Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1986 27 AKUREYRI 100 ára afmæli KEA: Gífurlegur fjöldi á hátíðarfundinum Akureyri. 100 ÁRA afmæli Kaupfélags Eyf irðinga var haldið hátíðlegt i gær. Hátíðarfundur var hald- inn við Mjólkurstöð félagsins þar sem gífurlegur fjöldi fólks kom saman, enda var allt starfsfólk KEA í fríi í tilefni afmælisins. í lok hátíðarfund- arins var stærsta listaverk landsins, Auðhumla og mjalta- stúlkan, eftir Ragnar Kjartans- son myndhöggvara afhjúpað. Veðurguðimir sáu til þess að fólk sæti ekki heima vegna slæmra skilyrða — sól skein í heiði í allan gærdag á Akureyri og mjög heitt var. Hátt á annað þúsund manns safnaðist saman við mjólkurstöðina þar sem hátíð- arfundurinn fór fram. Þar hélt Hjörtur E. Þórarinsson stjómar- formaður KEA hátíðarræðu, Val- ur Amþórsson talaði einnig og kirkjukórar fyrstu hreppanna þriggja sem vom í KEA, Onguls- staðahrepps, Hrafnagilshrepps og Saurbæjarhrepps, sungu undir stjóm Sigríðar Schiöth. KEA barst mikiil fjöldi heillaskeyta, utanlands og innanlands frá, og einnig nokkrar gjafír. Fundinum lauk síðan með því að Ambjörg Hlíf Valsdóttir, 10 ára dóttir Vals Arnþórssonar kaupfélagsstjóra, afhjúpaði stærsta listaverk landsins, Auð- humlu og mjaltastúlkuna, eftir Ragnar Kjartansson. Valur sagði í ræðu sinni að lengi hefðu menn verið í vafa um hver ætti að afhjúpa listaverkið fyrst Ragnar vildi ekki gera það sjálfur. Sér hefði svo verið bent á Ambjörgu og það færi vel á því að hún gerði það. „Hún ætlar sér nefnilega að verða næsti kaupfélagsstjóri KEA. Hún segist verða 23 ára þegar ég verð 65 ára og þá verði upplagt fyrir sig að taka við!“ sagði Valur. Þess má geta að í gærkvöldi var fyrri hluti „veislu aldarinnar" í íþróttahöllinni. Um 1.000 manns vora þar í gærkvöldi og síðari helmingur boðsgesta, annar 1.000 manna hópur, verður þar í kvöld. KEA bauð öllu starfsfólki sínu ásamt mökum og mörgum fleir- um, m.a. öllum aðalfundarfulltrú- um félagsins, en aðalfundur þess var haldinn í fyrradag, svo og öllum aðalfundarfulltrúum SÍS, en aðalfundur þess er haldinn á Akureyri í dag og á morgun. Mikil örtröð var í afmælisveislunni í mjólkurstöðinni eftir hátíðarfundinn. Olafur Ragnar Grímsson: Vill afsögn Guðmundar J. og Alberts ÓLAFIJR Ragnar Grímsson, varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins og formaður fram- kvæmdastjórnarþess, telur að það að Guðmundur J. Guðmunds- son þáði fé úr hendi Alberts Guðmundssonar haustið 1983 samrýmist ekki því að hann gegni þingmennsku fyrir Al- þýðubandalagið eða öðrum trún- aðarstörfum fyrir flokkinn. Hann telur þvi að Guðmundur verði að segja af sér þing- mennsku. Jafnframt telur hann að þáttur Alberts Guðmundsson- ar i þessu máli sé með þeim hætti að óhjákvæmilegt sé að hann segi nú þegar af sér ráð- herradómi, og ef hann ekki geri það að Steingrímur Hermanns- son og flokksforysta Sjálfstæðis- flokksins knýi fram afsögn ráð- herrans. Albert Guðmundsson neitaði að ræða þetta mál eða önnur við Morgunblaðið i gær. „Grandvallarspumingin í þessu máli er hvort stjómmálalegt sið- gæði sé í lýðræðisskipulaginu á ís- landi, eða hvort forystumönnum í stjómmálum og ráðherram leyfíst að gera hér óátalið það sem alls staðar í nágrannalöndum okkar er talið óleyfílegt," sagði Ólafur Ragn- ar þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins spurði hann um ástæður ofan- greindrar afstöðu sinnar. Ólafur Ragnar sagði að forystu- menn i stjómmálum bæra ekki einungis formlega ábyrgð heldur einnig siðræna ábyrgð og þeir þyrftu að uppfylla ákveðnar trunað- arkröfur. Slflct ætti sérstaklega við um ráðherra í ríkisstjómum og aðra sem kjömir væra til trúnaðarstarfa. „Málið snýst þessvegna í heild sinni um það hvort ísland er í hópi