Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 29 Jafnvel þörf á að fjölga ferðum næsta sumar — segir Lars Larsen hjá Flugfélagi Foroya um flug Flugleiða til Glasgow frá Færeyjum “Hingaðtil hefur eftirspurnin verið mjög mikil á ferðum til Glas- gow frá Færeyjum og nær fullbókað í allar ferðir í sumar“, segir Lars Larsen hjá Flogfelag Foroya í viðtali við Dagblaðið i Færeyj- um. “Þetta kemur okkur ekki á óvart. Það hefur lengi verið vitað að mildl þörf væri á ferðum á þessari leið og nú þurfum við að ákveða hvort að við þurfum að fjölga ferðum næsta sumar". “Það verður þó erfíðleikum bund- Útitónleikar á Lækjartorgi ÚTITÓNLEIKAR verða haldnir á Lækjartorgi í dag, föstudag, klukkann 12-13:00 og klukkann 15:45-18:00. Bandaríski söngflokkurinn Cele- brant Singers hefur tónleikana og flytur dagskrá milli kl. 12-13:00. Síðari hluti tónleikana hefst kl. 15:45 með söng Celebrant Singers. Þá koma fram Guðný, Elísabet Eir og Magnús Kjartansson, Terry Lee Jones, Hjalti Gunnlaugsson ásamt meðsöngvurum. Vinsældalisti rásar 2: Bítlavina- félagið enn á toppnum VINSÆLDALISTI Rásar tvö lítur svona út þessa vikuna. Staða laga i síðustu viku er innan sviga. 1. (1) Þrisvar í viku/Bítlavinafé- lagið. 2. (3) The edge of heaven/ Wham 3. (7) Papa don’t preach/ Madonna 4. (2) RE-SETT-TEN/Danska fótboltalandsliðið 5. (8) Atlantis is calling, SOS for love/Modem Talking 6. (6) When tomorrow comes/ Eurythmics 7. (9) Blue/Fine Young Cannib- als 8. (23) If you were a woman (and I was a man)/Bonnie Tyler 9- (11) Who’s Johny/El DeBarge 10. (30) Hunting high and low/ A-Ha ið að fjölga vélum á leiðinni þar sem þær þyrfti líklegast að taka úr inn- anlandsflugi Flugleiða á Islandi. Við vonumst þó til að hægt verði að fjölga ferðum um eina á viku næsta sumar“ segir Lars Larsen ennfremur. Tvær aukaferðir hafa verið í sumar en þær voru í sam- bandi við heimsókn fótboltaliðsins Chelsea til Færeyja. Það var þann 20. maí s.l. sem Flugleiðir hófu að nýju flug á milli Færeyja og Glasgow en sú leið hafði ekki verið flogin í 15 ár. Flog- ið er einu sinni í viku í framhaldi af Færeyjaflugi félagsins og notað- ar Fokker F27 vélar. Hjá Flugleiðum fengust þær upp- lýsingar að þessum ferðum yrði haldið áfram út sumaráætlun fé- lagsins eða til ioka október. Ekki væru uppi áætlanir um að fjölga flugferðum en líklega myndu þær heflast fyrr á árínu næsta sumar. Stuðmenn leggja upp f hina árlegu landsreisu sína nú um helgina og er förinni í fyrsta áfanga heitið norður í land. Stuðmenn í ferð um landið HLJÓMSVEITIN Stuðmenn, sem meðal annars er þekkt fyrir vandaðan söng og hljóðfæraslátt hér heima og erlendis, leggur upp í nokkuð óvenjulegt ferðalag nú um helgina. Auk þess að ferðast um landið með viðkomu f flestum kjördæmum, er ætlun- in að staldra við f samkomuhúsum og slá upp söngskemmtunum. Stuðmenn hafa nýlega snúið um 11. júlf, í Miðgarði 12. júlí, á heim úr hliðstæðu ferðalagi um Rauða Kfna, sem mæltist vel fyr- ir og var húsfyllir á hverjum stað. Stuðmenn munu byija ferð sína um landið á Norðurlandi, á Laug- Akureyri 13. júlí og í Grímsey 15. júlí, en ferðin til Grímseyjar mark- ar tímamót í sögu Stuðmanna. Förinni verður síðan heitið austur um land og því næst á Vestfirði, á þjóðhátíð í Eyjum um verslunar- mannahelgina og lýkur ferðinni á Logalandi í Borgarfirði 9. ágúst. Á söngskemmtununum munu Stuðmenn flytja blöndu af nýju og eldra efni, en uppistaða efnis- skrárinnar er sú sama og var í Kínaferðinni. (Fréttatilkynning.) Islenskum loðnuskipum leyft að landa í Noregi 1. ágúst NORSKA sjávarútvegráðuney- tið hefur tilkynnt að frá og með 1. ágúst n.k. verði íslenskum skipum leyft að landa loðnu- förmum sínum í Noregi. Astæðan fyrir þessu er hráefnis- skortur sem hefur hijáð loðnu- bræðsluverksmiðjumar í norður-Noregi og var því ráðuneyt- ið beðið um að gera íslenskum skipum mögulegt að selja afla sinn í þær.. Svipað átti sér stað í fyrra en þá fengu íslensk skip í fyrsta sinn að landa í Noregi. “Við erum að athuga núna hvaða verð Norðmennimir em til- búnir að greiða okkur fyrir loðn- una“, sagði Krislján Ragnarsson formaður LIÚ við Morgunblaðið. “Fyrsti fundurinn í verðlagsráði um nýtt loðnuverð fyrir næstu „Eigum alveg eins erindi suður eins og norður“ — segir Páll