Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 35 Sigurður Sölva- son — Minning Fæddur 16. janúar 1895 Dáinn 10. júní 1986 Gekkstþúmeðguði Guðþérnúfylgi hans dýrðarimoss þú hljóta skalt. Þessar línur úr sálmi sr. Valdi- mars Briem eru mér efst í huga, er ég hugsa til Sigurðar tengdaföð- ur míns, látins. Fundum okkar bar fyrst saman, er ég kom í heimsókn til fyölskyld- unnar á Akureyri rétt fyrir páskana 1952. Ég held ég gleymi aldrei, hvað mér fannst maðurinn traustur og sterkur, eins og bjargið, sem ekki bifast og hlýjan, er frá honum streymdi, er hann bauð mig vel- komna, vermir mig enn í dag. Sigurður var af skagfirskum og eyfirskum ættum og fæddist í Fjör- unni á Akureyri 16. janúar 1895. Voru foreldrar hans hjónin Sölvi Ólafsson skipstjóri og seinni kona hans María Friðrika Jóhannsdóttir. Sölvi bjó lengi á Þönglabakka á Höfðaströnd og var sonur Ólafs bónda á Ósi á Höfðaströnd Halls- sonar bónda í Geldingaholti Ás- grímssonar. Ólafur faðir Sölva átti marga bræður og var einn þeirra sr. Jón Hallsson prófastur í Glaumbæ í Skagafirði. Fyrri kona Sölva Ólafssonar var Þorbjörg Jóns- dóttir og eftir lát hennar fluttist Sölvi til Akureyrar ásamt syni þeirra Sveini, er lengi var bakari bæði á Akureyri og Sauðárkróki. María Friðrika, seinni kona Sölva, var dóttir Jóhanns Jósefssonar bónda að Ásgerðarstöðum í Hörg- árdal og síðar að Stóra-Eyrarlandi við Akureyri, þar sem nú stendur Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Sölvi og María keyptu nýbyggt hús í Fjörunni (Aðalstræti 76) og bjuggu þar síðan. Þar fæddust þeim þrír synir auk Sigurðar. Tveir dóu í æsku, en sá yngsti, Ólafur, lést tæplega áttræður fyrir tíu árum. Hann átti ávallt heima í gamla húsinu í Fjörunni. Sölvi starfaði við seglasaum og skipstjóm, einkum við hákarlaveiðar, bæði á skipum Höphnersverslunar og svonefndra „eldri bræðra", Friðriks og Magnús- ar Kristjánssona. Reyndist hann kunnáttusamur og fengsæll skip- stjómarmaður. Sigurður tengdafaðir var 9 ára er hann fór í fóstur til Magnúsar Sigurðssonar á Gmnd í Eyjafirði og konu hans Guðrúnar Þóreyjar Jónsdóttur. Var þá Gmndarkirkja í smíðum, og minntist Sigurður þess löngum með ánægju, hversu forvitnilegt það hefði verið að snú- ast í kringum kirkjusmiðina. Á Gmnd dvaldist Sigurður til sextán ára aldurs við margvísleg störf á hinu stóra heimili og þótt ungur væri að ámm, einkum og sér í lagi við vömflutninga milli Akureyrar og Gmndar á hestvögnum og sleð- um. Þessir flutningar vom oft hinir erfiðustu á vetmm og reyndi þá mjög á atorku og dugnað hins unga manns. Árið 1911 réðst hann til tré- smíðanáms hjá Sigtryggi Jónssyni frá Espihóli, byggjngameistara á Akureyri, sem þá rak stórt verk- stæði og hafði með höndum um- fangsmikla byggingastarfsemi, reisti m.a. hús Menntaskólans á Akureyri. Eftir að Sigurður lauk trésmíða- námi hjá Sigtryggi, var hann í fjölda ára starfsmaður hans og hægri hönd, bæði á verkstæði og við byggingar, þar til Sigtryggur hætti rekstri. Sigurður hélt þá áfram bygg- ingastarfsemi á eigin spýtur og varð brátt eftirsóttur smiður sökum afburða dugnaðar, vandvirkni og heiðarleika. Yfir 20 ára skeið var hann í fé- lagi við Óskar Gíslason múrara- meistara og stóðu þeir saman að byggingu fjölda húsa á Akureyri. Var samstarf þeirra með ágætum en Óskar félagi Sigurðar lést árið 1956. Um 1960 breytir Sigurður til og setur á stofn eigið verkstæði og vinnur auk þess við húsbyggingar á vegum Akureyrarbæjar. Stundaði hann þessi störf þar til hann var kominn yfir sjötugt. En Sigurður var ekki