sið- væddra lýðræðisríkja á Vesturlönd- um eða hvort við eram með stjóm- arfar meira í ætt við óþroskuð bananalýðveldi, þar sem mönnum leyfíst hvað sem er,“ sagði Ólafur Ragnar og hélt áfram: „Albert Guðmundsson hefur þegar játað að hafa tekið við peningum frá for- stjóra stórfyrirtækis og hefur að öllum líkindum vitað að þessir peningar komu bæði frá Hafskip og Eimskip. Hann afhendir þá síðan vini sínum, sem er reyndar alþingis- maður og forystumaður í þjóðmál- um, á skrifstofunni í Ijármálaráðu- neytinu. Ráðherrann, sem jafn- framt er æðsti yfírmaður skatta- mála og skattrannsóknarlögregl- unnar í landinu, lætur hvergi koma fram að hann hafí þannig flutt frá fyrirtæki yfír til einstaklings tæp- lega árslaun verkamanns og óljóst er með hvaða hætti fyrirtækin töldu þessa peninga fram til skatts, eða hvort þau gerðu það.“ Ólafur Ragnar sagði að ráðherr- ann hefði ekki talið þessa peninga fram og hann hefði samkvæmt heimildum dulið Guðmund J. Guð- mundsson þess hvaðan peningamir vora komnir. Hann sagði að það væri einnig athyglisvert að sú upphæð sem forstjóri Eimskips og aðrir tilgreindu í þessu sambandi, 120 þúsund krónur, væri önnur upphæð en sú sem Guðmundur J. Guðmundsson segðist hafa tekið við. „Þannig að eftir þeim upplýs- ingum sem nú liggja fyrir," sagði Ólafur Ragnar, „virðist sem ákveðna upphæð vanti upp á, og spuming er hvað ráðherrann hefur gert við þann hluta.“ „I sérhveiju lýðræðislegu ná- grannalandi okkar væri þetta sem nú liggur ljóst fyrir nægilegt til þess að ráðherrann sjálfur bæðist lausnar samstundis. Ef hann vill ekki gera það, þá eiga forsætisráð- herrann og formaður Sjálfstæðis- flokksins og aðrir forystumenn hans að ganga í það verk. Það er sið- blindur forsætisráðherra sem ekki biðst þegar í stað lausnar fyrir Albert Guðmundsson á grundvelli þeirra upplýsinga sem þegar era komnar fram. Það þarf ekki að bíða eftir neinu í rannsókn Hafskips- málsins hvað það snertir, þetta eitt sem verknaður fjármálaráðherra og æðsta yfirmanns skatta og skatt- rannsókna í landinu er nægilegt til þess að biðjast lausnar fyrir hann sem ráðherra, ef siðgæðiskröfum lýðræðisþjóðfélagsins á að vera fullnægt," sagði Olafur Ragnar. Ólafur Ragnar sagðist telja að það sama gilti um Þorstein Pálsson og aðra forystumenn Sjálfstæðis- flokksins. Þeir þyrftu ekki að bíða eftir því að eitthvað nánara kæmi fram úr rannsókn Hafskipsmálsins, vegna þess að játning Alberts í þessu máli lægi nú fyrir. Hann sagði að það sem forsætisráðherra og forystumenn Sjálfstæðisflokksins gerðu næstu daga væri þess vegna prófsteinn á það hvort við lifðum í siðgæðisþjóðfélagi eða ekki. Ölafur Ragnar var spurður um afstöðu sína til máls Guðmundar J. Guðmundssonar: „Mál Guðmundar J. Guðmunds- sonar er persónulegur harmleikur, sem hefur þijár hliðar: Sú fyrsta snýr að Hafskipsmálinu, önnur snýr að verkalýðshreyfingunni og þeim trúnaðarkröfum sem verður að gera til forystumanna hennar, og sú þriðja snýr að stjómmálalífínu í landinu, Alþýðubandalaginu og Alþingi. Vinátta í stjómmálum, einkum milli stjómmálamanna úr andstæðum stjómmálaflokkum, getur verið eðlileg, en hún er vand- meðfarin, vegna þess að stjóm- málamaðurinn er ekki bara persóna, hann er líka trúnaðarfulltrúi og fé- lagslegur forystumaður. Þegar inn í vináttuna er blandað peningalegum samskiptum og öðr- um hagsmunum er verið að flytja vináttuna yfír á annað svið. Al- þýðubandalagið hefur verið flokkur þeirrar gerðar að forystumenn flokksins hafa ekki haft peningaleg samskipti við stjórnmálalega and- stæðinga sína, hvað þá heldur höf- uðandstæðinga. Alþýðubandalagið hefur í þeim efnum haft hreinan skjöld og gert ákveðnar kröfur til allra forystumanna sinna í þeim efnum. Það er út frá því ljósi, sem við félagar