Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 23
f t Í/ÍTTT OV 9T Tn AYf r TTpA'J Óftt A fflWTO<1 < 1 r/ MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1986 AF ERLENDUM VETTVANGI Erfitt verður að hemja vax- andi ríkisútgjöld í heiminum AUKNING ríkisútgjaldanna hefur verið ein öruggasta staðreynd lífsins lengur en flestir kjósendur hinna ríku lýðræðisríkja geta munað. Skyndilega virðist samt sem þessu sé að verða lokið. Stjórnmálamenn, sem hafa þráð þennan dag, kunna að freistast til þess að álykta sem svo, að úr því að vöxtur ófreskjunnar hafi einu sinni verið haminn, sé unnt að láta hana skreppa saman. Aðrir halda, að með því að hemja ófreskjuna hafi svo margt fólk verið sett úr jafnvægi, að það muni senn kjósa yfír sig ríkisstjómir sem lofi að eyða meiru í svo að segja alla hluti. Þeir sem vilja auka útgjöldin og hinir, sem vilja draga úr þeim, eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum og það er mikilvægt fyrir heilbrigði lýðræð- isins á ofanverðri 20. öld að vita hvers vegna. Ríkisútgjöld hafa allt of lengi verið að vaxa í hlutfalli við verga þjóðarframleiðslu (VÞF) í öllum þeim löndum, sem aðild eiga að OECD (Efnahags- og framfara- stofnuninni). Árið 1960 fóru þessi útgjöld framúr Va af VÞF í aðeins tveimur af 24 aðildarlöndum OECD. Nú er því þannig farið í 23 af aðildarlöndunum. Meðaltalið var 45% árið 1984, en var allt frá 31% í Sviss upp í 64% í Sví- þjóð. Hlutfallið hækkaði mest á síðasta áratug, er VÞF óx hægar, en stjómvöld gleymdu hinum gamla málshætti, að sníða ber stakk eftir vexti. Hlutfallið lækk- aði aðeins á síðasta ári og á senni- lega eftir að lækka aftur á þessu ári. Takmörk vaxtarins Hlutfall opinberra útgjalda miðað við VÞF myndi ekki hafa vaxið jafn hratt og raun varð á á síðasta áratug, ef hagvöxtur hefði haldið sínum fyrri þrótti. Ef VÞF í Japan hefði vaxið á árunum 1975-1984 um 8% á ári, eins og hún gerði að meðaltali 1965-1974, þá hefðu þau billjón jena, sem japanska stjómin eyddi á árinu 1984, aðeins verið 25% af VÞF í stað 33%, eins og þau voru í reynd. Við þetta má bæta, að — einkum í Evrópu — mikill kostnað- ur er vegna atvinnuleysisbóta, þar sem atvinnuleysi er mikið, að hluta til orsök viðbótarútgjalda hins opinbera nú. Þau em þannig 5% í Bretlandi og ekki má gleyma þeim tekjum, sem hið opinbera missir af við það að verkamenn, sem annars greiða skatta, missa vinnu sína. Ef gert er ráð fyrir því, að fleiri olíukreppur eigi ekki eftir að ganga yfir heiminn né ný verðbólguholskefla, þá em all bjartar horfur á hraðari vexti á VÞF. Af þessum sökum ætti einn- ig að vera svigrúm fyrir aukin ríkisútgjöld án hærri skatta. En ekki er allt sem sýnist. Ein ástæðan fyrir því er neðanjarðar- hagkerfið. Það gefur fólki tæki- færi til þess að vinna sér meira inn og eyða meim án þess að greiða skatta. Utgjöld hins opin- bera em aftur á móti hluti ofan- jarðarhagkerfisins, sem heldur því fram, að stjómvöld geti því aðeins eytt fé, að þau leggi á skatta (eða taki lán og gfreiði vexti). Eftir því sem skattar hækka, íjölgar því fólki, sem ákveður að sleppa við þá. Þetta gerist á mismunandi stigum í einu landi til annars, allt eftir menningarvið- horfi fólks og elju skattheimtu- mannanna. ítalir hafa komið sér upp neðanjarðarhagkerfi, sem kann að vera jafn umfangsmikið og fjórðungur hinnar opinbem Opinberum útgjöldum er llkt við skrímsli, sem alltaf getur gleypt meira og meira. VÞF. Jafnvel í hinu löghlýðna Vestur-Þýzkalandi kann neðan- jarðarhagkerfið að nema 10% af VÞF samkvæmt nýjum tölum, sem vinnumáiastofnun Sam- bandslýðveldisins hefur látið frá sér fara. Slíkar tölur gefa til kynna, að öll aðildarríki OECD em þegar komin út fyrir endimörk skatt- heimtunnar í þeim skilningi, að við hvert viðbótar sterlingspund eða mark, sem stjómin tekur í auknum sköttum, tapar hún jafn- framt æ meiru vegna skattsvika. Sum lönd gætu jafnvel ratað svo langt, að hver viðbótardollara, sem fæst með því að leggja á hærri skatta, verði tii þess að það tapist meira en dollari á móti. Neðanjarðarhagkerfið setur stjómvöldum þannig takmörk fyrir því, hve miklu þau geta eytt með því að hafa af þeim skatttekj- ur. Allt í lagi, segja sumir eyðslu- frekir stjómmálamenn. Við skul- um hlusta á þessi rök og fallast á þessar takmarkanir. Þetta þýðir samt sem áður ekki, að við þurfum að halda aftur af opinberum út- gjöldum. Ef við gemm ráð fyrir því að hagvöxtur aukist, geta stjómvöld eytt meim án þess að leggja á skatta. Þetta er samt