Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 eftirJón Baldvin Hannibalsson Kolbeinn Friðbjamarson, fyrr- verandi formaður verkalýðsfélags- ins Vöku á Siglufirði, hafði frum- kvæði að því að fá formenn Al- þýðuflokksins og Alþýðubandalags- ins til þess að mæta sameiginlega á hátíðarfund Vöku 1. maí norður á Siglufirði og flytja þar ræður. Við Svavar tókum þessari hugmynd báðir vel og mættum til leiks. Eftir fundinn sendi ég ræðu mína Össuri Skarphéðinssyni, sem ég vona að sé enn ritstjóri á Þjóðviljanum, til birtingar. Óssur hefur hins vegar legið á þessum texta vikum og mánuðum saman eins og ormur á gulli. Vegna umræðna um skánandi sambúð Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags sbr. samstarf þessara flokka víða í sveitarstjómum er e.t.v. tímabært að kynna stómm lesendahópi út frá hvaða forsendum formaður Alþýðuflokksins ræddi við þá Alþýðubandalagsmenn þar nyrðra. Sér í lagi er þetta æskilegt þar sem ritskoðunarsjónarmið em svo mikils ráðandi á Þjóðviljanum, að lesendur Þjóðviljans hafa ekki mátt kynnast þessum sjónarmiðum. Með þökk fýrir birtinguna, JBH. Saga þín er saga vor. Saga verkalýðsbaráttunnar hér á Siglufírði er saga verkalýðshreyf- ingarinnar í hnotskum. Hér hafa kommar og kratar löngum eldað grátt silfur; tekist harkalega á um markmið og leiðir, eins og þessir tveir flokkar hafa gert í meira en hálfa öld. En hér hefur líka þróast traust samstarf og samstaða um viðfangs- efni kjarabaráttunnar. Það sam- starf hefur farið batnandi á seinni ámm. Þessi samstarfsvilji innan verkalýðshreyfíngarinnar hefur víða birst með áþreifanlegum hætti, t.d. í seinustu kjarasamningum. Með vísan til sögunnar vom það nokkur tíðindi, þegar við Svavar Gestsson og flokkar okkar á Alþingi greiddum báðir atkvæði með þeim efnahagsráðstöfunum, sem Alþingi samþykkti í kjölfar kjarasamning- anna. Kj arasamningar Flestir sem vilja vita viðurkenna að með seinustu kjarasamningum tók verkalýðshreyfíngin og aðilar vinnumarkaðarins fmmkvæðið af ríkisstjóminni. Með þessum kjara- samningum var ríkisstjómin knúin til stefnubreytingar í efnahagsmál- um almennt og í húsnæðismálum sérstaklega. Flokkar okkar á Alþingi hafa ekki það afl atkvæða sem til þurfti að knýja ríkisstjómina til slíkrar stefnubreytingar, hvað þá heldur að tryggja árangur samninganna með meirihlutavaldi á Alþingi eða í ríkisstjóm. Það hvarflar ekki að mér að halda því fram, að þessir kjara- samningar séu hafnir yfir gagnrýni. Vissulega var árangur þeirra tak- markaður og ekki á vísan að róa um efndimar, þar sem em núver- andi stjómarflokkar. En eitt er víst: Mistakist þessi tilraun þegar líður fram á haustið verður við engan annan að sakast en ríkisstjóm landsins. Þá skiptir líka máli, hvort menn kunna að draga af því rökréttar ályktanir. V erkalýðshreyf ing Þeir sem gagnrýna verkalýðs- hreyfínguna hvað harðast fyrir þessa samninga, þessa tilraun, em ekki ýkja trúverðugir, þegar af einni ástæðu. Þeir hafa ekki getað bent á neinar aðrar leiðir en þær hinar sömu og gamalreyndu, sem ekki hafa skilað okkur neinum árangri á undanfömum ámm. 30% kauphækkun yfír alla línuna breytir ekki tekjuskiptingunni í landinu. Sú leið hefði aðeins valdið okkur enn einu sinni vonbrigðum; þar er sama gamla svikamyllan um prósentuhækkanir í svikinni mynt. Það er vissulega óvenjulegt að kjarasamningar tryggi hvort tveggja vaxandi kaupmátt og lækk- andi verðlag — og þar með lækk- andi greiðslubyrði skulda. En auðvitað endurspegla kjara- samningamir veikleika verkalýðs- hreyfíngarinnar. Staðreyndin