Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 15
þjóðlegur baráttudagur. Það sem sameinar hinn vinnandi lýð heims- byggðarinnar er barátta fyrir mannréttindum; fyrir lýðræði og frelsi einstaklinga og þjóða. Því aðeins að við njótum óskertra mannréttinda getum við beitt sam- takamætti okkar til að bæta lífskjör og jafna þau og tryggja félagslegt ðryggi. Er þetta ekki líka niðurstaðan af reynslu okkar íslendinga — og íslenskrar verkalýðshreyfingar? Getum við ekki sameinast um það? Að bæta fyrir mistökin Hvað getum við lært af reynsl- unni? M.a. það, að hugmyndum, sem standast ekki dóm reynslunnar, ber að hafna. Þær eru ekki aðeins munaður, sem við höfum ekki efni á, heldur beinlínis skaðlegar — í ætt við fíkniefni. Þess vegna er það að við hljótum ævinlega að vera reiðubúin að endurskoða gamlar kennisetningar, úreltar hugmyndir. Annars dagar hreyfinguna uppi og hún verður áhrifalaus. Það sem var róttækt í gær getur verið erkiíhaldssemi dagsins í dag. Hvar getur afdankaðra íhaldsfyrir- bæri en forhertan stalínista á okkar tíð? Kommúnistaflokkarnir í okkar heimshluta, sem hefur dagað uppi í úreltum hugmyndaheimi stalín- ismans, eru smám saman að þokast á fomminjasöfn sögunnar. Jafnaðarmannaflokkarnir, sem hafa endurmetið hugmyndir sínar og reynslu, eru hins vegar víðast hvar að verða alls ráðandi sem sameinandi forystuafl, vinstra megin við miðju stjómmálanna. Þetta hefur gerst í Frakklandi; þetta gerðist á Spáni; þetta gerðist í Portúgal; þetta er að gerast á ítal- íu; og þetta getur líka gerst á ís- landi — ef við skiljum okkar vitjun- artíma. Ég spyr enn: Hvað þurfum við að gera til að bæta fyrir mistök fortíðarinnar og láta draum braut- ryðjendanna rætast um öflugan jafnaðarmannaflokk, sem geti boðið forréttindaöflum íjármagnsins birg- inn? Svarið er einfalt: Við getum látið þann draum rætast, ef við höfum pólitískan kjark til að vísa á bug úreltri vanhugsun; og ef við höfum nægilega einbeittan pólitískan vilja til að breyta því sem breyta þarf: Vilji er allt sem þarf. Fyrstaskref: Á þessum vetri, við undirbúning kjarasamninga, gerðust þeir hlutir innan verkalýðshreyfingarinnar, sem staðfesta hugmyndalega sam- stöðu okkar jafnaðarmanna og áhrifamikilla forystumanna verka- lýðshreyfingarinnar innan Aiþýðu- bandalagsins. Ég fagna þeirri þró- un. Það er fyrsta skrefið. Annaðskref: Hvert er næsta skref? Að við náum samstöðu um breyt- ingar á skipulagi og starfsháttum verkalýðshreyfingarinnar með það fyrir augum að minnka bilið milli fólksins á vinnustaðnum og foryst- unnar. Kjami þeirra hugmynda er að sameina fólkið á hveijum vinnu- stað í einu stéttarfélagi; endur- skipuleggja hreyfinguna síðan í nokkmm atvinnuvegasamböndum, sem fari með samningavaldið — en vinnustaðafélögin fari með sérmál. Þetta er rétta leiðin til að sam- eina fólkið á vinnustöðunum; auka samstöðu um að draga úr launa- mun; auka félagslega virkni og samheldni, styrkja samningsstöðu og lýðræðið innan hreyfingarinnar. Þriðjaskref: Og næsta skref? Að forystumenn Alþýðubanda- lagsins dragi rökréttar ályktanir af gagnrýni sinni á kúgunarkerfi Sovétkommúnismans. Þannig þurfa þeir að fara að fordæmi t.d. ítalskra kommúnista og reyndar upp á síð- kastið skandinavískra vinstrisósíal- ista. Ég sagði áðan að lýðræðið væri aðferð okkar jafnaðármanna í. stjómmálum. Þáð er forsenda frels- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20.JÚNÍ1986 15 is og mannréttinda — og þar með friðar. Þess vegna ætlum við okkur að veija lýðræðið gegn ásókn al- ræðisaflanna. Svo einfalt er það. Utanríkismál eru líka stjómmál. Þeir sem ekki skilja þessi undir- stöðuatriði munu aldrei ná settu marki: Sem er að sameina 40-50% íslensku þjóðarinnar í flöldahreyf- ingu jafnaðarmanna, sem verði ráð- andi afl í íslenskum stjómmálum næstu áratugi. Fjórða skref: Og þar næsta skref? Það snýst um efnahagsmál. Verkefnið er að móta stefnu