Morgunblaðið - 11.07.1986, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.07.1986, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 t Dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN AÐALBJÖRNSDÓTTIR, Hvolsvegi 25, Hvolsvelli, lést í sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, aðfaranótt 10. júlí sl. Fyrir hönd annarra vandamanna, Þorbjörg Grfmsdóttir, Aðalbjörn Þór Kjartansson, Kristrún Kjartans, Hólmfríður Kjartansdóttir, Björn Ingi Gíslason, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR frá Brautarholti, Akranesi andaðist í Borgarspítalanum þriðjudaginn 8. júlí. Sigrún Sigurjónsdóttir, Jóhannes Árnason, Sveinn Sigurjónsson, Erna Sigþórsdóttir, Guöbjörg Sigurjónsdóttir, Daði Guöbjörnsson, Arnheiður Sigurjónsdóttir og barnabörn. t ASLAUG BJARNADÓTTIR THORODDSEN, Hjarðarhaga 56, lést í Landakotsspítala 3. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Dóra Sigurðardóttir, Ragnhildur Kolka. t Móðir okkar HALLDÓRA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTiR, Oddabraut 10, Þorlákshöfn, síðast til heimilis að Hrafnistu í Hafnarfirði andaðist 9. júlí í Landa- kotsspítala. fyrir hönd vandamanna Guðrún Bjarnadóttir, Ása Bjarnadóttir. t Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐBERGS FINNBOGASONAR, Álfheimum 32, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. júlí kl. 15.00. Hulda Guðmundsdóttir, Hafdís Guðbergsdóttir, Þórhallur Magnússon Stefanía Guðbergsdóttir, Óli Björn Torfason, Sigrfður Guðbergsdóttir, Sfmon Kristjánsson, og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför LÁRU M. LÁRUSDÓTTUR KNUDSEN áður Hringbraut 84 Sérstakar þakkir sendum við stjórnendum og starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík. Lárus Guðmundsson, Jónfna Nieljohnesd., Hrefna Guðmundsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Óskar Guðmundsson, Erla Friðriksdóttir, Erla Gestsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn. t Inniiegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu vegna andiáts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HJÖRLEIFSDÓTTUR, Huldulandi 3. Valgarður Friðjónsson, Erla Friðjónsdóttir, Þorkell Júlfusson, Steinar Friðjónsson, Ásiaug Aöalsteinsdóttir, Guðrún Friðjónsdóttir, Gunnar Friðjónsson, Edda Þórarinsdóttir, Friðdfs Friðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Guðrún A. Erlends- dóttir — Minning Guðrún Ágústa Erlendsdóttir fæddist 31. júlí 1903 í Reyiqavík. Hún var dóttir hjónanna Þorbjargar Gísladóttur og Erlends Guðmunds- sonar. Ágústa giftist Óskari Hall- dórssyni árið 1928. Hann fórst í nóvember 1938 með togaranum Ólafi ásamt Gísla bróður hennar. , Systkini Ágústu voru Rannveig, Stefanía, Guðmundur, Ragnar, Sig- urður og Gísli. Eftirlifandi eru Guðmundur, Ragnar og Sigurður. Ágústa hélt heimili með aldraðri móður og tveimur bræðrum. Ágústa, en svo var hún alltaf kölluð, var um margt sérstakur persónuleiki. Hún var glæsileg kona og bar höfuðið hátt. Hún hafði ákveðnar skoðanir og var óhrædd að standa eða falla með þeim. Þeg- ar minningamar streyma fram er okkur efst í huga þakklæti til henn- ar. Það var ekki ónýtt að eiga hana að og á það við um okkur systkinin öll. Þannig hagaði til að