er nefnilega sú, að verkalýðshreyfíng- in getur ekki ein sér breytt tekju- skiptingunni í þjóðfélaginu — við samningaborðið. Kauptaxtar em ekki sama og lífskjör. Hækkun kauptaxta upp allan launastigann breytir ekki tekjuskiptingunni. Háar prósentur þýða hærra verðlag og hærri vexti; falsaða ávísun, svikna mynt. þetta þekkjum við öll af áratuga reynslu. Pólitík og lífskjör Hvað þarf að gerast utan samn- ingaborðs til þess að breyta tekju- skiptingunni hinum efnaminni í hag, þannig að kjarabætur haldi? Til þess þarf pólitík. Til þess þarf meirihluta á Alþingi og í ríkis- stjóm. Tækin til þess em Iög, sem breyta skattakerfínu; sem tryggja það að hinir efnameiri greiði sinn hlut refjalaust til sameiginlegra útgjalda þjóðfélagsins. Lög, sem skipuleggja fjármagnstilfærslur til hinna efnaminni, til að tryggja þeim þak yfír höfuðið á viðráðanlegum kjömm; lög um einn sameiginlegan lífeyrissjóð allra landsmanna, sem afnema hróplegt misrétti, sem hinir öldmðu þurfa við að búa. Það þarf líka lagasetningu um breytingu á stöðnuðu stjómkerfí. Þið hér á landsbyggðinni þurfíð að fá í hendur meira pólitískt vald, þ.m.t. skattlagningarvald, frá ríkis- valdinu, til þess að ráða sjálf ykkar málum. Þetta er sú byggðastefna, sem á að koma í staðinn fyrir betli- staf þeirrar byggðastefnu, sem kenna má við Framsókn. Þetta er pólitík. Pólitík er spuming um lífskjör. Og pólitík er spuming um valda- hlutföll milli vinnandi fólks annars vegar og þeirra, sem ráða fjár- magningu og njóta forréttinda í krafti þess, hins vegar. Þeir sem gagnrýna verkalýðs- hreyfínguna með ofstopa og upp- hrópunum, eins og óhreinu bömin hans Svavars á Þjóðviljanum, þegar hún vinnur takmarkaðan vamarsig- ur við erfiðar aðstæður, — sigur sem Svavar gat ekki unnið í pólitík- inni — eiga eftir að læra lexíuna sína. Veikleiki verkalýðshreyfíngar- innar er sá, að hana vantar pólitísk- an styrk á Alþingi til þess að hefna þess þar sem hallast á við samn- ingaborðið. Þetta er kjarni málsins. Þetta er umræðuefni okkar í dag. Hvers konar þjóðfélag? Spyijum okkur samviskuspum- ingar: Getur nokkurt okkar, sem hér emm saman komin á baráttudegi verkalýðsþreyfingarinnar 1. maí, með góðri samvisku sagt, að draumur brautryðjenda verkalýðs- hreyfíngarinnar um velferðarríki hins vinnandi manns hafí ræst? Ég þarf ekki að svara þessari spumingu fyrir ykkur. Við vitum öll svarið. Það er stutt og laggott: Nei — því fer fjarri, því miður. Á sl. hálfum öðrum áratug hefur óðaverðbólga og óstjóm farið eldi um þjóðfélagsbyggingu okkar. Sjálf byggingin er ekki brunnin til gmnna, en hún er stórskemmd af eldi og vatnsaga fákunnandi slökkviliðsmanna. ★ Þess vegna er það, að sömu helgina og við jafnaðarmenn héldum hátíðlegt 70 ára afmæli Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfíngarinnar um miðjan mars sl. var haldin sérstök ráðstefna í Reykjavík um — fátækt á íslandi. ★ Þess vegna er svo komið, að þeir sem vinna fram- leiðslustörf á lægstu kaup- töxtum em orðnir hálfdrætt- ingar á við starfsbræður sína meðal grannþjóða, enda þótt þjóðartekjur á mann séu með þeim hæstu í heimi hér á landi. ★ Þess vegna hafa hundmð fjölskyldna á undanfömum ámm misst húsaskjólið undir uppboðshamri ránvaxta- stefnunnar. ★ Þess vegna mega hinir öldr- uðu, sem lokið hafa dags- verkinu, enn búa við hróplegt misrétti í lífeyrismálum. ★ Þess vegna er það, að á sama tíma og launamaðurinn borg- ar refjalaust sína tíund til samfélagsins hælist efna- maðurinn um yfír kunnáttu sinni við að velta réttmætum byrðum sínum yfír á herðar