Pétursson, f ormaður þing- flokks Framsóknarflokksins „Ég er mjög hlessa yfir þess- ari niðurstöðu og tek undir þau orð Geirs Gunnarssonar að ef menn ekki treysta sér til að flytja Byggðastofnun út á land hvaða stofnun á þá að flytja,“ sagði Ragnar Arnalds, þing- flokksformaður Alþýðubanda- lagsins, þegar hann var inntur álits á þeirri ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar að fella til- lögu um að stofnunin skyldi flutt frá Reykjavík til Akur- eyrar. Kvað Ragnar það mjög geta dregið úr tiltrú manna á að hægt væri að flytja starfsemi og stofn- anir út á landsbyggðina og sagði nær öllum stofnunum hafa verið safnað saman í Reykjavík. „Ég tel það afar brýnt að reynt verði að dreifa ýmsum stjómunarstofn- unum um landið og vona að þetta kjarkleysi stjómarinnar eigi ekki eftir að draga úr mönnum," sagði Ragnar. Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, sagði að einfaldara væri að tala en að framkvæma. „Hef ég ekk- ert við þessa samþykkt að athuga og fellst á niðurstöðu meirihlut- ans. Af okkur í norðurlandskjör- dæmi vestra er það að segja að við eigum alveg eins erindi suður eins og norður og ég held að það sé erfítt um vik að hafa Byggða- stofnun annarsstaðar en hún er,“ sagði Páll Pétursson. Eiður Guðnason, Alþýðuflokki, sagðist halda að með þessarí ákvörðun hefðu menn horfst í augu við þá staðreynd að auðveld- ara væri um að tala en í að komast þegar um það væri að ræða að flytja heilar stofnanir. Vísaði hann til reynslu á Norður- löndum þar sem reynt hefur verið að flytja stofnanir út á lands- byggðina en gefist ílla. „En auðvitað á að kappkosta að veita landsbyggðinni jafiigóða þjónustu og höfuðborgarsvæðinu og það er til dæmis hægt með því að setja á stofn umboðsskrifstofur eða nokkurs konar útibú um landið,“ sagði Eiður. Sagði hann það jafnframt staðreynd að hefði verið ákveðið að flytja Byggða- stofnun til Akureyrar hefði það orðið til að veita Eyfirðingum betri þjónustu en öðrum verri. „Ég skil þessa ákvörðun í raun og veru mjög vel,“ sagði Stefán Benediktsson, Bandalagi jafnað- armanna, aðspurður um skoðun sína á þessari samþykkt. „Hún er viðurkenning á þvi að við búum í miðstýrðu þjóðfélagi þar sem ekki þýðir að flytja svona stofnan- ir í sundur. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að það megi dreifa Byggðastofnun, og er það eiginlega brýn nauðsyn ef forða á sumum hinna dreifðu byggða landsins frá því að leggjast í eyði. Það mætti koma upp þróunar- stofnunum í landshlutum sem væru mannaðar af heimamönnum sem tækju að sér rannsóknir og framkvæmdir á þróunarverkefn- um og þá yrði Byggðastofnun ráðgefandi og samræmingarað- ili,“ sagði Stefán Benediktsson að lokum. Ekki tókst Morgunblaðinu að ná í Sigríði Dúnu Kristmunds- dóttur, formann þingflokks Kvennalistans, til að tjá sig um málið. vertíð verður nú á mánudaginn og við höfum verið að leitast eftir því hvaða verð við getum búist við að fá í Danmörku og Færeyjum". “Það er sem sagt ekkert því til fyrirstöðu að við löndum þama en hversu mikið verður af því ræðst af samanburði á verði og siglingar- lengd. Það er engin bfyn þörf á því að landa í Noregi, það ræðst bara af því hversu hagstætt það verður". Jón Reynir Magnússon formað- ur samtaka fiskimjölsframleiðenda sagði lítið sem ekkert vera hægt að segja um þessa ákvörðun norska sjávarútvegsráðuneytisins að r.vo stöddu. Hann sagðist ekki búast við því að norsku verskmiðjumar gætu boðið eitthvað mikið hærra verð en þær íslensku vegna jjess hversu lágt afurðaverðið væri. Þetta væri þó allt óljóst ennþá þar sem ekki væri vitað hversu mikið yrði veitt, hversu hátt verð við myndum fá bæði hér heima og erlendis. Hafísinn berst inn Húnaflóa HAFÍS berst hægt inn Húnaflóa að sögn Landhelgisgæslunnar. ísinn er laus í sér næst landi og bráðnar nokkuð ört, þar sem loft- hiti er tiltölulega hár og sjórinn sæmilega hlýr, að sögn Veður- stofunnar. Besta siglingaleið virðist vera frá Homi, innan við Óðinsboða og inn- undir Amdrupsboða og þaðan á Skaga. Fyrir minni báta er þó æski- legt að fara innan við Óðinsboða, suðurundir Gjögur og þar yfír fló- ann. Að sögn Veðurstofunnar verður vindátt tiltölulega hagstæð um helgina, suðlæg, en hæg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.