Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLl 1986 Heimsókn Mitterands til Sovétríkjanna lokið: Vill ekki spá um leiðtogafund Moskvu, AP. FRANCOIS Mitterand Frakk- landsforseti sagði í gær í lok þriggja daga opinberrar heim- sóknar hans til Moskvu að ekki væri unnt að segja til um á þessu stigi hvort af fundi Ronalds Re- agan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbachevs leiðtoga GENGI GJALDMIÐLA London, AP. GENGI Bandaríkjadollars lækk- aði lítilega viða í Vestur-Evrópu í gær, en hækkaði þó aðeins gagnvart sterlingspundinu og japanska jeninu. I London kost- aði pundið 1,5160 dollara (1,5263), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,1730 vestur-þýzk mörk (2,1780), 1,7745 svissneskir frankar (1,7808), 6,9775 franskir frankar (6,9925), 2,4450 hollenzk gyllini (2,4570), 1.491,50 ítalskar lírur (1.493,50), 1,37825 kanadískir dollarar (1,3815) og 160,32 jen (160, 10). Gullverð lækkaði og var verð þess 347,00 doliarar únsan (348,00). sovéska kommúnistaflokksins yrði á árinu. Mitterand sagði á fréttamanna- fundi að geimvamaáætlun Banda- ríkjamanna stæði helst í veginum fyrir samkomulagi risaveldanna um afvopnunarmál, en þó væri mögu- leiki á að jafna ýmis önnur ágrein- ingsmál. Mitterand skýrði ekki frá því hvort hann hefði rætt mannrétt- indamál við Gorbachev og aðra sovéska ráðamenn meðan á dvöl hans stóð, en sagði að utanríkisráð- herra Frakklands, Jean Bemard Raimond, hefði vakið athygli á um 20 mannréttindamálum í viðræðum við sovéska utanríkisráðherrann, Eduard Shevardnadze. Mitterand greindi einnig frá því að franska sendinefndin, sem fýlgdi honum til Moskvu hefði afhent sovéskum ráðamönnum lista með nöfnum 400 manna, sem óskað hefðu eftir brott- fararleyfi frá Sovétríkjunum. Hefði nefndin farið fram á að sovésk stjómvöld yrðu við ósk þeirra. Frakklandsforseti vildi þó ekki gefa upp nöfn þeirra, sem væm á listan- um. Þetta er öðm sinni sem Mitterand fer til Sovétríkjanna til viðræðna við leiðtoga sovéska kommúnista- flokksins, en árið 1984 ræddi hann við Konstantin Chemenko. Páfi í S-Ameríku JÓHANNES Páll páfi II. hefur að undanfömu verið á ferð í S-Ameriku, nú síðast í Brazilíu. Þar hvatti hann ráðamenn til þess að standa við gefin loforð um uppskiptingu lands, en hægt þykir miða í framfaraátt, þar í landi. Á myndinni sést páfi með stráhatt, sem honum var gefinn í Kólumbíu. Páfi mun bráðlega halda heim í Páfagarð, en hann mun ferðast aftur til S- Ameríku næsta vor, og mun þá heimsækja Chile, Argentínu og líklega Uruguay. Símamynd/AP Francois Mitterand Frakklandsforseti og Mikhail Gorbachev leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins ásamt konum sínum um borð í æfinga- klefa fyrir geimfara. Heimsókn Mitterands til Sovétríkjanna lauk í gær. Korsíka: Spreng- ing legg- ur þvotta- hús í rúst Ajaccio, AP. ÞVOTTAHÚS og kjörverslun gereyðilögðust í sprengingu, sem varð klukkan fimm á fimmtudagsmorgun. Enginn var í húsunum þegar sprengj- an sprakk. Enginn hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér, en lögreglan á Korsíku telur að sprengingin sé liður í ógnaröldu, sem samtök aðskilnað- arsinna hrundu af stað. Kjörverslunin var opnuð á ný fyrir þremur vikum, en hún var lögð í rúst í annari sprengingu í október í fyrra. Achille Lauro-málið: 6 Palestínumenn dæmdir í fangelsi Genúa, AP. ÍTALSKUR dómstóll dæmdi í gær sex Palestínumenn til fang- elsisvistar vegna ránsins á skemmtiferðaskipinu Achille Lauro i október í fyrra, en þar var einn bandarískur farþegi myrtur. Þrír palestínumannanna voru dæmdir í lífstíðarfangelsi að þeim Ú'arstöddum, þar á meðal foringi þeirra, Mohammed Abbas. ítölsk yfirvöld segja að lítil von sé til þess að þremenningamir afpláni dóm sinn, en ekki er vitað um dvalarstað þeirra. Þeir palestínumenn, sem voru viðstaddir réttarhöldin, voru dæmd- ir í 15-30 ára fangelsi. Voru þeir fundnir sekir um aðild að morði Leons Klinghoffers. Einn þeirra, Magied Al-Molqi, fékk þyngsta dóminn eða 30 ára fangelsi, en hann kvaðst hafa myrt Klinghoffer. Hann dró þó framburð sinn til baka þegar leið á réttarhöldin. ítalski Noregur: Ottast kjarnorku- slys í Ringhals Frá Erik Laurc, fréttaritara Morgunbladsins í Osló. UPPLÝSINGAR sem sænsk stjórnvöld hafa látið frá sér fara um bilanir og viðgerðir á Ringhals kjarnorkuverinu suður af Gautaborg hafa valdið miklum óróa í