Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1986 3 Húsnæðisstofnun ríkisins: Lánveitingar upp á 267 milljónir samþykktar Húsnæðísmálastjórn ríkisins hefur samþykkt lánveitingar til kaupa eða byggingar á 760 íbúð- um og nema þær samtals 267 milljónum. Neðangreindar lánveitingar voru samþykktar: 1. Frumlán (1. hluti byggingar- lána) þeim til handa, sem eiga íbúð- ir fyrir og gerðu nýbyggingar fok- heldar í janúar, febrúar og mars 1986. Lán þessi skulu koma til greiðslu eftir 9. júní 1986. Hér er samtals um 10 milljónir króna að ræða til bygginga á 55 íbúðum. 2. Lokalán (3. hluti byggingar- lána) þeim til handa, er fengu frum- lán útborguð 18. júní 1985 og miðlán greidd 16. desember 1985. Lán þessi munu koma til greiðslu eftir 11. júní 1986. Hér er um að ræða samtals 41 milljón króna til byggingar 172 íbúða. Hafnarhreppur 40 ára: Sjálfstæð- ismaður oddviti í annað sinn Meirihlutasamstarf í sveitar- stjórn Hafnarhrepps hefur náðst milli Sjálfstæðisflokks og óháðra og hefur fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar verið haldinn. Sturlaugur Þorsteinsson, efsti maður á D-iista, var kosinn odd- viti og Stefán Ólafsson, efsti maður á lista óháðra, H-lista, var kosinn formaður byggðarráðs. Hreppstjórastaða þar hefur ve- rið auglýst laus til umsóknar, en Tryggvi Árnason, sem gegnt hefur embættinu undanfarið ár, gaf ekki kost á sér. Hafnarhreppur átti 40 ára af- mæli 14. maí sl., en fyrsta hrepps- nefnd Hafnarhrepps kom til fundar sama dag árið 1946 og var þá kjörinn oddviti úr röðum sjálfstæð- ismanna, Óli Kr. Guðbrandsson, þáverandi skólastjóri. Eftir hans tíð hafa fulltrúar Framsóknarflokks ávallt farið með embætti oddvita í Hafnarhreppi þar til nú, að í annað sinn er kosinn fulltrúi frá Sjálfstæð- isflokki í stöðu oddvita. Sturlaugur sagðist, í samtali við Morgunblaðið, hafa flust til Hafnar úr Kópavogi fyrir þremur árum. „Eg starfaði nokkuð með Sjálfstæð- isflokknum í Kópavogi í kosningun- um 1978 en bjó um skeið eftir það í Danmörku. Ég er verkfræðingur — líkar vel að búa hér og sé ekki eftir að hafa farið út á land.“ Stur- laugur sagði að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði verið eini flokkurinn á Höfn sem hefði látið fara fram próf- kjör en hinir framboðsflokkamir, Framsókn og óháðir, hefðu stillt upp mönnum á sína lista. Haldið verður upp á afmæli Hafnarhrepps helgina 26. og 27. júlí nk. með sögusýningum, mál- verkasýningum, hátíðarfundi og gamanmálum. Þá er einnig fyrir- þugað að starfrækja útvarp á meðan á afmælishátíðinni stendur. 3. Seinni helmingur byggingar- láns þeim íbúðarbyggjendum til handa, sem fengu fyrri helminginn greiddan hinn 17. febrúar 1986. Lán þessi koma til greiðslu eftir 13. júní 1986. Hér er samtals um að ræða 65 milljónir króna til bygg- ingar 139 íbúða. 4. Miðlán (2. hluti byggingarl- ána) þeim húsbyggjendum til handa, sem fengu frumlán sín greidd í lánveitingu hinn 20.febrúar 1986. Lán þessi verða greidd út eftir 16. júní 1986. Hér er samtals um að ræða 32 milljónir króna til byggingar 104 íbúða. 