Morgunblaðið - 11.07.1986, Page 10

Morgunblaðið - 11.07.1986, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 Stakfell Faste/gnasala Suðurlandsbraut 6 687633 Einbýlishús BREKKUTÚN KÓP. 280 fm hús. Steyptur kj. hæö og ris úr timbri. 28 fm bílsk. Vel staðsett eign með fallegu útsýni. Verö 5,5 millj. LANGHOLTSVEGUR Gott og vandaö 210 fm einbh. á 2 hæðum. Fallegur garöur meö skjól- veggjum og gróöurh. 35 fm nýl. bílsk. Mikiö endurn. og skemmtileg eign meö 5-6 svefnherb. og góðum stofum. SÆVANGUR HAFN. Nýtt vandaö 260 fm einbhús. 75 fm bílskúrar. Ekki fullbúiö. Vel staðsett eign. Verð 5,8 millj. GRUNDARLAND Vandað 234 fm einbýlishús á einni hæð. Sambyggöur bilsk. Stór lóð. Verö 7,8 millj. SOGAVEGUR Vel staðsett forskalaö timburhús, hæö og ris á steyptum kj. 62 fm aö grunnfl. Eignarlóö. Raðhús VESTURÁS 250 fm nýtt og vandaö raðh. á tveim hæðum. Stofa með ami. Sólstofa. Allar innr. úr Ijósum við. Lagnir fyrir heitan pott í garöi. Fráb. útsýni. Verö 5,9-6,0 millj. VÖLVUFELL Vandaö 130 fm endaraöhús á einni hæö. Nýr bílsk. Verð 3,8 millj. HVERAFOLD Rafthús á einni hæð. 160 fm. Auk þess innb. 26 fm bílsk. Fullb. aft utan. Fokh. að innan. Grófjöfnuð lóð. Sérhæðir og hæðir BORGARHOLTSBR. KÓP. 120 fm neöri sórhæð í tvíbhúsi. Góöar stofur, 3 svefnherb. Þvottahús og búr innaf eldhúsi. 30 fm bilsk. Verö 3,5 millj. LAUGARÁSVEGUR 180 fm glæsil. 1. sérh. meö bílsk. Auka- herb., eldhús og baöaöstaöa ásamt geymslum í kj. Eign í sérfl. Verö 6,5 millj. GNOÐARVOGUR 150 fm vönduö hæö í fjórbýlish. 27 fm bilsk. Stórar stofur. Þvottah. innaf eldh. Glæsil. eign m. útsýni í allar áttir. Verö 4,5 millj. 5-6 herb. ESPIGERÐI 130 fm stórglæsil. íb. meö fallegum innr. í lyftuh. 4 góö svefnherb., þvotta- herb., tvennar svalir í austur og suöur. Mjög falleg sameign. Verö 4,4 millj. 4 herb. KLEPPSVEGUR 4ra herb. íb. á 1. hæö í fjórbhúsi. Auka- herb. í risi. Verö 2350 þús. TJARNARGATA Mjög góö íb. 103 fm nettó á 4. hæö í steinh. Tvær saml. stofur. Tvö svefn- herb. Nýtt parket. Raflagnir. Eldhús- innr. og gler. Verö 2,8 millj. 3 herb. LANGABREKKA KÓP. 73 fm jarðhæð i þríbhúsi. Sérinng. Sér- hiti. Mjög snyrtil. ib. á góðum stað. Laus strax. Verð 1900-1950 þús. LUNDARBREKKA - KÓP. 90 fm íb. á efstu hæð í fjölbhúsi. Sam- eiginl. þvottah. á hæöinni. Suöursvalir. Fallegt útsýni. Verö 2,2 millj. ÆSUFELL 90 fm íb. á 1. hæö m. skjólgóöum sór- garði. íb. er laus. Verö 2,0 millj. 2ja herb. KAPLASKJÓLSVEGUR 60 fm (nettó) íb. á 2. hæð. 7-8 ára gömul. Stórar svalir í vestur. Yfirbyggt bílastæði. Laus strax. Verð 2,2 millj. LAUGAVEGUR 2ja herb. íb. í steinhúsi. Góöur bílsk. Verð 1750 þús. BLIKAHÓLAR 55 fm íb. á 1. hæö meö 10 fm auka- herb. í kj. Góö sameign. Verö 1,8 millj. SKEGGJAGATA Snotur 60 fm íb. í kj. Verö 1750 þús. ___ Jónas Þorvaldsson, prj-1 Gísli Sigurbjörnsson, ‘ Þórhildur Sandholf, lögfr. Verður Shin Bet-málið ísra- Ezcr Weigmann hótar afsögn úr stjórninni nema ítarleg rannsókn fari fram. Hanik saksóknari hefur ekki þótt sýna eðlilegt sjálfstæði í störfum sínum. Áskriftarsíminn er 83033 Metsölublad á hverjum degi! elsku ríkisstjórninni að falli? ATBURÐARAS hefur verið hröð síðustu daga í hinu svo kallaða Shin Bet máli í Israel. Það