Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 152. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins AP/Símamynd Lik þriggja skæruliða araba, sem biðu bana í skotbardaga við ísraelska hermenn í Líbanon í gær. Síðar um daginn réðust ísraelar á flóttamannabúðir Palestínumanna til að hefna árásarinnar. Líbanon: ísraelar ráðast á flóttamannabúðir Beirút og Rosh Haniqra, ísrael, AP. ÍSRAELSK herksip gerðu í gær eldflaugaárásir á flótta- mannabúðir Palestínumanna i Sídon í Líbanon. Gerðist þetta um 17 klukkustundum eftir að flokkur araba átti í skot- bardaga við hersveitir ísraela i suðurhluta Líbanons, nálægt landamærum ísraels. A.m.k. tveir hermenn Ísraeía létu lífið í bardaganum og fjórir arabar. Lögreglan í Líbanon skýrði frá því í gær að eldflaugar Israela hefðu hæft vopnageymslur skæruliða í Ein El-Helweh búðun- um í suðurhluta Sídon í Líbanon og hefðu búðimar staðið í ljósum logum. Talið er að a.m.k sjö manns hafi særst eða beðið bana. Fyrr um daginn hafði gúmbátur með fjórum skæruliðum araba tekið land við hafnarborgina Naqoura, sem er syðsta borgin í Líbanon. Skæruliðamir áttu í skotbardaga við hersveitir ísraela og felldu a.m.k. tvo þeirra. Að sögn ísraela biðu allir skærulið- amir bana í bardaganum. Tveir flokkar skæmliða 'nafa lýst ábyrgð árásarinnar við Naqo- ura á hendur sér, annars vegar sósíalíski þjóðemisflokkurinn á Sýrlandi og hins vegar marxísk samtök Palestínumanna á Sýrl- andi. Bækistöðvar beggja flok- kanna em í Ein El-Helweh og er talið að ísraelar hafí ráðist á flóttamannabúðimar í hefndar- skyni fýrir árás arabanna í Naqoura. Talsmenn stjómarinnar í Israel fullyrtu að engin tengsl væm á milli árásanna tveggja. í sameiginlegri yfírlýsingu skæmliðahreyfínganna í gær, sagði að árásin í Naqoura hefði verið sjálfsmorðsleiðangur og héldu skæmliðamir því fram, að fímm ísraelskir hermenn hefðu fallið, en ekki tveir. Einnig segja þeir þijá skæmliða hafa sloppið úr greipum ísraelskra hermann- anna eftir skotbardagann. * Italska knattspyrnusambandið: Giulio Andreotti falin stjórnar- myndun á Italíu Vaxandi líkur á þingkosningum takist ekki að mynda nýja meirihlutastjórn Rómaborg, AP. FRANCESCO Cossiga, for- seti Ítalíu, fól í gær Giulio Andreotti utanríkisráðherra að mynda nýja ríkisstjórn. Andreotti er 67 ára að aldri og hefur fimm sinnum áður gegnt embætti forsætisráð- herra. Takist honum stjórn- armyndun, yrði það 45. stjórn landsins frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar. Andreotti sagði eftir fund sinn og Cossiga í gær, að hann myndi reyna að mynda stjóm með aðild sömu fímm flokka og áttu sæti í fráfarandi ríkisstjóm. Ýmsir telja þó, að það verði erfíðleikum bundið fyrir Andreotti að mynda nýja samsteypustjóm. Því valdi einkum deilur milli flokks hans, kristilegra demókrata og sósía- lista. Er jafnvel talið, að þeir fyrmefndu eigi eftir að mynda minnihlutastjóm, sem verði að- eins við völd út sumarið. Tvær vikur em nú síðan Bett- ino Craxi sagði af sér forsætis- ráðherraembættinu, en fímm flokka stjóm hans hafði verið við völd í 34 mánuði og því leng- ur