Noregi. Ljóst er að ef geislavirk efni ná að sleppa út í andrúmsloftið mun það hafa geigvænlegar afleiðingar í för með sér fyrir Norðmenn. Sissel Rönbeck, umhverfís- í ljós áhyggjur sínar sökum þessa. málaráðherra Noregs, hefur sent Sissel Rönbeck vitnar í bréfí sínu saksóknarinn hafði krafist þess að Molqi yrði dæmdur í lífstíðarfang- elsi. Þeir palestínumenn, sem voru viðstaddir réttarhöldin fengu væg- ari dóma, en hinir, sem talið er að hafi skipulagt sjóránið. Að sögn dómarans, Linos Monteverdes, tók kviðdómurinn til greina að þeir hefðu alist upp við fátækt og slæm- an aðbúnað, „eins og palestínska þjóðin hefur þurft að þola“. Dætur Klinghoffers sögðust furðu lostnar yfír dómsúrskurðinum og töldu að dæma hefði átt pal- estínumennina í lífstíðarfangelsi, eins og þá, sem voru fjarverandi réttarhöldin. starfsbróður sínum í Svíþjóð bréf þar sem hún óskar eftir upplýsing- um um ástand Ringhals kjam- orkuversins. Yfirmenn umhverfís- mála í Danmörku hafa einnig látið Bandarísk og áströlsk stjórnvöld: Hefja viðræður um nýjan varnarsamninef í áerúst Hobart, Ástralíu, AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Ástr- aliu tilkynnti á miðvikudag að ástralska sijórnin myndi hefja viðræður við bandarísk stjórn- völd í ágúst um vamarsamning á milli ríkjanna. Einnig var til- laga vinstri manna um að leggja bann á siglingar bandarískra, kjarnorkubúinna skipa um hafn- ir iandsins, felid á þingi Verka- mannaflokksins á miðvikudag. Bill Hayden, utanríkisráðherra Ástralíu, mun ásamt Kim Beaskey, vamarmálaráðherra, eiga viðræður við George Shultz, utanríkisráð- herra og Caspar Weinberger, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna dagana 10. og 11. ágúst nk. Hayd- en sagði á miðvikudag að innihald vamarsamningsins færi eftir loka- ákvörðun nýsjálenskra stjómvalda um bann við kjamorkuvopnum, en búist er við að þingið á Nýja Sjá- landi greiði atkvæði um nýja kjamorkulöggjöf í byijun ágúst- mánaðar. Hann sagði einnig að þessi vam- arsamningur yrði ekki sáttmáli í líkingu við ANZUS, en gildi ANZ- US-bandalagsins minnkaði þegar Nýsjálendingar lögðu bann við sigl- ingum bandarískra skipa, sem búin væm kjamorkuvopnum, um hafnir Nýja Sjálands fyrir tveimur árum. Af þeim sökum neituðu Bandaríkja- menn að lofa að veija landið, ef á það væri ráðist. Á þingi Verkamannaflokksins í Ástralíu, sem stendur yfír um þess- ar mundir, var tillaga um að banna siglingar kjamorkubúinna skipa við Ástralíu, felld. Hayden sagði að um 70% Ástralíumanna væru hlynnt áframhaldandi aðild að ANZUS- bandalaginu. til Chemobyl-slyssins og telur nauðsynlegt að ríki heims skiptist á upplýsingum um kjamorkumál. Yfírvöld í Svíþjóð segja nauð- synlegt að loka verinu um stundar sakir á meðan umfangsmiklar við- gerðir fara fram. Einkum er um að ræða sprunguviðgerðir og við- gerðir á skemmdum sem orsakast hafa af ryði. Rönbeck, umhverfís- málaráðherra, hefur lýst yfír áhyggjum sínum þar sem fyrir liggur að skemmdir þessar hafa komið fram löngu áður en eðlilegt getur talist. Hún hefur því farið þess á leit við yfirvöld í Svíþjóð að þau geri grein fyrir raunveru- legu ástandi kjamorkuvers- ins.Einnig hefur hún krafíst upplýsinga um hvemig stjómvöld hyggjast bregðast við þessum vanda. Samkvæmt skýrslu sænskra sérfræðinga frá árinu 1979 myndi kjamorkuslys í Ringhals, sem er aðeins í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá Osló, kosta um 8.000 Norðmenn lífíð. Tala þessi er mið- uð við umfang slyssins í Chemo- byl. Veður víða. um heim Lœgst Hœst Akurayri 15 léttskýjað Amsterdam 10 17 skýjað Aþona 22 34 helðsktrt Barcelona 26 léttskýjað Bertfn 9 17 skýjað Brtissel 12 19 skýjað Chicago 20 24 rigning Dublin 13 17 rigning Feneyjar 23 heiðskfrt Frankfurt 12 21 skýjað Genf 11 21 heiðskfrt Helslnki 1S 21 heiðskfrt Hong Kong 27 33 heiðskirt Jerúsalem vantar Kaupmannah. 10 17 heiðskfrt LasPalmas 22 alskýjað Lissabon 16 27 heiðskírt London 16 23 heiðskfrt Los Angeles 16 29 heiðskfrt Lúxemborg 14 skýjað Malaga 26 þokum. Mallorca 29 léttskýjað Miami 26 31 skýjað Montreal 19 25 skýjað Moskva 17 27 skýjað NewYork 23 27 heiðskfrt Osló 9 20 skýjað París 12 21 heiðskírt Peking 21 30 heiðskfrt Reykjavík 11 léttskýjað RíódeJaneiro 9 24 skýjað Rómaborg 19 29 heiðskirt Stokkhólmur 10 19 skýjað Sydney 8 16 heiðskfrt Tókýó 22 26 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.