Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 Sími 68-50-90 vemnoAHús HÚS GÖMLU DANSANNA Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9-3. Hljómsveitin Ármenn ásamt hinni vinsælu söng konu Mattý Jóhanns Janis Carol skemmtir nu Islendmgum at smm al- kunnu snilld og auðvitað á hringsviðinu íí Miða- og borðapantanir í síma 20221 SJÁ AUGLÝSINGU FRÁ MÍMISBAR GILDIHF Felipe Gonzales, forsætisráð- herra Spánar. Manuel Fraga Iribarne, leiðtogi hægri manna. Adolfo Suarez, forystumaður miðjumanna. Boðað til nýrra þing- kosninga á Spáni eftir Önnu Katrínu Árnadóttur Fyrir rúmlega tíu árum lést Fracisko Franko, einræðisherra Spánar í tæplega 40 ár, og með andláti hans hófst tímabil mikilla breytinga í landinu. Eftir 40 ára einveldi var komið á þingbundinni konungsstjórn. I aprílmánuði síðastliðnum var boðað til þriðju lýðræðislegu kosn- inganna eftir stjórnarfarsbreyting- una. Undir eðlilegum kringumstæð- um hefðu kosningamar átt að fara fram í október á þessu ári, en stjóm- arflokkurinn PSOE, Sósíalíski verkamannaflokkurinn, sem fékk hreinan meirihluta í síðustu kosn- ingum, hefur tekið þá ákvörðun að flýta kosningunum um fjóra mán- uði, þær munu eiga sér stað hinn 22. júní næstkomandi. Jákvæð afstaða sósíalistaflokks- ins til áframhaldandi vem Spánar í Atlantshafsbandalaginu hefur orðið til þess að pólitísk ímynd þeirra hefur misst hluta þess glans sem hún hafði eftir síðustu kosning- ar. Stór hluti ungs fólks hefur gerst fráhverfur flokknum vegna afstöðu hans til NATO, en afstaða flokksins hefur ekki aflað honum nýrra at- kvæða þar sem þeir sem hlynntir em aðildinni að NATO halda áfram að kjósa þá flokka sem teljast vera hægrisinnaðir. Kannanir sem flokkurinn hefur látið gera frá því að hann tók við völdum og undanfama mánuði, með sérstaka áherslu á útkomuna úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um NATO í mars síðastliðnum, hefur sannfært þá um að núna væri ákjós- anlegasti tíminn til þess að boða til nýrra kosninga meðal annars vegna þess að andstæðingamir vom óund- irbúnir undir kosningabaráttuna, sumir flokkar varla stofnaðir eins og flokkur sameinaðra vinstri- manna. Þó að sósíalistamir séu sigurvissir og næsta ömggir um að vinna kosningamar mun þeim reyn- ast erfitt að ná fullum meirihluta í þinginu öðm sinni, m.a. vegna þess að miklar líkur em til þess að fjöldi fólks mun ekki neyta kosningarétt- ar síns. Þeir flokkar sem bjóða fram í öllum kjördæmum em sex, fýrir utan þessa flokka em svo flokkar sem bjóða fram í einstökum kjör- dæmum, eða landshlutum. Hinir sex mikilvægustu em eftirtaldir: PSOE, Sósíalíski verkamanna- flokkurinn sem er einn í ríkisstjóm. Þeir hafa nú fallist á að fella stóran hluta tillagna sósíalíska verkalýðs- félagsins inn í kosningaloforð sín, með það fyrir augum að þeir heiti fullum stuðningi við flokkinn í kosningabaráttunni. CP, kosningabandalag þriggja hægri flokka, og er sem stendur forystuflokkur stjómarandstöðunn- ar. Þeir luku niðurröðun á fram- boðslista eftir mikið þóf þar sem eríltt reyndist að ná samkomulagi um niðurröðun í efstu sætin í hveiju kjördæmi. Formaður flokksins, Manuel Fraga Iribame, er forsætis- ráðherraefni flokksins, en hann var tvisvar ráðherra í ríkisstjómum Frankos. PRD, hinn nýstofnaði Lýðræðis- legi umbótaflokkur, býður fram Miquel Roca sem forsætisráðherra- efni flokksins, Roca og hans flokkur boða nýjan stíl, nýtískulegri hugs- unarhátt og viðhorf og svokallaðan Evrópuisma. CDS, Lýðræðis- og félagslegi miðjuflokkurinn, flokkur Adolfo Suárez fyrrverandi forsætisráð- herra. Suárez hefur möguleika á því að auka til muna fjölda atkvæða frá því í síðustu kosningum, þar sem fjöldi fólks lítur á hann sem hetju stjórnarfarsbreytinganna, forsætis- ráðherrann sem kom breytingunum á án þess að til borgarastyijaldar kæmi. IU, Sameinaðir vinstrimenn, er bandalag stofnað sérstaklega fyrir þessar kosningar og á uppruna sinn að rekja til baráttu herstöðvaand- stæðinga fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna um NATO. Stofnendurn- ir eru hluti af