Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGÚR 20. JÚyiíí 1986 $ „Heilbrigði allra árið 2000“: Ætlunin að efla heilsusam- legt líferni í stað þess að einblína á sjúkdóma — er markmið forvarnarstarfs langvinnra sjúkdóma sem er samstarfsverkefni WHO í Evrópu HÉR Á landi stendur nú yfir alþjóðleg heilbrigðismálaráð- stefna um forvamir langvinnra sjúkdóma, sem er liður í áætlun- inni um „Heilbrigði allra árið 2000“, en ísland er aðili að sér- stöku samstarfsverkefni Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) og nokkurra Evrcpuþjóða á þvi sviði, sem stendur til loka alda- mótaársins 2000. 35 fulltrúar heilbrigðisyfirvalda þeirra tíu þjóða, sem þegar hafa gerst aðilar að verkefninu, sitja ráð- stefnuna ásamt yfirmönnum skrifstofa WHO í Genf og Kaup- mannahöfn. Ráðstefnugestir hafa heimsótt Hjartavemd, Heilsugæslustöð Sel- foss, Heilsuvemdarstöð Reykjavík- ur og Krabbameinsfélag íslands. Hrafn Friðriksson, yfirlæknir heil- brigðisráðuneytisins sem er jafn- framt í forsæti ráðstefnunnar nú, hélt ræðu um forvarnir langvinnra sjúkdóma á íslandi og aðrir fulltrú- ar hafa skýrt frá gangi mála í þeim efnum í heimalöndum sínum. ísland gekk inn í samstarf þetta árið 1984 og var það heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem undirritaði samninginn fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar. Til að annast framkvæmd samningsins var sérstök stjómamefnd, verkefn- isstjóri og fulltrúaráð skipað af ráðuneytinu. í samningnum segir að algengustu orsakir veikinda, fötlunar, óvinnufæmi, þjáninga og dauða í Evrópu séu af völdum lang- vinnra sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, slysa, sykursýki og geðlægra vandamála. í samningnum segir að árangur verði áhrifameiri og áhættuvamir virkari og ódýrari séu sameiginlegir áhættuþættir skilgreindir og sam- hæfðum íhlutunaraðgerðum beitt sem ná til alls þorra manna. Fulltrúi WHO í Kaupmannahöfn, Dr. Leparski, sagði á blaðamanna- fundi er haldinn var í gær, að þær ríkisstjómir sem búnar væm að skrifa undir samninginn væru ábyrgar fyrir því að þessi mál nytu forgangs í löndum sínum. „Við þurfum fyrst og fremst að minnka áhættuna með því að vara fólk við reykingum, misnotkun áfengis, vímuefnum, hreyfíngarleysi og streitu. Einnig er ekki síður mikil- vægt að reyna að ná til bama. Þetta er fjórði fundurinn okkar síð- an átakið hófst og held ég að menn séu sammála mér um að hann sé einna þýðingarmestur þeirra allra. Ákveðið hefur verið að næsti fundur verði að ári í Búlgaríu. Við vonum svo sannarlega að fleiri lönd komi inn í samstarfíð t.d. Svíþjóð, Frakk- land og Bretland auk annarra." Á ráðstefnunni em fulltrúar frá Tékkóslóvakíu, Kanada og Bret- landi en þau lönd hafa enn ekki undirritað samninginn. Hrafn sagði að samstarf milli aðila, annarra en heilbrigðisgeirans, væri mikilvægt til að ná fram markmiðinu t.d. við önnur ráðuneyti og ýmis félagasamtök. Þá vildi Dr. Grabauskas, fulltrúi Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar í Genf, leggja áherslu á að ekki yrði ein- blínt á sjúkdómanna sem slíka held- ur eflingu heilsusamlegs lífemis svo hægt sé að koma í veg