Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 M AF ERLENDUM eftir ANDRÉS MAGNÚSSON Fær Nakasone að njóta sigursins? STJÓRNARFLOKKURINN í Japan, Frjálslyndi flokkurinn, vann stórsigur í þingkosningunum sl. sunnudag. Þessi sigur styrkir stöðu forsætisráðherrans, Yasuhiro Nakasone, og gefur til kynna að kjósendur styðji stefnu hans í helstu málaflokkum. En stjórn- mál í Japan eru flókin og ekki er vist að Nakasone njóti jafnmikils fylgis innan flokks síns, sem utan. Þrátt fyrir sigur er ekki ljóst hvort að Nakasone fái tækifæri til þess að njóta hans, þar sem að samkvæmt starfsreglum flokksins verður hann að láta af störfum sem formaður hans eftir þrjá mánuði. Á sunnudag ítrekaði Nakasone að hann myndi fara að starfsreglum flokksins, en talið er að hann reyni að breyta reglun- um, þannig að honum verði heimilt að sitja áfram. Óvíst verð- ur þó að teljast að honum takist það, því að þrátt fyrir að sigur flokksins sé að miklu leyti per- sónulegur sigur Nakasones er Fijáislyndi flokkurinn margklof- inn og sú fylking, sem Nakasone fer fyrir, er næstminnst af fímm. En hvað sem verður er ólíklegt að miklar sviptingar verði í jap- anskri stjómarstefnu. Fijálslyndi flokkurinn hefur verið óslitið við völd frá árinu 1955 og þrátt fyrir ýmsar sveiflur hefur stefna flokksins ávallt verið sú að landið eigi að fylgja vestrænum ríkjum að málum og að fijálslyndi í efna- hagsmálum þjóni japönskum hagsmunum best. Engum kom sigur Fijálslynda flokksins á óvart. En að flokkur- inn skyldi fá 300 fulltrúadeildar- þingmenn, af 512, hefði engan grunað. Metfylgi flokksins Sem fyrr sagði fékk flokkurinn 300 þingsæti af 512, en við þing- flokkinn munu þar að auki bætast íjórir þingmenn, sem af ýmsum ástæðum buðu sig fram sem óháð- ir. Nakasone hefur sagt að for- gangsverkefni hans verði að efnahagslegs eðlis. Bandaríkin hafa kvartað sáran undan ódýrum japönskum innflutningi og hyggst Nakasone leita Iausnar á þeim vanda. Ennfremur mun hann stefna að því að gera Japan óháð- ara útflutningsatvinnuvegunum. Stjómmálaskýrendur telja að Nakasone eigi nú mun auðveldara með að sinna þessum verkefnum í krafti hins mikla meirihluta, en sjálfur hefur hann forðast allar yfírlýsingar. Á blaðamannafundi sem hald- inn var þegar úrslit kosninganna voru ljós, sagði Nakasone, sem hefur verið hlynntur frekari hem- aðaruppbyggingu Japana, ekkert um áætlanir í þá veru. Þó er talið víst að hann muni reyna að hækka hemaðarútgjöld Japana umfram 1% þjóðarframleiðslu, en til þessa hefur það verið óskrifuð regla að hemaðarútgjöld séu ekki hærri. Nakasone reyndi þetta í fyrra, en tillaga hans var þá felld af stjóm- arandstæðingum og hluta eigin þingflokks. Nú er talið að hann reyni aftur. Ennfremur er nær ömggt að hann reyni að gera Japana að virkum þátttakendum í Geimvamaáætlun Banda- ríkjanna. • • Orug-gnr signr Fijálslyndi flokkurinn fékk 49,6% atkvæða til neðri deildar þingsins, sem er hæsta atkvæða- hlutfall flokksins frá árinu 1963, en þá fékk hann 57,6% atkvæða. I efri deild þingsins, en hún er mun valdaminni en neðri deildin, vann flokkurinn einnig á, fékk 142 sæti af 252. í ræðu eftir kosningasigurinn þakkaði Nakasone þjóðinni traustið, fullur