nefndinni Anti-NATO sem náði stuðningi fjölda fólks. Þessir aðilar telja sig vera eina valkostinn fyrir vinstrisinnaða kjós- endur þar sem PSOE hefur ekki staðið við kosningaloforð sín. Stærsta einingin innan bandalags- ins er Kommúnistaflokkur Spánar, og formaður bandalagsins er for- maður Kommúnistaflokksins, Gerado Iglesias. UC, Sameinaðir kommúnistar. Fyrrverandi formaður Kommún- istaflokks Spánar, Santiago Carillo, býður sig fram til forsætisráðherra, í þetta sinn fyrir bandalag fyrrum meðlima kommúnistaflokksins. Fjárhagsleg staða flokkanna er misjöfn en allir eru þeir leitandi eftir fjármagni til þess að veija til kosningabaráttunnar, sem hófst hinn 30. maí síðastliðinn. Sjö at- kvæðamestu bankar landsins hafa tekið þá ákvörðun á sameiginlegum fundi að veija 3.800 milljónum peseta (rúmlega 1.000 milljónum íkr.) til útlána til þeirra stjórn- málaflokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum. En þessari upphæð er ekki skipt jafn á milli allra flokk- anna heldur skipta bankarnir fénu eftir því sem þeir telja hagstæðast. 80% upphæðarinnar skiptist á milli sósíalista (PSOE), bandalags hægriflokkanna (CP) og Lýðræðis- lega umbótaflokksins (PRD). Hin 20% skiptast svo á milli þeirra flokka sem eftir standa. Samkvæmt þessari skiptingu fær flokkur Su- árez t.d. 200.000.000 til ráðstöfun- ar til þess að heyja kosningabaráttu um allt landið. Vegna þessarar misskiptingar fjármagnsins hefur orðið töluverður úlfaþytur þar sem þeir flokkar sem verst hafa farið út úr skiptingunni sjá möguleika sína verulega skerta vegna Qárhagslegs vanmáttar síns. Þess ber að geta að þessi kosningabarátta mun verða kostnaðarsamari en hinar fyrri þar sem á venjulegum fundartíma er sjónvarpað beint þessa dagana frá heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu sem leiðir til þess að stór hluti þjóðarinnar fer ekki út úr húsi. Mikið fjármagn er því nauð- synlegt til auglýsingagerðar fyrir útvarp og sjónvarp og gerð kosn- ingaveggspjalda. Á meðan stjórnmálaflokkarnir eru í óstöðvandi leit að slagorðum fyrir auglýsingar og kosningavegg- spjöld, búa sig undir hina 20 daga löngu kosningabaráttu, sumir auk þess leitandi eftir Qárhagsstuðn- ingi, heldur stjórnarflokkurinn (PSOE) sínu striki í stjómmálunum en um leið reynir hann að bæta ímynd sína í augum fólksins. Þeir reyna að mýkja andstæðinga veru Spánar í Atlantshafsbandalaginu með því að endurtaka stöðugt að samningar hafi verið undirritaðir með því skilyrði að Spánn verði kjarnorkulaust svæði og bandarísk- um hermönnum verði fækkað. Þó að kosningabaráttan væri ekki hafín opinberlega voru flokk- amir byijaðir kosningabaráttu. Adolfo Suárez kveðst vera varnar- veggur stjómarfarsbreytinganna og eignar sinni stjórnartíð allar þær breytingar sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Lýðræðislegi umbótaflokkurinn undir forystu Miguel Roca telur sig hinn eina raunverulega kost hægri miðjumanna og gagnrýnir stöðugt andstæðinga sína á hægri vængn- um, Manuel Fraga og Ádolfo Su- árez. Sósíalistar eru sigurvissir, þó þeir hafi tapað einhveijum atkvæð- um. Hægri menn em sundurleitir og atkvæðin skiptast á milli hinna þriggja atkvæðamestu; hvorki flokkur Sameinaðra vinstrimanna né kommúnista muni reynast nægi- lega sterkir til þess að taka til sín mikinn fjölda atkvæða. Þetta mun þvi verða næsta róleg kosningabar- átta fyrir sósialistana. Þeir hafa meðal annars skýrt frá því að for- sætisráðherrann, Felipe Gonzalez, muni aðeins koma fram á allra mikilvægustu framboðsfundunum og aðeins um helgar því virka daga verður hann upptekinn við stjórnar- störf. Höfundur fékk styrk frá spænska ríkinu og er í spænskunámi við háskólann í Madrid. Þjóðdansa- félag Reykja- víkur 35 ára ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavík- ur verður 35 ára um þessar mundir. í tilefni af þessum tímamótum efnir félagið til kaffisamsætis í veitingahúsinu Fógetanum, Aðal- stræti 10, í dag milli kl. 16 og 18. Allir velunnarar félagsins eru vel- komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.