fyrir þá. „Við viljum með þessu sýna gott fordæmi svo aðrar þjóðir geti nýtt sér hugmyndina, t,d. þróunarlöndin, en þar hefur nýlega komið fram í skýrslum að tíðni langvinnra sjúk- dóma sé töluverð." Fulltrúi Sovétríkjanna á ráð- stefnunni, prófessor A.B. Baubin- ene, sagði að Sovétríkin hefðu undirritað samninginn árið 1983 og hefðu nokkuð jákvæðar breytingar orðið í heilbrigðismálum þar í landi. „ Við eigum nokkur tímarit sem reka áróður fyrir heilsusamlegu lífemi, sem hlýtur að hafa jákvæð áhrif þegar til lengri tíma er litið. Um hærri tíðni krabbameins vegna kjamorkuslyssins í Chemobyl sagð- ist hún ekki vera hrædd. „Viðvíkj- andi verkefninu eigum ekki við nein geislunarvandamál að glíma. Ég bý sjálf í Litháen, sem er langt frá Ukraínu, og hef ekki orðið vör við neina hættu. Hinsvegar er ég viss um að leiðtogar okkar og sérfræð- ingar geta svarað þessu auk þess sem við fáum fréttimar úr sjón- varpinu," sagði prófessor Baubin- ene. Morgunblaðið/Börkur Ráðstefnugestir í leikfimi á hádegi í gær. Fulltrúar frá íþróttasambandi íslands komu i heimsókn og gáfu gestunum boli í tilefni trimmdaganna og gerðu þeir síðan léttar æfingar undir stjórn Ástbjargar Gunnarsdóttur, formanns trimmnefndar ÍSI. Afsökunarbeiðni vegna Silfurtunglsins Árið 1978 fmmsýndi sjónvarpið Silfurtunglið eftir Halldór Lax- ness í sjónvarpsgerð Hrafns Gunnlaugssonar. Um síðustu hvítasunnu var þessi sjónvarps- gerð endursýnd, en hafði þá verið stytt og klippt upp án þess að leitað væri álits Halldórs Laxness. Undirritaður vill biðja Halldór Laxness afsökunar á þessu. Þá er rétt að eftirfarandi komi fram. { fréttum af þessu máli í fjölmiðl- um hefur þess misskilnings gætt, „að ég hefði viljað bæta verkið með þessari styttingu". Þessi orð eru ekki rétt eftir mér höfð, enda hafa fjölmiðlar túlkað þau svo, að ég hafí átt við leikritið sjálft. Svo er ekki. Hér átti ég við tækni- lega úrvinnslu sjónvarpsgerðar- innar, enda var hún unnin við fmmstæð skilyrði og fyrsta verk sjónvarpsins sem tekið var upp í lit á myndsegulband. Eg vil að lokum geta þess, að ég hef óskað eftir þvi við yfírstjóm sjónvarpsins, að hin stytta útgáfa verði ekki sýnd nema með leyfi Halldórs Laxness. 19. júní 1986 Hrafn Gunnlaugsson. Ég þakka af heilum hug alla þá vináttu og tryggö sem vinir og venslamenn sýndu mér á 95 ára afmœli minu þann 7.júni sl. GuÖ blessi ykkur öll. Jón Pálsson, dýralæknir, Selfossi. HARDY VEIÐIVÖRUR HINNA VANDLÁTU Þegar kemur að því að kaupa útbúnað til lax eða silungsveiða, er úr mörgum ólíkum tegundum að velja. HARDY er einn virtasti og reynd- asti framleiðandi veiðibúnaðar í heim- inum. HARDY framleiðir m.a.: frá- bær veiðihjól, stangir, línu, vesti, fatnað og fjölda fylgihluta sem nauð- synlegir eru í veiðiferðina. Allar vörur frá HARDY eru fram- leiddar af mikilli natni og vandvirkni. Til þess að tryggja mestu gæði eru nánast allar HARDY vörur handunn- ar. Við hjá Veiðimanninum erum stolt af því að geta boðið slíkar vörur. Það er engin tilvilj un að þeir sem set j a gæðin ofar öllu, velja HARDY veiðivörur. HAFNARSTRÆTI 5, REYKJAVÍK. SÍMI16760.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.