Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986
39
„Mér er meinilla
við allar grímur“
segir yngsti dagskrárgerðarmaðurinn á rás 2,
Olafur Már Björnsson
Morgunblaðið/Þorkell
„Of mikil bjartsýni er skömminni skárri en
svartsýni,“ segir hinn 17 ára gamli dag-
skrárgerðarmaður, Ólafur Már Bjömsson.
Ja, sú var eitt sinn tíð, að menn
bukkuðu sig og beygðu, er þeir
buðu dömum upp í dans. Setningar
á borð við þessa kannast eflaust
flestir við. Foreldrar okkar, afar og
ömmur, hafa nefnilega löngum látið
að því liggja að heimurinn fari
síversnandi, öll huggulegheit séu
horfín. Að þeirra áliti er það nú
frumskógarlögmálið sem gildir í
samskiptum kynjanna, enda „æsku-
lýður nútímans með eindæmum
taugatrekktur og tilfínningalaus".
„Hér áður fyrr kunnu menn að
meta allt það fallega í lífínu," segir
þetta heiðursfólk. „Þó launin væru
lág nurluðu drengimir gjarnan sam-
an fyrir rauðri rós handa
draumadísinni. Rómantíkin og ró-
legheitin voru allsráðandi — tilfinn-
ing í tónlistinni og tangó var í tísku.
Nú dilla menn sér hinsvegar í takt
við tryllta tónlist og hlusta aðeins
á einhveijar hávaða-hljómsveitir,
garg og gaul, sem nægir til að
gera hvem meðalmann vitlausan.
Já, það er sko af sem áður var,“
segja þau, hrista hausinn og and-
varpa þungt.
Sé gengið út frá því, að í þessum
fullyrðingum felist eitthvert sann-
leikskom, skýtur það óneitanlega
skökku við að yngsti dagskrárgerð-
armaðurinn á rás 2, Olafur Már
Bjömsson, skuli að mestu leyti hafa
helgað sig hinum ljúfu ballöðum,
sem svo eru nefndar. „Já, ég er
afskaplega rómatískur og rólegur
að eðlisfari,“ viðurkennir Olafúr og
brosir breitt. „Sumir myndu jafnvel
halda því fram að ég væri væminn,
án þess þó að geta útskýrt hvað í
orðinu felst. Ég er mikill fagurkeri,
laus við alla feimni, sæmilega skap-
góður og fyrirlít allan töffaraskap.
Ef þetta er að vera væminn þá er
ég fyllilega sáttur við þann stimpil.
Annars má eiginlega segja að ég
hafi alltaf venð svolítið öðmvísi en
allir aðrir. Ég hef aldrei fylgt
straurrinum heldur reyni ég að fara
eftir eigin samvisku og sannfær-
ingu hveiju sinni. Finnist mér
eitthvað rangt eða óskynsamlegt
þá geri ég það ekki, sama hvað
fjöldanum finnst. Til að mynda
reyki ég hvorki né drekk, einfald-
lega vegna þess að það höfðar ekki
til mín. Eins er það með tónlistar-
smekk minn. Ég hef aldrei hrifíst
af hráu rokki og þess vegna hlusta
ég ekki á það — þó svo flestir jafn-
aldrar mínir geri það. Ég fell
hinsvegar fyrir fallegum tónsmíð-
um, ljúfum „melódíum" og get bara
ekkert að því gert,“ segir hann.
Ólafur Már er 17 ára að aldri
og stundar nám við Menntaskólann
í Hamrahlíð á eðlisfræði- og nátt-
úmfræðibrautum. „Ég veit að það
hljómar eins og það sé eitthvað
ofsalega mikið að vera á tveimur
brautum, en það er það ekki í
raun,“ fullyrðir Ólafur.
— En hvenær og hvemig kom
rás 2 til sögunnar?
„Þetta byijaði með því að ég tók
þátt í spumingakeppni í þætti, sem
Eðvarð Ingólfsson sá um, niðri á
rás 1,“ upplýsir Ólafur. „Ég vann
þessa keppni og bað Eðvarð um að
leyfa mér að prófa að vera aðstoðar-
þulur í þætti hans hér uppfrá,
Frístund. Hann samþykkti það og
kom ég nokkmm sinnum fram sem
slíkur. Síðan þróuðust málin bara á
þá leið, að ég útbjó einn varaþátt
og svo þegar Frístundin hætti
göngu sinni fékk ég að sjá um þátt-
inn „Útrás", sem kom í hennar stað.
Ég hef líka afskaplega gaman af
þessu, fínnst starfíð bæði spennandi
og skemmtilegt. Andinn héma er
líka mjög góður og það skiptir nátt-
úmlega miklu rnáli."
— En hvað með taugamar, ertu
ekkert stressaður þegar þú ert í
beinni útsendingu?
„Nei,“ svarar Ólafur að bragði.
„Það er svo miklu auðveldara að
vera í útsendingu en upptöku, ein-
hverra hluta vegna. Þegar maður
situr inni í þessari kompu, sem
stúdíóið er, getur maður ekki
ímyndað sér að það sé nokkur að
hlusta, hvað þá heldur þúsundir
manna. Nú í sumar mun ég að
mestu leyti verða í afleysingum og
hlakka bara til. Þó ætla ég ekki
að fara út í fjölmiðlun að stúdents-
prófí loknu. Mig langar eitthvert
út að læra, en hvað veit ég ekki.