en nokkur önnur ríkisstjóm Ítalíu eftir stríð. Craxi sam- þykkti að gegna forsætisráð- herraembættinu áfram til bráðabirgða, er Cossiga fól Amintore Fanfani, forseta þjóð- þingsins, að reyna að jafna ágreininginn milli kristilegra demókrata og sósíalista. Fanfani gaf síðan Cossiga skýrslu á miðvikudag, en þar kom fram, að enginn árangur hefði náðst í viðræðum hans við leiðtoga flokkanna. Giulio Andreotti Horfur á samkomulagi milli sósíalista og kristilegra demó- krata virtust ekki vænkast í gær, eftir að Andreotti hafði verið falin stjómarmyndun. Varla var klukkustund liðin, er sósíalistar sendu frá sér yfírlýs- ingu, þar sem forystumenn þeirra lýstu yfír „miklum áhyggjum" sínum yfír því, að Andreotti skyldi fengið þetta hlutverk. Takist ekki að mynda meiri- hlutastjóm á Ítalíu á næstunni, em vaxandi líkur taldar á því, að boðað verði til almennra þing- kosninga, en annars ættu kosningar ekki að fara fram í landinu fyrr en 1988. Noregur: Leikmenn hag- ræddu úrslitum Róm, AP; FIMMTÍU ítalskir knattspyrnumenn og yfirmenn knatt- spyrnufélaga voru í gær sakaðir um að hafa þegið mútur fyrir að hagræða úrslitum leikja á síðasta keppnistímabili. ítalska fréttstofan Ansa skýrði frá því í gær, að 27 félagar í knattspyrnusambandi Ítalíu hefðu verið ákærðir fyrir „ólöglega íþróttamennsku,“ eða fyrir að hagræða úrslitum leikja vegna ólöglegra veðmála. Sex þeirra, auk 23 annarra, vom einnig ákærðir fyrir að aðhafast ekkert, þrátt fyrir vitneskju um að úrslit- um yfír 30 leikja hafði verið hagrætt gegn greiðslu. Ef leikmennirnir verða fundnir sekir, geta þeir átt von á því að verða settir í ótakmarkað, eða jafnvel ævilangt leikbann. Liðin sem um getur, geta átt von á því að vera rekin úr þeirri deild sem þau leika, eða hefja næsta keppn- istímabil með óhagstæðri stiga- gjöf. Þetta er í annað sinn sem slíkt hneyksli á sér stað innan ítalska knattspyrnusambandsins, en árið 1979 vom nokkrir aðalleikmenn þjóðarinnar settir í leikbann, þeg- ar upp komst að þeir höfðu þegið mútur fyrir að hagræða úrslitum. Þeirra á meðal var hinn þekkti leikmaður Paoío Rossi, sem var settur í tveggja ára leikbann. AP/Símamynd Nautstanga fjóra á hol í Pamplona á Spáni, fara árlega fram mikil hátíðahöld, sem ná hámarki þegar trylltum nautum er hleypt lausum um götur bæjarins. Að þessu sinni særðust um 100 manns, þar af fjórir sem stangaðir voru á hol. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, er atgangurinn nokkur. Minni tekjur af olíunni í Norðursjó Osló, AP. NORSKA stjórnin hyggst lækka gjöld þau, sem norska ríkið fær af olíuvinnslunni í Norðursjó. Tilgangurinn er að efla olíuleit þar og gera olíufyrirtækjunum það kleift að halda uppi fullri starfsemi þrátt fyrir lækkandi olíuverð alls staðar í heiminum. Talsmaður stjómarinnar sagði í gær, að lagafrumvarp um þetta efni yrði lagt fram 15. ágúst nk. og yrði það væntanlega samþykkt sem lög síðar á þessu ári. Á síðasta ári námu tekjur norska ríkisins af olíu- og gas- vinnslu næstum 20% af öllum tekjum ríkissjóðs þar í landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.