hógværðar. Enn- fremur hét hann því að „þrengja ekki að stjómarandstöðunni" í krafti hins mikla þingmeirihluta. Þetta þótti skjóta nokkuð skökku við, því að til þessa hefur Naka- sone þótt ánægður með sjálfan sig og ekki vanur að gera hlut sinn minni en ástæða er til. Ósigur sósíalista Kosningaúrslitin vom helstu stjómarandstæðingunum, sósíal- istum, mikið áfall. Þeir fengu alls 85 sæti, en vom með 112. Þessi ósigur þykir sýna að tilraunir sósíalista til þess að færa flokkinn nær miðju hafi ekki tekist. Að undanfömu hefur borið á því að marxískt orðalag hafí verið fellt úr kosningaáróðri flokksins, til þess að koma til móts við „hægri bylgjuna" svokölluðu, sem Japan hefur ekki farið varhluta af frekar en önnur iðnríki heims. Formaður Sósíalistaflokksins, Masashi Ishibashi, gaf á mánudag í skyn að hann kynni að taka ábyrgð á ósigri flokksins með því að segja af sér, en stjómmálaskýr- endur telja það ólíklegt, þar sem engann hæfan arftaka sé að fínna í flokknum. VETTVANGI Hér má sjá sigurvegara kosn- inganna í Japan, Yasuhiro Nakasone, greiða atkvæði. Aðrir flokkar töpuðu minna eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Þrándur í Götu Nakasones Ýmsir telja að stórsigur Frjáls- ljmda flokksins verði til þess að Nakasone rejmi að breyta starfs- reglum flokksins, sem kveða á um áð hann megi aðeins gegna for- mannsembætti hans í tvö kjörtímabil í röð. Sumir efast þó um að hann reyni að brejrta regl- unum, þannig að hann megi vera formaður í þijú kjörtímabil, en telja líklegra að hann reyni að fá kjörtímabilið lengt, en því ætti að ljúka í október. En þrátt fyrir þann persónulega sigur, sem kosningamar vissulega em, blæs ekki byrlega fyrir Naka- sone. Hann nýtur ekki sérlega mikils stuðnings í eigin flokki og á í höggi við §órar fylkingar inn- an hans, en þær telja allar að þeirra tími sé upp mnninn. Fýlk- ingu Nakasones óx fískur um hrygg í kosningunum, en hinar fylkingamar urðu líka öflugri. Eins og Fijálslyndi flokkurinn er uppbyggður em litlar sem engar líkur á að einhveijum einum manni takist að verða óskoraður leiðtogi hans. Enn er því ekki ljóst hver framtíð Nakasones og Japan verð- ur, en innanflokksátök í Frjáls- ljmda flokknum munu valda mestu þar um. Gagnrýnendur Nakasones hafa meðal annars bent á að tilviljanir geti valdið meim um úrslit þingkosninga í Japan en í öðmm lýðræðisríkjum. Kjördæmaskipan er mjög flókin og þvæld og sem dæmi um tilvilj- anir höfðu starfsmenn Fijálslynda flokksins engar áhyggjur af skoð- anakönnunum fyrir kosningar, heldur fylgdust þeir mest með veðurspám. Reynslan sýnir nefni- lega að í vondu veðri sitja stuðn- ingsmenn Fijálslynda flokksins frekar heima en stuðningsmenn annarra flokka, þar sem flokksagi er meiri. En sé veðrið of gott, freistast þeir frekar til þess að fara upp í sveit, eða út að versla, svo að ekki vildu fijálsljmdir það heldur. Þeir báðu því um sæmi- lega gott veður og fengu! Hér em úrslit kosninganna hinn 7. júlí 1986 borin saman við úrslitin 1983. Þá sátu 511 þingmenn í neðri deild þingsins, en em nú 512. 