á því að setjast í helgan stein, þótt kominn væri á áttræðis- aldur. Hann kom sér upp aðstöðu heima fyrir og fékkst við ýmiss konar smíðar fram yfir áttrætt, er sjónin leyfði honum ekki lengur að halda áfram. Sigurður var alla tíð heilsugóður en um þetta leyti færð- ist í aukana sjóndepra hans og háði hún honum eftir þetta. í einkalífi sínu var tengdafaðir minn hamingjusamur maður. Er hann hugðist staðfesta ráð sitt var tekin traust og ákveðin ákvörðun er hann leitaði kvonfangs við „ráðs- konunaáGrund". Árið 1916 réðst Elinborg Jóns- dóttir sem ráðskona að Grund til Aðalsteins Magnússonar, sonar Magnúsar á Grund. Elinborg var af eyfirskum ættum, dóttir Jóns í Hólakoti og Helgu Rannveigar Jós- epsdóttur konu hans. Elinborg hafði starfað á Akureyri hjá frú Ingi- björgu Bjömsson, konu Odds Bjömssonar, og einnig hjá frú Þór- unni Stefánsdóttur, konu sr. Jónas- ar Jónssonar frá Hrafnagili, og verið mikils metin og hægri hönd sinna ágætu húsbænda. Elinborg og Sigurður giftust 18. desember 1920 og stóð hjónaband þeirra í 59 ár, þar til Elinborg lést. Þau hófu búskap í húsi Sölva skip- stjóra í Fjörunni og stóð heimili þeirra þar um 20 ára skeið. Stækk- aði Sigurður húsið enda bjó þar einnig Ólafur bróðir hans, eins og fyrr getur, fyrst með Maríu móður Sigrún H. Páls- dóttir - Kveðjuorð Fædd 22. júní 1934 Dáin 10. júní 1986 Mig langar með örfáum orðum að minnast systur minnar Sigrúnar Hönnu eða Rúnu eins og við kölluð- um hana alltaf. Hún lézt að morgni þriðjudagsins 10. júní af hinum skaeða sjúkdómi, sem læknamir ennþá geta ekki alltaf unnið sigur á. Það er erfítt að finna orð sem lýsa tilfinningum mínum þegar síminn hringdi frá íslandi og mér var til- kynnt lát systur minnar. Ekki kom það þó alveg á óvart - en þó lifðum við í voninni að henni batnaði. Fáum dögum áður tilkynnti faðir okkar mér í síma að hún hefði skyndilega hresst mikið og verið flutt á almenn- ingsstofu. Hvað það gladdi okkur og við ætluðum svo sannarlega að koma heim þegar skólunum lyki hjá bömunum, farmiðamir borgaðir og við töldum dagana. En maðurinn með ljáinn kom skyndilega. Óskiljanlegt er það að hitta ekki Rúnu þegar heim kemur. Hún sem alltaf tók svo hjartanlega og vel á móti okkur í Grindavík. Bömin muna hana sem góðu „tanta Rúna" sem alltaf gaf þeim gos og góðar kökur og laumaði gjaman pening í litlu lófana til að kaupa gott fyrir þegar heim var farið. Síðast keyptu þau ekki gott eða leikfóng, en eiga hvert sína litlu styttu af bami á bæn, sem þau völdu sjálf og stilla upp í herbergj- um sínum. Þau tóku líka litlu stytt- umar til fyrirmyndar og báðu á hveiju kvöldi fyrir Rúnu í kvöldbæn sinni og þau gleyma ekki Rúnari og bömunum, sem nú em í mikilli sorg. Það er stórt skarð höggvið þegar húsmóðirin, mamman og amman er tekin burt svo ung, aðeins rúm- lega fimmtug. Lífið er okkur gefið til láns - enginn veit sína ævina fyrr en öll er, segir máltækið. Hún átti margar óskir og hlakk- aði til að koma til okkar í maí með Rúnari og vera við fermingu dætra okkar. Hafði hún m.a. lagt fyrir peninga til fararinnar, en óskin varð ekki að veruleika. Hún var of þjáð til að takast slíka ferð á hend- ur. En annar draumur rættist, sitt fjórða bamabam fékk hún að sjá, nýfæddan dreng. Rúna átti miklu láni að fagna þegar hún ung giftist Sigurði Rún- ari Steingrímssyni, sem við kölluð- um Rúnar. Rúna og Rúnar vom alltaf eins fannst mér, virtust alltaf hamingjusöm og samhent og nutu síns góða heimilis og bama sinna. Fjögur böm eignuðust þau, falleg, góð og vel gefin. Elst var dóttir