venjuleg einmenningstölva með disklingadrifi eða öflugt atvinnutæki með allt upp í 20 MB hörðum diski. Og verður í hópi þeirra alódýrustu á markaðnum. Auk þess sýnum við og seljum í tölvudeildinni ýmis jaðartæki frá IBM, HP, Lear Siegler, Gandalf, Browns og Local Data. Þar á meðal eru amk. sex tegundir prentara sem þú getur prófað í búðinni og borið saman. 2. Tölvuhúsgögn Þar leggjum við áherslu á íslenska framleiðslu. Húsgögnin eru frá Stálhúsgagnagerð Steinars og Gamla kompaníinu. Seldir verða hljóðeinangrandi skilveggir, tölvuborð, stólar, hillur og fleiri hús- gögn sérhönnuð fyrir tölvur. Segja má að tölvan sé orðin eins og hvert annað húsgagn hjá mörgum og það er kannske til þess að sýna þetta í nýju Ijósi sem við bjóðum nú upp á eins konar nýja útfærslu á hinu hefðbundna rassvasabókhaldi. Það hefur verið fært til nútlmahorfs og er nú þannig að tölvu er komið fyrir í skáp úr „Tabella-röðinni frá Gamla kompaníinu. Auk tölvunnar er í skápnum lítill prentari, nauðsynlegur hugbúnaður og hillur fyrir önnur gögn. 3. Þjónusta Helstu nýmælin í þjónustudeild eru þau að nú þurfa viðskipta- menn ekki að ómaka sig bæjarleið eftir nauðsynjunum. Ef menn verða uppiskroppa með pappír, disklinga, eða aðrar brýnustu nauð- synjar sér þjónustudeild örtölvutækni um að bjarga þeim um það samdægurs. Þá geta menn einnig fengið prentuð verk sín á full- komin Hewlett-Packard leisiprentara ef þeir koma með þau á disk- lingum. Sama er að segja um teikningar og gröf. Menn geta komið með forritin sín á disklingum og fengið teiknað á Hewlett-Packard teiknara. Hann tekur allt að A3 og teiknar í mörgum litum. Er ekki að efa að mikil þörf er á þessari þjónustu. Menn sem nota venju- lega nálaprentara til daglegs brúks geta notfært sér þetta þegar þeir vilja vanda verkið eða eru að skila af sér verkum. ORTOLVUTÆKNI Ármúla 38 108 Reykjavík Sími: 687220 h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.