snýst um leyniþjónustu landsins og grunsemdir sem vöknuðu um að Yitzak Shamir væntanlegur for- sætisráðherra hefði verið kunnugt um morð leyniþjónustu- manna á tveimur palestínskum hryðjuverkamönnum. Shamir hefur lengi harðneitað að hafa vitað um morðin og að- stoðarmenn hans gáfu út orð- sendingar um, að ráðherrann hefði ekki fengið að vita um þessa atburði. Nú er hins vegar skyndilega komið á daginn, að Avraham Shalom, fyrrum yfir- maður Shin Bet, hefur endanlega viðurkennt að hafa fyrirskipað drápin og hann lætur að þvi liggja að forsætisráðherranum hafi verið kunnugt um það. Eftir að orðsending Shaloms var birt hefur Shamir reynt að bera hönd fyrir höfuð sér, en af orðum hans verður ekki annað ráðið en Shalom fari með rétt mál. Eins og fram kemur í grein- inni hér á eftir þar sem fjallað er um framvindu þessa máls hef- ur Shimon Peres forsætisráð- herra velkzt í vafa um hvaða afstöðu hann ætti að taka. Það hefur svo orðið til að gera málið enn flóknara og enn ógeðfelid- ara að Shamir, forsætisráðherra á þeim tíma sem atburðirnir gerðust, skuli nú nánast hafa gengist við þeim og er þá vægast sagt úr vöndu að ráða fyrir Per- es og samráðherra hans. En þó hafa línur ekki skýrzt, um það hvemig Peres ræður til lykta þessu máli, sem hefur valdið meira uppnámi þar í landi en nokkuð ann- að um árabil. Málið er rakið til Peres og Shamir. Báðir eru nú tortryggðir fyrir að hafa ætlað að reyna að þegja í hel ásakanir um morð á tveimur Paiestínumönnum. þess að í apríl 1984 voru tveir Pal- estínumenn handteknir eftir að hafa rænt farþegarútu á leið til bæjarins Ashkelon. Til eru myndir af því þegar mennimir eru leiddir á brott, en síðan spurðist ekki til þeirra meir. Loks var upplýst að þeir hefðu verið barðir til bana í ísraelsku fangelsi. Sögur komust á kreik um að mennimir hefðu verið drepnir að skipan Oryggisþjónustu Israels — Shin Bet —, lausleg athugun fór fram, en síðan var málið látið kyrrt liggja um hríð. Þegar farið var síðan að athuga það nánar kom í ljós, að menn vildu ekki una við þær skýringar sem voru gefnar á dauða MK>BOR6=^y Lækjargata 2 (Nýja Bíó-húsinu) 5. hæö. S: 25590-14632 Ath.: OpiA virka daga frá kl. 10-19. Opið sunnudaga frá ki. 13-17. KRUMMAHÓLAR. 50 fm 2ja herb. á 4. hæð. Bílskýli. Verð 1650 þús. DRÁPUHLÍÐ. 125 fm 5 herb. sérhæð á 1. hæð. Góð eign. Verð 3500 þús. JÖKLAFOLD. 65 fm 2ja herb. á 2. hæð. Verð 1780 þús. AUSTURBERG. 97 fm 3ja herb. á 3. hæð. Bílskúr. Verð 2200-2300 þús. GRENIMELUR. 80 fm 3ja herb. á 2. hæð. Verð 1900 þús. FLUÐASEL. 210 fm rað- hús með bílsk. Skipti á minni eign mögul. Verð 4500 þús. KROSSHAMAR. 130 fm einb. + 40 fm bílsk. Skilast fokh. í ágúst. Verð 2900 þús. Höfum fjársterkan kaupanda að einb.