sem dó ung. Þá er það Grétar, Anna María og Margrét. Tvö em búsett í Grindavík og eitt í Keflavík. Veit ég með vissu að þau munu reynast föður sínum vel og vera . honum til styrktar og gleði svo og öll litlu bamabömin, sem leita í fang síns góða afa, sem tekur þeim opnum örmum, því hann er mikill bamavinur. Vil ég nú nota tækifærið og þakka mínum góða mági og systra- bömum fyrir alla vináttu sem þau hafa alltaf sýnt okkur alla tíð. En þó hafið sé á milli okkar eigum við vonandi eftir að eiga margar gleði- stundir saman í framtíðinni. Ég vil líka þakka ykkur fyrir allt, sem þið gerðuð fyrir systur mína til að létta henni sjúkdómsstríðið. Bið góðan Guð að veita ykkur nýja krafta og gefa foreldrum hennar og okkur öllum styrk í sorg- inni. „Jesús dýrðlegurer. Margar byrðar hann ber. Svo ei bömin hans þurfi að hníga. Skrifarsyndirísand aðásælunnarland hinir friðkeyptu fái að stíga. (M.ThJ.) Guð blessi minningu Rúnu systur minnar. Elín Pálsdóttir Lundsten og fjölskylda, Noregi. þeirra bræðra en síðar með konu sinni Helgu Frímannsdóttur. í Aðalstræti 76 fæddust þeim bömin þeirra fjögur. Þau em: Aðalsteinn fyrrv. yfirkennari við Menntaskólann á Akureyri, kvænt- ur Alice F. Soll, Ingólfur skipstjóri á Akureyri, kvæntur Þorgerði Magnúsdóttur, María hárgreiðslu- meistari á Akureyri og Gunnar byggingafulltrúi í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Ólafsdóttur. Síðar reisti Sigurður húsið að Munkaþverárstræti 38, en þar sér yfir Eyjafjörð allan. Sigurður og Elinborg vora sam- stíg í velferð bús og bama. Ifyrir- hyggjusemin og ráðvendnin í fyrir- rúmi. Aldrei var flanað að neinu eða lifað um efni fram. Málin vora rædd til hlítar áður en ákvörðun var tekin. Sú kjölfesta er börnin þeirra hlutu í föðurhúsum hefur reynst þeim góð og bera börnin merki þess. Ég get ekki stillt mig að segja frá því, að þegar Sigurður réðst í að byggja á Brekkunni, átti hann svo til fyrir húsinu, þurfti aðeins að útvega sér fimmtán þús- und kr. víxil hjá einum bankanna á Akureyri. Geri aðrir betur. En þá var öldin önnur. Gott hefði nú- tímamaðurinn samt af að hugleiða þetta, áður en hann reisir sér hurð- arás um öxl. Elinborg tengdamóðir mín var vissulega einstök kona. Fluggáfuð, stjómsöm og glaðlynd. Vildi böl allra bæta, og lagði hveiju því máli lið er hún taldi til heilla landi og þjóð. Hún var í forsvari kvenna á Akureyri og formaður í félagi í hinum ýmsu félögum og samtökum. Meðal annars formaður í Kvenfé- laginu Hlíf á Akureyri um margra ára skeið. í stjórnartíð Elinborgar var reist hús bamaheimilisins Pálm- holts, er kvenfélagið rak í mörg sumur en afhenti síðar bæjarfélag- inu. Þar lögðu þau Elinborg og Sigurður saman hönd á plóginn, þar eð Sigurður var byggingameistari hússins og gaf jafnframt alla vinnu sína við það hús fyrr og síðar. Pálm- holt var óskabam Elinborgar og lagði hún sig alla fram til þess að það yrði að veraleika. Gleði hennar var líka mikil er húsið var risið af granni og starfsemin hafin. Minnist ég glampans í augum tengdamóður minnar er hún stolt sýndi mér húsið. Þáttur Sigurðar í félagsmálum var ekki eins mikill og Elinborgar konu hans. Sigurður var þó einn af stofnendum Kaupfélags verka- manna, sem starfaði meira en 50 ár á Akureyri og var hann í stjóm þess lengi. Sigurður var um langt skeið í prófanefnd vegna sveinsprófa í húsasmíði á Akureyri. Sjálfur hafði hann unga menn í læri og útskrifaði góða fagmenn, þar á meðal sonar- son sinn, Magnús Ingólfsson húsa- smíðameistara á Akureyri. Síðustu æviár Elinborgar konu hans vora