5. Lokalán (3. hluti byggingar- lána) þeim til handa, er fengu frumlán sín greidd út hinn 1. ágúst 1985 og miðlánin greidd út hinn 21. febrúar 1986. Lokalán þessi koma til eftir 18. júní 1986. Hér er samtals um að ræða 29 milljónir króna til byggingar 110 íbúða. 6. Fyrri helmingur byggingarláns þeim til handa, sem gerðu fokhelt í maí 1986 og eru að eignast sína fyrstu íbúð. Lán þessi koma til greiðslu eftir 20. júní 1986. Hér er samtals um að ræða 22 milljónir til byggingar 40 íbúða. 7. Lán til kaupa á eldri íbúðum (G—lán ) þeim til handa, sem sendu stofnuninni umsóknir sínar í janúar 1986, án tillits til þess, hvort um er að ræða fyrstu eða síðari íbúðar- kaup. Lán þessi skulu koma til greiðslu eftir 25. júní 1986. Hér er samtals um að ræða 32 milljónir króna vegna kaupa á 90 íbúðum. 8. Fyrri helmingur byggingar- lána þeim til handa, sem gerðu íbúð- ir sínar fokheldar í júní 1986 og eru að eignast sína fyrstu íbúð. Lán þessi skulu koma til greiðslu eftir 7. júlí næstkomandi. Hér er samtals um að ræða 27 milljónir króna til byggingar á 50 íbúðum. Fábuþér SUZUKI SWIFT Sparneytnasti bíll sem fluttur er til landsins fæst nú stærri og rúmbetri og auk þess með sjálfskiptingu. SUZUKI SWIFT GL 3dr. beinskiptur kr. 299.000.- SUZUKI SWIFT GL 3 dr. sjálfskiptur kr. 329.000.- SUZUKI SWIFT GL 5dr. beinskiptur kr. 322.000.- SUZUKI SWIFT GL 5 dr. sjálfskiptur kr. 348.000.- SUZUKISWIFT sendibíll kr. 345.000. eru til afgte»os,u^— SUZUKI CARRY Nýr og enn betur búinn sendibíll frá Suzuki, með alla kosti fyrirrennara síns og marga að auki. SUZUKI CARRY 1000 sendibíll kr. 373.000.- SUZUKI CARRY 1000 háþekjusendibíll kr. 385.000.- SUZUKI - Margfaldur íslandsmeistari í sparakstri SUZUKI FOX Sterkbyggður og sparneytinn. Þrautreyndur við íslenskar aðstæður. SUZUKI FOX SJ410 jeppi 4 gíra kr. 380.000 SUZUKI FOXSJ413 háþekju- jeppi 5gíra SUZUKI FOX SJ410 pickup 4gíra SUZUKI FOXSJ413 pickup 5gíra kr. 468.000. kr. 420.000. kr. 465.000 SUZUKI SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100 XJöfóar til XI fólks í öllum starfsgreinum! SÖLUUMBOÐ: Bílaverkstæ&l Gu&var&ar Elíss., Drangahraun 2 220 HafnarfjörSur- 91/52310 BilaumboS Stefnls ht, Austurvegur 56-58 800 Selfoss- 99/1332-1626 Ragnar Imsland, Miðtún 7 780 Hðfn Hornaf. - 97/8249-8222 Blfrei&averkst. Lyklll 740 Reyðartjörður - 97/4199-4399 Bilaverkst. Jóns Þorgrimss., Gar&arsbraut 62-64 640 Húsavík - 96/41515 Blasalan hf., Strandgata 53 600 Akureyri - 96/21666 Brynjar Páisson, Hólmagrund 19 550 Sau&árkrókl - 95/5950:5317 Dalverk, Vesturbraut 18 370 Búðardal - 93/4191 Bilasala Vesturlands, Borgarbraut 56 310 Borgames - 93/7577 Ólafur G. Ólafsson, Su&urgata 62 300 Akranes-93/1135-2000 Kaupfélag Húnvetnlnga 540 Blönduósi- 95/4198 .VlUrnvr Gengi 10.6. '86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.