Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 1
64SIÐUR B STOFNAÐ 1913 134. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins K iM . Fedorenko dæmdur til dauða Moskvu, AP. Sovétmaðurinn Fyodor Fed- orenko, sem Bandaríkjamenn framseldu til Sovétríkjanna vegna ásakana um stríðs glæpi, var í gær dæmdur til dauða í Kiev. Fedororenko er fyrsti maður- inn, sem Bandaríkjamenn hafa framselt til Sovétríkjanna sakir gruns um stríðsglæpaverk. Réttarhöldin stóðu í viku, en Fedorenko, sem er 78 ára að aldri, var dæmdur fyrir föður- landssvik og fjöldamorð. Hann var í sovéska hemum í seinni heimsstyijöld, en gekk til liðs við nazista árið 1942 Starfaði hann sem eftirlitsmað- ur í útrýmingarbúðum nazista Treblinka í Póllandi árin 1942- 1943. Sovétmenn telja að um 800 þúsund manns hafi verið teknir þar af lífi á þessum árum. Suður-Afríka: Þúsundir blökkumanna leggj a niður vinnu Jóhannesarborg, Washington, New York. ÞÚSUNDIR svartra starfsmanna í stórverslunum í Jóhannesar- borg lögðu niður vinnu í gær til að mótmæla handtökum, sem siglt hafa i kjölfar setningar neyðarástandslaga í landinu. Ekkert hefur spurst til forystu- manna verkalýðsfélaga verkfalls- mannanna síðustu daga. Er talið líklegt að þeir hafi verið handteknir eða séu í felum. Talsmaður stjómarinnar í Pretor- íu sagði að þrír blökkumenn hefðu látið lífið í óeirðum í gær. Nú hafa a.m.k. 43 týnt lífi frá því að neyðar- ástandslögin voru sett í landinu 12. júní sl. í frétt breska dagblaðsins Guard- ian í gær segir að suður-afrískir hermenn hafi hafið skothríð á hóp blökkumanna, sem grýtti brjmvarða bifreið þeirra, með þeim afleiðing- um að þijú böm létu lífið og um 30 manns særðust. Samkvæmt fréttinni átti atvikið sér stað á mánudag, en þá voru 10 ár liðin frá uppreisn blökkumanna í Sow- eto. Stjómvöld í Suður-Afríku hafa vísað fréttinni á bug. R.F. Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, fordæmdi í gær- kvöldi frumvarp fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um viðskiptabann á landið, en það var samþykkt á miðvikudag. Botha sagði að ekkert utanaðkomandi ríki gæti leyst vandamál Suður-Afríku. Frum- varpið bæri skammsýni vitni og næði það fram að ganga kæmi það helst niður á blökkumönnum. Nokkrir þingmenn repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sögð- ust hafa greitt atkvæði með fmm- varpinu um viðskiptabann á Suður- Afríku, til að koma í veg fyrir að Sovétríkin: Halda áfram fram- leiðslu efnavopna Genf, AP. SOVÉSKI fulltrúinn á afvopnunarráðstefnu, sem nú stendur yfir í Genf sagði í gær að Sovétmenn hygðust halda áfram framleiðslu efnavopna. Hann útilokaði þó ekki þann möguleika að Sovétmenn mundu endurskoða afstöðu sína í þessu máli. Á afvopnunarráðstefnunni, sem fulltrúar 40 þjóða taka þátt í, hefur verið lögð fram tillaga um alþjóð- legt bann við framleiðslu efna- vopna. Fulltrúinn, Viktor Issraelyan, neitaði að skýra nánar frá efna- vopnaáætlun Sovétmanna á frétta- mannafundi. Hann sagði að önnur ríki, sem yfir efnavopnum ráða, hefðu ekki gert það, og því bæri Sovétmönnum ekki skylda til þess. Aðspurður um ástæðu þess að sovésk stjómvöld ætluðu að halda fast við efnavopnaáætlun sína sagði Issraelyan, að einhliða afvopnun Sovétmanna tryggði ekki að önnur ríki sigldu í kjölfarið. Hann vísaði síðan til ákvörðunar Sovétmanna um að hætta tilraunum með kjam- orkuvopn og sagði að Bandaríkja- menn