Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 13 var til allra bygginganna vandað og hve sterkar þær eru. Þótt gólfin milli hæða séu timburgólf þurftu þau að bera háar saltfiskstæður. Var staflað á þau hundruðum tonna af saltfiski. Þurrkklefamir einir tóku 200 skippund í hverri uppsetn- ingu og heilu skipsfarmarnir voru þama verkaðir og staflað í geymsl- urnar. Vom þar oft mörg þúsund skippund af fullverkuðum fiski er beið útflutnings. Gólf efri hæðar- innar vom t.d. úr 2 þumlunga þykkum plægðum plönkum sem hvíla á þéttum þverbitum og undir þeim em aftur 2 gildir burðarásar eftir endilöngu húsinu og liggja þeir á svemm stoðum. En í steyp- una munu hafa verið lagðir trollví- rar. Þessi dæmi sýna að varla finnast sterkbyggðari og vandaðri hús enn þann dag í dag í Reykjavík. Kveldúlfshúsin standa þama heil og með sína sögu, kannski mikil- vægustu söguna um uppbyggingu Reykjavíkur, enda eins og Þorkell Jóhannesson læknir kemst að orði í grein í Mbl. 21. maí sl. um þá hugmynd Halldórs Jónssonar verk- fræðings að reisa Thor Jensen veglegan minnisvarða: „Meðal framkvæmdamanna hér á landi á þessari öld á Thor Jensen engan sinn líka. Hann reis yfir flatneskj- una meira en nokkur annar meðal athafnamanna og á fremur skilið minnisvarða en allir aðrir úr þeirra hópi." Ætli mikilvægasti minnis- kyndiklefum. Ástæðulaust er að fara nánar út í lýsingu á húsunum, enda var það gert í fyrmefndri Morgunblaðsgrein. En þarna em sem sagt tvö tvflyft hús, um 600 ferm. að gólffleti á hvorri hæð og port á milli sem Eimskipafélagið lét setja þak yfir og 1.300 fermetra porti fyrir ofan með steinsteyptum geymslubyggingum í kring er skipt- ast í 9 geymslur. Allt jafn vandað og rammgert, enda stór hluti af efri hæð notaður fyrir saltfiskstafl- ana. Af þessari stuttorðu lýsinu má sjá að þama standa geysi stórar rammgerðar byggingar, merkilegur minnisvarði úr atvinnusögnni og merkilegt byggingarverk, svo sem þeir geta sannfærst um sem skoða húsin og kanna þau. Vangaveltur hafa verið um hver hafi teiknað Kveldúlfshúsin og þá stundum nefnt að bróðir Thors Jensen kunni að hafa gert það. Upp á teikningu hefur skrifað borgarstjórinn Knut Zimsen og og í æfisögu Finns O. Tuliníusar segir frá því er hann nýkominn frá útlöndum fékk það fýrsta verkefni á teiknistofunni hjá Jóni Þorlákssyni verkfræðingi og síðar borgarstjóra að vinna að teikningum af Kveldúlfshúsunum. En Thor Jensen mun sjálfur alltaf hafa ráðið miklu um gerð þeirra bygginga sem hann byggði og hef- ur sjálfsagt ráðfært sig við arkitekt- inn bróður sinn, sem ekki kom til Saltfiskverkun. Kristján H. Magnússon listmálari skar þessa mynd út. varðinn yrði ekki að láta standa þessar stórkostlegu byggingar, sem hann af stórhug lét reisa, Kveldúlfs- húsin, Korpúlfsstaðahúsin og Fríkirkjuveg 11. Tvö þau síðar- nefndu, sem em í eigu Reykjavíkur- borgar, em ekki í neinni hættu, enda dettur eiganda þeirra ekki í hug að bijóta þau niður. Kveldúlfshúsin eiga sér merka 70 ára sögu. Mikilvægasta meðan líf íslendinga var saltfiskur, sem allt stóð og féll með og meðan var verið að koma upp