fjölskyldur okkar bjuggu í íbúðum sem vora gengt hvor annarri í sambýlishúsi. Við þær aðstæður varð það til að við kölluðum hana alltaf „Ágústu á móti“. Þegar við hugsum nú um hana þá finnst okkur að Ágústa hafi verið á undan sinni samtíð. Það sannaðist á henni að aldurinn er ekki annað en númer, okkur finnst hún alltaf hafa verið ung. Hún var svo glöð og hress, þó að heilsan væri farin að gefa sig nú allra síðustu ár. Hún var svo skilningsrík, sem kom kannski hvað best í ljós þegar foreldrar okkar vora lasburða og hjálparþurfi. Þá nutum við öll styrk- leika hennar. Þessi fátæklegu orð eru til þess að votta henni virðingu okkar, og við þökkum henni af alhug fyrir allt sem hún hefur fyrir okkur gert. Að síðustu biðjum við Guð að styrkja bræður hennar sem nú sjá á eftir elskulegri systur. Dúna, Ninna, Diddi, Gústa, Adda. Minning: Súsanna Asgeirs- dóttir frá Fróðá Fædd 24. janúar 1908 Dáin 1. júlí 1986 Föðursystir mín Súsanna Ás- geirsdóttir frá Fróðá lést þann 1. þ.m. Hún fæddsit 24. janúar árið 1908 og var því á 79. aldursári. Með henni er genginn sérstæður og hugljúfur persónuleiki, sem ég mun ávallt minnast og í heiðri hafa. Súsanna var næstyngst 10 bama hjónanna Ólínar Bergljótar Guð- mundsdóttur og Ásgeirs Þórðarson- ar á Fróðá, er upp komust, en þau misstu eina komunga dóttur, Soffíu, sama árið og þau fluttu að Fróðá frá Hrútsholti í Eyjahreppi árið 1905. Súsanna var ein þeirra, er láta lítið yfír sér og vinna sín verk háv- aðalaust og í kyrrþey, en samt skar hún sig úr fjöldanum fyrir sína fíngerðu og einstöku persónu. Mátti jafnvel heimfæra við hana, að hún læddist með veggjum lífið í gegn og átroðsla var það síðasta, sem menn gátu búist við af henni. Og þó var hún líkast til skapmikil og geðrík í eðli sínu, svo sem hún átti ættir til, en með þá eiginleika sína fór hún vel, — dró sig fremur í hlé en að láta á þeim bera — lét þó trauðla sinn hlut í neinu. Stundum er sagt, að hið liðna sé draumur, og sé það sannleikanum samkvæmt, má vera, að Súsönnu hafi einhvem tíma dreymt illa og að það hafi fylgt henni alla tíð síðan, en í það spái ég ekki. Lengst- um vann Súsanna í Félagsprent- smiðjunni, var prentiðnaðarkona alla sína starfsævi. Hún kom oft í gamla daga með afganga þaðan, hvíta og litaða renninga og færði okkur bömum til að krota á eða annarra nota í leik, og í prentsmiðj- unni gat maður gengið að henni á hennar fast afmarkaða vinnutíma og fengið slíkan glaðning. En vinnudagur hennar var síðdegið og nóttin, þegar skarkali dagsins er hljóðnaður og var það í samræmi við lyndiseinkunn hennar. Súsanna var einstaklega bam- góð, hjartahlý og gjafmild og mátti ekkert aumt sjá, svo að ekki reyndi hún úr að bæta. Nutu systkinabörn hennar þessara eiginleika ríkulega. Hún var lengi tíður gestur í húsi foreldra minna á Rauðarárstíg 3 (seinna 19), og man ég mjög vel eftir þeim tímum og hve hugþekk Sússa var mér þá sem ætíð. Aðeins einn munað veitti þessi ljúfa kona sér að mér fannst, og það var að reykja vindlinga, en gerði það af þeirri fáguðu tilfinn- ingu og list, að útilokað var að amast við því. Við þá athöfn færð- ist yfir hana fjarrænn svipur, en um leið gat bragðið fyrir glettnu afsakandi bliki í augum hennar og var líkast til sem