Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 27 AKUREYRI Sjópróf í máli Kaldbaks: Björg- uneða aðstoð Akureyri SJÓPRÓF, vegna vélarbilun- arinnar i togaranum Kaldbak voru haldin i gær i dómsal bæj arfógetaembættisins á Akureyri. Sjóprófíð stóð frá kl.10-15 og dómsforseti var Asgeir Pétur As- geirsson héraðsdómari, en með- dómendur þeir Bjöm Baldvinsson ogBaldvin Þorsteinsson skipstjórar. í sjóprófinu voru stýrimenn og skipstjóri Kaldbaks yfirheyrðir um atvik. Slíkt sjópróf var nýlega hald- ið í Reykjavík, þar sem yfirheyrðir voru menn af strandferðaskipinu Öskju. Upphæð björgunarlaunanna er RRisskip hljóta ræðst m.a. af því hversu hættan var yfirvofandi. Björgunarlaunin eru samningsatriði á miili Samvinnutrygginga, en Kaldbakur er tryggður þar, og Rík- isskipa, en ef ekki næst samkomu- lag, kemur til kasta dómstóla og er ákvörðun björgunarlauna þá gmndvll á gögnum sjóprófanna. Þegar bilunin varð í Kaldbak, var hann staddur í ísreki 10 sjómílur austur af Homi og rak í suðaustur. Ef til vill er ekki unnt að segja, að togarinn hafi verið i bráðri hættu, en ísinn hefði allt eins getað þéttst; í raun er ómögulegt að fullyrða neitt um það hversu hættan var mikil. Um þetta atriði vildi dóm- forsetinn alls ekki tjá sig. Þar sem Kaldbakur var inni í ísrekinu og gat aðeins siglt aftur á bak, var ekki talið óhætt að bakka skipinu út úr ísnum, þar eð slíkt hefði getað valdið skemmdum á skrúfu og stýri. Um kl.3 aðfaramót- tiðastliðins sunnudags varð bilunin í Kaldbak og var hann rúmar þijár stundir í ísnum en Askja var síðan u.þ.b. hálftíma að draga togarann úr ísrekinu. Um kl. 7.30 á mánudagsmorgun hafði verið komið á bráðabirgða- tengingu í skrúfuna, en þó þannig, að aðeins var unnt að sigla skipinu áfram. Kaldbakur hefði e.t.v. getað siglt með eigin rammleik til ísa- flarðar, en hins vegar var talið hyggilegast að taka ekki neina áhættu og láta Öskju draga skipið áfram til ísafjarðar. í sjóprófunum taldi fulltrúi Ríkis- skipa, að hér væri um björgun að ræða en fulltrúar Utgerðarfélagss- ins og Samvinnutrygginga héldu því fram að um aðstoð væri að ræða. Um mál, sem þessi næst oft- ast samkomulag, en á þessu stigi málsins töldu menn ómögulegt að fullyrða hvort svo yrði að þessu sinni. Ók ölvað- ur á 100 km hraða Akureyri. LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði í gærmorgun bifreið á um 100 kilómetra hraða á Hörgárbraut. Ökumaðurinn var grunaður um ölvun við akstur — og taldi lögreglan sennilegt að enn hefði verið miðvikudagskvöld hjá honum! , ^ Morgunblaðið/SAS Á myndinni eru, talið frá vinstri: Lilja Reynisdóttir, dóttir Reynis Hjartarsonar á Brávöllum, Anne Elwell, Ann Passannante, Jane Boris, Joe Chocallo og Reynir Hjartarson. Bandaríkjamenn á höttunum eftir norðlenskum hestum HÓPUR bandarískra áhugamanna um íslcnska hestinn, niu manns, lagði í gær af stað i ferð á hestbaki upp i Barkárdal og munu gista i gömlum nýuppgerðum torfbæ að Baugaseli. Af þvi tilefni ræddi blaðamaður Morgunsblaðsins við tvo þeirra og leiðsögumann þeirra og reiðkennara Reyni Hjartar- son að Brávöllum i Eyjafirði. Þegar blaðamann bar að, var Reynir að kenna þeim Ann Pas- sannante og Anne Elwell ýmsar gangtegundir og að sitja hestana rétt. Ann Passannante, sem er af dönskum ættum, er formaður og helsti hvatamaður að stofnun fé- lagsins United States Icelandic Horses Federation, eða islenska hestafélagsins í Bandarikjunum. Félagið, sem var stofnað fýrir sex mánuðum, telur 300 hross og 60 félagsmenn, þ.á.m. nokkra íslend- inga búsetta fyrir vestan haf. Fjórtán meðlimir úr þessu fé- lagi komu saman til íslands til að fara á hestamannamótið að Gaddstaðaflötum og til að kaupa islenska gæðinga fyrir sjálfa sig og fleiri aðila i Bandarikjunum. Þeir leggja áherslu á að fá sem besta hesta til þess að Banda- ríkjamenn kynnist íslenskum hestum eins og þeir gerist bestir. “Við munum borga svo mikið sem þeir eiga skilið“, sögðu þær, þegar þær voru spurðar um verð. Þess má geta, að einn mannanna úr hópnum keypti hryssu á 280.000 krónur. Mun fleiri hestar eru í Banda- rikjunum en eru i félaginu og einnig er eftirspurnin eftir íslensk- um hestum þar mun meiri en framboð. Að sögn formannsins er það markmið þeirra að ná til ann- arra eigenda íslenskra hesta og að kynna islenska hesta fyrir Bandarikjamönnum, með sölu í huga. Auglýsing frá félaginu mun innan skamms birtast i banda- risku tímariti um hesta, sem