náungans. ★ Þess vegna blasir við okkur á degi hverjum í dagblöðum sú spegilmynd aldarfarsins í fjármálamisferli og spillingu, að forverar okkar myndu ekki trúa sínum eigin augum, væri þeim sýnt í spegilinn. Allt þetta, kæru vinir, allt þetta misrétti, sem hrópar á aðgerðir, allt er þetta okkur að kenna. Það er léttvægt og reyndar lítilfjörlegt að láta sér nægja að skamma ein- staka forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar fyrir að geta ekki breytt þessu þjóðfélagi við samningaborð- ið, þegar við sjálf getum ekki náð þeirri samstöðu sem til þarf, við kjörborðið. Að breyta þjóðfélaginu Til þess að breyta þjóðfélaginu í átt til aukins jafnaðar og réttlætis; til þess að breyta eigna- og tekju- skiptingunni; til þess að uppræta spillinguna og afnema forréttindin — þarf pólitíska samstöðu þeirra, sem hagsmuna sinna og lífsskoðana vegna ber skylda til að veija vel- ferðarríkið fyrir fjandmönnum þess. Aldrei síðan á kreppuárum hafa hugmyndir og úrræði jafnaðar- manna um hlutverk lýðræðislega kjörins ríkisvalds til að stuðla að jöfnuði í eigna- og tekjuskiptingu, og tiyggja félagsleg mannréttindi hinna efnaminni frammi fyrir valdi fjármagns og forréttinda — aldrei Jón Baldvin Hannibalsson „Það er einmitt eitt meginhlutverk ríkis- valdsins, fyrir utan það að stuðla að jafnari eigna- og tekjuskipt- ingu en markaðurinn skilar, að neyða at- vinnurekendur til sam- keppni og tryggja þannig lægra verð og lægri framleiðslukostn- að, neytendum og al- menningi í hag.“ síðan á kreppuárum hafa þessar hugmyndir og þessi úrræði átt brýnna erindi til vinnandi fólks á Islandi en einmitt á okkar dögum. En til þess að vinna verkið þurf- um við tæki sem duga. Það skilja allir vinnandi menn. Hvarflar það að nokkrum viti bomum manni að rétta leiðin til að vinna verkið sé að sundra kröftunum sífellt í fleiri og smærri einingar — á sama tíma og við stöndum frammi fyrir ofur- valdi fjármagns og fjölmiðla í hönd- um eignastéttanna? Hvenær ætla menn að láta sér skiljast að sundrung er sama og ósigur? Hvenær ætla menn að læra af mistökum liðinnar sögu og koma sér saman um að bæta fyrir mistök- in? Hvers vegna höfum við ávaxtað svo illa okkar pund? Á þessum vetri héldum við hátíð- legt 70 ára afmæli Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins. í upphafí voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- sambandið ein og sama hreyfingin. Það sýnir að brautryðjendur verka- lýðshreyfíngarinnar skildu lögmál og leikreglur stjómmálanna til hlít- ar. Þeir sáu fram í tímann. Þeir vissu að styrkur verkalýðshreyfing- arinnar einnar nægir ekki til að breyta þjóðfélaginu. Til þess þarf pólitískan styrk. Og þetta tvennt þarf að fara saman. Að læra af mistökunum Öfugt við það sem varð annars staðar á Norðurlöndum og víðast hvar í Vestur-Evrópu náðu hægri öflin hér á landi að sameinast. Þar með hafa þau náð undirtökum í stjómmálabaráttu lýðveldisins: Aðstöðunni til að deila og drottna. Samtímis urðu skammsýnir menn þess valdandi, að eining verkalýðshreyfíngarinnar og flokka hennar, sem stóðst fyrsta aldar- íjórðunginn, var rofín oftar en einu sinni, með fyrirsjáanlega illum af- leiðingum. Fram á sjónarsviðið stigu ærðir, og stundum lærðir, mannkynsfrels- arar, sem þóttust vera svo bylting- arsinnaðir, að þeir gætu ekki sam- visku sinnar vegna starfað í sama flokki og við jafnaðarmenn. Þeir boðuðu formúlusósíalisma sam- kvæmt Lenin. í nafni þeirra hug- mynda klufu þeir fylkingar jafnað- armanna oftar en ég hirði að rifja upp. En hvernig fór um sjóferð þá? Um