Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNl 1986 12 SVAVAR GUÐNASON Myndlist Valtýr Pétursson Það er mikil myndlistarveizla í landinu um þessar mundir. Picasso á Kjarvalsstöðum, Karl Kvaran í Listasafni íslands og Svavar Guðnason í Norræna húsinu. Og ekki nóg með það, norður á Akur- eyri eru tvær sýningar í gangi, og mun það vera einstakt þar í sveit. Önnur frá Listasafni íslands, en hin gerð af heimamönnum. Já, það er Listahátíð, og framlag Norræna hússins til hátíðarinnar er ekki af lakara taginu. Sjálfur Svavar Guðnason er þar á ferð með úrvals verk, og ætti margur að verða fróð- ari um snilli þessa mikla málara okkar við að kynnast þeim verkum, er þar hanga á veggjum. Þótt sjálf- ur Picasso eigi hlut að máli, finnst mér sýning Svavars vera einn aðal- rétturinn ( þeirri veizlu, sem ég minntist hér á í upphafí. Þeir sem fylgzt hafa með fram- vindu málverks í íslenzku þjóðfélagi síðustu áratugi, fara ekki (grafgöt- ur með stöðu Svavars Guðnasonar á þeim vettvangi. Hann situr nú í því sæti að vera nokkurs konar æðsti prestur þeirra, sem fást af alvöru við að skapa málverk hér á landi. Mikið og margt hefur verið skrifað að undanfömu um frægð og frama Svavars í útlöndum og ætla ég ekki að endurtaka það hér, en vil gjaman koma því til skila, að mér fínnst þar sízt um oflof að ræða og grannt skoðað held ég að Svavar standi undir öllu því lofí og þeim viðurkenningum, er honum hafa hlotnazt í listaheiminum á undanfömum áratugum. En líf hans og starf hefur ekki verið neinn dans á rósum. Mótlætið hjá kynslóð Svavars á sínum tíma var af því taginu, að nútímafólk á erfítt með að skilja, að sl(kt skuli ekki lengra undan en raun ber vitni. Ekki var ég viðstaddur, er Svavar hélt sína fyrstu sýningu hér heima 1945, en þá urðu þáttaskil í íslenzkri mjmd- list. Fólk glápti ringlað á þau ósköp, sem Svavar færði heim til lands síns að lokinni langri útivist á viðsjálum tímum. Einangrunin var þá í al- gleymingi og listin heldur provins- ial, eins og sagt er á útlenzku. Ég man það aftur á móti vel, þegar Svavar kom með Höstudstillingen á sínum tíma, og var það mikil og góð vakning fyrir þá, sem þar með luku upp augum eftir þann langa Þymirósarsvefn, sem þá var al- gengur. Síðan settust Svavar og Asta að hér á landi, og verður þeim seint þakkað fyrir þá ákvörðun, en það er óskráð saga, hveija þýðingu það hefur haft fyrir (slenzka menn- ingu. Það var heldur ekki nein logn- molla kringum Svavar eftir heim- komuna. Það voru menn, er vart máttu heyra hann nefndan, og hið fræga orðatiltæki „klessumálari" bar oft á góma. Svavar var ekki á Skipoghaf, 1939. þeim buxunum að ljá slíku rugli eyra, hann háði sína baráttu á sinn hátt og varð stundum harður í hom að taka, en smátt og smátt öðlaðist hann þá viðurkenningu, sem hlaut að falla honum í skaut, og nú efast enginn um, hver maðurinn er. Það er því engin tilviljun, að nú er honum teflt fram við hlið eins mesta meistara sem tuttugasta öldin hefur fóstrað. Sýning Svavars í Norræna hús- inu er sérlega sterk og merkileg í alla staði. Ég fer ekki hér að tíunda verkin út af fyrir sig, en læt nægja að benda á sérstaka litameðferð, sem er svo persónuleg og sterk, að enginn hefði getað fansað annað eins. Enginn nema sá, sem lifír í andanum með íslenzku landslagi á ákveðinn og baráttuglaðan hátt. Sumar, 1945. Sólstöðuganga um úti- vistarsvæði Reylg avíkur Upphafleg hugmynd Þórs Jakobs- sonar veðurfræðings og frumkvöðuls tilvonandi heimshátíðar var að koma á „boðgöngu" umhverfís jörðina og þá skiljanlega á láði og legi. Það er ennþá framtíðartakmark. í umræðum og að fenginni reynslu hefur boðgangan breyst úr beinni göngu milli flarlægra staða í hring- göngu innan svæða, sólarhrings- göngu, t.d. á sólstöðudegi. Þetta virðist vera vel framkvæmanleg leið sem gæti nýst við undirbúning heimshátíðar. Á næsta ári verða öll sveitarfélög, bæir og kaupstaðir á íslandi hvattir til að framkvæma slíka göngu hjá sér á sólstöðudegi, sunnudaginn 21. júní 1987. Einnig standa vonir til að slíkt hið sama geri önnur lönd og þá sérstak- lega Norðurlöndin. Sólstöðuganga 21. júm' ár hvert, öðru nafni Sólstöðuhátíð, er í rauninni röð stuttra gönguferða milli tiltek- inna áfangastaða og vinnur hún sér nú smám saman sess sem fastur liður á