Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 5 Friðrik Ólafsson Guðmundur Signrjónsson Helgi Ólafsson Jóhann Hjartarson Margeir Pétursson Fjórir stórmeist- arar á 15 mánuðum * Islensku stórmeistararnir sex voru að meðal- tali 25 ára þegar þeir unnu til titilsins ÞAÐ ÞÓTTU mikil tíðindi á íslandi þegar Friðrik Ólafsson, núver- andi skrifstofustjóri Alþingis, var útnefndur stórmeistari árið 1958. Hann var þá 23ja ára gamall. Friðrik var þá staddur í Porto Rose i Júgóslavíu, þar sem hann tók þátt í sterku móti þar sem keppt var um réttinn tii að skora á heimsmeistarann. í þeim hópi var Robert Fischer. Friðrik var á þessum tíma talinn einn af 10 sterkustu skák- mönnum heims. Nú, 28 árum síðar, eru stórmeistararnir orðnir sex, og þar af hafa fjórir bæst í hópinn á síðustu 15 mánuðum, sá síðasti, Jón L. Arnason, i þessari viku. Jón L. tryggði sér sem kunnugt er þriðja og síðasta áfanga að stór- meistaratitli þegar hann fór með sigur af hólmi á móti í Búlgaríu, sem lauk sl. mánudag. Hann verður líklega útnefndur stórmeistari á þingi FIDE í haust. Til að öðlast stórmeistaratitil þurfa skákmenn að ná ákveðnum vinningafjölda miðað við ELO-stig andstæðingana út úr 24 keppnisskákum. Hægt er að ná þessum árangri í tveimur mótum, en yfírleitt þarf þjú til. Jón hafði lýst því yfír þegar hann út- skrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands í febrúar síðast- liðnum, að nú væri tími til kominn að stefna af alvöru á stórmeistara- titilinn. Þá hafði hann náð fyrsta áfanga að titlinum. Síðan þá hefur hann keppt í mörgum sterkum mótum og náði nýlega öðrum áfanga á móti í Helsinki í Finn- landi, meðal annars með því að leggja danska stórmeistarann Kurt Hansen í síðustu umferðinni. Jón kom til landsins frá Búlgaríu í gær. Að sögn hans er næsta mál á dagskrá að fylgjast með heims- meistaraeinvíginu í London og skrifa um það í DV. Jón L. Ámason fæddist 13. nóv- ember 1960 og er því 25 ára gamall. Hann er ekki yngsti stór- meistarinn hér á landi, en hann er sá eini sem borið hefur heimsmeist- aratitil í skák. Aðeins 16 ára gamall, þá nýorðinn íslandsmeistari í skák, varð hann heimsmeistari ungiinga i flokki 16 ára og yngri. Guðmundur Siguijónsson er ann- ar í stórmeistararöðinni. Hann náði titlinum árið 1974, þá 27 ára gam- all. Guðmundur er fæddur 25. september 1947. Helgi Ólafsson iworgunoiac Jón L. Arnason kominn heim, nýbakaður stórmeistari. varð stórmeistari í mars í fyrra, einnig 28 ára gamall. Helgi er fæddur 15. ágúst 1956. Jóhann Hjartarson öðlaðist titilinn yngstur íslensku stórmeistaranna. Það var í júlí í fyrra, aðeins þremur mánuð- um á eftir Helga. Jóhann var þá 22ja ára gamall. Hann er fæddur 8. febrúar 1963. Margeir Pétursson komst í hópinn um áramótin síðustu, þá 25 ára. Hann er fæddur 15. febrúar 1960. Að meðaltali hafa íslensku stór- meistaramir verið 25 ára gamlir þegar þeir unnu til titilsins. Dofnað í Leirvogsá Það hefur aðeins slaknað á veiðinni í Leirvogsá eftir rosagóða byijun. í heild verður veiðin þó að teljast góð og í gærkvöldi voru tæplega 70 laxar komnir á land, en veiði hófst 1. júlí. Mest var veiði fyrstu dagana. Stærsti lax- inn veiddist á maðk í Rauðabergs- hyl frammi í gljúfri og vó hann 14 pund. Lítið vatn er nú í Leir- vogsá og brögð að því að laxinn sé farinn að safnast í fáa polla og djúpa. Bara líflegt í Korpu 55 laxar og 5 sjóbirtingar vom komnir á land úr Korpu í gær- kvöldi en veiðin hófst þar 20. júní. Var lítil veiði fyrstu dagana. Það hefur því glæðst verulega að und- anfömu. Mest hefur veiðst í Sjávarfossi eins og svo oft á þess- um tíma sumars. Laxinn er smár í Korpu að vanda, yfírleitt 3—5 pund, en sá stærsti enn sem kom- ið er vó 10 pund. Allur aflinn til þessa hefur verið tekinn á maðk. Þokkalegt í heild í Veiðivötnum Eftir því sem veiðimenn bera með sér hefur veiði gengið bæri- lega í Veiðivötnum á Landmanna- afrétti, en nokkuð farið eftir lofthita hversu vel hefur gengið. FYrir nokkm skall t.d. á norðan- átt með allt að því gaddi og þá veiddi enginn neitt. Veiðin hefur dreifst nokkuð á vötnin, en mest- ur aflinn hefur verið dreginn að vanda úr Stóra-Fossvatni. Silung- urinn þar er þó að öllu jöfnu smærri en í öðmm vötnum vatna- klasans þó hann hafí stækkað á seinni ámm. Stærstir em urrið- amir í Hraunsvötnum. Þar hafa þegar veiðst fáeinir, þar á meðal sá stærsti í sumar, 12 punda dreki. Veiðin er víðast hvar góð. Hér er einn kominn á landa úr Mið- fjarðará.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.