Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1986 37 Hæ, hó jibbí jei — það er kominn 17. júní. Ættjarðarinnar minnst i tónum og töluðu máli. Grýla gamla lét sig ekki muna um að mæta, þó svo hátíðarhöldin hafi verið hinumegin við Atl- antshafið. gerðust jafnvel svo djörf að dangla í rassinn á henni. Næst fóru krakk- amir í reiptog og boltaleiki og léku sér í allskonar leiktækjum á lóðinni. Þau skemmtu sér geypivel og vildu helst ekkert fara heim þegar kvölda tók. Hátíðahöldin stóðu frá kl. 2 eftir hádegi fram til kl. 7 um kvöld- ið og lauk með skemmtun, þar sem Þórunn Ólafsdóttir var fjallkona og flutti Ijóð. Ennfremur sungu böm og fullorðnir og dönsuðu saman. Þórólfur Guðnason, Páll Torfi Önundarson og Ágústa Lorenzini léku á hljóðfærin en Guðlaugur Einarsson stjómaði söng ættjarðar- ljóða og annarra vinsælla vísna og stýrði auk þess hópdansi. Viðstaddir luku iofsorði á alla tilhögun þjóð- hátíðardagsins og fór hver og einn ánægður til síns heima í New York eða næsta nágrenni við stórborgina. Sissy Spacek í nýrri mynd Nú ku styttast í að myndin „Violets are Blue" verði sýnd í bíóhúsum víða um heim. Með aðalhlutverk í þeirri mynd fara þau Sissy Spacek og Kevin Kline. Ástin kemur að sjálfsögðu mikið við sögu í myndinni og allt sem henni fylgir — væntingar og vonbrigði að ógleymdri blessaðri valdabarátt- unni. í stuttu máli er söguþráðurinn sá að eftir margra ára samband skilja leiðir þeirra skötuhjúa. Hún yfírgefur heimabæ sinn, fer mikið einfömm og gerist ljósmyndari hjá virtu tímariti, þvælist um heiminn þveran og endilangan og iendir í alls kyns ævintýmm. Hann ákveður hinsvegar að halda sig á kunnugleg- um slóðum, býr áfram við ströndina, giftir sig og eignast bam. Er Sissy snýr aftur fer heldur betur að hitna í kolunum — þau taka að hittast á ný, en nú em mörg ljón í veginum. Hvort um sig lengir þau eftir hamingjunni, sem þau telja hitt hafa fundið. Hún þráir öryggið og festuna sem hann býr við — hann spennuna og ævintýrin sem hún þekkir svo vel. Að sögn fróðra manna er þessi mynd nokkuð ein- stök, þrátt fyrir að söguþráðurinn sé orðinn sígildur, þar sem í þessari mynd takast þau á við vandamálin, reyna að spila sem best úr sínum spilum en ijúka ekki út í heim í leit að sjálfum sér, eins og svo algengt er orðið að gerist í lok svona mynda. Ef marka má okkar heim- ildir mun þessi mynd vera vel leikin auk þess sem hún vekur mann til umhugsunar, ýtir ,rækilega við manm. Komin heim í heiðardalinn — Sissy Spacek í hlutverki sínu í myndinni „Violets are Blue“. COSPER ©PIB cartMitm COSPER 10216 Þetta er nú bara beitan. TRIMM kynning Landssambands líkams- ræktarstöðva fyrir alla verður í dag og á morgun íeftirtöldum líkamsrækt- arstöðvum: • Æfingastöðin Engihjalla • Heilsustúdíóið Skeifunni • Ræktin Ánanaustum • Orkubót Grensásvegi • Orkulindin Vatnsstíg • Líkamsræktin Kjörgarði Kynningin er að sjálfsögðu ókeypis. KLÆÐNAÐUR KAPP klæðnaðurinn frá66°N „Sextíu og sex norð- ur er einstaklega léttur og hlýr sem ull. Hann er mjúkur og loðinn að innan. KAPP I útileguna á alla fjölskylduna. KAPP til sjávar og sveita. Kl RLEfe ll|ljPfc Hllfe ||lm iffl Ánanaustum sími 28855 cr O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.