henni erfið en hún lést 31. október 1979. En Sigurður hafði eins og áður getur komið sér upp aðstöðu til smíða við heimili þeirra og lagði á þessum áram sitt af mörkum með nærgætni og tillits- semi til að létta konu sinni stundim- ar. Enn er ógetið framtaks einka- dóttur þeirra hjóna, Maríu, sem um fjölda ára hafði rekið hárgreiðslu- stofu í miðbæ Akureyrar. En María flutti starfsemi sína heim í hús foreldra sinna. María hefur ávallt búið með foreldram sínum ásamt Gunnari syni sínum, er bættist í hópinn 1950. Starf Maríu er svo - einstakt og frábært að aldrei verður fullþakkað. Slík óeigingimi og kjarkur að hika ekki við að leggja niður gróið og virt fyrirtæki og breyta þannig til þegar hallar undan fæti móður hennar, er verðugt for- dæmi. Mál aldraðra era í brenni- depli og era óleyst. En þau væra trúlega ekki eins yfirþyrmandi þjóð- arvandamál, ef fleiri hefðu séð sér fært eða sæju sér fært að fylgja slíku fordæmi. Eftir lát Elinborgar bjuggu þau feðginin áfram í Munkaþverár- stræti og naut Sigurður umönnunar dóttur sinnar. Var hann við viðun- andi heilsu þar til fyrir tæpum tveimur mánuðum að honum þyngdi og lést hann á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 10. þ.m. Genginn er góður og vammlaus maður. Eitt af aldamótabömum þessarar þjóðar, er aldrei bragðust hlutverki sínu. Maður, sem gott er að minnast. Blessun Guðs sé með honum. Ingibjörg Ólafsdóttir Fæddur 16. janúar 1895 Dáinn 10. júní 1986 Þann 10. júní lést á Akureyri í hárri elli Sigurður Sölvason húsa- smíðameistari. Fundum okkar bar saman er undirritaður giftist son- ardóttur hans, var hann hættur vinnu, sjón og heym farin að dapr- ast. Én þar sem við höfðum sama iífsstarf var um margt að tala. Var hann heill hafsjór af fróðleik um fyrri tíð og var hún ljóslifandi í minningum hans. Fræddist ég mikið um vinnubrögð þess tíma og eins hverskonar aðbúnað menn máttu . þola. Gaman var að hlusta á hann og mátti heyra að ekki þýddi að væla um hlutina, heldur varð hver að bjarga sér sjálfur. Sigurður starfaði alla tíð á Akureyri og era því mörg handtökin eftir hann þar. Ein var sú kona er hann hrósaði mikið og það að verðleikum. Var það einkadóttirin María er annaðist hann af einskærri ástúð og um- hyggju svo að eftir var tekið. Sig- urður giftist hinni ágætustu konu, Elínborgu Jónsdóttur, en hún lést fyrir sjö áram. Varð þeim fjögurra bama auðið. Þau era: Aðalsteinn fyrrverandi menntaskólakennari, Ingólfur fyrrverandi skipstjóri, María hárgreiðslumeistari, öll bú- . sett á Akureyri, Gunnar bygginga- fulltrúi í Reykjavík. Allt sæmdar- fólk í hvívetna. Eftirtektarvert var hvað Sigurður bar ellina vel og hve sáttur hann var við allt og alla. Mátti heyra að hann var tilbúinn í ferðina miklu. Með þessum fátæk- legu orðum vil ég þakka þessum aldna vini fyrir margar ánægju- stundir, með vissu um að vel verður tekið á móti honum. Magnús Þórðarson + Faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR SVEINBJÖRN DAVÍÐSSON, Hringbraut 61, Keflavfk, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 21. júní kl. 11.00 árdegis. Svanberg Þórðarson, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Hrafn Sveinbjörnsson, fris Sveinbjörnsdóttir White, Dónald J. White, Gunnar Þór Sveinbjörnsson, Erla Sveinsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Gunnlaug Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls og jarðarfarar KARITASAR ÓSKAR BJARNADÓTTUR, Jakob Guðlaugsson, Guðveig Bjarnadóttir, börn, Skaftafelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.