í efna- hags- og atvinnumálum, sem trygg- ir hvort tveggja öflugan hagvöxt og aukin jöfnuð í eigna- og tekju- skiptingunni. Til þess þurfa menn að skilja gangverk hins blandaða hagkerfis. En það er ekki nóg. Menn verða að lýsa sig eindregna andstæðinga síþenslu ríkisbáknsins; ríkiseinok- unar og pólitísks skömmtunarkerfis í íjárfestingarstjóm. Menn verða að vera reiðubúnir að neyða atvinnurekendur til sam- keppni og nýta kosti markaðaríns þar sem hann nýtur sín best til að standa undir nauðsynlegum hag- vexti, tryggja atvinnufrelsi og virkja sköpunarkraft einstakling- anna. Þessar nýju stefnuáherslur eru rétta svarið við árásum markaðs- hyggjutrúboðsins á velferðarríkið. Mitterrand Frakklandsforseta varð á í messunni í upphafi stjómartíma síns, en lét sér reynsluna að kenn- ingu verða. Hann náði engum árangri með þjóðnýtingar- og fram- sóknarforsjárstefnu. Hann söðlaði um. Árangurinn lét ekki á sér standa. Þetta er það sem þið Alþýðu- bandalagsmenn þurfið fyrst og fremst að læra af mistökum ykkar í stjórnarsamvinnu við Framsókn á liðnum árurn. Fimmta skrefið: Við skulum ekki velkjast f vafa um, hver er munurinn á stefnu okkar jafnaðarmanna og t.d. mál- svara markaðshyggjunnar. Ágreiningurinn er ekki um ágæti einkaframtaks og samkeppni á markaði. Sagan sýnir að Sjálfstæð- isflokkurinn styður hvomgt heils hugar, þar sem hann fer með völd. Sagan staðfestir líka spakmæli höfundar markaðshyggjunnar, Adams Smith, þegar hann sagði: Atvinnurekendur setjast ógjaman svo að spjalli yfir kaffibolla, að talið snúist ekki upp í samsæri gegn neytendum. það er einmitt eitt meginhlutverk ríkisvaldsins, fyrir utan það að stuðla að jafnari eigna- og tekju- skiptingu en markaðurinn skilar, að ncyða atvinnurekendur til samkeppni og ttyggja þannig lægra verð og lægri framleiðslu- kostnað, neytendum og almenningi íhag. Aðalágreiningsefni okkar við markaðshyggjutrúboðið em því þessi: Jafnaðarmenn vilja beita samtakamætti fólksins og lýðræðis- lega fengnu valdi Alþingis og ríkis- stjóma til þess að koma í veg fyrir þá misskiptingu auðs og tekna, sem hlýst af óheftum markaðsbúskap, fái hann að hafa sinn gang óheftur. Við vitum að útþenslu ríkis- báknsins em takmörk sett. En við vitum líka, að óheftur markaðs- búskapur leiðir til samfélagsgerðar, sem er siðferðilega fordæmanleg. Þess háttar þjóðfélag fær ekki staðist. Það leysist upp í harðvitug- um stéttarátökum, ef ekki nýtur við fyrirbyggjandi félagslegra umbóta, í anda jafnaðarstefnu. Alþýðubandalagsmenn þurfa að læra, að þeir vinna ekki einu sinni orustur, hvað þá heldur stríðið sjálft, við markaðshyggjutrúboðið, með því að tefla fram úreltri ríkis- forsjá og forsjárhyggju gegn hug- myndum um samkeppni fijálsra einstaklinga á markaðnum. Því að samkeppnin er neytendum í hag, fái hún að njóta sín. Og markaður- inn dreifir hinu efnahagslega valdi, stuðlar að valddreifingu til smærri eininga, fyrir utan það að hann stendur opinn nýjum aðilum. Hins vegar hlýtur ríkisvaldið að áskilja sér allan rétt til íhlutunar, til þess að vinna á móti innbyggðri tilhneigingu markaðaríns til einok- unarmyndunar, til þess að stuðla að samkeppni og til þess að jafna eigna- og tekjuskiptinguna — eftir á. Þetta skildu allir evrópskir sósíaldemókratar strax á milli- stríðsárunum. Þetta þurfið þið Alþýðubandalagsmcnn endilega að fara að skilja. Þetta er nefni- lega undirstöðuatriði. Róttækni — íhald Aukin áhersla á athafnafrelsi einstaklingsins er aðeins dæmi um að sígild jafnaðarstefna getur lagað sig að breyttum viðhorfum og vinnubrögðum. Ríkisforsjá og miðstýring er íhaldssamt kerfissjónarmið. Viljinn til að dreifa valdinu til smærri ein- inga, sveitarstjóma, samtaka og einstaklinga, er viðleitni til róttækni og breytinga. Það er skref í átt til aukins atvinnu- og efnahagslýð- ræðis. Þessar stefnuáherslur eiga ekk- ert skylt við það, að jafnaðarmanna- flokkamir séu að