hefðu ekki gert hið sama. Sovétmenn efndu til frétta- mannafundarins í því skyni að deila á Bandaríkjamenn fyrir áform þeirra um að hefja á ný framleiðslu efnavopna. Bandaríkjamenn hættu því árið 1969, en samkvæmt sam- þykkt Bandaríkjaþings geta þeir hafið framleiðslu efnavopna aftur á næsta ári. það yrði að lögum. Frumvarpið gengi út í öfgar og væri óhugsandi að öldungadeildin samþykkti það. Thomas O’Neill, forseti fulltrúa- deildarinnar, sagði hins vegar að fmmvarpið markaði þáttaskil í baráttunni gegn aðskilnaðarstefn- unni: þingmenn hefðu með atkvæði sínu hafnað þeirri stefnu Reagans Bandaríkjaforseta að vinna með hvíta minnihlutanum við að koma á þjóðfélagsbreytingum þar. Öldungadeildin þarf að sam- þykkja frumvarpið svo að það verði að lögum. Ef það verður má búast við því að viðskiptabannið geti haft veruleg áhrif á efnahagslíf í Suður- Afríku. Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, flytur kosningaræðu í Madrid Þingkosningar á Spáni á sunnudag: Ovíst hvort sósíalistar haldi meirihluta sínum Madríd, AP. NIÐURSTÖÐUR síðustu skoð- anakannana á Spáni benda til þess, að miðflokkur Adolfos Suarez, fyrrverandi forsætisráð- herra, hafi unnið mikiö á síðustu vikur, en að stjómarflokkurinn, sósíalistaflokkur Felipes Gonz- alez, núverandi forsætisráð- herra, hafi tapað fylgi. Allar horfur era samt á því, að flokkur sósíalista verði eftir sem áður stærsti flokkurinn á þingi. Óvist er hins vegar, hvort flokknum tekst að halda meirihluta sínum þar. í síðustu þingkosningum, sem fram fóru 1982, fengu sósfaiistar 202 af 350 þingsætum á þjóðþing- inu. Talið er, að þeir eigi meira komið undir því nú en aðrir flokkar, að þátttaka verði mikil í kosningun- um á sunnudag. Niðurstöður skoð- anakannana að undanfömu benda hins vegar til þess, að allt að 30% kjósenda hyggist sitja heima nú eða 10% fleira en síðast. Persónulegar vinsældir Gonzales sjálfs hafa hins vegar ekki dvínað, þrátt fyrir að stjóm hans hafi ekki tekizt að vinna bug á atvinnuleys- inu. Það er eitt helzta hitamál kosningabaráttunnar, enda eru nú um 22% vinnufærra manna í land- inu atvinnulaus, þrátt fyrir að fyrir síðustu kosningar hafi Gonzalez heitið því að skapa ný störf handa 800.000 manns. Sjá nánar: Kosningabarátt- an á Spáni á bls. 20. Perú: Mikið mannfall í fangauppreisn Líma, AP. Óttast er að 150 manns hafi fallið í átökum hermanna og fanga í þremur fangelsum í Perú, að sögn embættismanns þar. Herinn réðst inn í fangelsin á miðvikudag eftir að fangarair höfðu gert uppreisn. Herstjórnin sagði að átökin stæðu enn og margir fangar hefðu fallið. Fangamir bíða flestir réttarhalda vegna meintra hryðjuverka. Þeir eru félagar í maóískum samtökum, sem kallast „Hinn gullni vegur". í tilkynningu herstjómarinnar sagði að enn verðust fangar í E1 Fronton-fangelsinu, sem stendur á klettaeyju skammt utan við hafnar- borgina Callao. í öllum fangelsun- um vörðust fangamir með skot- vopnum og sprengjum, en þeir hafa einnig notast við boga og örvar, sem þeir hafa smíðað innan veggja fangelsisins. Innanríkisráðherrann, Abel Sal- inas, sagði að tilgangur uppreisnar- manna væri að valda ríkisstjóminni álitshnekki, en nú koma hundmð fulltrúa hvaðanæva úr heiminum til Perú til þess að sitja þing Al- þjóðasambands jafnaðarmanna, en flokkur forseta landsins, Alans García, er í því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.