Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 Kveldúlfshúsið 1915 og raunar eins og það er enn þann dag i dag. Unnið í fiski og má sjá þau farartæki sem þá voru notuð. Kveldúlfshúsunum verður að bjarga Slys ef þessar atvinnu-, menningar- og byggingar- sögulegu minjar yrðu brotnar niður eftir Elínu Pálmadóttur Einhvern tíma i vetur birtist stutt frétt í Morgunblaðinu, þar sem forstjóri Eimskipafélagsins svaraði spurningu um það hvað Eimskipafélagið hyggðist fyrir með gömlu Kveldúlfshúsin við Skúlagötu. Svarið var á þá leið að hugmyndir væru uppi um að byggja hótei — á lóðinni. Ekki þó af því að Eimskipafélagið væri i þörf fyrir hótel eða hyggð- ist reka það og ekki kom fram af hveiju i ósköpunum áhugi væri á að mölva niður þessi sögu- legu menningarverðmæti, sem eru svo rúmgóð og sterkbyggð að næstum má nota þau til hvers sem er. Fyrir 70 árum var séð fyrir aðkomuieiðum, bæði upp á Lindargötuna og út á Vatnsstig- inn, meira að segja með undir- göngum undir götuna. Nú hefur aðalskipulag á svæðinu þar sem Kveldúlfshúsin standa verið sam- þykkt og leiðin opnuð til að láta þessi merku hús hverfa, þótt að sjálfsögðu þurfi enn leyfi bygg- inganefndar til að bijóta þau niður. Þvi virðist tími til kominn að fá umræðu um málið á al- mennum vettvangi, þar eð það hlýtur að varða borgarbúa og þessa þjóð alla „að þessi merki- lega heimild um fyrsta iðnað — fiskiðnaðinn — á Islandi fari ekki forgörðum“, eins og Torben Witt, borgarminjavörður í Ala- borg komst að orði i blöðum eftir að hann var hér á ferð og sá þessar sterklegu byggingar. Ekki að mér detti raunverulega í hug £ið Eimskipafélagið, sem á sínum tíma var stofnað til eflingar íslenskri menningu og framförum í atvinnuháttum, muni ganga fram fyrir skjöldu og slátra svo menning- arsögulegum minjum. Byggingum sem enn eru alveg óskemmdar, þótt þurfi smávegis snyrtingu á ytra borði eftir að húsin voru um árabil nýtt sem vöruskáli. Það væri dapurlegur blettur á svo merkri sögu þessa „óskabams þjóðarinn- ar“, eins og það var löngum kallað. Mætti kannski minna á upphafið, þegar Eimskipafélagið var stofnað af myndarskap á árinu 1914 með almennri þátttöku landsmanna og íslendinga í Vesturheimi (sem hafa raunar fært þjóðinni sinn hlut). Félagið varð strax geysilega vin- sælt og allir vildu leggja sitt af mörkum. Andann má kannski marka af plakati sem gefið var út þegar fyrsta skipið, Gullfoss, kom til landsins árið eftir og fagnað af ailri þjóðinni, en þar má m.a. lesa einkunnarorðin: Samtök — Sam- hugi — Framkvæmd — Fyrirhyggja. Skömmu síðar eða 1921 var tekið í notkun stórhýsi félagsins við Póst- hússtræti, sem fram á þennan dag hefur verið sýnd alúð og virðing, með verðugri tillitssemi við hefð og stfl, þegar byggja þurfti við húsið. Viðbyggingin var gerð af meiri smekkvísi og virðingu fyrir því sem fyrir var en við eigum að venjast við stækkanir á byggingum í gamla bænum — teiknuð ef ég veit rétt, af Halldóri Jónssyni arkitekt og stjómarformanni félagsins, sem bendir til þess að hann a.m.k. hafi tilfinningu fyrir hefð og varðveislu. Á svipuðum tíma, 1913-15, og í sama anda sem Eimskipafélaginu var hleypt af stokkunum var ein- mitt verið að stofna og byggja yfir fyrirtæki, sem ekki var síður gert af stórhug og til framfara í atvinnu- lífi og menningu þjóðarinnar. Það voru Kveldúlfshúsin, þar sem greyptur var í gólfið í skrifstofunum sá hinn sami Þórshamar, sem Eim- skipaféiagið tók upp sem merki sitt, enda Thor Jensen líka einn af stofn- endum þess. Og enginn kotungs- bragur á því, enda verið að rífa Islendinga upp úr örbyrgðinni og koma íslandi í samband við önnur lönd og lífsnauðsynlega erlenda markaði. Bæði þessi fyrirtæki eru stór hluti af sama merka átakinu. Ég á satt að segja erfítt með að fá það heim og saman að Eimskip með sína sögulegu fortíð, sem hefur í þessi 70 ár haldið uppi merkinu með framfarahug, hafi nú í hyggju að ganga að því sem meðvituðu verki og ( einhveijum ótilgreindum tilgangi að bijóta niður þessar vönduðu byggingar, þótt það hafi ekki lengur þörf fýrir þær sjalft vegna tilkomu gámaflutninga, í stað þess að selja húsin með tryggri varðveislu þeim sem geta og vilja nýta þau. Ekki síst þar sem húsin hafa nýst félaginu vel meðan þörf var fyrir geymsluskála og þau fen- gust vegna aðstæðna fyrir lítið á sínum tíma. Þannig myndi fyrir- tækið setja blett á nafn og merki þess sem fánabera íslenskra fram- fara allt frá 1915. Hvað er það þá sem hugmyndir eru um að ganga á með slaghamri? Bak við látlausa framhliðina, þar sem fallega steinhandriðið er að vísu fallið á kafla, felast hvorki meira né minna en 3.600 fermetra rammgerðar byggingar á tveimur hæðum með steyptum portum á milli og ofan við. Og milli húsanna yfirbyggð brú, svo rammgerð að þar óku vörubílar hlaðnir saltfiski meðan saltfiskverkun var í húsun- um. í saltfisksölunum er hátt til lofts og vítt til veggja, svo nýting á þeim er næstum ótakmörkuð. Við að gera nokkra könnun á þessum húsum á sl. vetri vegna greinar um þau, sem birtist í Morgunblaðinu 24. mars sl. kom í ljos við skoðun á brunabótamati hve óhemjulega Milli húsanna er port og úr því göng undir Vatnsstíginn. Þarna er unnið í fiski. Milli húsanna er svo sterk yfirbyggð brú, að þar gátu fullhlaðnir saltfiskbílar ekið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.