-, raðh., eða parhúsi í Vesturbæ eða Miðbæ. Æskileg staðsetn. nálægt Landspítalanum. Útb. við samning allt að 2 millj. Eignin mætti kosta allt að 8 millj. Höfum fjásterkan kaupanda að 3ja herb. íb. í Furu- grund eða við Ástún. Allar nánari uppl. á skrifst. Sverrir Hermannsson hs. 14632, Brynjólfur Eyvindsson hdl. — Guöni Haraldsson hdl. mannanna. Saksóknari Israels, Yit- zak Zamir, vék úr starfí og við tók Yosef Harish. Harish var falið að kanna gögn sem Zamir hafði undir- búið í hendur hans, þar á meðal voru segulbönd með samræðum Zamirs og þriggja fyrrverandi hátt- settra starfsmanna Shin Bet. Þeir hétu Rafí Malka, Reuven Hazaka og Peleg Raddai. Mennimir þrír höfðu kært yfirmann Bin Shet, Avraham Shalom fyrir að fyrirskipa að mennimir tveir yrðu barðir til bana eftir að þeir vom komnir í fangelsið. Harish átti strax í augljósum vandræðum með málið. I orði kveðnu átti hann að hafa vald til þess að ákveða hvort hann færi að tilmælum fyrirrennara síns og fyrir- skipaði lögreglurannsókn í málinu eða skipaði sérstaka rannsóknar- nefnd. Eftir japl og jaml og fuður bað Harish Hæstarétt að fresta að taka málið fyrir meðan hann kann- aði gögn þess nánar. En þar með var skriðan farin af stað. Pjölmiðlar tóku málið upp af fítonskrafti og rannsóknarblaða- menn höfðu heldur betur komizt í feitt; á þeim tíma sem mennimir vom teknir og síðan drepnir var Yitzak Shamir forsætisráðherra landsins eins og fram hefur komið. Shamir á að taka við af Shimon Peres nú í okótber samkvæmt samningi stjómarflokkanna og það hefur margsinnis sýnt sig, að Sham- ir hefur beðið þeirrar stundar með óþreyju. Hann vill enda stjóm- málaferil sinn sem forsætisráðherra og þrátt fyrir harðvítuga valdabar- áttu innan forystu Likudbandalags- ins hefur Shamir tekizt að halda stöðu sinni sem leiðtogi flokksins. Sérfræðingar um lagamál og lagakróka hafa rifjað upp að skömmu eftir að Menachem Begin tók við embætti forsætisráðherra árið 1977 gaf hann mjög skorinorð fyrirmæli til Öryggisþjónustunnar um að þess yrði gætt í hvívetna að arabískir hryðjuverkamenn í ísra- elskum fangelsum sættu ekki líkamlegum meiðingum og farið væri að ísraelskum lögum í alla staði. Málið var snarlega tekið til með- ferðar innan ríkisstjómar ísraels. Yitzak Shamir kvaðst þvo hendur sínar af allri vitneskju, hvað þá meðsekt um afdrif mannanna. Shimon Peres forsætisráðherra tók í fyrstu orð hans góð og gild og lýsti yfír því að ríkisstjómin myndi ekki láta gróusögur og sögusagnir stjóma gerðum sínum. En þetta varð ekki til að þagga niður ásakan- ir á hendur Shamir og alvarlegur trúnaðarbrestur var sýnilega komin upp gagnvart ríkisstjóminni. Al- menningur krafðist þess að fá sannleikann í málinu, hversu ljótur sem hann kynni að vera. Ekki bætti úr skák að Harish saksóknari virtist á báðum áttum. Eins og fyrr sagði hafði hann vald til að fyrirskipa rannsókn, en hann dró að ákveða sig og allt varð það til að kynda undir kröfur manna um að málið yrði rannsakað. Síðan tilkynnti Avraham Shalom, yfírmaður Shin Bet, að hann hygð- ist segja af sér störfum og Herzog forseti sagðist hafa fallist á að Shalom fengi lausn frá störfum, með því skilyrði að hann yrði náðað- ur og ekkert aðhafst frekar. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fjölmiðlar töldu að Herzog hefði gert þama alvarlega skyssu. í fyrsta lagi væri ekki hægt að náða aðra en sakfellda og mál hafði þá ekki verið höfðað gegn Shalom hvað þá dómur gengið. I öðru lagi hlyti forsetinn að hafa fengið fyrir- mæli frá ráðamönnum stjómarinn- ar til að grípa til þessa fáránlega uppátækis, þar sem hann hefði ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.