Ofarlega á blaði em þó læknis-
fræði, alþjóðleg lögfræði, verkfræði
og tölvufræði. Tæknimál hafa
nefnilega alltaf heillað mig svolítið.
Ég er óstjómlega forvitinn, fínnst
gaman að stjórna og langar t.d.
alveg svakalega til að vera við-
staddur útsendingu á sjónvarps-
fréttum," segir hann.
— Hvemigversautjánárastrák-
ur frítíma sínum?
„Ja, flestir fara vafalaust á böll
um helgar, drekka sig fulla og ná
sér í stelpu," segir Ólafur og glott-
ir út í annað. „Sá háttur hentar
mér hinsvegar ekki,“ bætir hann
við. „Svona skyndikynni á skemmti-
stað fínnast mér tilfínningalaus og
köld og ég held bara að ég beri of
mikla virðingu fyrir sjálfum mér til
að stofna til þannig kynna. Ég á
mjög góða foreldra sem kenndu
mér að greina á milli þess sem er
rétt og rangt og það samræmist
ekki samvisku minni að taka þátt
í svona rugli. Satt best að segja fer
ég líka sjaldan á böll. Mér fínnst
það bara leiðinlegt. Fólk er dauða-
dmkkið, hellandi úr glösum sínum
hvert yfír annað og bara sóðalegt
í alla staði. Fyrst í stað hélt ég að
þetta ætti einungis við um ungl-
ingaskemmtanimar, en komst svo
að því um daginn, að þeir fullorðnu
em lítt glæsilegri en krakkamir,
þegar þeir fara á fyllerí. Eiginlega
skemmti ég mér langbest í góðra
vina hóp þar sem við getum setið
í rólegheitum, talað saman og
slappað af. Ég á nefnilega allskonar
vini og þá ekki síður stelpur en
stráka, og það víkkar óneitanlega
sjóndeildarhringinn, þegar maður
kynnist ólíkum viðhorfum. Svo virð-
ist ég líka oft lenda í því að vinir
mínir leiti til mín með vandamál sín
— kannske vegna þess hvað ég er
rómantískur," segir hann sposkur
á svip. „Nei, svona í alvöru talað
þá held ég að það sé einfaldlega
vegna þess að ég kann að hlusta,
sem er víst sjaldgæft nú til dags.
Ég er sjálfur svolítið viðkvæmur
og það gerir það að verkum að vin-
ir mínir eiga auðveldara með að
opna sig fyrir mér. Mér er nefnilega
meinilla við allar grímur, er viss
um að rómantíkin bludnar innra
með öllum og ástarsorgir og sær-
indi eru eðlilegustu hlutir í heimi."
— Ertu bjartsýnn að eðlisfari,
trúaður á það góða í lífínu?
„Auðvitað vil ég trúa að allir
menn séu góðir," segir Ólafur. „Og
sennilega er ég stundum of bjart-
sýnn. Eg á alltaf erfítt með að trúa
því að fóik sé að ljúga að mér, skil
einfaldlega ekki tilganginn með
þannig óheiðarleika.
En þó svo of mikil bjartsýni geti
stundum valdið manni vonbrigðum
þá held ég að hún sé skömminni
skárri en sá vítahringur, sem svart-
sýnin er.“ Að lokum Ólafur Már —
hefur þú eitthvert „mottó" sem þú
lifir eftir?
„Fyrst og fremst að bera virðingu
fyrir sjálfum mér,“ svarar hann
„Það er nokkuð sem mér var inn-
rætt frá bamæsku og hefur gefíst
nokkuð vel. í öðru lagi reyni ég að
forðast allar óþarfa áhyggjur.
Morgundagurinn kemur hvort sem
mér líkar betur eða verr og þá er
bara að taka því. Auðvitað fær
maður einhveijar byltur svona af
og til — en lendir maður ekki alltaf
á löppunum . ..?
vinnukonunni.
Hákur við dýpkun í Skagastrandarhöfn.
Morgunblaðið/ÓB.
rffsjitea::iuiU8gwi
Dýpkunarframkvæmdir
í Skagastrandarhöfn
Skagaströnd.
UNNIÐ hefur verið að dýpkun
Skagastrandarliafnar undan-
farið. Dælt er upp úr höfninni
með dæluskipinu Háki en
áætlað er að dæla upp allt að
14.500 rúmmetrum af sandi.
Sandurinn er notaður til upp-
fyllingar fyrir framan frystihús
Hólaness hf. og eykur það svigr-
úm frystihússins verulega.
Áætlað er að þessar dýpkunar-
framkvæmdir muni kosta 4 til
4.5 milljónir króna. Af þeirri
upphæð mun Höfðahreppur
greiða 25% en ríkissjóður 75%.
ÓB
Enn ein frábær hljómsveit frá
Kefiavík sem sló svo rækilega í
gegn um síðustu helgi að fram-
haldssaga er til næsta bæjar.
Mímisbar
Andri Bachmann
og Grétar Örvarsson.
Fyrr má nú saga
en Hótel Saga.
Mifta- og borðapantanir í síma 20221.
GILDI H?m