Guðmundar J. Guð- mundssonar verðum óhjákvæmi- lega að líta á málið, hvað sem okkur kann að fínnast um hina stórbrotnu persónu, Guðmund J. Guðmunds- son, vin okkar og félaga. í stjóm- málum era ákveðnar grandvallar- reglur og ef þær bresta þá getur sjálfur jarðvegurinn undir stjóm- málahreyfíngum og tilvist þeirra, og reyndar lýðræðinu í landinu einnig, brostið." Ólafur Ragnar var spurður hvort hann með þessum orðum væri að segja að Guðmundur ætti að segja af sér þingmennsku alfarið, en ekki bara um sinn: „Yfirlýsing Guðmundar er ekki ljós að mínum dómi. Ég hef ekki séð form hennar með eigin augum. Ef hún þýðir það að hann biðjist lausnar frá þingdómi, þá tel ég það rétta ákvörðun. Ákvörðun sem styrki hann, bæði sem stjómmála- mann, manneskju og félaga okkar. Mér þykir hins vegar mjög leitt að Guðmundur skuli í Morgunblaðinu í dag láta skína í það með nokkuð beinum orðum að afskipti mín af þessu máli stafí af annarlegum hagsmunum mínum sem varaþing- manns hans og ég h'afí jafnvel stundað undirróður í þessu máli.“ Ólafur Ragnar var spurður hvort hann hefði ekki beitt sér í þessu máli: „Ég er formaður fram- kvæmdastjómar Alþýðubandalags- ins og ásamt formanni flokksins hef ég undanfama daga reynt að vinna af heilindum að þessu máli. Ég hef talið það skyldu mína, sér- staklega vegna þess að foijnaður þingflokksins er erlendis. Ég hef átt löng trúnaðarsamtöl við for- mann flokksins, við þingmenn flokksins, við Ásmund Stefánsson, við Þröst Ólafsson, einnig við Guð- mund J. Guðmundsson og ijölmarga aðra í flokknum. í þeim efnum hef ég reynt að fara eftir þvl sem ég taldi réttast og sannast og sam- kvæmt grundvallareðli og mark- miðum Alþýðubandalagsins, en á engan hátt eftir því sem snertir mína persónu eða stöðu. En þegar farið er að láta að því liggja, og það af félaga mínum Guðmundi J. Guðmundssyni, að ég láti stjómast af annarlegum persónulegum hags- munum, vegna þess að ég sé vara- þingmaður hans, þá tel ég óhjá- kvæmilegt að ég umsvifalaust komi í veg fyrir allan slíkan skilning, með því að taka þá ákvörðun að taka ekki sæti Guðmundar J. Guð- mundssonar sem varamaður á Al- þingi. Máiið er að mínum dómi miklu stærra og alvarlegra og hefur miklu víðtækari afleiðingar fyrir Alþýðubandalagið sem flokk en að einhver þröng persónuleg staða geti blandast þar inn í. Til þess að koma í veg fyrir að málið dragist niður á stig persónulegrar tog- streitu milli einstaklinga i flokknum ákvað ég eftir að hafa lesið þessi ummæli Guðmundar í Morgunblað- inu í morgun að taka ekki sæti hans á þingi. það verður því Grétar Þorsteinsson sem mun gegna störf- um sem varaþingmaður hans.“ Spumingunni hvort hann hefði á fundi sínum með Guðmundi í fyrra- kvöld lagt hart að honum aðsegja af sér þingmennsku svaraði Ólafur Ragnar á eftirfarandi hátt: „Ég útskýrði mjög rækilega fyrir honum í löngu samtali okkar niður- stöður af samtölum mínum við aðra forystumenn og trúnaðarmenn í flokknum og greindi honum síðan frá mínum eigin sjónarmiðum í málinu. Ég útskýrði að þau pen- ingasamskipti sem hann hefði átt við Albert Guðmundsson ráðherra Sjálfstæðisflokksins samræmdust ekki þeim kröfum sem Alþýðu- bandalagið hefur gert og hlýtur að gera til þingmanna sinna og ann- arra forystumanna. Mér fínnst hins vegar ekki rétt að vera að lýsa ítar- lega þessu nætursamtali sem ég átti við Guðmund sem flokksfélaga, vin og stjómmálamann." Ólafur Ragnar var spurður hvort hann teldi að stjómmálalegur ferill Guðmundar J. Guðmundssonar væri á enda og að hann ætti enga aftur- komuleið á Alþingi: „Það er ekki mitt að ákveða það,“ sagði Ólafur Ragnar, „það gera í fyrsta lagi flokksmenn í Alþýðubandalaginu og almennir kjósendur í landinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.