kemur út í 300.000 eintökum, og eru þau bjartsýn á viðtökur. Um tilgang námskeiðsins að Brávöllum, sögðu þær Ann og Anne að þær og landar þeirra vildu læra að riða islenskum hest- um eins og þeim væri riðið á Islandi og slíkt væri best að læra hjá fagmanni. Þær kváðu islensku hestana í Bandarikjunum ekki vera eins vel þjálfaða og þá hesta sem hér væru, og enginn íslenskur hestur væri i Bandaríkjunum er jafnaðist á við gæðingana á Landsmótinu. “Við vonumst til y þess, að við getum miðlað af þvi, sem við lærum hér til annarra hestaeiganda og það komi okkur í góðar þarfir, þegar við þjálfum okkar hesta heima“, sögðu þessir bandarisk-íslensku hestaáhuga- menn að lokum, og drifu sig síðan aftur á bak. Mikil eftirspurn eftir orlofsíbúð- um í bænum Efasemdir um hversu heppileg þróun þetta er ÞAÐ HEFUR færst mjög í vöxt hér á Akureyri, að stéttafé- lög viðs vegar af landmu orlofsheimili fyrir félagsmenn. Slík oriofsheimili eru viðs vegar um bæinn; Furulundi, Tjarnar- lundi, Hrisarlundi, Hjallalundi, Kjalarsíðu, Seljahlíð og Smára- hlíð. Furulundur er sú gata þar sem mest er um slíkar íbúðir, en i Furulundi 6,8 og 10 eru samtals 18 slíkar íbúðir. í Seljahlíð eru þrjár en í hverri hinna gatnanna, er nefndar voru er ein orlofsíbúð. Hér er þvi um að ræða samtals 26 íbúðir. Það eru ýmis félög, sem keypt hafa slíkar íbúðir, má þar nefna Verslunarmannafélag Reykjavík- ur, B.H.M. og Múrarafélag Reykjavíkur. Ibúðir þessar eru seldar á al- mennum markaði eins og hveijar aðrar íbúðir og búa því í sömu húsum annars vegar Ákureyring- ar, sem þar búa allt árið um kring og hins vegar meðlimir hinna ymsu stéttarfélaga, sem dveljast þar í mislangan tíma á sumrin og námsmenn, sem leigja þær íbúðir á vetuma. Sú spurning hlýtur að vakna íbuðir, sem notaðar eru sem hvort það sé heppileg þróun, að í sama húsi búi fólk, sem er i sum- arleyfi og fólk, sem sinna þarf sinni vinnu. í samtali við Morgunblaðið, sagði einn íbúa i Furulundi 6, að ástandið i sumar væri mun betra en undanfarin sumur. íbúi þessi var þeirrar skoðunar, að sambúðin við sumargestina væri ekkert sér- stakt vandamál, en hins vegar hefði það komið sér sérstaklega illa, að margir þeirra væru komn- ir til að skemmta sér og vildi það brenna við að sumargestimir fæm ekki eftir húsreglum. Kona þessi í Furulundinum taldi það rangt að kaupa slikar orlofsíbúðir innan um aðrar íbúðir og lagði hún það til, að allar orlofsíbúðirnar yrðu sameinaðar i einu húsi, hreinlega með þvi að víxla á íbúðum. Annar íbúi i Furulundinum taldi, að smátt og smátt yrðu allar íbúðirn- ar við Fumlund keyptar upp af félagasamtökum til sumarafnota, þar eð fólk veigraði sér við að kaupa ibúðir í slíkum húsum, auk þess sem seljendur vildu mjög Húsin eftirsóttu við Furulund, númer 6, 8 og 10 gjaman selja íbúðir til slikra fé- lagasamtaka, þar sem þau borguðu á mun styttri tíma en aðrir. Fasteignasali á Akureyri, sem Morgunblaðið ræddi við, tók undir þetta sjónarmið, en hins vegar kvaðst hann ekki óttast þessa þróun, þar eð félögin legðu ofurá- herslu á það, að þeir félagsmenn er fengju afnot af íbúðunum fæm í öllu eftir húsreglum og tækju tillit til annarra íbúa hússins. Gerðu þeir ekki slíkt, væm þeim meinuð afnot af húsi félagsins. Kvað hann t.d. húsin i Fumlundi vera ákaflega heppileg sem orlofs- heimili en alls ekki væri verið að flæma hina íbúana brott. Einn viðmælenda Morgunblaðsins kvað hins vegar eftirspurn félagasam- takanna gera einstaklingum erfítt að finna íbúð við sitt hæfi enda væm margar þær íbúðir, sem notaðar væm sem orlofsheimili, alveg kjörnar fyrir einstaklinga, en seljendur vildu frekar selja fé- lagssamtökum en einstaklingum. í samtali við Morgunblaðið, - sagði Valgarður Baldvinsson bæj- arritari að bæjaryfirvöld væm hlynnt orlofsheimilum, en hins vegar væri það stór spuming, hvort heppilegt væri að hafa þau í sambýli við aðrar íbúðir. Val- garður kvað bæjaryfirvöldum engar kvartanir hafa borist frá íbúum en hann kvaðst hins vegar vera þeirrar skoðunar, að sambýli sem þetta gæti verið varhugavert. Valgarður kvað hugmyndir hafa komið fram um eins konar orlofs- heimilabúðir og væm þær hugmyndir sjálfsagt vel athug- andi. Bæjarritarinn vildi hins vegar leggja áherslu á það, að bæjaryfirvöld gætu lítið aðhafst ef til árekstra kemur í umræddu sambýli, þar eð þetta væm íbúðir, sem seldar væm ? almennum markaði. ■<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.