og tryggja salt- fiskmarkaðina í Suðurlöndum. Þeim stóra þætti í fiskvinnslu okkar á tímum fátæktar og þegar við vomm sjálf að taka við okkar málum á fyrra helmingi þessarar aldar var gerð skil í sjónvarpsmynd nýlega. Starfsemin í þessum húsum átti þarna stórt hlutverk, m.a. þróaðist þar Spánarþurrkunin á saltfiskinum í svonefndan Barcelona-fisk svo og fiskmatið. Þarna í Kveldúlfshúsun- um var vinnustaður fiskverkunar- fólksins og heimahöfn útgerðarinn- ar, enda átti hver togari sína geymslu í lágu byggingunum í port- inu. Á tímabili var þar verkaður fiskur úr 11 skipum Kveldúlfs, þar af 7 togurum og stundum aðkeypt- ur fiskur og gengið frá honum til útflutnings. Mun Kveldúlfur um tíma hafa verið stærsta útflutnings- firma í heimi af þeim sem ráku verslun fyrir eigin reikning. Þarna var fiskurinn vaskaður í stórum sölum á neðri hæð framhússins, eftir að hann hafði verið flattur og saltaður um borð og ekið inn á gamla Ford til stúlknanna við kör- in. Hann var svo ýmist sólþurrkaður á stakkstæðunum eða hengdur upp á rimla sem voru halaðir upp í þurrkklefana fjóra, sem enn standa upp úr þaki aftara hússins og hann þurrkaður með heitum blæstri frá íslands fyrr en 1915, þegar bygg- ingamar vom á iokastigi. Byggingamar bjóða upp á margskonar not. Þar er hátt undir loft og bilar geta ekið þar inn. Hægt að leggja þeim þar eða í port- in. Því hefur verið nefnt að þau væm upplögð fýrir verslunar og félagsmiðstöð þessa hverfís í gamla bænum sem nú virðist ætla að verða svo fjölmennt. Jafnvel hafa þar leik- shús eða eitthvað þessháttar. Hafa margar þjóðir, svo sem Bretar í Covent Garden og Frakkar í nýrri menningarmiðstöð í París einmitt nýtt slík hús sem verslana- og veit- ingahúsamiðstöð var með sýningum og leikhúsa- eða tónlistarsölum. Einnig væri þarna mikill möguleiki fyrir hvers konar minjasöfn, sem geyma stóra gripi. Og því ekki fyr- ir fiskiðnaðinn í landinu — okkar stærsta atvinnuveg? Húsin sjálf standa fyrir sínu og getur hver sem er tekið undir orð safnamannsins danska, sem lét hafa eftir sér í blöðum þegar hann kom hér að það yrði stórt menning- arsögulegt slys, ef Kveldúlfshúsin yrðu rifin. Og ég vil bæta við að slíkt gerist ekki lengur í þeim menn- ingarlöndum, sem við viljum bera okkur saman við. E.t.v. gæti fisk- vinnslan í landinu komið þarna til bjargar. Kannski málið skyldast. En ekki er aðalatriðið hvað síðar verður gert við húsin, þegar erfitt er um fé, heldur að ekki verði nú unnið óþurftarverk, svo ekki verði aftur snúið. En fyrst og fremst skora ég á hið merka fyrirtæki Eimskipafélag Islands að láta ekki henda sig að standa að því að brjóta niður menn- ingarverðmæti þess tímabils, sem það stendur sjálft föstustum fótum LÉTTLAMB - kærkomin nýjung fyrir sælkera. Við bjóðum fyrstir allra,gestum okkar upp á Léttlamb. Einstakt tækifæri til þess að bragða þessa stórkostlegu nýjung. Borðið í baðstofu Rítunnar strax í kvöld. Opið öll kvöld vikunn- ar - borðapantanir í síma 42541. Veitmgahúsið RITAN Nýbýlavegi 26, Kópavogi. NÝTT SÍMANÚMER 69-1 1-00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.