Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1986 21 Gorbachev og Gromyko ræðast við á fundi Æðsta ráðsins, sem lauk í Moskvu í gær. Sovétríkin: Mannabreytingar á fundi Æðsta ráðsins Moskvu, AP. FUNDI Æðsta ráðs Sovétríkj- anna lauk í gær með samþykkt nýrrar fimmára áætlunar. f Reynir að sætta Ný-Sjálendinga og Frakka Paris, AP. JAVIER Perez de Cuellar, aðal- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggst hið fyrsta hefja tilraunir til málamiðlunar milli Frakklands og Nýja-Sjálands vegna þess atburðar er franskir útsendarar sökktu skipi græn- friðunga, Rainbow Warrior. í yfirlýsingu frá stjómvöldum beggja landanna í gær var tekið fram, að samkomulag í þessu máli væri „mjög skammt undan“. Þar vora Ruud Lubbers, forsæt- isráðherra Hollands, jafnframt færðar þakkir fyrir að hafa haft frumkvæði að því að reyna að koma á sáttum og finna þriðja aðila, sem fundið gæti málamiðl- un í deilum ríkjanna út af kjara- orkuvopnatilraunum Frakka á Suður-Kyrrahafi. henni er lögð áhersla á nýiðnað og minnltun skrif f innsku. í ræðu, sem Gorbachev hélt í miðstjóm kommúnistaflokksins síð- astliðinn mánudag, sagði hann, að framleiðsla á tölvum yrði aukin um 140% næstu flmm árin. Ennfremur myndi §öldi vélmenna í iðnaði þre- faldast fram til 1990. Mikið hefur verið um manna- skipti í æðstu stöðum undanfama mánuði og vom þær breytingar allar staðfestar án mótatkvæða á fundinum, sem 1.500 fulltrúar sóttu. Athygli vakti á miðvikudag- inn, er tilkynnt var um brotthvarf Pjotrs Demichevs úr stöðu menn- ingarmálaráðherra. Hann verður nú nánast valdalaus aðstoðarmaður Gromykos utannkisráðherra. Telja sumir listamenn sig nú eygja von um að losað verði um flokkstökin í menningarmálum, en Gorbachev er talinn hafa hug á að reyna að blása nýju lífí í þau. Demichev var menningarmálaráðherra í 12 ár. Tveir nýir aðstoðarforsætisráð- herrar vom kjömir á fundinum, þeir Gennady Vedemikov og Vlad- imir Gusev. Yakov Ryabov, sem áður gegndi slíku embætti, var sagður hafa fengið „annað starf“ án nánari skýringa. Myndin sýnir óeinkennisklædda lögreglumenn handtaka mann, sem klæðst hefur nazistabúningi til að mótmæla kjöri Waldheims fyrir utan austurriska sendiráðið i Paris. Nýjar árásir London, New York, AP. BRESKUR þingmaður hefur borið fram nýjar ásakanir á hendur Kurt Waldheim, nýkjöraum forseta Austurríkis, og telur, að um sé að ræða þagnarsamsæri i mörgum löndum varðandi for- tíð Waldheims. Þingmaðurinn Greville Janner í Verkamanna- flokknum las á þingfundi upp bréf frá fyrrum her- manni, sem sagði Waldheim hafa vitað um morð á breskum herföngum í Grikklandi, þar sem Waldheim gegndi herþjónustu á stríðsárunum. Hermaðurinn segir einnig, að aðeins einn maður af tíu manna hóp hafl lifað af yfirheyrslur, sem herdeild Waldheims sá um. Hann taldi hugsanlegt, að Waldheim hefði sjálfur stjómað yfirheyrslunum. Að sögn Janners neitar Thatcher-stjómin að leyfa á Waldheim aðgang að opinbemm heimildum varðandi málið og ber fyrir sig mikilvægi þeirra frá hemaðarlegu- og öryggissjónarmiði. Janner vísar slíkum röksemdum á bug og fullyrðir, að yfírvöld í Bretlandi, Bandaríkj- unum, Júgóslavíu, Sovétríkjunum og hjá Sameinuðu þjóðunum séu samtaka um að þagga niður Wald- heim-málið. Alþjóðasamtök gyðinga hafa birt skjöl, sem tals- menn þeirra segja að sanni vitneskju Waldheims um hryðjuverk nazista meðan hann var í þýska hemum. Samtökin hvetja Edwin Meese, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til að meina Waldheim að koma til landsins. Talsmenn dómsmálaráðuneytisins segja, að verið sé að kanna feril Waldheims í stríðinu, en ekki verði mögulegt, að uppfylla kröfu gyðingasam- takanna. Embætti Waldheims komi í veg fyrir slíkt. Ítalía: Adolfo Suarez Manuel Fraga og höfundi óvinsælla laga í stjómar- tíð Francos fijálslegri blæ. Til dæmis leggur hann til í stefnuskrá sinni, að lög um ijölmiðla, sem Manuel Fraga gekkst fyrir á sínum tíma, verði felld niður. Auk þess leggur hann til að ríkið selji sinn hlut í hljóðvarpi og selji aðra