það þurfum við ekki lengur að deila. Þessar hugmyndir reynd- ust ekki aðeins rangar. Þær reynd- ust beinlínis hættulegar. Þær stóð- ust ekki dóm reynslunnar. En skað- inn er að vísu skeður. Flokkur jafnaðarmanna varð fyrir þungbærum áföllum af þess- um sökum. Verkalýðshreyfingin sjálf hefur ekki beðið þess bætur. Þjóðfélag okkar hefur beðið skaða af. Hægri öflin hafa staðið samein- uð. En vegna ítrekaðrar klofnings- iðju hefur andófshreyfíngin, mann- réttindahreyfing vinnandi fólks, ekki náð þeim styrk, sem þarf til að hafa í fullu tré við fjármagn og forréttindi. Af þessari sögu þurfum við að læra. Fyrir þessi mistök verðum við að bæta. Og lærdómurinn er einfaldur: Ágreiningur innan verkalýðs- hreyfingarinnar um stundarfyrir- bæri, eða um ólíkar leiðir að sam- eiginlegu marki, má aldrei verða til þess, að þeir sem eiga sér sameigin- legar hugsjónir og sameiginleg markmið láti minni háttar ágrein- ingsmál glepja sér sýn og veiki þannig styrk hreyfingarinnar með óvinafagnaði. Alþjóöleg' reynsla Leyfist mér í þessu samhengi að rifja upp eftirminnilega daga frá liðnum vetri. Dagana áður en við héldum afmælishátíð Alþýðuflokks- ins var ég staddur í Stokkhólmi sem fulltrúi íslenskra jafnaðarmanna við útför Olofs Plame. Þessir dagar í Stokkhólmi munu mér seint úr minni líða. Sorgarat- höfn eftir hinn fallna foringja var snúið upp í sigurhátíð. Við upplifð- um sterklega, að þótt foringjar falli heldur hreyfingin velli. Þarna voru saman komnir for- ystumenn 80 jafnaðarmannaflokka úr öllum heimsálfum. Það sem mér fannst lærdómsríkast var að kynn- ast forystumönnum tiltölulega ungra jafnaðarmannaflokka, sem nú vex óðum ásmegin í löndum þriéja heimsins. Nærvera þeirra við útför hins norræna jafnaðarmannaleiðtoga staðfestu að hinum afskiptu og kúguðu þegnum þróunarlandanna er að verða það æ ljósara, að kúg- unarkerfi kommúnismans er ekki svarið við arðráni kapítalismans; að sósíalismi án lýðræðis fær ekki staðist; að jöfnun lífsgæðanna verð- ur að haldast í hendur við frelsi einstaklingsins til orðs og athafna; að hugmyndir lýðræðisjafnaðar- manna um blandað hagkerfi einkaframtaks og opinberrar leið- sagnar er sú leið, sem gefur fyrir- heit um útrýmingu fátæktar, jöfnun lífsgæða og virðingu fyrir mann- réttindum. Á þessari stundu í Stokkhólmi fann ég vel til þess, að ég er stoltur af því að vera jafnaðarmaður. Hin alþjóðlega hreyfing lýðræðisjafnað- armanna er með sanni friðarhreyf- ing okkar tíma. Jafnaðarmenn hafa hvarvetna í starfí sínu hafnað vald- beitingu í samskiptum þjóða og einstaklinga. Lýðræðið sjálft er okkar pólitíska aðferð. Stefna okkar er mannúðarstefna. Saga okkar er saga þrautseigju og seiglu hins óbreytta manns í baráttu hans gegn öflum ofbeldis og kúgunar — fyrir mannréttindum og mannlegri reisn. 1. maí er ekki bara haldinn hátíð- legur í okkar landi. Hann er al- Kirkjudagur á Kálfatjörn HINN árlegi kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju verður haldinn 22. júní nk. Guðsþjónusta hefst í Kálfa- tjamarkirkju kl. 14.00. Þar mun séra Ámi Sigurðsson, sóknar- prestur á Blönduósi, prédika. Kirkjukórar Hvalsnes- og Kálfa- tjamarsóknar sjmgja sameigin- Iega við athöfnina undir stjóm organistans Frank Herlufsen. Einnig mun formaður sóknar- nefndar, Sesselja Sigurðardóttir, flytja ávarp. Áð guðsþjónustu lokinni mun Kvenfélagið Fjóla selja kaffiveit- ingar í Glaðheimum í Vogum. Allir eru að sjálfsögðu vel- komnir en fermingarböm ársins 1936 eru sérstaklega boðin til þátttöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.