1986 1983 Fijálsljmdi flokkurinn 300 250 Sósíalistaflokkurinn 85 112 Komeito (flokkur búddista) 56 58 Jafnaðarmannaflokkurinn 26 38 Kommúnistaflokkurinn 26 26 Aðrir flokkar og sérframboð 19 27 Samtals 512 511 Að gefnu tilefni eftír Gunnlaug Júlíusson Hér fyrr á ámm, þegar ég stund- aði sjómennsku um tíma, þá heyrði ég sögu um skipstjóra einn, sem virtist hafa þá trú að hæfni hans sem skipstjómanda og veiðimanns væri metin eftir því hve víða hrópin og köllin í honum heyrðust í þorp- inu, þegar hann var að ieggja að bryggju. Sem víðast, því betra. Þessari sögu hefur stundum sko- tið upp í huga minn nú sl. vetur, þegar maður fylgdist með hama- ganginum í menntamálaráðherran- um okkar við tiltektir í málefnum námsmanna og lánasjóðsins. Fyrrverandi menntamálaráð- herra hóf feril sinn einnig með töluverðum fyrirgangi, lét gera út- tektir og fór mikinn í upphafí, en af framkvæmdum varð þó ekki annað en að kippa fyrsta árs nem- um út úr sjóðnum, þótt svo það breytti litlu sem engu fyrir rekstur sjóðsins því hann yfírtók skuldir þeirra sem stóðust próf, en víxlam- ir féllu á hina eins og áður. Ef eitthvað var þá jók það muninn á hinum efnameiri og þeim sem ekki áttu eins greiða leið að hjörtum bankastjóranna. Draga má saman árangur núver- andi menntamálaráðherra á eftir- farandi hátt: — Framkvæmdastjóri LÍN rek- inn. Sök ókunn. — Það eina sem síðasti mennta- málaráðherra kom í verk á þessu sviði er að engu gjört, fyrsta árs nemar hafa endurheimt lánsrétt sinn hjá sjóðnum. Eitt skref til hægri og eitt skref til vinstri. — Menntamálaráðherra hefur fengið námsmenn, stjómmálamenn og blaðamenn upp á móti sér í stór- um stn vegna ógrundaðra og ómarkvissra vinnubragða. Sérstak- ur árangur. Þessi atriði rifjast upp fyrir manni við lestur vamarskjals menntamálaráðherrans við Reykjavíkurbréfi Styrmis frá því þann 1.7. sl., en í því var komið á framfæri ýmsum aðfinnslum við þá ákvörðun ráðherrans að hætta að lána til skólagjalda í Bretlandi og Bandaríkjunum, sé hægt að stunda samsvarandi nám hérlendis. Það eitt út af fyrir sig ætti að vera rit- stjóra Morgunblaðsins og mennta- málaráðherra nokkurt umhugsun- arefni að ráðherra Sjálfstæðis- flokksins skuli taka þá ákvörðun að hætta að lána fyrir skólagjöldum í USA og Bretlandi, vegna þess hve dýrt það sé. Það virðist nefnilega vera svo dýrt að stunda langskóla- nám í fyrrgreindum löndum, þar sem fijálshyggjudraugarnir hafa riðið húsum af djöfulmóð um hríð, að það er jafnvel að setja íslenska ríkið á hausinn! Ég hefði í fljótu bragði haldið að ráðherra flokks, sem er vilhallur vestrænni sam- vinnu og hvað sem þetta heitir nú allt saman, yrði glaður við þegar nemendafjöldi í USA og Bretlandi hefur fjórfaldast á áratug (þótt það segi ekkert til um hve margir þeir eru) og segði sem svo: „Betur má ef duga skal“. En lengi má manninn reyna og nú er námsfólki vísað í hálfgerð austantjaldsríki s.s. Svíþjóð, eins og komist var svo fal- lega að orði einu sinni. Nei, nú vill ráðherra menntamála reka af sér slyðruorðið, enginn níðingur vera og lætur því sverfa til stáls! Skilyrðislausar endurgreiðslur og „vægir“ vextir ellegar bregður nýrra við, hvað sem það þýðir. Lengi getur vont svo sem versnað. Ráðherrann rekur þijár megin ástæður fyrir nauðsyn úrbóta: 1. Gjafapólitík LÍN Þegar núverandi lög um LÍN voru samþykkt, var gert ráð fyrir 95% endurgreiðslum lánanna, mið- að við þær forsendur sem þá lágu „Þau tilfelli finnast vafalaust að menn hafi verið það lengi í námi að þeir greiði lánin ekki til baka að fullu. Menntamálaráðherra ætti að birta tölur yfir þennan fjölda og þær upphæðir sem um er að ræða, en hætta að slá fram tilhæfulausum al- hæfingum.