sjón- varpstöðina. í efnahagsmálum vill flokkurinn lækka skatta, selja ríkis- fyrirtæki og minnka útgjöld til samneyzlunnar. Flokkurinn lofar að beija niður skæmliðahreyfíng- una ETA og herða dóma yfir skæm- liðum. Það helsta sem flokkurinn leggur til í utanríkismálum er full þátttaka Spánar í NATO, þar á meðal í hemaðarsamvinnu banda- lagsins. Stefnuskrár miðjuflokkanna, flokks Adolfos Suarez og Miguel Roga, em mjög svipaðar stefnuskrá CP sérstaklega í efnahagsmálum. Það eina sem vemlega undran vekur í stefnuskrá Adolfos Suares er minnkun herskyldu í 3 mánuði því það er fyrirsjáanlega mjög erfitt í framkvæmd. Það sem að greinir stefnuskrá Miguael Roga frá hinum tveimur er sérstaklega aukning samyrkju í landbúnaði, áætlun sem nú þegar er hafin. Stefnuskrá hinna tveggja flokk- anna sem em til vinstri við sósíal- ista, Flokks sameinaðra vinstri manna og Sameinaðra kommúnista, em nokkum veginn eins. Það eina sem aðskilur þá er ósamlyndi flokksleiðtoganna. Báðir hafa á stefnuskrá sinni hlutleysi Spánar í utanríkismálum, bandarískar her- stöðvar verði lagðar niður og að minna fé verði veitt til vamarmála. Nýtt vínhneyksli virð- ist vera í uppsiglingn NÝTT vínhneyksli virðist nú i uppsiglingu á Ítalíu, og er þó langt í frá að italskir vínfram- leiðendur séu búnir að jafna sig eftir áfaUið frá í vor, þegar tré- spíritus fannst í allmörgum vin- tegundum frá þeim. Einn af framkvæmdastjórum Evrópu- bandalagsins, Italinn Carlo Ripa de Meana, segir í bréfi til Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, að fimm milljónir hektólitra vins, sem eimaðir hafi verið hjá fyrir- tækjum i bandalagsríkjunum, „séu gerðir úr einhveiju öðru en vínbeijum". Craxi ber ekki af sér ásakanim- ar, en segir í svari sínu til EB, að minna sé um þessa framleiðslu nú en verið hafi. Það kemur sér einkar bagalega fyrir ríkisstjóm Craxis nú, að upp- víst skuli verða að enn sé stunduð þar í landi framleiðsla á „folsku" víni til útflutnings — einmitt þegar stjóm hans er i óða önn að sannfæra aðrar þjóðir um að vínhneykslið frá í vor muni ekki endurtaka sig. Og það hefur verið erfiður róður. Tilskipun, sem Filippo-Maria Pandolfis landbúnaðarráðherra gaf út um bann við sölu á vínum, óbl- önduðum hættulegum efnum, er nú fallin úr gildi, af því að þingið hefur ekki samþykkt hana. Þingið hefur ekki einu sinni haft fyrir að taka afstöðu til efnisatriða tilskipunar- innar. Pandolfí er nú með nýja til- skipun í bígerð um sama efni, en óvíst er hvort báðar þingdeildimar ná að afgreiða hana fyrir sumarfrí. Tréspírahneykslið frá í vor hefur þegar kostað 22 mannslíf, auk þess sem sala ítalskra vína erlendis hefur dregist saman um sem svarar 1.169 milljörðum líra (um 30 milljörðum ísl.króna). í Vestur-Þýskalandi, sem er næststærsti viðskiptavinur Italíu á þessu sviði, hefur sala vínanna minnkað um 90% miðað við árið í fyrra. Á Bandaríkjamarkaði hefur salan dregist saman um 40% og sömu sögu er að segja af innan- landsmarkaði. Alberto Narone Cinzano, formað- ur samtaka ítalskra vínframleið- enda, segir: „Okkur hefur verið refsað harðlega fyrir tréspíra- hneykslið. Þetta er mikil ógæfa fyrir vínframleiðsluna í landinu." (Byggt á Jyllands-Posten) Svíþjóð: Gcislavirkni í vatnafiski Frá Willy Silberstein, fréttaritara Morgunblaðsins i Stokkhókni. SVO KANN að fara að fiskveiði í vötnum í Sviþjóð verði bönnuð fram á haust. í kjölfar kjaraorkuslyssins I Cheraobyl hefur orðið vart geislavirkni í urriða í sænskum vötnum og liggur hún langt yfir eðlilegum mörkum Það er einkum í næringarsnauðu ferskvatni sem fískurinn hefur reynst innihalda cesium, sem er geislavirkt efni. Þess er vænst að geislavirkni í fískinum muni fara vaxandi. Urriði frá Jáintland, sem er nán- ast inni í miðju landi, hefur reynst innihalda 600 becquerel af cesium í hveiju kílói. Venja er að draga mörkin um 300 becquerel. Ef vart verður aukinnar geisla- virkni í fiski má vænta þess að yfirvöld setji bann við veiðum t þeim vötnum sem hún mælist í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.