færast til hægri. Það er bara bull úr andstæðingum okkar, ýmist fram borið gegn betri vitund eða af þekkingarskorti. Þeir stjómmálaflokkar sem halda fast í úrræði gærdagsins era íhaldssamir. Hinir sem aðlaga hugmyndir sínar og vinnubrögð breyttum þjóðfélagsveraleika era þvert á móti trúir hugsjónum sínum: Þeir era róttækir í vinnubrögðum. Þeirra er framtíðin. Vitur maður mælti forðum að ef guð væri ekki til, væri manninum það sáluhjálparatríði að finna hann upp. Þetta þótti spaklega mælt. Hitt er ekki síður satt að í þjóð- félagi, þar sem öflug Qöldahreyfing jafnaðarmanna með virka lýðræðis- lega verkalýðshreyfingu að bak- hjarli er ekki til, þá er vinnandi fólki lífsnauðsyn að finna hana upp. Ég hef lýst fimm áföngum á þeirri leið að láta drauminn rætast. Fimm hindranum þarf að ryðja úr vegi. Engin þeirra er óyfirstíganleg. Sé það satt að trúin’ flytji fjöll þá era það heldur engar ýkjur að ein- beittur pólitískur vilji getur lyft Grettistökum — ratt nýjar brautir svo færar séu á framfarabraut fólksins. Eins og þið hafið heyrt hef ég verið ákaflega sáttfús í þessari ræðu í dag. Ég hef varla vikið gagnrýnisorði að félaga Svavari og flokki hans — fyrir utan að segja, að hann hefði helst aldrei átt að vera til. Það er svona í vestfirskum stíl og minnir á gamla sögu af Vilmundi landlækni. íhaldsmönnum þar vestra þótti Vilmundur tala heldur hispurslaust og óvægilega um fram- bjóðanda þeirra; bar honum m.a. á brýn landráð vegna landhelgis- njósna. Þá leituðu íhaldsmenn eftir því sem þeir kölluðu „herramanns- samkomulagi" við Vilmund um að hann brúkaði hóflegri munnsöfnuð í þeirra viðskiptum. Svar Vilmundar flaug víða: „Ef þið hættið að ljúga upp á mig og minn flokk skal ég svo sem láta vera að segja sannleikann um ykkur.“ Að lokum: ímyndið ykkur hvem- ig umhorfs væri í þessu þjóðfélagi, ef við ættum nú þegar heilsteyptan verkalýðsflokk, sem starfaði á traustum hugmyndagrandvelli lýð- ræðisjafnaðarstefnu og hefði að bakhjarli vel skipulagða og lýðræð- islega virka verkalýðshreyfingu, eins og viðast hvar annars staðar í Evrópu. Og eins og brautryðjend- uma dreymdi um forðum. Ég bið ykkur að hugleiða svarið við þessari spumingu vandlega því að framtíð þessa þjóðfélags á mikið undir því komið, hvert svar ykkar verður. Höfundur er formaður AJþýðu- flokksins og þingmaður Reykvik- inga. Fiskmarkaðurinn 1 Bretlandi: Verð mjög mismunandi FJÖGUR íslenzk fiskiskip hafa selt afla sinn i Bretlandi það sem af er vikunni. Gæðum var í öllum tilfellum ábótavant, en meðal- verð þó mjög mismunandi. Hæst varð meðalverð á kiló úr heilum farmi 66 krónur en lægst 43 krónur. Hæst meðalverð fyrir einstakar tegundir fékk Sunnu- tindur SU, 80 krónur fyrir ýsu- kflóið Sunnutindur SU seldi á mánudag 114 lestir, mest þorsk, í Grimsby. Heildarverð var 7.515.000 krónur, meðalverð 65,04. 95 lestir af aflan- um vora þorskur og meðalverð fyrir hann 65,90. 12 lestir vora af ýsu og meðalverð fyrir hana 80 krónur. Aflinn fór að mestu í annan gæða- flokk. Huginn VE seldi sama dag 77 lestir í Hull. Heildarverð var 3.881.000 krónur, meðalverð 50,36. 16 lestir af aflanum vora þorskur á 52,35 krónur hvert kíló að meðal- tali. 51 lest var af ýsu á 52 krónur kflóið. Megnið af aflanum fór í annan gæðaflokk. Á þriðjudag seldi Þórs- hamar GK 61 lest í Grimsby. Heild- arverð var 2.657.000 krónur, meðal- verð 43,15. 50 lestir af aflanum voru þorskur á 45,20 krónur en annað ýmsar tegundir. Megnið af aflanum fór í þriðja gæðaflokk. Sighvatur GK seldi á miðvikudag 76 lestir í Hull. Heildarverð var 4.304.000 krónur, meðalverð 56,84. 64 lestir aflans vora þorskur á 59,08 krónur að meðaltali og 5,2 lestir ýsa á 60 krónur hvert kfló. Áðrar óæðri tegundir drógu meðalverð niður. fWoygftmfoliiftifo ÁskrifUirsiminn er 83033 Amerísku gasgrillin komin Veröiö erfrábœrt frá kr. 9.510 — 20.800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.