enn of mikil bjartsýni og því skaðlegt, þar sem það fær fólk til þess að gera meiri kröfur til ríkisins en það getur staðið undir. Þeir sem vilja ala ófreskjuna jafnt sem hinir, sem vilja að hún skreppi saman, verða að viðurkenna, að þær skuldbindingar, sem ríkið hefur þegar tekið á sig, hljóta að verðaafardýrar. Byijum á vöxtum af skuldun- um. I Bandaríkjunum hafa þeir vaxið úr því að vera 7% af opin- bemm útgjöldum 1975 upp í það að vera næstum 10% 1982 og 14% nú. í Frakklandi er vöxturinn enn hraðari, úr 4% í 6,5% og 9%. Aðrar skuldbindingar stjóm- valda eiga eftir að reynast jafnvel enn dýrari. Flestar þeirra áttu sér stað snemma á sjöunda áratugn- um, er lífsiíkur í OECD-löndunum vom um Ijórum ámm skemmri en þær em nú. Fólk er að verða eldra og hefur þess vegna meiri tíma til þess að vera veikt. Margt af því dvelst ámm saman á sjúkra- húsum, þar sem það er umlukt dýmm tækjum, er ætlað er að lengja lífdaga þess. Þörf verður á fleimm læknum og hjúkmnarkonum og heilbrigð- iskerfið verður því að greiða enn meira fyrir störf þessa fólks. Hver sjúklingur að meðaltali mun þó ekki verða þess var, að hann njóti meiri umönnunar en foreldrar hans gerðu. Og eftirlaun handa stöðugt eldri borgurum eiga ör- ugglega eftir að verða vaxandi útgjaldabyrði fyrir hið opinbera. Samkvæmt núgildandi útreikn- ingum á kostnaðurinn við elli- launaáætlun Japana eftir að tvö- faldast úr 5% af VÞF nú í 10% árið 2010. Við getum alveg sleppt því að hugsa um að hækka raun- gildi vikulegra ellilauna. Heildar- kostnaðurinn mun hækka hvort sem er. Tölur um mannfjölda em ekki hið eina, sem á eftir að hafa í för með sér aukin opinber útgjöld. Götuumferð er ekki ömggari en áður var, svo meira fé þarf að veija til lögreglunnar. Veröldin sýnir lítil merki um friðarvilja, svo útgjöld til vamarmála — sem þegar em minna hlutfall af VÞF flestra OECD-ríkja en á miðjum sjötta áratugnum — eiga eftir að aukast. Fyrir þess konar liði og aðra mun tilhneiging hins opin- bera í þá vem að auka útgjöldin hraðar en einkageirinn þýða það, að þunginn í núverandi opinbemm áætlunum verður geysilegur. Félagsfræðingar fái greiðslur eftir afköstum Enda þótt kjósendur vænti þess, að ríkið haldi áfram að gera það, sem þeir hafa vanizt af því, vilja þeir einnig greiða lægri skatta. Þessi þversögn er ekki ný, en hún á eftir að skipta svo miklu, miklu meira máli síðar. Þeir stjómmálamenn, sem bezt bregðast við henni, eiga eftir að reynast snjöllustu ráðamenn næstu kynslóða. Þessa einkunn var venja að gefa þeim ríkisstjómum, sem réðu yfir dugmesta einkarekstrinum. í framtíðinni mun dugnaður í opin- bemm rekstri skipta að minnsta kosti eins miklu máli. í mörgum löndum þýðir þetta í fyrsta lagi að stórir hlutar þeirrar starfsemi, sem hið opinbera fer nú með, verða fengnir í hendur einkaaðil- um. Þar má nefna flugfélög, kola- námur, stálvinnslu, skipasmíðar og íjarskipti — í stuttu máli margar af þeim greinum, sem em þjóðnýttar í Evrópu en hafa aldrei verið það í Bandaríkjunum. Það, sem hófst í Bretlandi sem hug- myndafræði hjá Margaret Thatc- her um að fá opinberan rekstur í hendur einkaaðilum, á eftir að skoðast sem hagsýni og sjálfsagð- ur hlutur alls staðar í Vestur- Evrópu og í mörgum löndum annars staðar. Þetta verður gert ekki í þeim tilgangi „að eyðileggja ríkið" heldur til að gefa mestum hluta þess, sem eftir verður af því, tækifæri til þess að þjóna almenningi. Næsta stig yrði að innleiða samkeppni og framleiðnisstaðla inn í alla starfsgreinar. Staðla verður að mæla og verðlauna. Efnahagskerfi þeirra þjóða, sem bezt heppnast á næstu öld, verða þau þar sem afköst lækna og hjúkmnarkvenna en einnig afköst skriffinnanna verða mæld ekki síður en afköst verksmiðjufólks og sölumanna nú og þar sem fremsti félagsfræðingurinn mun fá fimm til tíu sinnum hærri laun en afkastaminnsti starfsbróðir hans. (Grein þessi er leiðari í Eco- nomist og er aðeins stytt.) Hin árlega Viðeyingafólagsins verður í Viðey laugardaginn 21. þ.m. og hefst með guðsþjónustu í Viðeyjar- kirkju kl. 15.00. Prestur sóra Guðmundur Óskar Ólfafsson. Bátsferðir úr Sundahöfn hefjast kl. 14.00. Kaffiveitingar í félgsheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Félagsmenn fjölmennið. Sjáumst íeynni. Stjórnin Hinir eftirspurðu Candi/ kæliskápar eru komnir aftur Verslunin Borgartúni 20 - Sími 26788 LÁNDSINSMESTA ÚRVAL AF ELDHÚSBORÐ UM OGSTÓLUM Borö og 4 stólar Verð frá kr. 11.030.- stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.