hún með þessu lyfti sér upp úr amstri dægranna. Er við systkinin uxum úr grasi, færði hún sig um set, þar sem vora fyrir yngri böm, sem áttu hjarta hennar allt. Löngu seinna, er ég lagði út á listabrautina, var hún meðal þeirra fyrstu, er festu sér verk mín og vandaði hér valið vel. Súsanna var alla tíð einhleyp og lét enda lítið að sér kveða á mannamót- um og á félagslegum vettvangi, en margur mun vísast hafa notið þess, hve stórt hjarta hún átti, er þurf- andi knúðu á. Hún bjó lengstum á heimili bróður síns, Karls Ásgeirs- sonar, málarameistara, í fallega húsinu á Stýrimannastíg 10. Þó að Súsanna væri ekki há vexti og ein- staklega nett og fíngerð, þá skar hún sig úr fjöldanum svo sem fyrr segir, — maður tók bókstaflega strax eftir henni á götu og ekki var hún sparsöm á brosið hógværa, ef hún tók eftir bróðursyninum — brosinu fallega, er gerði honum gott, festist í huga hans og fylgdi honum dijúga stund. Fari þessa hljóða kona vel. Bragi Ásgeirsson „Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama; er orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Við ferðalok vil ég minnast móð- ursystur minnar, Súsönnu Ásgeirs- dóttur, nokkram orðum. Hún var fædd að Fróðá á Snæfellsnesi 24. janúar árið 1908, dóttir hjónanna Olínu Bergljótar Guðmundsdóttur og Ásgeirs Jóhanns Þórðarsonar, næstyngst í hópi 11 systkina, en eftir lifa 4 þeirra. Ekki er ætlun mín að rekja æviferil hennar, en minnast þeirrar hliðar og ímyndar sem að okkur systkinunum. sneri og hver áhrifin vora. Súsanna var greind og vel lesin, bókelsk og trú- uð kona. Hún var hlédræg og hjartahlý, fríð sínum og sönn hefð- arkona. Hógværð og yfirvegun var hennar aðal og með sínu stóra hjarta ávann hún sér ást og virð- ingu allra sem henni vora samferða um stuttan veg eða langan. Meðan við voram enn böm að aldri og bjuggum undir Jökli var Sússa frænka í Reykjavík, eins kon- ar goðsögn og vera sem allt gat og gerði. Ef eitthvað þurfti að út- vega eða kaupa, föt, leikfong eða búsáhöld, var það Sússa sem öllu bjargaði. Jafnvel jólin komu frá Sússu, í kassa með leyndardómum sem ilmaði af ávöxtum og grænu greni. Þegar kassinn var kominn og hangikjötsilminn lagði um litla húsið okkar vora jólin fyrst öragg- lega komin, í bamshuganum. Sússa eignaðist ekki böm sjálf en fáar konur veit ég hafa átt svo stóran bamahóp og einlæga að- dáendur sem hana. Margs er að minnast og gott að oma sér við minningaryl frá þessum áfanga, en efst í huga er þakklæti fyrir allt það góða sem okkur var gert, og ef til vill ekki fulljóst hve mikið og dýrmætt þetta var fyrr en nú, að litið er til baka og annað gildismat ríkir. Eg og systkini mín þökkum Sússu samverana og allt það sem hún var móður okkar, og biðjum henni sællar farar og góðrar heim- komu. „Dæm svo mildan dauða, Drottinn þínu bami, — eins og léttu laufi lyfti blær frá hjami, - eins og lítill lækur Ijúki sínu hjali þar sem lygn í leyni liggur marinn svali." (Matt^hías Jochumsson) Hreinn Bergsveinsson Systir okkar t GUÐBJÖRG MARKÚSDÓTTIR, Valstrýtu, Fljótshlið, veröur jarðsungin frá Hliöarendakirkju laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Ingólfur Markússon, Sigríður Markúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.