almanakinu. Tjaldið dregið frá! Gangan hefst á miðnætti í Víkurgarði Að þessu sinni er hugmjmdin framkvæmd í fyrsta sinn sem sólar- hringsganga gegnt sólu mestallan tímann, sólstöðuganga um Reykja- vík, sem varð fyrir valinu vegna 200 ára afmælisins. Gönguleiðum, viðkomustöðum og atburðum á leiðinni er reynt að gefa táknrænt gildi. Þannig hefst gangan á miðnætti í Víkurgarði eða í hlað- varpa Ingólfs og Hallveigar. „Helg- un“ hringferðarinnar um Reykjavík verður framkvæmd í upphafí hátiðar- innar með Qörubáli við Ægissíðu. Þaðan verður haldið í Örfírisey og fylgst þar með sólarupprás kl. 2.45. Síðan verður stefnt á næsta áfangastað, sem er Kaffivagninn við Reykjavíkurhöfn. Þar verður opnað l'A tíma fyrr en venjulega í tilefni Sólstöðuhátíðar, eða kl. hálffjögur um nóttina. Í Kaffívagninum verður fjallað í stuttu máli um sjómennsku og Slysavamafélag íslands og síðan verður Landhelgisgæsla fslands kynnt en hún er til húsa á Selja- vegi, í gönguleið. Að svo búnu verður stigið um borð í Viðeyjarferju Hafsteins Sveinssonar og siglt um Sundin í rúman klukkutíma (gegn vægu gjaldi). Eftir siglinguna um Sundin blá verður lent í Grófínni, vörinni hans Ingólfs og uppsátri árabáta um aldaraðir, og gengin „Ingólfsgata" að Alþingishúsi og Dómkirkju. Á þeirri leið verður minnst á upphaf iðnaðar og verslunar, skútu- og togaraútgerðar (Reykjavík. Þannig verður haldið áfram allan daginn og komið inn á mörg svið þjóðfélagsins ( þessari opnu sólar- hringsdagskrá. Morgiinávarp í Dómkirkjunni Klukkan sjö um morguninn 21. júní hefst síðari hluti Sólstöðuhátíð- ar við Dómkirkjuna með brott- fararávarpi dómprófasts Reykjavík- urprófastsdæmis, sr. Ólafs Skúla- sonar. Frá Austurvelli verður geng- ið í austur yfír Amarhól eftir fom- um slóðum og komið við í nýjum, glæsilegum húsakynnum Seðla- banka íslands. Þaðan verður skundað meðfram Skúlagötu sjáv- armegin og á Miklatún (Klambra- tún). Á þeirri leið verður t.d. Náms- gagnastofnun heimsótt, en fá Kjarvalsstöðum verður staldrað við. Þar verður m.a. hlýtt á Sólstöðu- söngvarann í ár, Gunnar Guðbjöms- son söngnema. Næsti áfangi er ganga í Laugar- nes, en á Laugamestanga verður rætt um náttúruvernd, sögu Sundsins og list Sigurjóns Ólafs- sonar myndhöggvara. Kl. 11 f.h. verður lagt af stað á ný og stefnt í Laugardal þar sem verða tveir viðkomustaðir: Hjá Þvottakonu Ás- mundar Sveinssonar munu fulltrúar Friðarhreyfmgar íslenskra kvenna sjá um stutta dagskrá og fá fólk til að taka lagið. í Grasagarðinum munu „Krýsuvíkursamtökin" kynna starfsemi sína. Grasagarðurinn verður jrfírgefmn um kl. 13 og þaðan farið sem leið liggur upp Ell- iðaárdal framhjá Rafstöðinni og s(ðan áð við Félagsheimili Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Þar verð- ur rakin saga Rafmagnsveitunnar í stuttu máli, saga raforkumála í Reykjavík og framkvæmda í Elliða- árdal en að því loknu verður haldið áfram eftir Élliðaárdal og Árbæjar- safn skoðað. Áfangi í Árbæjarsafni — tjaldið fellur í Viðey Meðan heimsókn í Árbæjarsafni stendur yfír mun athygli Sólstöðu- manna beinast að Sólstöðumínútu kl. 16:30, en síðan verður haldið áfram og farið sem leið liggur niður Fossvogsdal að Skógræktarstöð- inní með stuttri viðkomu ( Foss- vogsskóla. Frá Skógræktarstöð verður haldið um kl. 18:30 og Sólstöðugangan 1986 21. júní Kl. 0:04Brottför í Víkurgarði við Aðalstræti. Kl. 1:00 Fjörubál við Ægissíðu. Kl. 3:30 Miðnæturhressing í Kaffivagningum á Granda- garði. Þar verður kynnt ýmislegt tengt mannin- um og hafinu. Kl. 5:00 Farið í siglingu í dögun um Sundin blá. Kl. 6:30 Gengið á land í Grófinni. Kl. 7:00 Brottfararávarp í Dómkirkjunni og síðan lagt af stað inn í Laugarnes með viðkomu í Seðla- banka íslands, Námsgagnastofnun og á Kjarv- alsstöðum. Kl. 11:00 Farið frá Laugarnestanga inn í Laugardal. Kl. 13:00 Fariö úr Laugardal inn i Elliðaárdal og að Árbæ með viðkomu í Rafstöðinni. Kl. 16:30 Sólstöðumínútan. Lagt af stað niður Fossvogs- dai í Skógræktarstöðina. Kl. 18:30 Farið frá Skógraektarstöðinni niður í Fossvog sunnan og vestan Öskjuhlíðar að háskólanum. Kl. 22:00 Ávarp í tilefni 75 ára afmælis háskólans. Farið niður að Grófarbryggju í Reykjavíkurhöfn og siglt útíViðey. Kl. 24:05 Sólstöðuhátíð lýkur í Viðey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.