“ fyrir. Síðan hefur ýmislegt gerst. Samkvæmt útreikningum hagfræð- ings frá sjálfu Verslunarráði mun endurheimta nú vera nálægt 85%. Hvers vegna hefur hún lækkað? Deyja fleiri áður en endurgreiðslum lýkur eða er fólk lengur í námi? Nei, þar kemur annað til, nefnilega stjórnunaraðgerðir ríkisstjómarinn- ar árið 1983, þegar launavísitölu var kippt úr sambandi og kaup- máttur launa keyrður niður með „fantatökum" eins og ráðherrann komst að orði í Jónshúsi í vetur. Lánskjaravísitalan fékk hins vegar að leika lausum hala og eftir henni em námslán verðtryggð. Þar er mergurinn málsins. Lánin eru end- urgreidd sem hlutfa.ll af launum. Laun hafa lækkað að raungildi en lánin aftur á móti hækkað. Því hlýt- ur endurgreiðsluhlutfallið að lækka sem afleiðing þessa. Þetta er nú öll gjafapólitík sjóðsins. Mörgum þykir því 85% endurgreiðsla vera aílhá, ekki ssit með tilliti til þeirra áfalla sem íslenskt launafólk hefur orðið fyrir. 2. Námsmenn eru hvattir til að taka hærri lán en þeir þurfa. Ég verð nú að segja eins og er að þetta skil ég nú varla. Reglur sjóðsins eru það stífar að möguleiki er ekki fyr- ir hendi hjá almennum námsmanni til að taka lán umfram Qárþörf. Sagt er að sjóðurinn láni vaxtalaus lán. Það má kalla hlutina ýmsum nöfnum, en þegar misgengi það sem orðið hefur á milli kaupgjaldsvísi- tölu og lánskjaravísitölu er jafn mikið og verið hefur á undanfömum árum, er verðtrygging það sama og nokkuð háir raunvextir, sé miðað við kaupmátt launa. Það vita þeir sem borga lánin af lágum launum. Þau tilfelli fínnast vafalaust að menn hafí verið það lengi í námi að þeir greiði lánin ekki til baka að fullu. Menntamálaráðherra ætti að birta tölur yfír þennan fjölda og þær upphæðir sem um er að ræða, en hætta að slá fram tilhæfulausum alhæfíngum. 3. Sjóður sem letur menn til að vinna fyrir sér, er illur uppalandi. Þessi röksemd átti við hér áður, þegar lán voru óverðtryggð. Þetta átti einnig við um alla íslenska fjár- festingasjóði á þeim tíma s.s. sjóði sjávarútvegsins. í dag eru lán verð- tryggð. Launum er haldið niðri hjá stórum hluta launafólks m.a. af ríkisvaldinu. Námsfólk er ekki það skyni skroppið að það sjái ekki fram á næsta dag og geri sér ekki grein fyrir greiðslubyrði lána í framtíð- inni. Það er tilhæfulaus og órök- studd alhæfing að námsfólk nenni ekki að vinna á sumrin og taki heldur lán til að lifa af. Námsmenn skyldu þá ekki t.d. hafa með öðrum stofnað félag íslendinga á Norðurl- öndum, sem telur allt að 8000 manns. Það hefur m.a. að mark- miði að halda ferðakostnaði til tslands niðri eftir því sem föng eru á, svo auðveldara sé að komast heim til vinnu og í fríum. „Allt þetta er lánasjóður náms- manna í núverandi rnynd", segir menntamálaráðherra. Ég segi: „Röksemdafærsla ráðherrans er ekki merkileg þegar hún er skoðuð nánar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.